Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 4
I I VI S IR . Þriðjudagur 13. nóvember 1962. ■i.o.ia.au.tfmMí i ui h'.tt.;1. nj'inm wgmriwfw'nu ■! 1»1 'Jlll,l«WCTg| / ^ Hákon Bjarnason, skógræktarstjón — Skógrækt ríkisins plantaði 700 þúsund plöntum, en alls voru settar niður allt að hálfri annarri milljón. Einstaklingar plöntuðu innan við 100 þúsund, en einstök skógræktarfélög voru afkasta- mikil. Reykvíkingar voru vitan- lega hæstir með 250 þúsund .plöntur, Eyfirðingar og Árnes- ingar plöntuðu um 100 þúsund plöntum hvorir og Suður-Þing- eyingar um 70—80 þúsund plönt- um, önnur félög minna. Alls settu skógræktarfélögin niður yfir 700 þúsund plöntur. — Hvað fór þetta í mikið land? — í um 2500 hektara. Stærstu gróðursetningarnar eru í landi Skriðufells í Þjórsárdal, á Hall- ormsstað og í Haukadal, sitt hundrað þúsund á'hvern þessara staða. Sjötíu þúsund plöntur voru gróðursettar á Stálpastöðum í Skorradal. Annars voru aðal- gróðursetningarstaðirnir 17 tals- ins. Svo eru smáreitir, viðs vegar um allt land. — í hvers konar jarðveg var helzt plantað? — Við plöntum aðallega í kjarrlandi, því þar komast plönt- urnar af án áburðar. Jarðveg- urinn er frjórri f kjarrlandi en annars staðar, þar kemur engin vaxtarstöðvun fram ef plantað er vel. En við plöntum líka í mó- lendi og hálfdeigt land og notum þá skerpiplóg til að bfla til rásir. Þetta er enn á tilraunastigi. Það er oft erfitt að koma plöntunum til á flatlendi, en með því að planta í skjóli við plógstrengina og nota áburð, fást betri gróður- skilyrði en ella. Hákon ræddi áfram um gróður- kosti kjarrlendisins og sagði þá m. a.: — Það er mjög lélegt kjarrlendi, þár sem jarðvegurinn er ekki mörgum sinnum frjórri en á bersvæði. Ef menn ryðja skóglendi og breyta því í tún gefur það lengur og betur af sér en nokkuð annað land. Þetta eru vildarlendi. — Hver á skógræktarreitina? — Skógrækt ríkisins, skóg- ræktarfélögin og einstaklingar eiga fjölda smáreita. í sumum héruðum hafa skógræktarfélögin á seinni árum, sameinazt um stærri reiti. En okkur fer að vanta skógræktargirðingar. T. d. á Stálpastöðum, þar þrýtur land- ið á næsta ári. Á Hallormsstað er landið sunnan við bæinn full- plantað og töluvert norðan við bæ. Það verður brátt einnig full- nýtt. En mig iangar til að geta eins sem við höfum gert. Við höfum tekið undan svæði með birki- Þeir eru komnií a götuna og kosta aðeins 25 krónur * Enginn er svo fátækur, að hann geti ekki eignazt miða og enginn svo ríkur, að hann hafi efni á öðru en eiga miða. Tveir Opelbílar, blár og hvítur, sem kosta 360 þúsund krónur, eða Farmall með öllum hjálpartækjum og miðinn aðeins á 25 krónur. Við ráðleggjum öllum að kaupa miðann strax. Rætt v/ð Hákon Bjarnason skógræktarstjóra um skógrækt í sumar Happdrætti Framsóknor- flokksins skógi, og plöntum þar engu, t.d. í Gatnaskógi á Hallormsstað. — Að lokum. Hvert takmark ykkar með starfinu? — Það er að koma upp skógi til timburframleiðslu. Okkar þjóð er það nauðsynlegt. Þetta vita þeir bezt sem byggja. Þeir finna til þess hvað timbrið er dýrt. Tíunda hver króna af inn- flutningsverðmæti landsmanna er greidd fýrir skógarafurðir. Hákon tekur tvær viðarplötur og leggur á borðið: — Þetta er lerkiviður, tekinn innan úr miðj- um stofni á 35 ára gömlu tré. Við notum þetta sem kaffibakka. Þetta er betra en margur viður- inn, sem við kaupum hér í timb- urverzlunum. Og þegar við fáum 6 og hálfan teningsmetra viðar- vöxt á hvern hektara lands á ári þá er mér til efs að við getum ræktað landið á betri hátt. Fjár- magnið, sem lagt er í stofnkostn- að er hverfandi. Það er betra að leggja peninga á svona vöxtu en 10 ára sparisjóðsbók. Þarna rýrn- ar ekkert, ef vel er farið af stað. En ég vil vekja athygli á þvf, að við byrjuðum ekki að planta að nokkru ráði fyrr en fyrir 10 ár- um. Eftir svo sem tvo áratugi förum við að fá töluvert af nytjaviði úr því sem gróðursett hefur verið fram að þessu. En við verðum að koma upp lítilli sög- unarmyllu á næsta ári eða hinu til þess að geta nýtt stærstu trén, sem falla á næstu árum. Og svo þurfa menn líka að læra hand- verkið í tíma. Viðtalinu er lokið. Við stönd- um upp af stólunum, sem eru smíðaðir úr íslenzku birki. Þeir prýða stjórnarskrifstofu Skóg- ræktarfélags Islands við Grettis- götu. — á. e. — Það varð heybrestur i sum- ar og kornið náði ekki þroska, beitilyng og sortulyng kól á stórum svæðum í vor, en við urðum ekki fyrir skakkaföllum í skógræktinni. Við losnuðum við vorfrostin, sem eru ungu plönt- unum hættulegust. Haustfrost gera ekki svo mikið til, fyrir þær trjátegundir sem við ræktum núna, sagði Hákon Bjarnason skógræktarstjóri í viðtali við Vísi um skógræktarstarfið í sumar. — Vöxtur hefur yfirleitt verið í meðallagi, hélt Hákon áfram, sums staðar minni sums staðar meiri. Norðan og austaniands var kalt og rakt og ekkert sumar, sunnanlands í kaldara lagi, en mjög þurrt. Þar eru það þurrk- amir, sem hafa dregið úr vexti í sumar. — Hve miklu var plantað?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.