Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 25
Átak 2000 I fyrirtækinu eru einnig önnur verkefni sem tengjast beint og óbeint árinu 2000 Jbó jbau séu ekki skilgreind sem hluti af 2000 verkefninu eigin kerfi samanstanda af um 2 milljónum lína af fonitakóda, 683 gagnaskrám og 3309 forritum. Samkvæmt Gartner Group við- miðun átti verkefni með þetta umfang að taka í besta falli um 11,6 mannár en í versta falli 36 mannár, en við höfðum áætlað í verkið aðeins tvö mannár. En þetta voru aðeins fyrstu tölur. Þegar hópurinn hafði flokkað kerfin betur var línufjöldinn kom- inn niður í 1,2 milljón línur. Við ákváðum þá að byrja verkið með tvo vana menn í fullu starfi við yfirferð forrita og endur- skoða síðan áætlunina að fenginni reynslu. Það hefur hjálpað okkur mjög í þessu verk- efni að starfsmennirnir sem vinna verkið þekkja vel til kerfanna og þeirrar stöðlunar sem notuð hefur verið við gerð þeirra. Við keyptum einnig hjálpartæki sem flýttu verk- inu til muna því þau greindu forritin enn betur fyrir okkur og hjálpuðu okkur að halda utan um þessa vinnu. Onnur verkefni I fyrirtækinu eru einnig önnur verkefni sem tengjast beint og óbeint árinu 2000 þó þau séu ekki skilgreind sem hluti af 2000 verkefninu. Hér má nefna stórt verkefni sem snýr að gangsetningu á nýju fjárhags- kerfi sem tekur við af eldra kerfi. Tíma- setning verksins tengist árinu 2000 þannig að ekki þarf að yfirfara gamla kerfið. Annað stórt verkefni er í gangi en það snýr að uppfærslu netstýrikerfa og útstöðva í NT og Windows/98 umhverfi ásamt endur- nýjun fjölda PC tölva. Uppfærsla og sam- ræming AS/400 tölva í 64 bita stýrikerfi er einnig óbeint 2000 verkefni. Staðan í dag er í stuttu máli sú að mikil endumýjun vél- og hugbúnaðar hefur verið í gangi á þessu ári. Eftir er að gera lokayfirferð og fá staðfestingu um virkni á hluta vélbúnaðarins og hluta aðkeyptra lausna. Búið er að yfirfara og gangsetja um 80 % af eigin kerfum. Samræmdar lokaprófanir undir 2000 dagsetningu eru þó eftir en þar er um töluvert flókið verk- efni að ræða. Talið er að prófanir geti verið allt að 60% af heildartíma verksins. Þennan þátt má ekki vanmeta og því eigum við hjá Eimskip enn töluvert verk að vinna. f þeirri vinnu sem farið hefur fram undanfarið hefur komið í Ijós að hér er unt mjög þarft verkefni að ræða og engin spurning um að verkefnið mun fækka til muna þeim rekstrartruflunum sem árið 2000 veldur hjá Eimskip. Það er mjög mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja taki 2000 verkefnið föstum tökum. Þetta er ekki flókið verkefni en það þarf góða skipulagningu, mannskap og tíma og því verður ekki frestað. Gylfi Hauksson deildarstjóri hugbúnaðarþróunar hjá Eimskip Hitaveita Reykjavíkur Hítaveita Suðurnesja Tölvumál 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.