Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 7
Menntamál Viðskipta- háskólinn í Reykjavík. þessum leiðum er fjarkennsla. Viðskipta- háskólinn hyggst nýta sér kosti fjar- kennslu til þess að bæta menntun og að jafna aðstöðu til náms. í vetur eru 15 nemendur í fjamámi á vegum Tölvufræði- deildar. Þetta er tilraunaverkefni en gert er ráð fyrir að fjarnám verði snar þáttur í starfsemi skólans á komandi árum. Viðskiptadeild I Viðskiptadeild er áhersla á þriggja ára B.S. nám í viðskiptafræði og er það 90 eininga nám. Auk þess gefst nemendum kostur á að útskrifast með prófskírteini úr deildinni að loknum fyrstu tveimur árunum, eða eftir 60 eininga nám. A öðru og þriðja námsári geta nemendur valið urn eitt af þremur sviðum í náminu. Þau eru: • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti • Rekstur og reikningshald • Stjórnun og starfsmannahald í náminu í Viðskiptadeild er kappkostað að tengja fræðin við veruleika viðskipta- lífsins með raunhæfum verkefnum og með vinnu í fyrirtækjum. í lok 1. árs þurfa nem- endur m.a. að nýta sér þá þekkingu sem þeir hafa þegar öðlast og vinna veigamikið verkefni sem felst í því að stofna og reka sitt eigið fyrirtæki. I verkefninu samþætta nemendur öll námskeið fyrsta ársins. Fyrir- tæki þeirra verða síðan metin af kennurum og utanaðkomandi aðilum úr fjármála- og viðskiptalífinu. A öðru ári verður aðal- áhersla lögð á að byggja upp þá fæmi sem þarf til að reka fyrirtæki á árangursríkan hátt, sérhæfmg í náminu byrjar á öðru árinu og heldur áfram á því þriðja. Nárnið í viðskiptadeild er í mótun og lögð er áhersla á að uppbygging námsins verði bæði samfelld og heildræn. Þar sem Viðskiptaháskólinn stefnir að því að vera í nánum tengslum við fulltrúa úr atvinnu- lífrnu er nú unnið að því að fá álit þeirra á uppbyggingu námsins. Stefnt er að stöðugri þróun í náminu og að það flétti saman fræði, hagnýtingu og tækni- þekkingu. Símennt VHR Stuðla þarf að fólk út í atvinnulífinu sé virkt í námssamfélaginu og geti endur- nýjað og aðlagað þekkingu sína nýjum aðstæðum. Símennt VHR er framlag Við- skiptaháskólans í Reykjavík til símennt- unar starfsmanna og stjórnenda í við- skiptalífinu. í boði eru almenn námskeið í þeim málaflokkum Viðskipta- og Tölvu- fræðideildar sem efst eru á baugi hverju sinni. Einnig er stefnan að Símennt VHR þjóni fyrirtækjum með sérsniðnum nám- skeiðum sem byggja á þarfagreiningu og sérþörfum viðkomandi fyrirtækis á sviði menntamála. Áhersla er lögð á markviss og vönduð námskeið með hæfum leið- Tölvumál 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.