Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 6
6 V f SIR . Fimmtudagur 6. desember 1962. Fullnuminn Fullnuminn ettir Cyril Scott, i þýðingu Steinunnar S. Briem. „Saga þessi, ef hægt er að kalla hana slíku nafni, um Justin Moreward Haig er sönn... ég vil leggja ríka áherzlu á þá stað- reynd, að hann er til f raun og veru, þar eð margir kunna að efast um, að mögulegt sé að ná þvf stigi fullkomnunar, sem hann sýndi og sannaði ótvírætt í lífi sínu, og væna mig þvf um að skrifa skáldsögu í stað ósvik- ins sannleika." ... ... „Við skulum reyna að í- mynda okkur mann ,sem ger- sneyddur er öllum veikleikum og ókostum venjulegs fólks, mann, sem er hátt hafinn yfir allar kenndir eins og eigingirni, hé- gómleik, afbrýðisemi, reiði, hat- ur og aðra slíka lesti; mann, sem hefur svo víðfeðma, djúpa og líf- geislandi vitund, að hún verður að teljast yfirvitund fremur en venjuleg mannsvitund Þessi yfir- vitund felur í sér stöðugá til- finningu skilyrðislausrar sælu og skilyrðislausrar ástúðar ásamt hinum æðsta vfsdómi og mætti". Þannig farast höfundi FULL- NUMANS. Cyril Scott, meðal ann ars orð í inngangi að bókinni. Það væri gaman að skrifa langa ritgerð um þessa bók, en ég mun taka þann kost að láta hana tala sem mest máli sínu sjálfa, með nokkrum tilvitnunum. Moreward: „En það eru til tvenns konar gjafir — önnur teg- undin er stundleg, en hin varan- leg. Ef þér gefið lötum og hungr- uðum umrenningi nokkrar krón- ur, þá eyðir hann þeim og er orðinn svangur aftur eftir klukku tíma eða svo. En ef þér færið honum að gjöf nýtt sjónarmið ... sjónarmið, sem vei*ir honum sanna starfslöngun, þá hafið þér gefið honum ómetanlega gjöf.“ ... „Það ernóg til af óeigingjörnu fólki, sem fer inn f fátækrahverf- in og útbýtir peningagjöfum. En hver fer inn í fátækrahverfi sam- kvæmislffsins og útbýtir hug- hreystingu til yfirgefinna eigin- kvenna ,og ástsjúkra ungmeyja, svikinna elskhuga og syrgjandi ekkjumanna?" ... Moreward segir á öðrum stað: „Veiðimaðurinn skemmtir sér við að kvelja aðrar lifandi verur, en bezta skemmtunin er í þvf fólg- in að lina þjáningar annarra" ... Hér er freistandi að doka við og hugleiða nánar þessa hógværu en þungu ádeilu Morewards, því að hér er um að ræða eina hina örlagarfkustu heimsku mannanna, þá, sem einna mest sýnir van- þroska, verknað, sem þeir myndu ekki fremja, ef þeir tileinkuðu sér auðskilin og marggefin heilræði, að níðast ekki á lítilmagna og valda ekki að ÁSTÆÐULAUSU öðrum lífverum þjáningu og dauða. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að hann komist upp með það refsingarlaust að traðka þannig á helgidómi allrar til- verunnar — lífinu sjálfu? Finn- ur hann ekki hve aumkunar- verður hann er að geta glaðzt og fundið til hamingju yfir sársauka, þjáningum og dauða annarra lífvera, eins og skemmtiveiöimenn tjá sig upp- lifa? Engir menn eru snauðari en svona andlega vankaðir menn, safnandi glæðum elds yfir höf- uð sér, sem lífið hlýtur að láta yfir þá ganga síðar, í krafti verkana og gagnverkanalög- málsins, sem er óskeikult. Því er ekki meira gjört af dýraverndunarfélögum og kennimönnbm kirkjunnar til að reyna að afstýra svona glæp um? Ekki aðeins vegna með- aumkunar með dýrunum, held- ur einnig til að forða þessum ó- gæfumönnum frá þeim þungu örlögum, sem þeir skapa með þessu sjálfum sér. Meginböl mannanna er að- greiningin frá allífinu — að skynja það ekki er útlegð í andlegum skilningi —. Það er einingarkenndin með öllu lífi, un sýnilegra og ósýnilegra fræð- ara og meistara lögðu land undir fót, og eftir mikið nám hjá hin- um ýmsu fræðurum og margs konar andlegt og líkamlegt and- streymi ná loks til hinna miklu meistara, þar sem þau hljóta bless un þeirra. Hér fara á eftir nokkrar til- vitnanir í ræður þessara fræðara: Ariston:......Ef mögulegt væri að njóta til fullnustu allra jarð- neskra lystisemda í senn og losa þær við hvers kyns óæskileg eft- irköst, myndi sú gleði samt ekki fela í sér einn þúsundasta hluta þeirrar alsælu, er stafar af kunn- áttu í vísindum sálarinnar, en þau eru listin að bergja á sjálfri upp- sprettu alsælunnar, sem býr innra með okkur, en ekki ytra. í * *V, ' , . » ' A ___llil Steinunn S. Briem. Nei, sannarlega ekki, þvl að öll gleði, sem kemur að utan, er skil- yrðisbundin, en öll sælan, sem kemur að innan er hins vegar skilyrðislaus"... Petríus:... „Og vita skuluð þið, að allir menn, hverjir sem þeir kunna að vera, eru á þeirri leið til þekkingar, er bezt hæfir skap- gerð þeirra og Iunderni, og ef við reynum að þröngva þeim inn á aðrar slóðir, sem ef til vill eru beinni og skjótfarnari, eyðum við ekki aðeins orku til einskis, held- ur getum við steypt þeim í glöt- un með slíkri heimsku" ... „Leitin að hamingjunni er afl- gjafi alls lífs, og eini munurinn á dýrlingnum og syndaranum er sá, að dýrlingurinn fer beinustu leiðina, en syndarinn tekur á sig krók. En eins og aðeins hraust- um mönnum og sterkbyggðum er unnt að klífa þverhnípta hamra, án þess að illa fari, en veikburða fólk neyðist til að feta hinn bugð- ótta sniðveg, eins geta aðeins þeir, sem hraustir eru og sterk- ir £ anda, klifið hina þverhníptu hamra til guðlegrar þekkingar, en hinir veiklyndari verða að fara sér hægar, þar eð allar aðrar leið- ir yrðu þeim óhjákvæmilega að fjörtjóni" ... Petríus enn: „Eins og aldan er eitt með hafinu, er hver lífvera eitt með hinni alheimslegu vit- und, þótt hún kunni að virðast aðgreind f heimi formsins. Aldan er þó ekki aðeins eitt með út- hafinu, heldur jafnframt tengd öll um öðrum öldum, þó að hún hafi sín sérkenni, því að engar tvær öldur eru nákvæmlega eins. Hið sama má segja um m'annkyn- ið; þótt hver vitundareining hafi sitt einstaklingseðli, er hún tengd öllum öðrum einingum, þar eð öll vitund er raunverulega eitt“... Frh. á bls. 10. Finnbogi Rútur ræðir efnahagsbandalagið — for- dæmir enn aukaaðild — rök hans gegn bandalag- inu — óraunhæft mat — tveggja tíma ræða Finnbogi Rútur Valdimarsson hélt í þinginu í gær langa ræðu um efnahagsbandalagið. Finn- bogi endurtók fyrri yfirlýsingar Alþýðubandalagsins þess efnis, að þingmenn þess teldu aðeins eina leið færa, þ. e. tolla- og viðskiptasamning. Réttara væri í rauninni að segja að hann hefði endurtekið fullyrðingu Alþýðubandalagsmanna um að aukaaðild væri útilokuð, því mestur hluti ræðu Finnboga fór í að sýna fram á ókosti auka- aðildar. U Meginástæða Finnboga gegn aukaaðildarsamningi er sú, að hann telur að með honum fái útlendingar aðgang að landhelg yri co inni og íslenzkum atvinnuveg- um. (Hvað sem ofan á verður, sem eru fyrstu merki þess, að þá væri nógu fróðlegt að sjá sálin sé að byrja að losna úr hver viðbrögð Finnboga Rúts viðjum efnisins — þjáningu og .|| yrðu, ef Island yrði boðið upp á dauða. aukaaðild án þessara skilyrða). Þótt FULLNUMINN áorkaði Finnbogi kvað það fjarstæðu ekki öðru en hugarfarsbreytingu að halda því fram að þingmenn hjá fáeinum skemmtiveiðimönn- Alþýðubandalagsins væru á um svo að þeir létu af að myrða 1 móti menningarlegum tengslum dýr sér til skemmtunar, þá hefði ; við Vestur Evrópu, en neitaði hann þó með því einu miklu góðu því hins vegar ekki, að þeir til leiðar komið. ? hefðu ýmislegt út á það að Það má skilja á höfundi, að síð- setja. Alþýðubandalagið vill ari kafli bókarinnar sé honum hafa sem mest viðskipti við „gefinn" að dulrænum leiðum af 1 sem flest lönd, en Efnahags- meistara hans Moreward, sem þá bandalagið 0irti sig tollmúrum var farinn til fjarlægra staða. og útilokaði að við gætum hald- Þessi kafli bókarinnar segir frá || ið áfram viðskiptum við önnur manni að nafni Antoníus og ást- lönd. Bandalagið er á móti hin mey hans Cynara, sem að tilhlut- um lýðfrjálsu löndum, en stefndi ekki að auknum við- skiptum og friðsamlegri sam- búð eins og Alþýðubandalagið vildi. Efnahagsbandalagið væri fyrst og fremst pólitískt, mundi brátt hafa sameiginlegan her, sömu utanríkisstefnu og sameigin- lega utanríkisstarfsemi. ísland yrði þvi stjórnmálalega háð því. Aukaaðildarríki verða að ganga undir flest meginatriði Rómarsáttmálans, undanþágur væru aðeins tímabundnar, og sáttmálinn væri óuppsegjanleg- ur. Þetta þýddi að við yrðum að veita útlendingum sama rétt og Islendingum í atvinnuvegun um.. Island yrði þv£ háð stefnu og störfum bandalagsins, afsalaði sér að miklu leyti sjálfstæði sfnu, og með þessar forsendur veigamestar, telur Finnbogi aukaaðildarleiðina útilokaða. Fleiri tóku ekki til máls þar eð Finnbogi talaði f tvo tfma eða allan fundartfmann. Búast má við að ráðherrar svari ræðu Finnboga við fyrsta tækifæri, þótt mótrök gegn staðhæfingum hans hafi þegar komið fram. Finnbogi Rútur byggir allan málflutning sinn út frá forsend um sem alls ekki eru gefnar enn. Viðskiptamálaráðherra, dómsmálaráðherra og forsætis- ráðherra hafa allir tekið skýrt fram f ræðum um Efnahags- bandalagið að allsendis óvíst sé hvernig aukaaðildarsamningur gæti orðið. Eysteinn Jónsson hefur jafnvel bent á, að slfkur samningur sé svo teygjanlegur að hann geti náð allt frá 1% til 99% af fullri aðild. Með öðrum orðum, aukaaðild getur nánast verið tollasamningur eða við- skiptasamningur. Finnbogi er þvi óneitanlega að fordæma þann möguleika sem hann f hinu orðinu telur mögulegan. Hann fer aðeins þá leið að draga fram þá möguleika sem sfzt koma til greina fyrir okkur og byggir andstöðu sína gegn aukaaðild á þeirri forsendu að útlendingar fái aðgang að land- helginni. Slfkt er, eins og að framan er sagt, algjörlega ó- raunhæft. Afgreidd voru með atkvæða- greiðslu nokkur mál f Samein- uðu þingi áður en skýrsla ríkis- stjórnarinnar um bandalagið var tekin á dagskrá. Lagt var fram í þinginu stjórn arfrumvarp um fullnustu refsi- dóma, sem kveðnir hafa verið upp á Norðurlöndum. Stjórnarfrumvarp var lagt fram um 65 milljón króna lán til virkjunar Sogsins. Hannibal Valdimarsson legg- ur fram tillögu um aðstoð við Snæfjallahrepp f N-Isafjarðar- sýslu til varnar eyðingu byggð- ar, og Bjartmar Guðmundsson tillögu um fiskveg um Brúar- foss í Laxá f Þingepjarsýslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.