Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 13.11.1962, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 13. nóvember 19f>2. Nýtt olíu- skip SÍS Elns og Vísir skýröi frá í gær, kom þá til landsáns nýtt skip, sem er sameign skipadeildar SÍS og Olfufélagsins, Stapafeli, sem á heimahöfn f Kefiavík. Stapafell, sem smíðað er í Elms- hom í V.-Þýzkalandi, er 1126 burð- arlestir, lengd rúml. 63 m„ breidd 9,65 m. og dýpt 4,4 m. Aðalvél er Deutz-diesel, 1050 hestöfl, tanka- rými 1490 rúmmetrar og ganghraði á siglingu til landsins var 12 míl- ur. Teikningar gerði skipasmfðastöð in f samráði við Óttar Karlsson, sem er verkfræðingur í þjónustu SÍS, og hafði hann umsjá og eftirlit með áníðinni. Skipstjóri á Stapafelli er Arnór Gfslason, sem hefur lengi verið í þjónustu SlS, 1. vélstjóri Gunnar Þorsteinsson, en alls eru 16 menn á skipinu. Stapafell mun verða not- að til olíuflutninga með ströndum fram, eins og Vfsir gat um í gær, enda vaxandi þörf fyrir þá, en auk þess er ætlazt til að það geti við og við farið með lýsi til út- landa. Snjókomu á Akureyri Akureyri f morgun. Seinni hluta nætur og f morg- un hefur verið snjókoma á Akur- eyri, en þó ekki komið nema föl -enn sem komið er. Mikil hálka hefur myndazt á Ak ureyrargötum f morgun og mjög varasamt orðið að fara um þær bæði fyrir fótgangandi og farar- tæki. Næsta ólíklegt má telja að flug- fært verði norður f dag eins og veðurútlitið hefur verið í morgun. TVEIR ÚTGERÐARMENN RÆÐA SÍLD VEIÐIDEILUNA — Svona fyrirkomulag eins og tíðkast í vinnulöggjöf okkar ís- lendinga gengur ekki. Það verður einhver breyting þar á að koma. Þannig fórust einum stærsta út gerðarmanni okkar Sunnlendinga, Sturlaugi Böðvarssyni á Akranesi, orð við Vísi fyrir sfðustu helgi, er síldarsamningana bar á góma. — Hjá okkur eru endalaus verkföll og vinnudeilur, sem eng- inn virðist ráða neitt við. Og það er ekkert aðgert fyrr en tjónið — sem orðið hefur af vinnudeilum — nemur orðið tugum ef ekki hundruðum milljóna króna fyrir þjóðarbúið. Þá fyrst er eitthvað aðhafzt. Nei, þetta gengur ekki til lengd ar, bætti Sturlaugur við. Það verð ur á einhvern hátt að breyta þessu fyrirkomulagi — hvernig svo sem það verður gert. Verk- föllin og vinnudeilurnar eru ógæfa fyrir þjóðfélagið og þær verða að hverfa. — En hvað um yfirstandandi síldveiðideilu? — Hún verður að Ieysast með einhverju móti og það þegar í stað. Ef samninganefndirnar geta ekki komið sér saman, vonumst við til að stjómarvöldin grípi með einhverjum ráðum inn f deiluna og leysi hana. Þetta er samt að verða full- seint. Haustvertíðin er hálfnuð, og ef verkfallið heldur áfram, geta bátarnir ekki gert út á'línu vegna þess að þá vantar beitu. Það er að vísu til í dæminu að flytja beitu inn frá öðrum lönd- um. Við höfum svo sem flutt beitu inn frá Noregi, en hún hefur reynzt illa, veiðzt helmingi minna á hana én heimabeitu. Það er ekki efnilegt. Undanfarið hafa línubátar frá Akranesi aflað ágætlega, 4 — 10 lestir í róðri. Það er ágætt. En Framhald á bls. 5. Nú líður að því að menn fari að setja hesta sína f hús hér f Reykjavík. Þeir skipta nú orðið hundruðum, sem eiga hesta sér til skemmtunar. Eru þeir f ná- grenni bæjarins, á ýmsum bæj- um. Margir hafa þá svo í hest- húsum Fáks á Skeiðvellinum yfir veturinn. I I hesthúsunum er nú rúm fyr- ir 220 hesta og veitir ekki af því rúmi. Þrátt fyrir þetta hafa ýmsir hesta sína á fóðrum út um sveitir. Hestamannaféiagið Fákur er nú að byggja nýtt félagsheimili á Skeiðvellinum. Er það hin myndarlegasta bygging, að mestu úr tré. Var mynd þessi tekin af húsinu f morgun. — (Ljósm. Vísis, I. M.). • • S0LUHÆSTU BÆKURNAR Þegar hausta tekur og líf færist f bókaútgáfuna, vaknar jafn- framt forvitni almcnnings. Hvaða bækur skyldu nú seljast mest? Vfslr hefur af þessu tiiefni snúið sér til allmargra bóksala f Reykjavfk og beðið þá að gefa lesendum blaðsins upplýsingar um söluhæstu bækurnar. Er ætlunin að birta þennan lista viku- lega með þeim breytingum, sem verða hverju sinni. Útkoman er þá þessi: 1. Kristmann Guðmundsson: ísold hin gullna. 2. Jónas Þorbergsson: Líf er að loknu þessu. 3. Halldór Kiljan Laxness: Prjónastofan Sólin. 4. Sveinn Víkingur: Lára miðill. 5. Guðrún frá Lundi: Stýfðar fjaðrir II. F. SAMIÐÁ SANDIlKVÖLD? Vísir hefur aflað sér upplýsinga um það að útgerðarmenn og sjó- menn á Hellissandi hafa boðað við- ræðufund í kvöld til að ræða um samningamöguleika í síldveiðideil- unni. Eftir því sem blaðið hefur hlerað, mun viðræðugrundvöllurinn byggj- ast á Akranessamningunum og hvorki sjómönnum né útgerðar- mönnum þykja ástæða til annars — úr þvi sem komið er — en að leita samkomulags á einhverjum grundvelli, sem báðir aðijar telja sig geta sætt sig við. Fundurinn í kvöld sker að sjálf- sögðu úr um það, hvort samningar takast eða ekki, en hins vegar voru horfur taldar talsverðar á þvf að unnt væri að samræma sjónarmið samningsaðila. Frá Hellissandi verða sennilega gerðir út þrír bátar á komandi síld arvertíð. Óstaðfestar fregnir herma, að í Grundarfirði sé einnig viðræðu- grundvöllur milli samningsaðila fyrir hendi, en blaðið hefur ekki get að aflað sér neinnar staðfestingar á því. Aldrei meira aflaverðmœti — Verðmæti sjávaraflans hefur aldrei verið meira en á þessu ári, og má gera ráð fyrir að það nemi vart minna en 3100 milljónum, sagði Davíð Ólafsson fiski málastjóri í ræðu á Varð- arfundi í gærkvöldi. Kvað fiskimálastjóri það nauð- synlegt að sjávarútvegurinn fengi alla þá möguleika, sem hugsanlegir v.-.-u til að geta þróað framleiðslu- hætti sína. Ef sjávarútvegurinn er ekki heftur af verðbólguþróuninni, eru möguleikar á mikilli verðmætis- aukningu, sagði fiskimálastjóri. Iðn aður í sjávarútvegi leiðir til betri Sjávarútveguriim þolir ekki meiri kostnað — Sjávarútvegurinn stend- ur nú höllum fæti vegna hækkandi kaupgjalds og verðlags,i sagði fiskimála- stjóri Davíð Ólafsson á fundi Varðar í gærkvöldi. Sagði fiskimálastjórinn að út- gjöld togaranna af þessum sökum hefðu aukizt hraðar en verðlagið á mörkuðunum. Ef enn yrðu miklar launahækkanir og verðhækkanir innanlands, mundi sjávarútveginum mikil hætta búin, ekki sízt togara- flotanum, sem hefur átt við mikinn aflabrest að stríða. Sjávarútvegur- inn getur ekki staðið undir aukn- um útgerðarkostnaði, sagði fiskl- málastjóri. nýtingar aflans hérlendis, og það er sjálfsagt að stuðla að því. Hingað til hefur verið lögð meg- ináherzlu á mikinn afla, en það er hægt að komast af með minni afla og fá samt meira fyrir hann. Við megum ekki verða aftur úr í þeirri þróun, sem er að gerast hjá fisk- veiðiþjóðum í Evrópu og markaði meginlandsins, heldur verðum við að vera aðnjótandi hennar. Það er skilyrði þess að sjávarútvegurinn geti eflt sig í framtíðinni. Vökufundur á kvöld Vaka ,félag lýðræðissinnaðra stú- denta, heldur félagsfund í Hábæ við Skólavörðustíg í kvöld kl. 20,30. Á fundinum mun Guðmundur Garð arsson viðskiptafræðingur flytja er- indi um utanríkisverzlun og utan- ríkisþjónustu íslands. Vökumenn eru hvattir til að fjölmenna á fund- Davið Ólafsson. BRIDGE: Sveitnkeppni T.B.K. Staðan í 1. flokki eftir þrjár um ferðir. Hjálmar Hjálmarsson 17 st., Sig urleifur Guðjónsson 14, Tryggvi Gíslason 12, Dagbjartur Grímsson 12, Pétur Einarsson 10, Eiður Gunnarsson 9, Baldur Guðmunds- son 6, Jónas Jónasson 4, Gfsli Sig- urkarlsson 4, Guðmundur Jónsson 2. ,i j I i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.