Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Side 36

Tölvumál - 01.12.1998, Side 36
Rafrsen viðskipti Viðskíptavinurinn ræður alltaf ferðinni Björn Tryggvason skrifar um erindi flutt af Paul West, European Marketing Manager hjá ICL, Interactive Retailing, á ráðstefnu SÍ um rafræn viðskipti 20. október 1998 Framtíðarsýn ICL er að verða besta fyrir- tækið á sviði þjónustu og smásölukerfa á heimsvísu, fyrir lok ársins 2010 Venjulegur maður kaupir í mesta lagi 400 mismunandi vörutegundir yfir alla ævina Paul West er markaðsstjóri fyrir Evrópu hjá ICL. Fyrirtæki það sem hann vinnur fyrir selur ýmsan bún- að, sem ætlað er að sinna þörfum þeirra sem kaupa vörur. Þennan búnað kallar hann gagnvirkt smásölukerfi eða gagnvirka smásöluþjónustu. Aðal áherslan virðist vera á að átta sig á þörfurn viðskiptavina, uppfylla þær þarfir og lokka þá með þeim hætti til viðskipta. Þetta er eins konar maður á mann aðferð. Framtíðarsýn ICL er að verða besta fyrirtækið á sviði þjónustu og smásölu- kerfa á heimsvísu, fyrir lok ársins 2010. Verkefnið felur í sér að hanna, búa til og þjónusta kerfi, sem gerir viðskipta- vinum ICL fært að skapa, viðhalda og þróa, persónulegt samband við það fólk, sem notar þeirra vörur eða þjónustu. Verslun á Netinu Nú til dags vinna hjón oft bæði utan heimilis, leiðist að kaupa inn matvörur dagsins eða vikunnar og telja tímanum betur verið í annað ef þess er kostur. Til að korna til móts við þessa viðskiptavini er boðið upp á netverslun. Viðskiptavinur er í vinnunni og pantar vörur í gegnum Internetið. Vör- urnar eru afhentar í móttöku fyriri'ækisins, sem maðurinn vinnur hjá og hann hirðir þær á leiðinni heim. Þessi markaðssetning ICL hefur tekist mjög vel að sögn Paul. Astæður þess eru: • Lítið af myndum, mikill texti, gefur góðan svartíma. • Ódýr leið til að útvfkka markaðshlut sinn. • Starfsmenn spara tíma og fyrirhöfn. • Vinnuveitandi fær ánægðara starfsfólk. Með verslun í gegnum internetið getur seljandi skraddarasaumað það sem hver viðskiptavinur sér á skjánum. Til að velja það sem fer á skjáinn hjá hverjum er bæði byggt á því sem viðskiptavinurinn hefur valið sér (áhugasvið) og því sem hann hefur keypt áður. A þennan hátt getur netverslun verið mjög öfiugur auglýsinga- miðill og hefur beint samband við við- skiptavininn þegar hann kaupir inn. Þetta gerir bókabúðin AMAZON.COM. Þar lærir sölukerfið smám saman á kúnn- ann. Til dæmis kaupir maður A bækur x og y. Maður B kaupir síðan bók y. Þá getur sölukerfið bent honum á að bók x gæti verið eitthvað fyrir hann og að geisladiskur z sé áhugaverður. Einnig lætur kerfið við- skiptavininn vita af áhugaverðu efni á hans áhugasviði. En þrátt fyrir að Amazon hafi selt fyrir 148 milljónir dollara 1997 var tap á rekstrinum það ár. Auglýsingar og aðstoð Búist er við að árlegur auglýsingakostnaður á vefnum verði kominn í 8.000.000.000$ (átta milljarða dollara) árið 2002. Þar sem viðskiptavinur kemur í verslun er hægt að hafa rafrænar hillur (electronic shelves) sem veita manni PDA (personal digital assistance). Viðskiptavinurinn lætur þá vita af sér, til dæmis með snjall- korti (smartcard) og fær þá upp gefið verð vörunnar með sérstökum afslætti fyrir hann og auglýsingu úr hátalara um áhuga- verða vöru í næstu hillu og svo framvegis. Paul hvatti viðstadda eindregið til að hika ekki við að fara út í netverslun. Að hika er sama og tapa. Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Við sem erurn að selja honum vöru eða þjónustu náunt ekki árangri nema við leitum að þörfum hans og uppfyllum þær. Paul var spurður um ljölda vörunúmera f svona netverslun. Hann nefndi 20.000 vörunúmer, en tók jafnframt fram að venjulegur maður kaupir í mesta lagi 400 mismunandi vörutegundir yfir alla ævina. Hann var nokkuð stoltur þegar hann sagði frá því að ICL hefði næstum unnið til verðlauna fyrir netverslunina Waitrose, en jafn svekktur yfir að svo skyldi ekki hafa orðið. Það munaði svo litlu. Mér fannst erindi Paul West það áhuga- verðasta og jafnframt það skemmtilegasta á rástefnunni. Heimasíða ICL er http://www.iclretail.com. Björn Tryggvason er kerfisfræðingur hjá Reiknistofu bankanna 36 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.