Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Side 9

Tölvumál - 01.12.1998, Side 9
Menntamál M.S.-nám við tölvunarfræðiskor Háskóla Islands Ebba Þóra Hvannberg • Gagnasöfn og dreifð upplýsingakerfi - Tæknilegt Skilgreind hafa verið 10 ný námskeið fyrir M.S.-námið innan tölvunarfræði- skorar, en nemendur geta einnig valið námskeið úr öðrum deildum með sam- þykki umsjónarmanns. Möguleg valfög í MS tölvunarfræði (21 e): • Gœðastjórmm í hugbúnaðargerð. • Háhraðanet. • Hópvinnukerfi. • Rauntímakerfi. • Samskipti manns og tölvu. • Tölvuarkitektúr og samhliða vinnsla. • Líkön og mœlingar (eðlisfrœðiskor) Haustið 1998 voru tvö ný námskeið í boði: Gagnagrunnar og dreifð upplýsinga- kerfi, og Gæðastjórnun í hugbúnaðargerð. Að auki var í boði námskeiðið Tölvu- arkitektúr og samhliða vinnsla. A vor- misseri 1999 verða tvö ný námskeið í boði: Rauntímakerfi og Formlegar aðferðir í hugbúnaðargerð. Að auki geta nemendur tekið námskeiðin Tölvugrafík svo og Líkön og mælingar sem er kennt í eðlis- fræðiskor núna á vormisseri. I sumum deildum er gerð krafa um að nemendur dvelji við erlendan háskóli í eitt misseri. Þetta er ekki krafa í Raunvísinda- deild, en stúdentum við Háskóla Islands gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlendan háskóla og fá það metið til eininga heima fyrir. Alþjóðaskrifstofa Háskóla íslands gefur nánari upplýsingar. Meistaraprófsritgerð Hluti af M.S.-náminu er 15 eininga rneist- araprófsritgerð. Þetta samsvarar 15 vikna vinnu og vinnur þá nemandi að eigin rann- sóknaverkefni undir leiðsögn kennara. Það getur geftð nemanda mikla ánægju að helga sig einu efni í afmarkaðan tíma og skoðað það til hlítar. Allt frá árinu 1996 hefur tölvunar- fræðiskor unnið að því að koma á M.S.- námi í tölvunarfræði Aðalumsóknarfrestur er í febrúar til að hefja nám á haust- misseri, en einnig er hægt að sækja um í ágúst til að hefja nám um áramót Brýn þörf er á að mennta kennara, bæði fyrir háskólastig og framhaldsskólastig Inngangur í Háskóla Islands er boðið upp á M.S.- nám í 7 deildum, en þó ekki í öllum náms- greinum hverrar deildar. Allt frá árinu 1996 hefur tölvunarfræðiskor unnið að því að korna á M.S.-námi í tölvunarfræði. Skorin hefur útskrifað tæplega 400 tölvu- narfræðinga og B.S.-námið stendur vel undir nafni og eru tölvunarfræðingar frá Háskóla íslands eftirsóttir á íslenskum og erlendum vinnumarkaði. Jafnframt hefur tölvunarfræðingum gengið mjög vel í framhaldsnámi erlendis. Það er okkar mat að markaðurinn þurfi nú að auki fólk með framhaldsmenntun enda höfum við séð svipaða þróun í öðrum skyldum greinum eins og verkfræði. Einnig er brýn þörf á að mennta kennara, bæði fyrir háskólastig og framhaldsskólastig. Þetta á ekki síst við núna þegar fleiri skólar á háskólastigi, eins og Viðskiptaháskólinn í Reykjavík bjóða upp á nám í kerfisfræði og upplýs- ingatækni og rneiri áhersla verður lögð á kennslu í upplýsingatækni á framhalds- skólastigi. M.S.-nám í tölvunarfræði frá Háskóla íslands er beggja hagur, þ.e. skor- arinnar og nemenda því að búast má við að það verði auðveldara að laða að kenn- ara og aðgengilegra fyrir nemendur sem ekki sjá sér fært að fara til útlanda til náms, t.d. vegna fjölskylduaðstæðna. Lýsing á M.S. námi Meistaraprófsnámið í tölvunarfræði er 45 einingar, 30 einingar í námskeiðum og 15 einingar í verkefni. Þeir sem óska eftir að vinna stærri þátt í rannsóknum, geta í staðinn tekið 30 einingar í rannsóknum, og 15 einingar í námskeiðum. Öllum er skylt að taka 3 kjarnafög, en þau eru: • Reiknirit, rökfœði og reiknanleiki - Fræðilegt • Formlegar aðferðir í hugbúnaðargerð - Hugbúnaður Tölvumál 9

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.