Vísir - 22.11.1962, Síða 6

Vísir - 22.11.1962, Síða 6
6 V í S i R . Fimmtudagur 22. nóvember 1»62. Hvað finnst þeimí ? Þið hafið sjálfsagt ykkar eig- in hugmyndir um, hvernig kona sé vel og gíæsilega klædd en það skaðar ekki að heyra álit nokkurra kvenna, sem ávallt eru í sviðsljósinu og verða að hugsa mikið um klæðnað sinn Ingiríður Danadrottning: Danskar konur fylgja ekki tízk- unni eins nákvæmlega og kon- ur í London og París. Fötin, sem við klæðumst, verða að vera smekkleg og þægileg. Mér er alveg sama þótt ég sé í sama kjólnum við mismunandi tækifæri. Alexandra prinsessa: Ég held að tízka og allt, sem henni við kemur, eigi mikið rúm í huga kvenfólks. Við verðum að vita nákvæmlega hvaða litir og hvaða snið fara okkur bezt, en þó er nauðsynlegt að breyta til við og við og reyna eitthvað nýtt. Ég kýs mér helzt blá- græn föt. Sophia Loren: Ég held, að ég sé ekki sérstaklega þjóðrækin, en samt er ég reglulega stolt af þeim stíl, sem komið hefur fram í Ítaiíu eftir síðari heims- styrjöldina. Stíllinn er látlaus, og ítalir hafa nóg af góðu silki og góðri ull til að vinna úr. Vel sniðinn og vel saumaður kjöll úr góðu efni er allt, sem ég bið um. Doris Day: Pils og peysur éru efst á lista hjá mér. Þrjár oeys- ur og þrjú pils gera níu mis- munandi búninga, séu litirnir vel valdir. Sérhver kona getur fundið sinn „stíl“, ef hún gef- ur sér tíma til að leita. En þar sem fæstar okkar hafa vöxt Marilyn Monroe, ættum við að Silki — eöa hvað? forðast þröng pils og þröngar peysur. Leslie Caron: Ef til vill er ekki rétt að fötin skapi mann- inn, en það er áreiðanlegt að þau hafa mikil áhrif á manninn. Betra dæmi um það en h>ut- verk mitt í „Gigi“ verður vart fundið. Þar var ég i telpufötum og mér fannst ég aftur vera orð in lítil telpa. Maður á að klæða sig eins og sú „týpa“, sem mann langar til að líkjast klæð- ir sig — án þess þó að fjar- lægjast sig um of. Brigitte Bardot: Þegar ég var 16 ára fylgdi ég eindregið kven- legum fötum, en nú líður mér bezt í síðbuxum og karlmanns- peysu. Ég klæði mig til þess að mér líði vel, en ekki til að vera eins og tízkudrottning. Shirley MacLaine: Svarti, slétti kjóllidTi hefur mikið ver- ið gagnrýndur, en ég held mik- ið upp á hann og mér finnst, að hann ætti að hanga í klæða- skáp sérhverrar konu. Við svarta, slétta kjólinn er svo hægt að hafa ýmiss konar skraut, allt eftir þvi hvað hæf- ir í það og það skiptið.. Maður má ekki alltaf líta út eins og marglitur páfagaukur í búri. Eitt er víst: 1 svörtum kjól er- um við alltaf smekklega klædd- ar. ÍEf litið er fljótlega á myndina, mætti halda, að kjóllinn sé úr silki 1 — en svo er ekki. Hann er úr grænu lambsskinni og er frá Hermes, j aðal skinnameistaranum í París. Það þarf víst ekki að taka það fram, að kjóllinn er dýr. Mikið hefur verið rætt og rit- að um tyggigúmmí hér á landi undanfarin ár, hve óhollt það sé tönnum, maga og húsgögn- um og hve mikið það óprýði neytendur, og hvort sem þvi eða einhverju öðru er að þakka virðist notkun þess hafa faríð minnkandi. En í USA eru vinsældir allt- af jafn miklar og er nú svo komið, að blaðið Consumer Bulletin hefur sagt tyggigúmmíi strlð á hendur. Aðalástæðan er sú, að ekkert eftirlit er haft með því úr hverju tyggigúmmí- ið er. Gúmmíið er oft allt annað en eiginlegt gúmmí, t. d. eru oft notuð í það viss gerviefni, sem bannað er að hafa í plastpoka, sem geyma á matvörur í, vegna þess hve skaðleg þau eru. Sagt er, að I amerísku tyggigúmmíi séu oft um 25 mismunandi efni °g V5% af venjulegri „tyggjó- plötu“ sé sykur eða önnur kolhydröt. Það er því ekki að ástæðulausu að þeim sem ætla að halda tönnum sínum heilum er ráðlagt að forðast tyggi- gúmmí. Mynd úr bókinni „Rikki í Grænlandi“. Góðar litabækur Teiknistofan Tígull í Reykjavík hóf fyrir fáum árum útgáfu á teiknimyndabókum, sem ætlaðar eru bömum til Iitunar. I fyrra byrjaði fyrirtœkið á út- gáfu eins konar landafræði í lita- bókum sínum með hefti, sem fjall- aði um Norðurlöndin, en þar va- lýst helztu sérkennum hvers lands fyrir sig, ásamt atvinnuháttum, en stuttir og greinargóðir myndatext- ar fygdu hverri mynd. Þessari fyrstu tilraun Tíguls að kenna börnum landafræði á þenna einfalda og skemmtilega hátt var að vonum vel tekið af foreldrum og aðstandendum barna, enda kunnu börnin siálf að meta hæk- urnar og voru stórum fróðari á eftir. Af þessum sökum hefur Teikni- stofan Tígull ráðizt I að gefa út eins konar framhald af landafræði- litabókum sínum og hefur nýlega sent tvær nýjar á markaðinn, „Rikki í Grænlandi" og „Rikki i Afríku“, en Rikki er ungur ferða- langur, fullur af fróðleiksfýsn, sem leggur leiðir sína víða um lönd. Þessar tvær litabækur bera í öllu sömu einkenni og bókin, sem kom út í fyrra, að þœr gefa í myndum og stuttum myndatextum heildar- innsýn i sérkenni þeirra landa og þeirra þjóða, sem þær fjalla um. Og um leið og börnin lita mynd- irnar festast þær ósjálfrátt I huga þeirra, ásamt þeim fróðleik í máli, sem fylgir hverri mynd. Þannig verður leiku barnsins að skemmti- legri fræðslu, án minnstu fyrir- hafnar eða andlegs erfiðis. Og einmitt í þessu er hið ótvíræða gildi þessara skemmtilegu hta- bóka fólgið. Haraldur Á. Einarsson hefur teiknað myndirnar I báðum bókun- um. Einhvern tíma nýlega hefur verið brotizt inn í sumarbústað Sæmundar Stefánssonar forstjóra í Reykjavík, sem hann á norður í Eyjaflrði. Sæmundur forstjóri á allan norðurhluta Hríseyjar, eða sem næst helmingi eyjarinnar, en það land fylgir jörðinni Yztabæ, og þar hefur Sæmundur komið upp myndarlegum sumarbústað, sem jafnan er mannlaus á vetrum. Land Yztabæjar er afgirt og þar hefur Sæmundur komið upp tals- verðri skógrækt. Sumarhústaðurinn er afskekktur mjög, eða sem næst þriggja stund- arfjórðunga gangur þangað frá kauptúninu. Eru ekki aðrar mannaferðir um landareignina að vetrinum en þær að vitavörðurinn í Hrísey, Hilmar Símonarson, verð- ur að fara yfir hana í eftirlitsferð- um út að vitanum. Liggur leið hans þá framhjá sumarbústað Sæmundar forstjóra. í síðustu eftirlitsferð sinni, nú fyrir nokkrum dögum, veitti Hilm- ar vitavörður því athygli að brotizt hafði verið inn í sumarbústaðinn með því að gluggaumgerð hafði verið rifin frá húsinu. Sá vitavörð- ui^nn að mikið hafði verið rótað til, m. a. rifið upp úr kössum, en ekki vissi hann hvað í þeim var geymt og gat þvf ekki heldur vita£ hvort einhverju hafði verið stolið eða ekki. Negldi hann fyrir glugg- ann og gerði eigandanum aðvart. Eru líkur til að innbrotið hafi verið framið nýlega, því í síðustu eftirlitsferð sinni næst áður, hafði vitavörðurinn ekki séð nein um- merki á húsinu. 'TrsM wstmam'

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.