Vísir - 29.11.1962, Blaðsíða 8
8
VÍSIR . Fimr. ' J„riur 29. nóvember 1962.
VÍSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: porsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði.
í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja' Vísis. — Edda h.f.
Álit O.E.C.D.
Efnahagur íslands er að komast á réttan kjöl.
Það er ekki eitt stjórnarblaðanna, sem þessi orð
sagði, heldur talsmaður Efnahags- og framfarastofn-
unar Evrópu í París og voru þau birt hér í fyrradag.
Þetta er hlutlaus dómur sérfræðings alþjóðastofnunar,
sem enginn vænir um hlutdrægni í pólitík.
Vera má að sumir efist um það sem stjómarblöð-
in hafa sagt um árangur viðreisnarinnar. En þeir hinir
sömu ættu, sem heiðarlegir menn, er hafa vilja það
sem sannara reynist, að leggja eyrun við því sem
hinn erlendi sérfræðingur segir.
Orð hans verða varla rengd.
Eiríkur og Anderson
Þeir Eiríkur Kristófersson skipherra og Anderson
kapteinn elduðu löngum grátt silfur meðan landhelgis-
deilan stóð sem hæst. Lengi mun í minnum höfð rimma
þeirra, er þeir brugðu brandi Biblíunnar af mikilli snilld
í orðsins leik. Þá var skapið og heitt og úfar risu mikl-
ir, en þó blandaðist engum hugur um að hér áttust
við tveir heiðursmenn, sem báðir höfðu helgað líf sitt
starfi á hafiáu.
Nú er þorskastrlðið úr sögunni.
Og nú er Eiríkur sigldur til Englands í boði sinna
fomu andstæðinga, Andersons og brezku flotastjóm-
arinnar. För Eiríks skipherra er merki um að vígaþætti
í samskiptum Breta og íslendinga er lokið og aftur
hefir verið knýtt sú gamla vinátta, sem staðið hefir
milli þessara tveggja nágrannaþjóða.
Fóstureyðingaótti vakinn
í fréttatilkynningu landlæknis í gær er þess getið
að ekki sé til þess vitað að lyfið postafen hafi valdið
vansköpun barna, eftir að það hefir verið gefið van-
færum konum. Hins vegar fer nú fram ítarleg rann-
sókn á verkun lyfsins og læknum ráðlagt að nota
það ekki á meðan hún stendur yfir. Eru þessi tilmæli
landlæknis sjálfsögð, enda skylt að gæta hér ítmstu
varúðar.
Eitt dagblaðið í bænum leitaðist í gær við að gera
æsifrétt úr málinu og lét liggja að því að sannað væri
að postafen ylli vansköpun barna. Vom svo gefnar
ítarlegar upplýsingar um ákvæði íslenzkrar löggjafar
um fóstureyðingar!
Það er illur leikur að skelfa svo barnshafandi kon-
ur að ástæðulausu. Máttur blaðanna er mikill, en skað-
semi þeirra er einnig mikil, ef farið er út á villigötur.
Það hefir gerzt í þetta sinn.
☆
i
Það vekur nú mikla
skelfingu í samkvæmis-
lífinu í stórborgum
heimsins og meðal millj-
ónafólksins, að hjarta-
knúsarinn Porfirio Rubi-
rosa er nú setztur við að
skrifa endurminningar
sínar.
Hvllíkt reginhneyksli verður
það ekki þegar þessi bók hans
kemur Ut, ef hann segir þar
skýrt og skorinort frá öllum ást-
arævintýrum, sem hann hefur
lent í með dollaraprinsessum og
kvikmyndaleikkonum heimsins.
Rubirosa og Barbara Hutton er þau giftu sig á Palm Beach í Florida.
ENDURMINNINúA R
Rubirosa er hann var sendiherra
San Domingo í París.
—„izíœa... .. . »*._ 1 # meMi I
ilÉliiÉSI®
Porfirio Rubirosa og ein ástmey hans Zsa Zsa Gabor.
fyrri öldum hafa tvö kvenna
gull orðið all fræg og bæk-
ur verið skráðar um æviferil
þeirra. Það eru þeir Don Juan
og Casanova. Þó segja fróðir
menn að þessir gömlu kvenna-
menn muni falla algerlega í
skuggann af Rubirosa. Hann hef
ur verið algerlega ómótstæði-
Iegur og þar sem hann hefu. um
leið verið miSkuntíarlaus' hefur
hann tekið það sem honum hef-
ur sjálfum sýnzt og síðan skilið
konumar eftir í sárum.
Það er talið að hann hafi á
30 ára ástarferli skilið a. m. k.
300 konur eftir með brostið
hjarta.
hefur hann lokað sig inni
í dýru gistihúsi í París og
segist ekki r.iuni koma út fyrr
RUBIROSA
en æviminningunum verði lokið.
Konumar sem hann hefur svikið
titra af ótta við að hann ljóstri
upp leyndardómum um ástaræði
þeirra á yngri árum, þegar þær
fórnuðu honum öllu, en hlutu að
Iokum aðeins fyrirlitningu. Þær
vita, að Rubirosa er algerlega
miskunnarlaus, þess vegna geta
þær ekki einu sinni vænzt þess,
að hann þegi yfir leyndarmál-
um.
Rubirosa hefur átt ástmeyjar í
öllum heimsálfum að Ástralíu
einni undanskilinni. Það þykir
jafnvel furðulegt að þessi suð-
ræna álfa skuli hafa sloppið
svona vel og sumum finnst það
jafnvel nokkur skortur á menn-
ingu Ástralíu að hún skuli ekki
komast inn í sögurnar af ástar-
ævintýrum Rubirosa, sem mun i
framtíðinni verða líkt við hinar
klassísku sögur af Casanova og
Don Juan.
»
J kvennasafni Rubirosa er að
finna aðrar eins dömur og
Doris Duke og Barböm Hutton
báðar margfaldar milljónaprins-
essur og hefur Rubirosa fremur
gifzt þeim vegna peninga en
fegurðar. Þá komu dömur eins
og Ava Gardner og Zsa Zsa
Gabor, fagrar og óstýrilátar, en
féllu báðar gersamlega fyrir
töfrum hins fræga kvennagulls.
Þá verður að nefna Flor Tmjillo
dóttur Trujillo einræðisherra á
Framh. á 10. síðu.