Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 22
Menntamál Barn sem hefur búið til samlagningarvél úr NAND hliðum er kannski betur búið undir upplýsingasam- félag framtíðarinnar heldur en barn sem hefur lært að fara inn á spjallrás á Inter- netinu unarbúnað í hverja kennslustofu. Hins vegar þarf: 1. Kennara sem eru vel að sér í tækni og raungreinum. 2. Trausta undirstöðumenntun í stærð- fræði, eðlisfræði, handmenntum og tæknigreinum. 3. Kennslu í forritun og eiginlegum upp- lýsingafræðum. Nú er ekkert vit í að kenna börnum þessi fræði á einhverju hálfgerðu háskóla- stigi. En alveg eins og kennsla í grunn- skóla býr þau undir að skilja helstu atriði heilsufræði eð a sagnfræði ætti líka að búa þau undir að skilja tölvu- og upplýsinga- tæknina. Það er til kennsluefni sem hentar börnum, hér má til dæmis nefna tæknilegó- kubba (Lego Technic) og Lego-Logo for- ritunarmálið sem hægt er að nota til að láta tölvu stjórna vélum sem settar eru saman úr Lego-kubbum. Það er líka hægt að kenna börnum undirstöðuatriði raf- magnsfræða t.d. með því að láta þau smíða einföld raftæki eins og dyrabjöllur, ritsíma eða jafnvel rökrásir. Barn sem hefur búið til samlagningar- vél úr NAND hliðum er kannski betur búið undir upplýsingasamfélag fram- tíðarinnar heldur en barn sem hefur lært að fara inn á spjallrás á Internetinu. Barn sem hefur sjálft lagt ritsíma milli tveggja húsa er ef til vill nær kjarna upplýsinga- tækninnar heldur en barn sem kann að búa til glærur í Power Point og barn sem hefur byggt gatnamót úr Lego-kubbum og for- ritað götuvitana til að kveikja á rauðu, gulu og grænu ljósunuin í réttri röð það er komið vel á veg að skilja tæknina. Við megum ekki vera svo upptekin af einmenningstölvum, amstrinu í kringum þær og dýrðarljómanum af nýjustu græjum að við gleymum því að kennsla í skólurn á að miða að því að nemendur nái tökum á tilverunni og skilji þann heim sem þeir taka í arf, þar á meðal heim tækninnar. Með óbreyttri stefnu í upplýsinga- og tæknimennt í skólum er hætt við að alltof fáir öðlist þann skilning á tækninni sem nauðsynlegur er til að við getum tekið þátt í uppbyggingu hennar sem veitendur og framleiðendur en ekki bara sem neytendur. Kennarar sem hafa áhuga og vit á tækni hafa eytt mikilli orku í aukavinnu við um- sjón með tölvum. A meðan hefur of litlum tíma og peningum verið varið til að byggja upp kennslu sem stuðlar aðskilningi og gerir nemendur færa um að fylgjast með og taka þátt í sköpun upplýsingasam- félagsins. Atli Harðarson er kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi LANDS SÍMINN Ei RARIK 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.