Vísir - 29.11.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 29.11.1962, Blaðsíða 10
10 VI SIR . Fimmtudagur 29. nóvember 1962. Varðberg — / Framhaid at bls. 9 inni stafi voð> af. Ekkert er bet- ur fallið til Jiess að sýna hverjar fjarstæður eru hér á feráinni en einmitt aukin þekking í. stefnu ' bandalagsins. N/ T 13 ár hefir Island verið eitt af 1 löndum Atlantshafsbandalags- ins. Við erum einnig þátttakend- ur í Sameinuðu þjóðunum. Að tilhlutan rfkisins fer fram fræðsla um þá merku stofnun í skólum landsins einn dag á ári. Er það vel. En er ekki líka fullkomin á- stæða til þess að hafin verði af ríkisins hálfu kynning á Atlants- hafsbandalaginu? Ekki virðist nema sjálfsagt að ríkið hafi frum kvæði að því að kynna þegnufn sínun) eðli þeirrar alþjóðasam- vinnu sem ísland tekur þátt í. Væri vel farið ef einn dagur á ári, t. d. stofndagur bandalagsins væri til þess lotaðun Gleðiefni er að áhugamenn um vestræna samvinnu skuli vinna mikið og gott verk á þessu sviði, en hlutur ríkisvaldsins liggur hér enn eftir. Viðtcal dagsins — Framh at bls 4 fyrir sér og vinna ákaflega kerfis bundið. Til dæmis hafa þeir teikn að upp á kort alla okkar sölustaði út um land og fylgjast riákvæm- lega með því hvað við erum að gera. — Það eru mjög strangar regl- ur um útflutningsverzlun í Japan. Áður en þeir geta afgreitt pöntun, verða þeir að fá bankaábyrgð. Þeg ar verzlað hefur verið þannig um skeið og gengið vel, er hægt að sækja um að fá vörur sendar án bankaábyrgðar. Það er síðan á- kvarðað af ríkisstjórninni. Annars stendur til að auka eitthvað frjáls ræði í útflutningi. — Að lokum þurfum við að fá • að vita eitthvað um hinar frægu geishur. — Geishurnar eru raunveru- lega ekki annað en útlærðar sam kvæmisdömur. Þær eru, að því er ég bezt veit, fyrirbæri, sem ekki er til annars staðar en í Japan. Þær eru aldar upp frá æsku til að verða þetta. Þær læra sögu, tónlist, söng, samkvæmis- leiki og fleira. Þær eru mjög skemmtilegar og þjálfaðar í sam- ræðum. Þær eru þjálfaðar til þess að skemmta karlmönnum á allan annari hátt en kynferðislega. Það kann vel að vera að þær séu ekki allar siðsamar, en það er þá mis- munandi, eins og í öðrum þjóð- félagsstéttum. Verkalýðurinn — Framhald at bls. 6. félagsmálum, þá er greinin þó greinilega ein af þessum frjó- sömu greinum, sem skilur les- andann eftir með kollinn yfir- fullan af umhugsunarverðum hugmyndum og spurningum um framtiðarverkefni. Loks er í bókinni stórfróðleg skrá, sem ritstjórinn hefur tek-- ið saman um öll launþegasam- tökin í landinu 1960. Sýnir hún m. a., að árið 1960 störfuðu í landinu 5 sjálfstæð landssam- bönd launþegasamtaka með samtals 224 félög, er höfðu samtals 41.699 meðlimi. Fé- lagsmannatala þessi skiptist Höfum kaupanda að amerískum tveggja dyra 8 cyl. bíl. Má vera sjálfskiptur. þannig, að 58% eru í félögum verkamanna, verkakvenna, iðn- verkafólks og sjómanna, en 42% eru í félögum iðnlærðra, sérmenntaðra eða „hvítflibba“- launþega. Á H. J. miklar þakk- ir skildar fyrir þetta fróðlega yfirlit, sem er árangur af fyrsta stigi af yfirgripsmeiri rannsókn á launþegasamtökun- um, er hann virinur nú að. I inngangsorðum hins grand- vara dómara, Hjálmars Vil- hjálmssonar, fyrrv. sýslu- manns, og núverandi ráðuneyt- isstjóra í félagsmálaráðuneyt- inu, segir m. a. svo: „Skortur hefur verið á bók- um á íslenzkri tungu um þessi mál. Félagsmálastofnunin, for- stjóri hennar og greinarhöfund- ar, hafa með fræðsluerindum sínum lagt drjúgan skref til fræðslumála verkalýðshreyfing- arinnar, sem vissulega þer að þakka.“ Þessi orð vildi ég einnig gera að mínum. En ég vil ganga lengra og segja, að ég gæti bezt trúað, að það hefði verið uppbyggilegra fyrir fulltrúana á þingi ASÍ að sitja heima tvö kvöld þinghaldsins og lesa þessa bók fremur en að fara á kvöldfundina til þess að hlusta á þvarg pólitísku berserkjanna. Þetta er tvímælalaust bók, sem hver einasti áhuga- og forystu- maður í launþegasamtökunum ætti að lesa. Og atvinnurek- endur og áhugamenn um þjóð- félagsmál vita ekki hverju þeir tapa, ef þeir láta bók þessa ó- lesna. K. H. Að utan — Framhald af bls. 8. Domingo, en við þann hjúskap var Robirosa skipaður sendiherra San Domingo í Parls. gumir hafa furðað sig á því, hvað gerir Rubirosa svo að- laðandi I augum kvenfólksins. Hann er ekki fagur útlits og ekki sérlega gáfaður. Hann virð- ist ekkert sérstakur I framkomu. Það virðist aðeins eitt sem hefur þýðingu, konum finnst hann tví mælalaust karlmannlegur. Hann er svo sterkur, kraftalegur. Að sumu leyti minnir hann á gorillu apa. Þannig er eitthvað svo villt og allt að því dýrslegt við hann. Þrátt fyrir það ber öllum sam- an um að hann sé ákaflega góð- lynjdur og vilji láta fara vel um sig. .--------------------------- SIGFÚS ELIASSON: SÁLIR i Hve voldugt, ei kalt logar kærleikans bál, hve kyrrt yfir bláskyggndum vogi. Hver einasta frumeind á síkvika sál, hver sól hún er guðdómsins logi. Alveröld lúta skal innljóssins mætti, hvert atóm, hvert frækom þeim hörpuslætti. Óséð og dulin hin máttkustu mögn, hin myrkvasta geimvídd, hin eilífa þögn. ! Hennar almætti lofar hver ljósröðull skær, hver lind og hver jökull, hinn hvíti snær. Og hvorki mun sál allra sólna sökkva né kólna þótt apamenn gaspri á grámygluhól, rembist og brölti í blekkingarkjól. í reynslunnar eldi þá særðu mun sefa, að biðja sinn f ö ð u r að fyrirgefa. Og þeir munu halda heilög jól. Árin þau líða og daprir þeir deyja, máttvana höfuð sitt hneigja.- En seinast þeir játa: Ég sé það og skil, að sálin er til — að sálin er til.- Ég hefði víst átt um hitt að þegja. — » Hann kann að skemmta sér og hann kann að láta öðrum líða vel £ návist sinni. í vali sínu á konum virðist hann ekki aðhyllast neina sér- staka tegund. Ástmeyjar hans hafa verið svarthærðar og ljós- hærðar, stórar og smávaxnar, grannar og feitar. Allt þetta skiptir engu máli, enda segja menn að Rubirosa skipti um kon ur eins og aðrir skipti um föt, og það er lítið varið I að klæð- ast alltaf eins fötum. Barbara fótbrotnaði og gat ekki komið út með Rubirosa á skemmtistaði. Hann skildi hana þá eftir heima í rúmi og fór sjálfur út að skemmta sér. Má ímynda sér að brúðurin hafi ekki verið sérlega hamingjusöm er hún las í öllum blöðum frá- sagnir af ævintýrum brúðgum- ans á næturklúbbunum £ New York. Var hjónabandið leyst upp hið skjótasta. PÁLL S. PÁLSSON að er aðeins sjaldan sem Rubirosa hefur haft fyrir þvi að kvænast konum sfnum og þá er það einkum' ef hann hefur getað hagnazt á þvf fjárhags- lega. Frægasta gifting hans var er hann kvæntist milljónakerl- ingunni Barböru Hutton. Þau höfðu ekki verið gift nema eina viku, þá vildi það óhapp til að hæstaréttarlögmaður Sími 24200 Berg .ðastræti 14 Grenivafningar INNI OG ÚTI. - SENDUM OG ÖNNUMST UPPSETNINGU SÍMI 3-71-68. TÍZKUSÝNING VERZLUNIN EYGLÓ SÝNIR KÁPUR O G KJÓLA SÝNINGAR-STÚLKUR ÚR TÍZKUSKÓLA ANDREU S Ý N A 9 Sýning þessi vakti mikla athygli sl. sunnudagskvöld. KLÚBBURINN. Borðpantanir fyrir mat i síma 35355. / J > 7 -> .» * *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.