Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 5
5 V f SIR . Þriðjudagur 13. nðvember 1962. y Alþingí — Frh. af bls. 7. aðan aðgang að sameiginlega mark- aðinum. Um viðskiptasamning sagði dr. Gyífi m. a.: Um viðskipta- samning. Höfuðmunur tollasamningsleið- arinnar og aukaaðildarleiðarinnar er í rauninni fólginn í því, að með aukaaðildarleiðinni er auðveldara að tryggja íslendingum hagkvæma viðskiptaaðstöðu, en það kostar samninga um viðkvæm mál, eins og rétt útlendinga til atvinnu- rekstrar’ hér á landi og innflutn- ing erlends fjármagns og erlends vinnuafls. Ef tollasamningsleiðin er farin, kemur hins vegar aldrei til slíkra samninga, en útilokað virðist, að viðskiptaaðstaða íslend- inga geti með því móti nokkurn tíma orðið eins góð og hún getur orðið á grundvelli aukaaðildarsamn ings. Þá er það að sjálfsögðu meg- inmunur á aukaaðildarleiðinni og tollasamningsleiðinni, að aukaað- ili tekur með einum eða öðrum hætti þátt í störfum bandalagsins og getur að vissu leyti haft að- stöðu til þess að hafa áhrif á stefnu þess, en ríki sem gerir tolla- samning við Efnahagsbandalagið, er utan þess og tekur að sjálf- sögðu engan þátt í störfum þess né hefur aðstöðu til að hafa áhrif á stefnu þess. Niðurstaða. Ríkisstjórnin telur, að leitast eigi við að finna lausn á þeim vanda- málum, sem stofnun Efnahags- bandalagsins og stækkun þess býr íslendingum, þannig að brýnir við- skiptahagsmunir okkar í Vestur- Evrópu séu tryggðir, án þess að hagsmunum okkar á öðrum sviðum sé jafnframt teflt í hættu. Það er mikilvægt, að slík lausn finnist, ekki aðeins til að verja íslendinga efnahagstjóni í bráð, heldur ekki síður til þess að tryggja vaxandi framfarir og batnandi lífskjör á ís- landi, þegar yfir lengri tíma er litið. Síðast en ekki sízt er þess að geta, að slík lausn mundi treysta samband okkar við ná- j granna okkar í Evrópu og tengja okkur fastar því samstarfi vest- rænna þjóða, sem við höfum verið aðilar að frá stríðslokum. Á hinn j bóginn hefur það ekki verið unnt og er ekki enn, að gera sér endan- lega grein fyrir því, með hvaða hætti þessi lausn ætti að verða, þ. e. a. s. hvort stefna eigi að því, að tengsl íslands við Efna- hagsbandalagið verði á grundveíli aukaaðildarsamnings eða tolla- samnings. Ríkisstjórnin hefur tal- ið það skyldu sína að kanna málið ýtarlega, bæði með athugunum hér heima fyrir og með viðræðum við ríkisstjórnir aðildarríkja bandalags- ins og framkvæmdastjórn þess. Það hlaut að teljast bezti undirbúning- urinn undir ákvörðun í málinu, þeg ar hún yrði óhjákvæmileg. Á þenn- an hátt var einnig hægt að vekja þann skilning á aðstöðu okkar er- lendis, sem okkur er nauðsynlegur við lausn vandans. Mér er óhætt að fullyrða, að hjá aðildarríkjum Efnahagsbandalagsins og fram- kvæmdastjórn þess, er ríkjandi skilningur á aðstöðu íslands og samúð með málstað þess. Ríkisstjórnin er þeirrar skoðun- ; i að ennþá sé ekki kominn tími, til ákvarðana í máli þessu. Áður j en þær eru teknar, er nauðsynlegt, að fengin sé niðurstaða í þeim samningum, sem nú fara fram í Briissel milli Efnahagsbandalags- ins og Breta, og helzt einnig niður- staða í þeim viðræðum, sem eiga eftir að fara fram á milli Efnahags- bandalagsins og annarra ríkja, er sótt hafa um aðild.eða aukaaðild að bandalaginu. Meðan beðið er þessarar niðurstöðu, þurfa íslend- ingar að einbeita sér að þrennu. Við þurfum að halda áfram at- hugunum hér heima fyrir á ýms- um hliðum þessa máls. Við þurf- um að fylgjast sem bezt með fram- vindu þess erlendis. Og við þurf- um að keppa að því að fá að- stöðu til þess að koma sjónarmið- um okkar á framfæri í sambandi við undirbúning að mótun sameig- inlegrar stefnu Efnahagsbandalags- ins í sjávarútvegsmálum. Þegar nið urstöður hafa fengizt í þeim samn- ingaviðræðum, sem ég gat um áð- an, hefur væntanlega fengizt grund völlur til þess að ganga endanlega úr skugga um, hvaða kostir geti staðið íslendingum til boða. Þá fyrst er fyrir hendi nægileg vitn- eskja til þess að unnt sé að mynda sér endanlega rökstudda skoðun á þvf, hvers konar tengsl við Efna- hagsbandalagið tryggi bezt hags- muni íslendinga. Sverrir — Fran.hald af bls. 1. vinnustarfsfólk eru fjölmennir og ágætir starfskraftar innan LÍV. Og að lokum vildi ég segja þetta: Þjóðviljinn talar um pólitískan dóm, en slikur mál- flutningur er svo fjarstæður, að engu tali tekur“. 2 útgerðarmenn — Framhald af bls. 16 beitan er á þrotum, og þá er sjálf- hætt. Vísir átti tal við annan út- gerðarmann í morgun, Halldór Jónsson frá Ólafsvík og innti hann eftir viðhorfi hans til síld- veiðideilunnar og kvað hann æil- aði sjálfur að aðhafazt. — Ætli ég bíði ekki eftir heild- arsamningum, sagði Halldór. Ég hefi ekki lagt það í vana minn að bregðast loforðum mínum. Ég j skrifaði undir það loforð, ásamt öðrum útgerðarmönnum, b.á.m. Akurnesingunum, að þvi er ég bezt veit, að semja sameiginlega, eða semja ekki. — í hvaða ljósi skoðar þú af- stöðu útgerðarmanna á Akra- nesi? — Eins og ég sagði hér að framan vissi ég ekki betur en að þeir hafi gengizt undir sömu skuldbindingar og g og aðrir út- gerðarmenn. Og enda þótt það geti verið hagstætt fyrir þá ein- hverrai hluta vegna að semja núna, þá gæti ég trúað að þvílík brigðmæli gæti komið þeim í koll síðar. Annað hvort er maður félagi, eða er það ekki. Ég tel og hef alltaf talið það vera ó- drengilegt að bregðast skul^bind ingum sínum og loforðum hver sem í hlut á. • Þetta segi ég ekki af því að ég sé á móti samningum í sjálfu sér. Ég vil að menn komi sér saman í fullri vinsemd, en þó því aðeins að þeir gangi ekki bak orða sinna við aðra aðila um leið. — Gerir þú út aðra báta? — Ég geri út 3 báta. Þeir voru I tilbúnir fyr mánuði að fara á veiðar. Þegar ekki var samið ætl- aði ég að leigja þá út í vetur, en Hljómleikar Alþýðukórsins i kvöld Alþýðukórinn í Reykjavík heldur hljómleika í kvöld í kirkju Óháða safnaðarins. — Stjórnandi kórsins er Hallgrím ur Helgason. — Á bls. 9 í blað inu í dag er grein um kórinn, en athygli skal vakin á þvi að þar stendur að hljómleikarnir séu í næstu viku, sem er rangt, því að þeir eru, eins og fyrr segir í kvöld og hefjast kl. 9. Blómlegt starf og góður hagur Höskuldur Ólafsson bankastjóri var endurkjörinn formaður lands- málafélagsins Varðar á aðalfundi félagsins í gærkveldi. Þá var stjórn in endurkjörin nema einn, sem baðst undan endurkosningu. Sjötiu nýir meðlimir fengu inngöngu í Vörð á fundinum. Fundarstjóri var kjörinn Birgir Kjaran alþingismaður, og fundar- var synjað um leyfi til þess. — Ertu ekki óánægður með að hafa ekki komið bátunum út á veiðar? — Tíðarfarið hefur verið með afbrigðum vont það sem af er haustinu og gæftir að sama skapi Ég er þess vegna ekkert óánægð ur, því ég er sannfærður um að til þessa hefur ekki verið hægt að reka bátana öðru vísi en með tapi. — Hefurðu nokkra hpgmynd um hvað gerist næst í síldveiði- deilunni? — Það eina sem ég veit er það að útgerðarmenn hafa verið boð- aðir á fund hjá Landssambandinu eftir hádegið í dag, þar sem m.a. verður rætt um afstöðu útgerðar mannanna á Akranesi og þau við horf sem skapazt hafa í deilunni. Varðar Höskuldur Ólafsson. ritari Einar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri. Síðan flutti formað- ur skýrslu stjórnarinnar. Hún bar með sér, að mikil og blómleg starfsemi hafði verið á félagsárinu. Haldnir voru sjö um- ræðufundir. Þá gekkst Vörður fyrir spilakvöldum og hinni árlegu sum- arferð Varðar. Um 450 nýir með- limir sóttu um inngöngu í Vörð á starfsárinu. Að skýrslu formanns lokinni las gjaldkeri félagsins, Sveinn Björns- son, upp reikninga og skýrði þá. Báru þeir með sér að hagur félags- ins er mjög góður. Loks var gengið til stjórnarkjörs, og var Höskuldur Ólafsson einróma endurkjörinn formaður Varðar. Aðrir í aðalstjórn voru kjömir: Baldur Jónsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Jón Jónsson, Sveinn Björnsson, Sveinn Guðmundsson og Þorkell Sigurðsson, en í varastjórn: Már Elísson, Þórður Kristjánsson og Benóný Kristjánsson. Endur- skoðendur voru kjömir Már Jó- hannsson og Guttormur Erlendsson. Að loknum aðalfundarstörfum ræddi Davíð Ólafsson fiskimála- stjóri um sjávarútvegsmál. Er henn ar getið á öðrum stað í blaðinu. Sýning heimilistækjn í dag kl. 4 verður opnuð sýning á heimilistækjum í sýningarsalnum við Kirkjustræti. Er hún haldin á vegum Sambands ísl. samvinnufé- laga. Eru þar fjölmörg heimilistæki til sýnis, eldavélar, ísskápar, hræri- vélar o. s. frv. HfíLDARSAMNINGAB TÓKUST Á AKRANESI Akranesi í morgun. í gær tókust samningar miili sjó- manna annars vegar og alira út- gerðarmanna á Akranesi um kaup og kjör við síldveiðar á komandi vertíð. Var sam'ð á sama grundvelli og Haraldur Böðvarsson & Co. hafði áður samið og skýrt var frá í Vísi í gær. Auk Akranessbátanna verða tveir aðkomubátar gerðir út á síldveiðar frá Akranesi í vetur og hafa eig- endur þeirra e'nnig undirskrifað samninga á sama grundvelli og út- gerðarmenn á Akranesi. Þessir bát- ar eru Náttfari frá Húsavík, 180 lestir að stærð, og Anna, 150 lesta stálbátur rrá Siglufirði, hvort- tveggja nýlegir bátar. Anna var einnig gerð út frá Akranesi mestan hluta ársins í fyrra. Allar líkur benda til að 21 bátur verði gerður út frá Akranesi í vet- ur að meðtöldum þessum tveim utanbæjarbátum. Nokkrir bátanna eru þegar tilbúnir að fara á veiðar strax og veður leyfir, en í morgun var vestan rudda-veður og engar líkur til að bátarnir fari út á veiðar í dag. -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.