Vísir - 19.11.1962, Side 15
V1SIR . Mánudagur 19. nóvember 1962.
/5
Hún brast í grát og hann tók
hönd hennar, og strauk hana.
— Gráttu nú ekki, en veittu
nú einu sinni athygli því, sem
ég hefi að segja. Ég hefi á und-
anförnum mánuðum iðulega
þurft á ungum stúlkum að halda
sem fyrirsætum, og m. a. hefir
ein frönsk verið fyrirsæta hjá
mér. Meðan þær eru fyrirsætur
hjá mér greiði ég dvalarkostnað
þeirra á gistihúsi og önnur út-
gjöld þeirra. Það sem ég geri
fyrir manneskjur, sem ég þékki
ekki neitt, ætti mér að leyfast
að gera fyrir yður.
Honum til undrunar gleypti
Karólína við tilboðinu.
— Auðvitað tek ég boðinu.
En Karólína átti við annað
en Collins hugði þegar hún
féllst á það. Hún tók því ekki
einvörðungu til þess að verða
fyrirsæta hjá honum og geta
hætt að lifa gleðisnauðu, erfiðu
lífi, — hún tók því til þess að
verða ástmey hans, sannfærð
um, að sá væri tilgangur hans
tilboðinu undir niðri. **
Hann fylgdi henni til gisti-
húss í nágrenninu, sem var
þokkalegt, og í alla staði við-
unandi, þótt ekki væri þar neinn
bragur skrauts og óhófs á neinu.
Hún fékk rúmgott og bjart her
bergi með snotrum húsgögnum.
Það furðulega var, að það var
eins og Collins skildi alls ekki,
að nú gat hann gert við hana
allt, sem hann vildi — það var
svo langt frá því, að hónum
væri neitt sama í hug og Karó-
línu, að þegar liðið var á fyrsta
kvöldið, sem þau voru saman,
sagði hann allt í einu, að það
væri orðið svo áliðið, að hann
yrði að fara.
Daginn eftir, þegar hún kom
inn í vinnustofu hans, sá hún
þrjár fyrirsætur í hóp. Þær voru
allar naktar. Karólína var svo
viss um, að hún ætti líka að
sitja fyrir nakin, að hún fór að
hneppa frá sér kjólnum, en
Collins stöðvaði hana.
— Setjizt niður andartak,
sagði hann. Röðin kemur að
yður seinna.
Þegar hann nokkru síðar
þurfti á henni að halda, átti hún
ekki að sitjá fyrir nakin, heldur
klædd fallegum kjól, en sá sem
hún var i, var ekki nógu falleg-
«u% og notaði hann það sem á-
tyllu til þess að gefa henni tvo
forkunnar fallega kjóla.
Karólínu féll vel að vera fyr-
irsæta og kunni vel andi msloft
inu og fór vel á með henr ' og
hinum fyrirsætunum. Hún svaf
út á morgnana, var komin í
vinnustofuna á hádegi, og þurfti
ímhbhi
sjaldnast að sitja fyrir lengi, og
þegar hún fór slóst hún gjarnan
í lag með hinum ungu fyrirsæt-
unum. — Einkum féll vel á með
henni og Solange, frönsku fyrir-
sætunni, sem var 19 ára. Hún
var fræg Bourgogne, af gamalli
aðalsætt, de Chiprey. Faðir
hennar hafði verið tekinn af lífi
í byrjun byltingarinnar, einn af
bræðrum hennar drukknaði, er
flóð var í Loire og annar bróð-
ir hennar var í her Condé og féll
í orrustu. Solange bjó nú í Lund-
únum með móður sinni.
Síðdegis sat Karólína fyrir og
var þá klædd öðrum nýja kjóln-
um. Eftir á bauð Collins henni
oft til miðdegisverðar, og kom
það þá fyrii;, að einhver af vin-
um Johns lávarðar heilsaði
henni, — hafði þá gleymt
hneyksli því, sem hún hafði
valdið. Og svo, að miðdegisverði
loknum, er kvöld var komið,
fylgdi Collins henni heim í gisti-
húsið og dró sig svo hæversk-
lega í hlé. Stundum bbrðaði hún
hjá Solange og komst eitt sinn
að því, að móðir hennar hafði
ekki hugmynd um, að hún sæti
fyrir nakin. Hún hélt að hún
starfaði hjá handritagrúskara og
væri að þýða gömul frönsk hand
rit eða skrifa upp úr þeim. Og
stundum fór Karólína í heim-
sókn til Louise og var þá klædd
öðrum fallega kjólnum og kom
akandi í vagni Collins.
Dag nokkurn mætti hún ungri
konu á götunni og störðu þær
orðlausar hvor á aðra stutta
stutta stund.
— Inez, hrópaði Karólína svo,
eru það þér í raun og veru?
j — Voithrt Við ékki farnar að
þúástT"klaTt5trinu? sagði Inez,
— Jú, vissulega, en það er
svo óralangt síðan.
Karólína leið ekki sem bezt.
Hún mundi vel með hverjum
hætti samvistum þeirra í klaustr
inu lauk og játaði fyrir sjálfri
Menn spyrjn undrnndi
hvað valdi þessu óvenjulega skæra ljósi frá
hinum nýju OREOL KRYPTON ljósaperum.
Svarið er að með þrotlausu tilraunastarfi
hefur OREOL tekizt að finna lausnina, nú eru
OREOL perurnar fylltar með Krypton-efni,
sem hefur þann eiginleika að perur, sem fyllt-
er eru ineð því, gefa 30% skærara ljós. Biðj-
ið um OREOL KRYPTON, þær fást í flestum
raftækja- og nýlenduvöruverzlunum.
Murs Trnding Company
Klapparstíg 20 . Sími 17373
A
A FKESH TKAIL LcV away froia
SATEfASA. THE JDWGLE LOKF
F0LL0IVE7 WARILY, FETEKWIWEF’LY—
Dagurinn rann og Tarzan bjóst Hugh hann við, að maðurinn er
til brottferðar. „Mundu, varaði vitskertur“.
Tarzan fann strax sporin og en ákveðinn. Fljótlega fann hann
þau lágu frá Batemba. Konung- svarta tusku, sem rifnað hafði
ur skóganna fylgdi þeim, gætinn úr slá hins flýjandi óvinar.
Barnasagan
KALLI
ftjL super-
filmu-
fiskurinn
Froðufellandi af reiði hlupu
Kalli og meistarinn að bíl Jóseps
Bizniz: „Marhnúturinn hann Joe
P. Deal frá Visiorma filmu félag-
inuhefur leigt alla járnbrautar-
vagnana það sem eftir er af deg-
viðskipti“, sagði Bizniz og hló
innilega, „vitið þið fyrir hve
mikið?“ „Tuttugu þúsund“ sagði
Kalli jmngur á brún. Bizniz hróp
aði glottandi: „tuttugu þúsund,
ha, ha, ha, og haldið oið að hann
slái Súperskópfilmu félagið út?
Nei, komið gömlu vinir, við bjóð-
um helmingi meira“. En Kalla
líkaði það ekki. „Ég þoli ekki
HIBIIIP »'1111 IIII l||
þessi viðskiptabrögð“ hugsaði
hann, „ef landkrabbinn heldur
þessu áfram verða engir pen-
ingar eftir handa okkur. Við verð
um að breyta um stefnu.“.
Nærfatnaöur
Karlmanna
og drengja,
t'yrirliggjandi
L. H MULLER
Ódýrt
KULDASKÖR
og BOMSUR
r
Odýrar
barnasokkabuxur