Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 13
Myndrænar upplýsingar Conteiit-Iiased Iniagc and Vidco Catalog antl Scarch Tool for tlic Web Mynd 1. Sýnishorn af notendaviðmóti WebSeek leitarvélarinnar. [5][10] Hér byggja lýsigögn á myndrænum eigin- leikum frumgagn- anna svo sem lit, lögun og áferð gagna eins og nafnið gefur til kynna. Lýsigögn geta verið á mismunandi sniði allt eftirþví hvernig upplýsingum þeim er ætlað að lýsa. Oft eru þessi gögn á textaformi en það hentar hins- vegar ekki vel þegar unnið er með myndrænar upplýsingar því alltaf er erfitt að lýsa hinu myndræna með texta. Hér á því betur við að láta lýsigögn byggja á myndrænum eiginleikum gag- nanna svo sem lit, lögun og áferð. Hægt er að túlka þessa eiginleika á númerískan hátt með svokölluðum eigin- leikavektorum (e. feature vectors) sem er skipt niður í sniðmát (e. templates) eftir sérkennum þeirra. Sniðmátin greinast niður og mynda stigveldi þar sem efstu sniðmátin tákna grófustu einkenni rnynd- rænu gagnanna, sem þrengjast og verða meira lýsandi þegar farið er niður eftir stigveldinu. Gagnasafn gagnaþjónsins er byggt upp sem slíkt stigveldi sniðmáta. Efst trónir gagnasafnið sem greinist niður í myndræna eiginleika svo sem lit, áferð, texta og lögun. Þessir eiginleikar greinast enn Tölvumál 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.