Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 7
 V í S I R . Þriðjudagur 13. nóvember 1962. —Ml ■llilllll'ill III il m ^■i^saisHairerara aaan? 7 ☆ Dr. Gylfi Þ. Gíslason við- skipíamálaráðherra flutti á Alþingi í gær skýrslu ríkisstjórnarinnar um efna hagsbandalagsmálið. Kom þar m. a. fram, að ríkis- stjórnin telur að ennþá sé ekki kominn tími til á- kvarðana í því máli. Hún leggur áherzlu á, að sem bezt verði fylgzt með fram bandalagsins. Hann benti á, að vöru útflutningur íslands hefði að 40 — 50% verið við þau ríki, sem lík- legt er að gerist aðilar að banda- laginu, og að tollur Efnahagsbanda- lagsins á sjávarafurðum væri mjög hár. Ráðherrann gerði síðan grein fyrir afstöðu helztu útflutningsaf- urða okkar, og ræddi síðan noklcuð um aðra markaði, sem til greina kæmu, ef við gengjum ekki í banda lagið. Sagði ffann í því sambandi orðrétt: Hugsanlegir markaðir. Um það getur ekki verið ágrein- ingur, að íslendingar mundu missa mikla markaði í V-Evrópu, ef ekki tekst samstarf við Efnahagsbanda- lagið í einhverri mynd. En þá má spyrja, hvaða skilyrði íslendingar hafi til þess að afla sér markaða utan Vestur-Evrópu í stað þeirra, sem þar töpuðust. í Bandaríkjunum eiga íslendingar svo sem kunnugt er, mikinn og góðan markað fyrir freðfisk. Þótt vonir standi til, að sá markaður fari stækkandi, getur hann ekki tekið við mjög auknu magni á skömmum tíma, án þess að af því leiddi verðfall, og engar horfur eru á, að freðfiskmarkaður í Banda- ar, að ekki sé hægt að draga nema eina ályktun af þeim staðreynd- um, sem ég hefi nú lýst, sem sé þá, að íslandi sé á því brýn nauð- syn að tengjast Efnahagsbandalagi Evrópu með einliverjum þeim hætti sem geri okkur kleift að selja af- urðir okkar til V-Evrópu á grund- velli jafnréttis við aðra framleið- endur álfunnar. Ef ekki verður um slík tengsl að ræða, hlýtur efna- hagur okkar að verða fyrir miklu áfalli, og horfur á aukinni velmeg- un og bættum lífskjörum hér á landi á komandi áratugum að verða stórum verri en ella. Þetta eru efnahagsrökin, sem liggja til grundvallar skoðunum ríkisstjórn- arinnar í þessu máli. Auk þeirra má svo nefna önnur rök fyrir nauð syn tengsla við Efnahagsbandalag- ið, og eru þau í rauninni sízt veiga minni. En þau eru, að það væri ís- lendingum hættulegt að einangrast á sviði viðskipta- og efnahags- mála frá þeim þjóðum, sem eru okkur skyldastar og standa okkur næst á sviði menningar og stjórn- mála. Slíkri einangrun mundi bráð lega fylgja einangrun á öðrum svið um. Þróun í þá átt yrði íslending- um ekki til góðs, hvorki í bráð né lengd. um eða fyrirvörum við undirskrift Rómarsamningsins. Vandamál okk ar íslendinga er fólgið í því, að við þurfum annars vegar að ná þeim viðskiptatengslum við Efna- hagsbandalagið, sem eru okkur nauðsynleg, en hins vegar að fá tryggingu fyrir því, að jafnréttis- ákvæði Rómarsamningsins geti ekki orðið okkur að fjörtjóni. Auk þess þarf að finna lausn á*þeim vandamálum, sem leiða af mikilli tollvernd viss hluta íslenzks iðnað- ar og hinum tiltölulega miklu við- skiptum okkar við jafnkeypislönd. Hér er um flókin og erfið vanda- mál að ræða, svo flókin og erfið, að engin lausn á þeim er auðveld, hversu góður vilji, sem ríkjandi væri á báða bóga. Þvínæst rakti ráðherrann þær leiðir sem hugsanlegar væru og til greina gætu komið. Þær eru þrjár, full aðild, aukaaðild og viðskipta- samningur um gagnkvæma lækkun tolla og afnám innflutningshafta á grundvelli sáttmáia Alþjóðatolla- málastofnunarinnar. Hann ræddi þessa möguleika, sýndi fram á að full aðild væri útilokuð. Um auka- aðild sagði hann , að aðeins einn samningur um aukaaðild hafi verið gerður, þ. e. samningurinn við Grikki og grundvallaratriðin í hon- þjóðirnar eiga að sjálfsögðu meira undir þessari aðstoð en stærri þjóð ir. Sú framtíðarþróun íslenzkra at- vinnuvega, sem við gerum okkur vonir um, er án efa útilokuð nema til komi veruleg aðstoð erlends fjár magns og erlendrar tæknikunnáttu. Lausn vandamálanna getur því ekki verið fólgin í því einu að byggja múr gegn erlendu fjármagni og erlendu vinnuafli, heldur í því að skapa þau skilyrði, að erlent fjár- magn og sérhæft erlent vinnuafl geti starfað hér á landi undir því eftirliti, sem við sjálfir teljum nauðsynlegt. Ég held einnig, að það sé óraun- hæft að ætla, að tengsl við Efna- hagsbandaiagið mundu leiða til á- kafrar ásóknar erlendra aðila um að stunda atvinnu og reka atvinnu- fyrirtæki hér á landi. Sannleikurinn er sá, að mikill skortur er á vinnu- afli í Evrópu og verður í fyrirsjá- anlegri framtíð, og mikil tregða er á flutningi verkafólks á milli landa. Atvinnurekstur hér á landi er útlendingum ekki heldur eftir- sóknarverður nema á fáum sviðum. Þetta breytir að sjálfsögðu ekki því, að við' þurfum að geta haft fullt vald til þess að vernda okkur fyrir hugsanlegum hættum. En það er ekki aðeins skaðlegt að loka aug- tslandi brýn nauðsyn að tengjast Efnahagsbandalagi Evrápu Gylfi Þ. Gíslason. vindu mála erlendis, að gerðar verði athuganir á, hvaða áhrif aðild að banda Iaginu hefur hér innan- lands, og að íslendingar kynni ráðamönnum Efna- hagsbandalagsins þau vandamál, sem stofnun þess og stækkun hefur í för með sér fyrir íslend- inga. En hún telur enn fremur brýna nauðsyn ís- lendinga að tengjast Efna- hagsbandalaginu. Dr. Gylfi gerði í fyrstu grein fyrir þeirri þróun, sem nú ætti sér stað í Vestur-Evrópu, stjórn- málalega og efnahagslega og kvað hana tvímælalaust ætti eftir að hafa áhrif á atvinnulíf og lífs- kjör íslendinga. Hann fór nokkrum orðum um stöðu íslands rneðal vestrænna Evrópuþjóða, og sagði að það ætti að vera öllum sem æskja tengsla við Vestur-Evrópu kappsmál að hefja umræður um þessi mál upp fyrir allt stjórnmálaþras og dæg- urmál. Stefna íslands verður að mótast af tvennu: Keppa að því að gera íslandi kleift að vera þátttakandi í þeirri þróun í viðskipta- og efna- hagsmálum álfunnar og tryggja þjóðina fyrir þeirri hættu, sem þessi þátttaka getur falið í sér vegna smæðar þjóðarinnar og ein- hæfni náttúruauðlinda landsins. Ráðherrann rakti síðan ítarlega þróun þá, er átt hefur sér stað í viðskiptamálum Vestur-Evrópu frá siðustu styrjöld með hliðsjón af utanríkisviðskiptum íslenzkum og þjóðarbúskapnum. Síðan gerði hann grein fyrir þeim vandamálum, sem íslendinga biði vegna stofnunar og stækkunar ríkjunum vaxi á næstu árum eins ört og Evrópumark., þar eð þær breytingar í þessum efnum, er nú ; eru framundan í Evrópu, hafa þeg- ar átt sér stað í Bandaríkjunum. Skilyrði eru án efa á því að auka sölu skreiðar og saltfisks í Iönd- um Afríku og Mið- og Suður- Ameríku. Mjög er hins vegar hætt við því, að aukin sala til þessara landa yrði að vera á jafnkeypis- grundvelli að meira eða minna leyti, en slíkum viðskiptum væru settar þröngar skorður vegna þess, hversu litlar þarfir við höfum fyr- ir þær vörur, sem þessi lönd fram leiða. því má ekki heldur gleyma að markaður í þessum löndum er : fremur þröngur og ekki í örum vexti, og að þessi lönd sjálf keppa nú mjög að því að auka eigin fisk- veiðar sínar. Útflutningur til A-Evrópulanda getur aðeins átt sér stað á grund- velli jafnvirðiskaupa. Aðalerfið- leiki I'slendinga í viðskiptum við Austur-Evrópu hefur ætíð verið sá, að finna þar nógu mikið af vörum, sem henta okkur og við getum keypt þar á eðlilegu verði. Við flytjum nú inn ýmsar vörur frá A-Evrópu, sem uppfylla ekki þær kröfur, sem gerðar eru hér á landi til gæða og útlits, og fyrir þessar vörur verðum við stundum að greiða verð, sem er allmiklu hærra en annars staðar í heimin- um. Þótt viðskiptin við Austur- Evrópuríkin, og þá ekki sízt Sovét- ríkin, hafi verið okkur mikilvæg og það hljóti að vera stefna okkar, að þau geti haldið áfram, þá verð- um við að gera okkur ljóst, að ein- mitt vegna þess, að þau eru á jafn keypisgrundvelli og hversu úrval þeirra vöru, sem okkur hentar, er lítið í þessum löndum, þá eru skil- yrðin til aukningar á þessum við- j skiptum takmörkuð. í Nauðsyn að tengjast EBE. i Það er skoðun ríkisstjórnarinn-1 Mikil hætta lítilli þjóð. En þótt íslandi sé brýn nauðsyn á tengslum við Efnahagsbandalag- ið, telur ríkisstjórnin á hinn bóg- inn þau tengsl ekki mega vera með þeim hætti, að umráðum okkar yfir atvinnulífi landsins og' auð- lindum þess sé á neinn hátt stefnt í nokkura hættu, né heldur menn- ingu okkar og þjóðerni. Rómar- samningurinn er mótaður af pví meginsjónarmiði, að fullt jafnrécti skuli ríkja milli borgara aðildar- ríkjanna að því er snertir rétt til atvinnurekstrar, atvinnu- og fjár- festingar, hvar sem er á bandalags svæðinu. Markmið þessarar grund vallarreglu er að sjálfsögðu, að sem mestur efnahagsárangur hljót ist af því, að koma sameiginlega markaðinum á fót. En skilyrðis- laust jafnrétti hlýtur að fela í sér mikla hættu fyrir litla þjóð, sem á sér gamla arfleið og býr við sér- stæða menningu, en er að ýmsu leyti skammt á veg komin í þróun atvinnuvega sinna og byggir auk þess afkomu sína að verulegu leyti á forgengilegum náttúruauðlind- um. í raun og veru er aldrei um að ræða fullt jafnrétti milli hins veika og sterka. Það er einmitt einn af hornsteinum þroskaðra þjóðfélagshátta á Vesturlöndum, að hinn veiki er varinn fyrir mis- j beitingu valds, er leitt gæti af ó- skoruðu jafnrétti hins sterka og veika. Á hliðstæðan hátt hlýtur smáþjóð eins og íslendingar að telja sér nauðsyn á að vernda sig, ef hún tekur upp náin efnahags- tengsl við miklu stærri og sterkari þjóðir. Rómarsamningurinn gerir ekki beinlínis ráð fyrir slíkum vandamálum, enda bar þau ekki verulega á góma meðal þeirra ríkja, sem stofnuðu Efnahags- bandálagið í upphafi. Þó var sér- j staða minnsta ríkisins, Luxemborg ar, viðurkennd á tveim mikilvæg- um sviðum með sérstökum bókun- um væru svo ólik okkar vandamál- um, að hann gæti aðeins að mjög takmörkuðu leyti verið fyrirmynd að hugsanlegum aukaaðildarsamn- ingi íslendinga. Erlent vinnuafl og fjármagn. Ráðherrann sagði m. a. um auka- aðild: Ástæður þess að íslendingar geta ekki gengizt undir allar regl- ur Rómarsáttmálans, liggja ekki í skipan efnahagsmála okkar, heldur í smæð þjóðarinnar og einhæfni þeirra náttúruauðlinda, sem hún byggir afkomu sína á. Við getum því ekki gert okkur kleift að gang- ast undir þessar reglur með neins konar breytingum á skipan efna- hagsmála okkar, og orsakir vanda okkar í þessum efnum geta ekki horfið úr sögunni á ákveðnum tíma, heldur eru varanlegs eðlis. I hugsanlegum aukaaðildarsamningi yrði þess vegna að viðurkenna sérstöðu íslendinga að þessu leyti og heimila okkur að setja þær tak- markanir á rétt til atvinnurekstrar og frjálsar hreyfingar fjármagns og vinnuafls, sem við teldum nauð- synlegar til verndar brýnum hags- munum okkar. Á þessu sviði eru aðalvandamál- in í sambandi við hugsanlegan auka aðildarsamning við Efnahagsbanda- j lagið. Það er mikilvægt, að á þessi vandamál sé litið af fullu raunsæi og skilningi. Ég held t. d., að það sé á misskilningi byggt, að telja vandamálin eingöngu fólgin í þeirri hættu, sem okkur getur stafað af erlendu vinnuafli og erlendu fjár- magni, er til landsins flyttist, og draga síðan þá ályktun, að við þurfum umfram allt að geta haldið erlendu vinnuafli og erlendu fjár- magni frá landinu. Hinu má ekki gleyma, að hvorki við né nokkur önnur þjóð, stór eða smá, hefur getað þróað atvinnulíf sitt nema með aðstoð erlendrar tæknikunn- áttu og erlends fjármagns, og smá- unum fyrir þeim, heldur einnig að gera of mikið úr þeim. Mér virðist kjarni málsins vera þessi: Annars vegar getur atvinnu- rekstur útlendinga og störf sér- menntaðra erlendra manna hér á landi orðið okkur til mikilla hags- bóta. í því sambandi er sérstaklega vert að benda á, að tæknikunnáttu er oft á tíðum ekki hægt að verða aðnjótandi nema í sambandi við hagnýtingu erlends fjármagns. Hins vegar fylgir atvinnurekstri útlend- inga og erlendri fjárfestingu hér á landi sú hætta, að útlendingar gætu náð úrslitaáhrifum í einstökum at- vinnugreinum og starfsemi þeirra stuðlað að eyðingu náttúruauðlinda. Gegn þessu hvoru tveggja verðum við að geta tryggt okkur. Við verð- um að hafa það á okkar valdi, hvern atvinnurekstur útlendingar megi stunda hér og hver áhrif þeirra í hverri atvinnugrein megi verða. Fiskveiðar útlendinga innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu koma að sjálfsögðu ekki til greina. Hugsan- legur aukaaðildarsamningur yrði að veita íslendingum rétt til þess að setja reglur um þessi efni. Aðal- spurningin í sambandi við aukaað- ildarsamning eins og þann, sem ég hefi hér rætt, yrði að sjálfsögðu, hvort Efnahagsbandalagið teldi slík ákvæði, sem takmörkuðu skyldur okkar, samrýmanleg því, að við hefðum tollfrjálsan og ótakmark- Framh. á 5. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.