Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 9
I
V1SIR . Þriðjudagur 13. nóvember 1962.
Halldór Kiljan Laxness:
Prjónastofan Sólin,
gamanleikur í þrem þáttum,
124 bls.
Helgafell, 1962.
Tjegar það spurðist út að Lax-
ness ætlaði að hætta að skrifa
skáldsögur og helga sig leikrita-
gerð í framtíðinni þá var ekki
laust við að það setti efa að
mönnum. Halldór Laxness hefur
um langan tíma verið óumdeilan-
legur meistari hinnar íslenzku
skáldsögu. Aftur á móti verður
að segja að leikritunarferill hans
standi skáldsögunum langt að
baki. Af því sem Laxness hefur
skrifað, skáldsögum, esseyjum, á-
deilugreinum, ljóðum og leikritum
eru leikritin lökust. Um það verð-
ur ekki sakazt þótt Laxness hafi
fundizt hann ^era búinn að ná
eins langt og hann kæmist með
skáldsöguforminu og langað til
að breyta til og heyja bardaga
sinn á öðrum vettvangi. Laxness
hefur löngum bardagamaður verið
og það ber vott um hugrekki og
áræði að hann skuli ráðast ótrauð
ur til uppgöngu á þeim stað þar
sem hann að flestra dómi hefur
orðið harðast úti. Hitt er svo
annað mál hvort hann hefði ekki
gert íslenzkum bókmenntum
meiri greiða með því að snúa sér
að ljóðinu en hér hlýtur hann að
ráða.
Tj’kki verður sagt, að Halldór
- Kiljan Láxness sé byrjandi á
sviði leikritunar. Prjónastofan Sól
in er fimmta leikrit hans. Hin
eru: Straumrof (1934), Snæfrlður
Islandssól (1950), Silfurtúnglið
(1954) og Strompleikurinn (1961).
Af þessum fjórum leikritum er
Strompleikurinn tvímælalaust það
þeirra sem mest býr í þótt það
sé að ýmsu leyti gallað sem sviðs-
verk, einkum að formi til. Þessi
fjögur leikrit eru til orðin á löng-
um tíma og ekki hægt að tala um
neina ákveðna sameiginlega
stefnu höfundar í þeim. Aftur á
móti er margt sameiginlegt i
Strompleiknum og Prjónastofunni
Sólinni og skal nú nánar að því
vikið. Laxness sagði fyrir nokkru
í viðtali sem undirritaður átti við
hann að í þessu leikriti væri allt
auðskilið ef menn skildu orðin í
því. Ég er hræddur um að ekki
verði allir lesendur leikritsins sam
mála um þetta atriði. Laxness hef
ur í þessum tveimur seinustu leik-
ritum sínum gripið í ríkum mæli
til táknmáls og táknsýna sem
engan veginn er vlst að allir
þýði á einn veg. Þetta er rétt að
taka skýrt fram áður en lengra
er haldið.
eftir Njörd P. Njarðvík
ÞEGAR ROTTAM
MGST Á SÁLINA
prjónastofan Sólin er heims-
ádeila, Leikurinn gerist i
franskri villu fyrir utan borgina,
sem gæti verið hvaða borg sem
er. Leikritið er alþjóðlegt og kem-
ur Islandi f rauninni ekkert við
þótt það sé Iátið gerast hér, nema
að því leyti sem ísland er hluti
heimsins. Franska villan er tákn
heimsins og gerist síðari huti
þriðja þáttar á rústum villunnar
eftir að hún hefur verið sprengd
I loft upp.
Efni leiksins er fyrst og fremst
barátta mannsins við sjálfan sig
eða með öðrum orðum eltinga-
leikur hans við yfirborð hlutanna
I' *±l '1!'< i i >«
Það kemur glöggt fram í þætti
þokkadfsanna sem urðu fyrir
þeim ósköpum að fegurðina rigndi
af þeim. Andstæðurnar í leikrit-
inu eru Sine Manibus, maðurinn
sem faldi á sér hendurnar af því
hann þorði ekki að taka þátt f
lífinu og Þrfdfs sem tekur alltof
beinan og yfirborðskenndan þátt
í því. Sólborg prjónakona er svo
hin venjulega manneskja sem
hrekst á milli þessara andstæðna
án þess að ' taka beina afstöðu.
Hún hallast f rauninni alltaf að
taóistanum Ibsen Ljósdal sem
þrátt fyrir misjafna meðferð held
ur fram ckoðun höfundar um að
maðurinn eigi að standa utan og
ofan við skollaleik átakanna.
Hann segir: „Það er mfn skoöun
að heimurinn sé réttur í sjálfu
sér og þessvegna sé alt sem í
honum gerist fagurt". Sólborg
gerir f rauninni ekkert annað en
bergmála þessa skoðun þegar Þrí-
dfs reynir að neyða hana til að
taka afstöðu áður en hún sprengir
húsið í loft upp. Sólborg segir:
„Ég veit vel að þeir handalausu
hafa óleyfilega hönd og þokka-
dísimar eru ekki laglegar. En
þetta er fólkið f húsinu mfnu“.
I-íennar málstaður er allt sem
lifir.
IZ annski eru sterkustu orð leik-
vritsins þessi sem Ibsen Ljós-
dal segir einnig: „Rottan er til-
tölulega meinlaust dýr væna mfn,
nema þegar hún legst á sálina“.
Er það ekki einmitt þetta sem
höfundur meinar með leikritinu í
SjkiiJ vU,; SS ý. -vJf
SfeÉHS®
Halldór Kiljan Laxness.
heild: að maðurinn sé búinn að
hleypa óargadýri inn f sál sína?
En þrátt fýrir þessa óhugnanlegu
mynd af rottunni sem nagar sál
mannsins er Prjónastofan Sólin
bjartsýnisverk. íbsen Ljósdal hef-
ur enn orðið þegar búið er að
sprengja villuna í loft upp og
fólkið skriðið út úr rústunum:
„Ég hef oft rekið mig á að það
fer aldrei neitt eins illa og liggur
beinast við að halda ... Það er
einkennilegt hvernig alt rís upp
aftur einsog ekkert hafi gerst ...
Þetta verður fallegur morgunn.
Franska villan er reyndar brunnin
og prjónastofan ekki lengur til;
en sá sem skríður út úr rústun-
um, hvað heyrir hann? Hann heyr
ir næturgalann sýngja. Það er
hvort sem er ekki nema þetta
Eina sem getur sigrað". Og lokin
verða þau að andstæðurnar, Þrí-
dís og Sine Manibus, virðast sætt-
ast'fyrirhafnarlaust og sem af eðl
ishvöt og þau ganga burt þegj-
andi.
TTvernig hefur þetta verk svo
heppnazt? Misjafnlega. Hér
er margt skylt Strompleiknum
Einkum spurningin um það hvað
sé ekta. Hér eins og þar reynist
margt öðruvísi en ætlað var. Eins
eru margar persónur skyldar. Til
dæmis Ljósdal og Hansen. Hins
vegar er Prjónastofan Sólin
meira leikrit. Það er miklu agaðra
verk og hnitmiðaðra. Strompleik-
urinn tilheyrði ótal formstefnum.
Prjónastofan er aftur á móti
ekkert nema leikrit. Að því leyti
■er um ótvfræða framför að ræða.
Ýmis atriði njóta sín án efa mjög
vel á sviði og verða áhrifamikil.
Ég nefni sem dæmi þegar hand-
leggir spretta allt í einu á handa-
lausa manninn, þegar grímumað-
urinn hleður víggirðingú yfir
þvert sviðið. (Það skyldi þó
aldrei vera Berlínarmúrinn?). Og
síðast en ekki sízt er síðari hluti
3. þáttar allur mjög áhrifamikill.
Þó verður að telja misráðið að
láta leikritið enda á kór þokka-
dísanna. Það minnir að nokkru
á Brecht en hlýtur að draga mjög
úr áhrifum leiksloka.
A hinn bóginn eru svo aðrir
hlutir sem valda vonbrigðum.
Þrátt fyrir nýstárleika á ýmsar
hátt ber verkið of mikinn keim
af Strompleiknum og það dregui
úr frumleikanum. Persónurnai
verða að of miklum táknum, þæi
eru teymdar of langt burt frá
mannlegu lífi til að geta í raun-
inni verið manneskjur. Leikritið
er að vfsu dæmisaga en að mínu
viti er hún ekki nægilega tengd
lffinu til að hitta nógu hart i
mark. Þá er fyndnin í þessu leik-
riti oft uppstillt og laus við að
vera náttúruleg. Manni finnst
stundum sem fyndnin birtist af
því að þarna eigi að vera fyndni
í stað þess að koma fram ósjálf-
rátt.-
Lfklega hefur Laxness aldrei
færzt eins mikið í fang og með
þessu leikriti. Veröldin öll er
dregin saman í smásjármynd
sem er eftirminnileg og stuiWum
mjög áhrifamikil. Enn sem komið
er á hann þó óunninn sigur sinn
á sviði leikritunar.
Hagmál nota rafeinda-
heila við dreifingu
Annað hefti tímaritsins Hagmál.
er komið út. Ritið er gefið út afj
Félagi viðskiptafræðinema í Há-
skóla íslands. í það ritar próf. Árni
Vilhjálmsson greinina „Gjaldeyris-;
spamaður, stofnfjárstuðlar og fjár-
festingarákvarðanir. Cand. oecon.
Sigurpáll Vilhjálmsson skrifar um
meðferð kvartana í fyrirtæki. Cand.
oecon. Magnús Ármann ræðir um
spurninguna: Er hægt að samræma
stöðugt verðlag og atvinnu handa
öllum? Þá ritar stud. oecon. Björn
Matthíasson um samanburð á
vexti þjóðartekna f kapitalistisku
og sósíalistisku hagkerfi. Loks
skrifar stud. rer.pol. Sigfinnur Sig-
mundsson um hagfræðinám f Köln
og stud. oecon Gunnar Finnsson'
um Berlínarför. Einnig er svo-
nefndur Mágusarþáttur, og greinin
Á tímamótum.
Ritstjórn Hagmála skipa Ottó
Schopka, Helgi Hákon Jónsson og
Marino Þorsteinsson.
í blaðinu er þess getið til gamans
að Hagmál hafi orðið „fyrst fs-
lenzkra rita til að taka rafeinda-
heila í sína þjónustu. Hefur blaðið
komið sér upp IBM gat-spjalda-
kerfi yfir alla þá er blaðið fá og
annast sjálfvirkar vélar útskrift til
áskrifenda. Einnig má með kerfi
þessu velja úr ákveðna hópa manna
á augabragði.
Fyrirtæki Ottó A. Michelsen,
IBM-umboðið hefur veitt Hagmál-
um alla hugsanlega aðstoð f þessu
efni.
Þess má geta að flest meiri hátt-
ar rit erlendis svo sem Time, News-
week o. fl. byggja dreifingu sfna á
sams konar kerfi.“
Dýr fangi
Það hefir verið upplýst i i
1 spumingatíma f neðri málstofu1
j brezka þingsins, að dr. Rohert j
i A. Soblen, sovétsnjósnarinn, i
1 varð Bretum dýr gestur, en'
j hann kom tii Bretlands 1. júlf,
i er hann hafði gert tllraun til i
1 sjáifsmorðs i flugvél, er var á'
j ieið til Bandaríkjanna frá (sra-,
i el, og andaðist 11. sept. sl. er <
1 hann haföi tekið inn svefnlyfja j
j skammt. Kostnaður Breta nam ,
i tæplega 1040 sterlingspundum, <
1 þar af var kostnaður af r»Ils'
j konar stefnum o.þ.h. er reynt,
tvar að hindra framsal Soblens, <
jum 860 pund.
Alþýðukóriim
heldur hljómleika
í næstu viku mun Alþýðukórinn
í Reykjavík halda ferna hljómleika
í kirkju Óh.ía safnaðarins í
Reykjavík. Stjórnandi kórsins er
dr. Hallgrímur Helgason, og eru
þetta fjórðu hljómleikarnir sfðan
hann tók við kórnum fyrir tveim-
ur árum. Alþýðukórinn var stofn-
aður árið 1950, og mun hann vera
elzti blandaði kórinn í Reykjavík,
sem nú starfar.
Að þessu sinni eru nær eingöngu
íslenzk lög á efnisskránni, og
verða 14 þeirra nú flutt í fyrsta
skipti, m. a. 6 lög eftir Ingunni
Bjarnadóttur í útsetningu Hall-
gríms Helgasonar. Guðmundur
Jónsson mun annast pfanóundir-
leik.
1 kórnum eru nú 36 manns, 19
konur og 17 karlar. Styrktarfélag-
ar kórsins eru 320 og eru þrír
fyrstu hljómleikarnir ætlaðir þeim,
en að þeim fjórðu, sem verða
sunnudaginn 18. nóvember, er c::-
um heimill aðgangur og verða mið
ar seldir við innganginn. Allir
hljómleikarnir hefjast kl. 9 e. h.
Þess má geta, að Fálkinn ætlar
að gefa út tvær hljómplötur með
kórnum, og er sú fyrri væntanleg
fyrir jól, en sú seinni eftir nýár.
>' ' Ml \ [\, ’. . \ . .