Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 13. nóvember 1962.
Læknisstörí verði
eigi vanmetin
Vísir birtir hér erindi það „um daginn og veg-
inn“, sem Páll V. G. Kolka, fyrrum héraðslæknir,
flutti í útvarp 4. þessa mánaðar. Er þar drepið á
þau vandamál, sem nú eru efst á baugi í þjóð-
félagi okkar, og þykist Vísir vita, að þótt meira
sé hlustað á erindi Kolka læknis en flestra ann-
arra, muni menn vilja getað lesið það í næði.
Heyrendur góðir:
Síðastliðið miðvikudagskvöld,
eða nánar tiltekið kl. 12 á mið-
nætti aðfaranótt 1. nóvember,
varð atburður, sem mikið umtal
vakti hér í Reykjavík. Þá yfir-
gáfu 31 sérmenntaður læknir á
opinberum spítölum og rann-
sóknastofum stöðum sfnar, enda
höfðu þeir sagt þeim upp með
þriggja mánaða fyrirvara. Eftir
eru þá aðeins við þessar stofnan-
ir yfirlæknar þeirra og kandidat-
ar. Ástand það, sem við þetta
hefur skapazt, er mjög alvarlegt
og væri fullkomið neyðarástand,
ef heilbrigðisstjórnin hefði ekki
heimilað yfirlæknunum að kveðja
til sérfróða lækna í lífsnauðsyn,
þótt greiða verði þeim þá kostn-
að eftir reikningi. Á handlæknis-
deild Landspítalans eru þrjár
skurðarstofur og er flesta daga
unnið á þeim öilum, oftast frá kl.
átta á morgnana og fram yfir
hádegi, en auk þess á kvöldin
eða nóttinni, þegar að kalla slys
og bráðar aðgerðir, sem enga bið
þola. Við allar stærri aðgerðir
starfa 3—4 sérmenntaðir læknar,
auk kandidata, hjúkrunarkvenna
og annars starfsliðs. Það gefur að
skilja, að yfirlæknirinn einn getur
litlu komið í verk af þvi sem gera
þarf, og varla öðru en stofugangi
og öðru daglegu eftirliti, með því
hjálparliði, ^em eftir er, því ekki
gera nýbakaðir kandidatar vanda-
samar skurðaðgerðir. Á röntgen-
deildinni er venjulega svo mikið
að gera, að panta verður mynda-
tökur með 2 — 3 daga fyrirvara,
og þar er yfirlæknirinn líka einn
eftir, og þótt hægt sé að láta
aðra annast eitthvað af mynda-
tökum, er enginn annar til að lesa
úr myndunum. Á rannsóknar-
stofunum, sem taka á móti sýn-
ishomum frá öllu landinu til
sjúkdómsgreiningar, er sömu
sögu að segja, og við blóðbank-
ann er enginn læknir eftir, en
þaðan er sent blóð út um allt
land handa þeim sjúklingum, sem
á þeim dýrmæta vökva þurfa að
haida. Af þessu öllu má ráða, að
háski er hér á ferð.
Ekkert augnabliks æði.
Forsaga þessa máls er orðinn
nokkuð löng og læknarnir hafa
ekki hlaupið frá störfum sínum
í neinu augnabliksæði, eins og
sumir kunna að halda. Fyrir einu
ári og níu mánuðum skrifaði
stjórn Lf.í. stjórnarnefnd ríkis-
spítalanna og óskaði viðræðna
um breytingar á launakjörum og
starfsskilyrðum þessara lækna.
Hún beið 1 fjóran og hálfan mán-
uð eftir svari, en árangurslaust.
Þá ítrekaði hún málaleitun sína
með nýju bréfi, en það var einnig
hundsað. Eftir aðra fjögra mán-
aða bið sneri hún sér beint til
heilbrigðísmálaráðherra og hann
skipaði nefnd til viðræðna við
læknana, en ekki gekk saman,
enda stóð fyrir dyrum allsherjar-
endurskoðun á launum opinberra
starfsmanna og ríkisstjórnin var
mjög ófús á að taka eina starfs-
mannastétt út úr hópnum, áður
en samræmd launakjör yrðu á-
kveðin. Stjórn Lf. í. sleppti þvi
afskiptum af málinu og læknarnir
sögðu stöðum sínum upp hver í
sínu lagi með venjulegum fyrir-
vara. Ríkisstjórnin tjlkynnti lækn
unum þá, að hún skyti lögmæti
uppsagnanna undir félagsdóm, áð-
ur en gengið yrði til samninga,
og sá dómur er væntanlegur á
næstunni. Stendur nú við svo
búið.
Laun lfkt og
iðnaðarmenn.
Til þess að almenningur geti
skapað sér einhverja skoðun um
það, hvort kröfur þessara lækna
séu reistar á nokkurri sanngirni,
verður að gera samanburð á
launakjörum þeirra og annara
stétta. Þessir sérmenntuðu lækn-
ar hafa skv. launalögum 7-9,000
kr. á mánuði og mun það vera
svipað eins og iðnaðarmenn við
byggingarvinnu fá, ef reiknað er
eftir tímakaupi. Nú er mikið af
slíkri vinnu unnið eftir uppmæl-
ingu og er almennt talið, að við
það hækki kaup þeirra um 50 —
100%. Á móti kemur það, að
læknarnir hafa fengið nokkra
launauppbót, eins og aðrir opin-
berir starfsmenn og þóknun fyrir
aukavinnu, svo sem næturvaktir,
og nemur þetta sennilega sam-
svarandi hækkun. Flestir munu
þeir og hafa nokkra praxis utan
þess vinnutfma, sem starf þeirra
við spítalana krefst, en varla get-
ur læknir, sem stendur t. d. fimm
eða sex klukkustundir á dag við
læknisaðgerðir, sem reyna bæði á
andlegt og líkamlegt þrek hans,
og kemur að því starfi af nætur-
vakt eða á hana fyrir sér næstu
nótt, haft mikinn tíma til frjálsra
aukastarfa, einkum ef hann á að
verja nokkrum tíma til að fylgjast
með nýjungum og framförum í
starfi sínu. Ef til vill er það ekki
svo undarlegt, að læknar endast
illa, þvf að í fáum stéttum er
dauði á miðjum aldri algengari
en meðal þeirra.
Öánægja
sjómannsins.
Ég gerði áðan samanburð á
launum iðnaðarmanns, sem er út-
lærður í starfsgrein sinni um
tvítugt og getur þá hafið full-
kominn vinr.udag, og sérmennt-
aðra lækna, sem verða að þreyta
mjög erfitt nám fram að þrítugu,
áður en regluleg starfsævi þeirra
hefst, en samanburður við ýmsar
fleiri stéttir kemur til greina
Nýlega var birt viðtal við sjó-
mann, kominn af sumarsíldveið-
um. Hann bar sig mjög illa undan
því ranglæti, sem hann hefði orð-
ið fyrir með gerðardómnum í
síldveiðideilunni sfðastliðið vor.
Fréttamaðurinn spurði hann,
hvað hann hefði þá haft eftir
sumarið. Svarið var: 140000,00
kró’nur. Eitt hundrað og fjörutíu
þúsund kr. Nú veit ég, að tiltölu-
lega fáir óbreyttir sjómenn hafa
haft svo mikið, en margir yfir-
menn á sfldveiðiflotanum hafa
líka haft meira. Þó eru sjómenn
nú sú stétt, sem ber sig aumleg-
ast, ef til vill að bændum undan-
teknum, en bændur hafa heldur
ekki átt að fagna neinu góðæri,
heldur þvert á móti.1
í hart nær hálfa öld hafa verið
í gildi lög, sem bönnuðu öllum
opinberum starfsmnnum að hefja
verkfall. Ég var í meira en ald-
arfjórðung starfsmaður þess op-
inbera og lengst af formaður í
stéttarfélagi mínu, Læknafélagi
Norðvesturlands. Ég saknaði þess
aldrei að hafa ekki verkfallsrétt,
því að ég var ekki haldinn þeirri
sjúkl. minnimáttarkennd, er þarf
að ala metnað sinn á þvf að setja
öðrum stólinn fyrir dyrnar og
sýna á þann hátt, hvað maður sé
fjandi mikill karl og láti ekki
mokka sig. En ég var allan tímann
mjög óánægður yfir því, að hafa
ekki samningsrétt og þurfa að
láta vinnuveitendur mína
skammta mér launakjör mín, eins
og þegar beini er hent í hund
Viðunandi fyrir
50 árum.
Fyrir 50 árum voru fastalaun
allra héraðslækna jöfn, 1500
krónur á ári, en öll læknisverk
greidd eftir sérstakri gjaldskrá,
sem var mjög viðunandi, miðað
við annað kaupgjald í landinu.
Mannmörgu héruðin, þar sem
mikið var að gera, urðu því til-
tölulega tekjuhá og voru mjög
eftirsótt, svo að oft voru um þau
fimm umsækjendur eða fleiri
Síðar meir, þegar það fór að
verða erfitt að fá lækna í fá-
mennustu héruðin, voru fasta-
launin í þeim hækkuð allmjög,
og var ekkert við því að segja, en
þegar allt kaupgjald f landinu
hækkaði, var taxtinn fyrir al-
menn læknisstörf látin standa í
stað, svo að fjölmennu héruðin
rýrnuðu mjög að tekjum hlut-
fallslega. Með sífelldu þófi fékkst
gjaldskrá héraðslækna tvöfölduð
og að lokum sexfölduð og stóð
svo út mína læknistfð, jafnvel eft-
ir að annað kaupgjald 1 landinu
hafði þrítugfaldast, en heilbrigðis-
yfirvöld og Tryggingarstofnun
ríkisins gengu eftir þvf, að sjúkra
samlögin greiddu okkur alls ekki
meira en gjaldskráin ákvað. Síð-
ustu ár mín sem héraðslæknir
hafði ég því tólf krónur um
klukkustund á ferðalögum, vetur
jafnt sem sumar, tólf krónur
fyrir almenna læknisskoðun og
360 krónur fyrir stórar skurð-
aðgerðir. Keisaraskurður, svo
tekið sé dæmi, var því virtur á
vjð |ækilega við^erð á úri eða
saumavél, eða smávegis viðgerð
á traktor. Praktiserandi læknar í
kaupstöðum höfðu auðvitað hækk
að gjaldskrá sína og við héraðs-
læknarnir kröfðumst þess hvað
eftir annað, að sama læknisverk
væri greitt sama verði hvar sem
væri á landinu, því að föstu laun-
in okkar væru greiðsla fyrir hin
sérstöku embættisstörf. Við litum
nefnilega svo á, að keisaraskurð-
ur væri jafn vandasamur á
Blönduósi eða Sauðárkróki eins
og í Reykjavík, en heilbrigðis-
stjórnin virtist aldrei geta skilið
það eða vilja viðurktenna það.
Ég hafði lengst af litla aðstoð og
varð stundum að leggja á mig ó-
trúlega fyrirhöfn í nokkra daga
og nætur til þess að halda lífinu
í einum uppskurðarsjúklingi, en
mátti alls ekki fá fyrir það fullt
ærverð, þótt stórbóndi ætti í
hlut. Við það að taxtanum var
haldið svo mjög niðri, hættu fjöl-
mennu héruðin að vera neitt
keppikefli, læknir, sem fór úr fá-
mennu héraði i fjölmennt, gat
ekki vænst þess, að tekjur hans
hækkuðu neitt verulega, þótt
starf hans margfaldaðist, því að
föstu launin lækkuðu við slíkan
tilflutning að verulegum mun.
Læknishéruð
gerð ógirnileg.
Við, sem sátum í stórum hér-
uðum, eins og á Blönduósi og
Sauðárkróki, (en þau héruð höfðu
á 3. þúsund íbúa og voru á annað
hundrað km. á lengd), voru ekki
í vafa um, að með þessu greiðslu-
fyrirkomulagi var verið a5 stofna
héraðslæknastéttinni og heilbrigð
isþjónustunni í sveitum landsins
í beinan voða. Með því að láta
tekjurnar í læknishéruðunum
ekki standa í neinu skynsamlegu
hlutfalli við það erfiði, sem á sig
varð að leggja, voru öll læknis-
héruðin gerð ógirnileg 1 augum
ungra lækna, enda héraðslæknar
stimplaðir sem annars flokks
starfsmenn með því að meta verk
þeirra miklu lægra en nákvæm-
lega sama verk, unnið af kaup-
staðarlækni. Á þetta benti ég
heilbrigðisstjórninni hvað eftir
annað og reynslan hefur sannað
það.
Þegar ég skildi við Blönduós-
hérað var öll starfsaðstaða lækn-
is þar stórkostlega miklu betri en
þegar ég tók við þvi, en samt
hafa tveir ungir eftirmenn minir
orfið þaðan á rúmum tveimur
árum og nú er alls óvíst, að hæf-
ur maður fáist til að taka við því
og þeim ágæta spítala, sem þar
var komið upp í minni tíð. Mér
er þetta mál ekki sársaukalaust,
en ég drep á það hér til þess að
sýna, hversu háskalegt það get-
ur orðið, að skrifstofuherrar i
Reykjavík hundsi tillögur þeirra
manna, srn bezt þekkja til og
vita, hvar skórinn kreppir. Þess
er þó skylt að geta, að heilbrigð-
isstjórnin hefur loksins áttað sig
á því, f hvert óefni er komið, og
frá 1. okt. síðastl. gekk í gildi ný
gjaldskrá, meira en þrefalt hærri
en sú, sem ég bjó við hin síðari
ár. Með þeirri endurbót geta
stóru héruðin aftur orðið keppi-
kefli, en þún kemur of seint,
þriðjungur íslenzkra lækna á
starfsaldri dvelur nú erlendis,
sumir við nám, en aðrir setztir
þar að fyrir fullt og allt.
Ég er kominn nokkuð burt frá
þeirri læknadeilu, sem ég gerði
að umtalsefni í byrjun. Það óaf-
Páll V. G. Kolka.
sakanlegasta í henni er, að til-
mæli læknanna um viðræður
skyldi vera hundsuð í þrjár árs-
fjórðunga af stjómamefnd rikis-
spítalanna. Slík framkoma þeirra,
sem telja sig vinnuveitendur, hef-
ur oft átt sér stað og á sinn þátt
í þeirri óbilgirni, sem einkennir
flestar vinnudeilur hér á landi og
þjóðin tapar tugum eða hundruð-
um milljóna á árlega. Á hinu
þarf enginn að furða sig, að
menntamenn með langt og erfitt
nám að baki, vilji láta meta
vinnu sína ekki minna en líkam-
lega vinnu. sem lítils undirbún-
ings krefst. Annað væri líka tii
skammar þeirri þjóð, sem státar
mest af andlegum afrekum sín-
um á liðnum öldum.
Eiturlyfjamálið
á dagskrá.
Auk læknadeilunnar hefur eit-
urlyfjamálið verið efst á baugi
undanfarið. Eiturlyf í venjulegum
skilningi, þ. e. a. s. ástríðulyfin
ópíum, morfíni, heroín og cocain
hafa aldrei náð neinni verulegri
útbreiðslu að heitið geti hér á
landi fram yfir það, sem notað
hefur verið til lækninga. Aftur á
móti hefur ofnotkun á'vanalyfja
farið allmjög I vöxt, bæði örfun-
arlyfja eins og amphetamíns og
einkum róandi lyfja, sem létta
af mönnum í bili áhyggjum og
hinni sáru tilfinningu umkomu-
leysisins, sem hefur gagntekið
marga. Nú eru sum þessara lyfja
mjög þýðingarmikil og tilkoma
þeirra hefur t. d. gerbreytt starfs-
háttum á öllum geðveikraspítöl-
um. Það er undantekning nú orð-
ið, að þar þurfi að beita harka-
legum aðferðum til að halda sjúk-
lingum í skefjum, eins og áður
var. Hæfileg notkun þeirra hjá
öðrum getur einnig átt rétt á sér,
en hjá taugaveikluðu fólki og eink
um geðveikluðu er alltaf mikil
hætta á því, að úr verði ofnautn
og allra bragða sé þá freistað til
þess að komast yfir þau, en lækn
ar ekki alltaf nógu varkárir, þeg-
ar um ókunnugt fólk, er að ræða.
Sjálfur hef ég orðið fyrir þeirri
ógæfu að láta mér ókunnuga
stúlku fá nokkrar töflur af svefn-
lyfi í grandaleysi, en hún hafði
áður safnað að sér töflum á
sama hátt frá öðrum læknum og
notaði þær til þess að svipta sig
lífi. Það kom í minn hlut að
reyna árangurslaust að bjarga lífi
hennar og veit eg því af sorglegri
Framh. á 10. síðu.
iBBKiRSKSaHE: