Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 6. desember 1962. 9 Þorvaldur Guðmundsson í Glersal Hótel Sögu. (Ljósm. Vísis I. ☆ — Eftir þrjú ár vildu allir Sögu byggt hafa, sagði Þorvaldur Guð- mundsson, þegar við ræddum saman í fyrra- dag. - Bygging Hótel Sögu er jafn mikill við- burður í Reykjavík í dag eins og þegar Hótel Borg var reist fyrir 30 árum. Og það var mikill við- burður. — Það er misskilningur hjá þeim, sem segja að þetta sé dýrt hótel. Þetta er glæsilegt hótel og það hefur gert ísland stærra. En það er ekki dýrt hótel. Það er 43 þúsund teningsmetrar að stærð. I svona húsum er byggingarkostn- aðurinn á teningsmeter 2000 kr. Það jafngildir 86 millj. króna. En við verðum að hafa í huga að Saga er dýrari í byggingu en venjuleg hús. Hér eru t. d. 90 böð og hér munu geta borðað 800 — 1000 manns í einu. Það eru engin smáræðis ósköp af borð- búnaði, sem þarf handa öllu því fólki. Það er þvi rangt, sem ég hef heyrt suma halda fram, að Hótel Saga fari 100 millj. fram úr áætlun. Hún kostar ekki nema 100 milij. með öllu og öllu. um 100 árum og sá sem það byggði var kjötkaupmaður. Þá sögðu menn í Kaupmannahöfn, eins og sumir segja nú, að þar væri engin þörf á að byggja hó- tel. En konungur Dana sá lengra en þeir sem á móti hótelinu lögð ust. Hann styrkti byggjandann og hótelið reis af grunni. Þannig var það. — Og hver var þinn konungur, Þorvaldur? — Bændur landsins. Þeir hafa með sameiginlegu átaki komið upp þessu gistihúsi. Það er ný- lega risið af grunni, en þó er svo ingahús á mjólkinni einni saman hér í Reykjavík? — Já, það væri hægt ef ríkið væri ekki að skattleggja þessa viðleitni til að gera eitthvað fyr- ir æskuna með því að heimta fullan skemmtanaskatt af að- göngumiðunum. Og eins er það alveg ástæðulaus krafa að við verðum að borga lögregluþjón- um dýra dyragæzlu í hvert sinn sem opið er. Þeir eru óþarfir, þegar vínið er horfið. Og allt hefur hingað til gengið vel f mjólkurhúsinu Lido. Tveir strák- ar voru teknir með vasapela M.) var áður en þetta vandræðamál kom upp. Ég skal trúa þér fyrir því, að mér leið hreint ekki vel dagana sem málið stóð sem hæst! — Þú rekur Þjóðleikhúskjall- arann áfram, þótt Saga sé farin af stað? — Já, það er ætlunin. — Ertu ekki að keppa þar við sjálfan þig? — Ekki held ég það. Reykja- vík er orðin stórborg. Hver stað- ur á sína gömlu góðu viðskipta- vini, svo þeim er ekki mjög hætt. Hér í Sögu verður ekki Við þurfum, ásamt stjórn Verzlunarskólans, að fullgera hið nýja skólahús sem allra fyrst. Þá munum við og starfa að því, ásamt stjórn Tollvörugeymslunn- ar, að geymslan komist upp í ná- inni framtíð, en það er mikið hagsmunamál fyrir íslenzka kaupmenn. Það er hlutverk okk- ar að vinna að því að treysta sem mest grundvöllinn, sem kaupmenn og iðnaðarmenn standa á. í því sambandi er það gleðilegt, að skilningur verzlun- arstéttarinnar á þeim vandamál- um, sem við er að etja, sam- — Þú ert bjartsýnn maður, Þorvaldur, sagði ég við þennan mesta veitingamann landsins, þar sem við sátum yfir kaffi- bollunum í giersalnum á 8. hæð. Fyrir nokkrum dögum var hann kjörinn formaður Verzlunarráðs íslands og það var eiginlega af því tilefni sem ég kom á hans fund. En fyrst snerist talið auð- vitað um Sögu. — Já, ég er bjartsýnn maður, svaraði Þorvaldur. Er ekki full ástæða til að vera bjartsýnismað ur, þegar maður býr á þessu landi? Og svo fór hann að tala um önnur hótel. — Svona var það með Palads-hótelið í Kaupmanna höfn. Það var byggt fyrir rúm- Rætt við hinn nýja formann Verzlunar- ráðsins komið, að nú vill enginn missa það. Mjólkurhúsið Lido. — Hvort kanntu betur við þig sem kjötkaupmaður eða veitinga maður? — Þetta tvennt fer mjög vel saman. Maður sem rekur veit- ingahús og hótel þarf að kunna skil á kjötframleiðslu. Maður verður að þekkja sína alifugla og sín holdanaut. Og það er held ur ekki óalgengt að þetta tvennt fari saman. Ég sagði þér af mann inum, sem byggði Palads í Höfn. — Þú breyttir Lido úr vínhúsi í mjólkurhús. Var það idealismi? Hugsunin um hag æskunnar? — Sambland af idealisma og eigin hag. Og það er kannski bezta blandan. Það fór ekki milli mála, að það vantaði stað fyrir æskuna í bænum, þar sem hún getur skemmt sér i sínum hóp og vínlaust. Ég sá að Lido hæfði henni og þess vegna lokaði ég vínbarnum og opnaði mjólkur- bar. En svo var það líka hitt, að verið \ar að opna Sögu og þar vantaði líka gott starfsfólk, starfsfólk eins og það sem var í Lido. Það er mikils virði að hafa gott starfsfólk og það hef ég haft. — En er hægt að reka veit- fyrsta kvöldið, en þeir komu aldrei aftur. — Þú ert mesti svínaræktar- maður landsins? — Suður á Vatnsleysuströnd eru 900 hausar. — Og þar voru endurnar, sem voru brenndar? — Já, húsin standa enn auð. Holdakjúklingar. — Engar nýjar komnar? — Nei. Aftur á móti hef ég byggt þar ný hús undanfarna mánuði. Með vorinu verða von- andi komnir þar 4000 holdakjúkl ingar frá búinu hans Jóns á Reykium. Kjúklingarækt á mikla framtíð fyrir sér og þessir holda- kjúklingar eru sérlegt lostæti, miklu betri en þeir sem áður voru ræktaðir. í vikunni setjum við upp sérstaka vél til að steikja kjúklinga í Síld og Fisk í Aust- urstræti. Þá skaltu sjá að handa- gangur verður í öskjunni. — Ertu búinn að ná þér eftir taugaveikibróðurinn? — Það var mikið áfall. Verzl- unin varð svo til að engu, vik- um saman. Það var eins og hver önnur ógæfa að þetta skyldi koma fyrir hjá okkur. En hvenær veit maður hvar sjúkdómarnir stinga sér niður? Nú er verzlun- in í búðunum orðin meiri en hún einungis þessi matsalur sem við sitjum í núna. í febrúar verður opnaður 500 manna salur á ann- arri hæð með geysimiklu pressu- balli. Og svo verður líka kafe- tería hér í húsinu. Mörg verkefni. — Þú varst nýlega kosinn for maður Verzlunarráðsins, Þorvald ur. Eru ekki mörg verkefni þar á dagskrá? — Heilmörg, eins og þú getur nærri. Ég skal nefna nokkur. En áður en ég geri það, er rétt að geta þess, að í ár var tekin upp nýskipan um aðild að Verzlunar- ráðinu. Áður voru aðilarnir ein- staklingar innan verzlunar og iðn aðar, en nú eru það þrjú höfuð- samtök, sem eru aðilar að ráð- inu að auki. Það eru smásalar, innflytjendur og iðnrekendur. Formenn þessara þriggja sér- greinasamtaka eru nú sjálfkjörn- ir í framkvæmdastjórn Verzlun- arráðsins, auk eins manns ann- ars. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi nýskipan styrki Verzlunar- ráðið bæði út á við og inn á við. Og hagsmunasamtökin þrjú geta enn betur en fyrr unnið sam an að hagsmunum frjálsrar verzl unar og fslenzks iðnaðar. Verkefnin eru æði mörg. Ég stikla hér aðeins á stóru. heldni hennar og samhugur hef- ur mjög aukizt á síðustu árum. Nefni ég þar aðeins sem dæmi stofnun Verzlunarbankans og sem stöðuna um Tollvörugeymsluna, svo og lífeyrissjóð verzlunar- manna. Mikið hefur áunnizt í stjórn- artíð núverandi ríkisstjórnar í þá átt að gera verzlunina frjálsa, en alfrjáls verzlun er okkar höf- uðtakmark. Og frjálst verðlag er það, sem við keppum einnig að. Verðlagið skapast af frjálsri sam keppni, og frjálst verðlag er fyrsta skilyrði þess að menn leiti eftir hagkvæmum innkaupum. Það hefur sýnt sig í öðrum lönd- um, og það mun einnig sýna sig hér, að frelsið er sterkasta verð- lagseftirlitið. Reyndar er óþarfi að benda á kosti frjásrar verzl- unar. Þeir eru svo augljósir. Margar vörur hafa nú þegar lækkað í verði og ólíkt er vöru- úrvalið meira í verzlunum nú en það var fyrir nokkrum árum. Mér mundi aldrei detta I hug að fara f einka-kaupstaðarferð til útlanda eins og nú virðist vera að koma í tízku. Ég finn allt sem mig vantar f verzlununum hér í Reykjavík. Og þannig á það líka að vera. g-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.