Vísir - 29.11.1962, Blaðsíða 1
/
Skoðaði hitavirkj-
anir / N. -Sjáiandi
Dr. Gunnar Böðvarsson, . verk-
fræðing'ur,. k.om heim í. gær úr
ferðalagi sínii til Nýja Sjálands og
Ástraiíu. f Nýja Sjálandi kynnti
hann sér sérstaklega jarðhitamann
virki, m.a. með hliðsjón af fyrir-
hugaðri jarðgufuvinnslu i Hvera-
gerði, og í Melbourne i Ástralíu
sat hann aiþjóðiega orkumálaráð-
stefnu. Á ráðstefnu þessari var
það almennt állt sérfræðinga í
orkumálum, eftir því sem dr.
Gunnar sagði í viðtali við Vísi f
morgun, að kjarnorkan myndi fyrr
eða síðar, jafnvel fyrr en varði,
leysa aðra orkugjafa af hólmi, þeg
ar tekizt hefði að leysa viss vanda
mál f sambandi við hagnýtingu
hennar. Olía og gas myndu fyrst
ganga til þurrðar og tiltölulega
fljótlega, en kol myndu enn end-
ast til alilangs tíma.
Frh. á bls. 5.
Dr. Gunnar Böðvarsson
Gamalt leikfimihús hindrar
á bæ Snorra
Ferðafólk, sem heimsækir
Reykholt f Borgarfirði, iætur
ekki hjá líða að skoða Snorra-
laug og lfta inn í göngin, sem
lágu milli laugar og bæjar
Snorra "'.urlusonar og grafin
voru upp fyrir ailmörgum árum.
Þykir mönnum að vonum for-
vitnilegt að Ieiða augum hleðsl-
ur þessar og ummerki frá 13.
öld með hina sögufrægu per-
sónu í bakþankanum. Fæstir
munu þó gera sér grein fyrir
því að þarna er margt ógrafið
upp úr gleymskunnar djúpi. —
Talið er, að göngin hafi aðeins
verið grafin upp til hálfs og bæj
arrústir Snorra hafa alls ekki
Mikil eftirspurn eftirskreið
Mikið hefur borizt af bréfum frá
Afríku með fyrirspumum um
skreið til Samlags skreiðarframleið
enda, síðan vörusýningin var hald
in i Lagos, Vilja menn þar ólmir
kaupa, en ekki er hægt að full-
nægja ailri ef*' puminni.
Skýrði Bragi Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Samlags skreiðar-
framleiðenda blaðinu svo frá í
morgun, að nú mætti heita að öll
skreið væri seld. Var framleiðsla
mun minni í fyrra en venja er til.
Ollu þvf verkföll á togurum, gæfta-
leysi og það að fleiri bátar voru
á sfld, en verið hefur fram að þessu.
Framleiðsla í Noregi var einnig
minni en venjulega í fyrra. Ollu
þvf deilur um verð og var því
minna hengt upp en venjulega. Eft-
Frh. á bls. 5.
verið grafnar upp ennþá. ,
Ástæðan til þessa er sú, að
fyrir rúmum þremur áratugum
var byggt leikfimihús til bráða-
birgða við Héraðsskólann í
Reykhoiti og þaö stendur enn í
dag f vegi fyrir frekari fomleifa-
greftri. Mun þó mörgum leika
mest forvitni á því með þessari
söguunnandi þjóð að fá grafið
nupp í Reykholti hvemig skáld-
mæringurinn hýsti bæ sinn, og
hver veit hvað þar kynni að leyn
ast af minjum um hann.
Það er því ekki að ófyrirsynju
að fram er komin tillaga á Ál-
þingi (sem Benedikt Gröndal
flytur), þar sem stefnt er að því
að nýtt ieikfimihús sé reist f
Reykholti svo að hægt sé að
rffa gamfa hjallinn og taka til
þar sem áður var frá horfið með
fomleifagröftinn.
Leki kemur að
Hrefnu við Eldey
í morgun kom mikill leki að Hrefna er gamalt skip, byggt
véibátnum Hrefnu RE-186, þar í Köge 1917, en var stækkað
sem hann var á línuveiðum 1939. Það er 42 rúmlestir
skammt frá Eldey. Síðast þegar brúttó. í fyrra var Hrefna gerð
fréttist af bátnum var varðskip- út frá Hafnarfirði og hafði þá
ið Þór komið áð honum og hafði skrásetningarmerkið GK-374.
sett litla dælu um borð, en hún Eigandi bátsins er skráður Jón
hafði varla við lekanum. Sigurðsson.
HUSIÐ SEM ER FYRIR
Kópavogur leitar samstarfs
viB Reykjavík um hitaleit
Bæjarstjóm Kópavogs
hefur nú leitað eftir sam
starfi við borgarstjórn
Reykjavíkur um jarð-
hitarannsóknir á mörk-
um Reykjavíkur og
Kópavogs. Hefur bæjar-
stjóri Kópavogs skrifað
Reykjavíkurborg bréf
um þetta, en það er í
samræmi við tillögu sem
Sigurður Helgason bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðis-
manna í Kópavogi flutti
á bæjarstjórnarfundi þar
í október s. I.
í Kópavogi er nú áhugi með-
al almennings á þvf að kanna
hvort ekki sé hægt að leiða
hitaveitu um bæinn, þar sem
íbúarnir eru nú áhorfendur að
því að sem óðast er verið að
leggja hitaveitu í öll borgar-
hverfi Reykjavíkur.
Menn gera sér nokkrar vonir
Frh. á bls. 5.
Slys á
Skúlagötu
í gær varð umferðarslys á Skúia
götu móts við Skúlaskála, en þar
varð 4ra ára drengur fyrir bíl og
hlaut allmikið höfuðhögg.
Slysið skeði um kl. 2 eftir há-
degi f gær. Drengurinn, sem heit-
ir Bjarni Bjarnason til h^imilis að
Njálsgötu 20 hafði hlaupið út á
götuna, en ökumaðurinn ekki séð
til hans fyrr en um seinan. Við
höggið brotnuðu tennur í drengn-
um og bólgnaði í andliti, en að
öðru leyti mun hann ekki hafa
slasazt alvarlega.