Vísir - 22.11.1962, Page 8

Vísir - 22.11.1962, Page 8
8 Utgefandi: Blaðaötgatan VISIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorstemsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 17S Auglýsingar afgreiðsla tngólfsstræti 3 Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 Hnur). Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f Allra bragða skal neytt! Átrúnaðargoð allra kommúnista, Lenin, sagði: „Það verður að neyta allra bragða, góðra og illra, lög- Iegra sem ólöglegra, til að ná ítökum í verkalýðsfé- lögunum. Þar skal sitja sem fastast og vinna að fram- gangi kommúnismans, hvað sem það kostar“. Eftir þessu boðorði hafa kommúnistar í öllum löndum breytt trúlega: Landslög og siðareglur skal að engu hafa, ef það kemur sér betur fyrir kommúnista að fara ekki eftir þeim. „Samkvæmt kommúniskri sið- fræði eru þau verk ein siðleg, sem stuðla að uppbygg- ingu nýs, kommúnisks þjóðfélags“, sagði Moskvu-út- varpið 20. ágúst 1950. Það þarf því engan að undra, þótt eitthvað sé bogið við réttarfarið í ríkjum þar sem kommúnistar ráða, enda breyta valdhafar þeirra eftir þessari kenningu við sitt eigið fólk. Þetta hafa margir fengið að reyna sem studdu þá til valda, en féllu síðar í ónáð. Samkvæmt „siðfræði‘‘ kommúnista er sem sé ekk- ert athugavert við það, að brjóta landslög og beita of- beldi, ef það er f þágu flokksins gert, sbr. þessi orð Rauða fánans í nóv. 1939: „Landslögin brjótum við, ef við sjáum að stefnunni er hagur f því. Trúarbrögðun- um og siðfræðinni, sem var þvingað inn í huga okkar meðan við vorum börn, köstum við‘‘. — Æðsti prestur íslenzkra kommúnista, Brynjólfur Bjarnason, hefur sagt: „Afstaða Sósíalistaflokksins til valdbeitingar styðst ekki við neinar algildar siðareglur, sem eru ó- háðar tíma og aðstæðum og eiga sér meira og minna trúarlegar og dulfræðilegar rætur. Afstaða flokksins ei „díalektisk‘‘ og það merkir: Hann metur valdbeit- ingu eftir þýðingu hennar í hinni sögulegu þróun“. Það er ekki úr vegi að rifja upp þessa „siðfræði“ kommúnista nú, þegar Þjóðviljinn er daglega að ausa svívirðingUm yfir meirihluta Félagsdóms út af úr- skurðinum í máli Landssambands verzlunarmanna og Alþýðusambandsins. „Hvað sem jbað kostar"! Það er í fullu samræmi við þessa siðfræði og rétt- arvitund kommúnista, að þegar dómar ganga á móti þeim, kalla þeir það ofsóknir gegn alþýðunni, „smánar bletti á íslenzkum dómstólum“ o.s.frv. Þeir segja að „dómsvald og löggjafarvald sé „notað sem vopn auð- stéttanna í baráttu þeirra gegn alþýðu manna og al- þýðusamtökunum“, enda þótt þeir viti að íslenzkir dómarar reyna að gæta fyllsta hlutleysis og fylgja sannfæringu sinni, hver sem í hlut á. Með slíkum skrifum er reynt að rugla dómgreind al- mennings, vekja tortryggni og úlfúð, grafa undan rétt- arörygginu og eitra sambúð þjóðfélagsstéttanna. Og allt er þetta í einum tilgangi gert - „að vinna að fram- gangi kommúnismans, hvað sem það kostar“. V í SIR . Fimmtudagur 22. nóvember Í9$2. Mynd úr póstflokkun í sænskri póststöð. Það er erfitt að flokka Anderssonana og Johannessenana rétt Andersson fær sér nýtt ættarnafn Póstberarnir í Svíþjóð eru ekki öfundsverðir. Þeir verða mjög fyrir barðinu á einu mesta þjóðfélagsvandamáli Sví þjóðar, hve margir menn heita sama nafn- inu. í Svíþjóð heita hvorki meira né minna 700 þús- und manns eða einn af hverjum tíu Andersson. Síðan koma á eftir Anderssonunum um hálf milljón Johanssona, 250 þúsund Svenssonar og um 100 þúsund af hverjum Olssonum, Pet- erssonum og Karlsson- um. 90 í einni blokk. Það er alls ekkert óvenjulegt að 90 Anderssonar séu búsettir' í íbúðablokk, þar sem 250 leigv endur búa og ætti það að sýría lítillega hvílíkt harðræði það er að vera bréfberi i Svíþjóð Ekki batnar ástandið við það að nokkur helztu mannanötn- in í Svíþjóð eru svo algeng, að lítið gagn er að sundurgreir. ingu þeirra, Sven, Bertil, Johan, Anders og Berndt og flestír heita aðeins einu fornafni. Vegna þess hefur það ráð verið tekið upp f símaskrá Sví- þjóðar, að raða Andersonunum niður ekki eftir fornöfnum held ur eftir atvinnu, sem þeir stunda. Ný ættarnöfn. Það er orðið svo mikið vanda mál með alla þessa Anderssona og Svenssona, að hið opinbera stuðlar að þvf og hvetur menn til þess að taka sér öðruvísi ætt arnöfn. Sérstakar skrifstofur í stærstu borgunum gefa mönn- um ráð til að velja sér ný ætt- arnöfn og gefa þeim síðan einka rétt á þeim fyrir sig og af- komendur sína. — Á þessum skrifstofum liggja nú frammi um 100 þúsund hugmyndir að nýjum ættarnöfnum. Þangað getur hvaða Andersson sem er komið og farið út aftur sem herra Ottingius, eða herra Rönne eða herra Eflsfyr. Hann gæti líka tekið heiti á hlutum, sem ættarnafn eins og herra Vante, sem þýðir raunar ,,hanzki“ eða herra Fjaril, sem þýðir fiðrildi eða herra Stjörn- fall, sem þýðir stjörnuhrap. Kostar 200 krónur. Fyrir nafnbreytinguna þarf hanr. aðeins að greiða 20 sænsk ar krónur, eða um 200 ísl. kr. Þar með hefur hann gefið ætt sinni um ókomnar aldir nýtc heiti. Borgararnir eru einnig beðnir um að koma með eigin tillögur Nöfnin verða að vera sænsK og helzt þjóðleg. Heldur er am- azt við nöfnum með vissum endingum sem orðnar eru mjög algengar eins -löv eða -hjelm cða -berg og enn fremur við nöfnum sem hefjast á algeng- um fyrrihlutum eins og Löven- eða Sweden- eða Eke-. Sé ein- hver vafi á því, hvort nafn telst gild sænska fer málið fyrir sér- staka nafnanefnd sem úrskurð- ar málið. 20 þús. á biðlista. Nokkur tími þarf að líða frá því —aður pantar sér nýtt nafn og þangað til hann getur farib að bera það. Víðtæk rannsókn fer fyrst fram á því, hvort aðr- ir beri sams konar nöfn. Aðsókn Anderssonanna og Svenssonanna í að fá sér ný ættarnöfn er mikil. Sem stend- ur munu 20 þúsund manns vera á biðlistanum og nafnanefndir vinna af fullum krafti að þvl að ganga frá öllum formsatrið- um. Þrátt fyrir það munu líða margir áratugir þangað til þess ari hálfri milljón Johanssona fækkar svo að hæfilegt geti kallazt. Og það mun einnig fiba la.igur tími þangað til hinum 50 blaðsíðum Anderssonanna í simaskrá Stokkhólms fækkar nokuð að ráði. Núlifandi kynslóð sænskra bréfbera mun að minnsta kosti ekki upplifa þann létti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.