Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 7
VISIR . Þriðjudagur 11. desember 1962. 7 Lönd og þjóðir: ítalía eftir Herbert Kubiy, þýðandi Ein- ar Pálsson. 160 bls. Bretland eftir John Osborne, þýðandi Jón Eyþórsson. 176 hls. Útgefandi Almenna bóka féiagið í samvinnu við Life. T sumgr og haust bætti Almenna bókafélagið við tveimur bók- um í bókaflokk sinn „Lönd og þjóðir“. Voru það bækur um Ítalíu og Bretland. Þar með voru ' þær orðnar fjórar, því að áður höfðu komið út bækur um Frakk land og Rússland. Þessi rit eru upphaflega gefin út af tímaritinu Life í Bandaríkj- unum, en síðan þýdd og gefin út meðal fjölda þjóða um allan heim. Þau eru vel unnin, svo að þau eru hreinasta prýði í íslenzkri bókagerð, enda er nokkuð notazt - við erlenda tækni, þar sem hinar mörgu og glæsilegu myndir, sem setja svo mikinn svip á bækurn- ar, eru prentaðar í listprentstof- um erlendis. Landalýsingar þess- ar eru þannig meðal fegurstu gfáfabókai -sem a íslenzku fást og ntunu margir hafa hug á því að safna þeirri ollúm saman i bóka- skápi sfnum. Þó eru þær nokkuð misjafnar að' gæðum, þegar farið er að skyggnast ofan í þær. Bæði er texti þeirra saminn af sitt hvor- um höfundi og prentun mynda er skipt milli ýmissa prentverka í Evrópu. XJöfundur Ítalíubókarinnar er maður að nafni Herbert Kubly, sem er bandarískur blaða maður og listfræðingur af sviss- neskum ættum og hefur búið mörg ár á ítalfu. Höfundur Bret- landsbókarinnar er John Osborne, sem var um nokkurra ára skeið yfirmaður skrifstofu Time og Life í London. Myndirnar í Ítalíubók- inni eru prentaðar í París, en í Bretlandsbókinni í prentverki í Hollandi. Það hittist einkennilega á, þeg- ar skrifað er um þessar tvær bæk ur saman, að hér mætist gull og eir, því að Ítalíu-bókin virðist mér sú lakasta sem komið hefur út í þessum flokki. Bretlandsbók- in hins vegar sú bezta. Og þetta virðist gilda jafnt um texta og mýndir.:' ði..... I'JÍ'V-Í fntífl^t? I í —-• Jtalía er f hugum manna eitt hið Ijúfasta land, sem hægt er að húgsa sér. Þeim sem ferðast um hana, verður dvölin ógleymanleg inni í draumfögru landslagi, við sólaryl og blátt hafið og meðal hinnar glaðlyndu, elskulegu og gáfuðu ítölsku þjóðar. Það er vægast sagt einkenni- legt, að höfundurinn skuli svo að segja alveg sleppa þessum sterku hughrifum — hvernig Ítalía verk ar á mann. Hið eina sem nálgast þetta, er örlítil músikölsk lýsing á Napóli í inngangi bókarinnar. Að Öðru leyti er enga mynd að finna af þeim unaðssemdum sem menn eiga undir hinni ítölsku sól. Það er ekki lýst töfrum Feneyja, heldur rakin saga ítalskra ferða- mála, hvaða brezkir, þýzkir og bandarfskir aðalsmenn eða auð- jöfrar hafi komið til Ítalíu á síð- ustu öld. í nærri því hverjum kafla er horfið út í hagskýrslur og varið óhemju rúmi í að rekja forsögu þjóðfélagshátta á ýmsum sviðum, sögu stjórnmála, lista og bókmennta. Þannig er eins og það skipti litlu máli, hvort höf- undurinn hefur dvalizt lengi á Ítalíu, — hann hefur skrifað bók- ina inni á söfnum og ítalia er eitt af þeim löndum, sem ekki er hægt að skrifa um á söfnum. Úr Italíu-bókinni. Úr þröngri götu Napóií. Þvottasnúrur setja svip sinn á hverfið. ur allt annáð uppi á teningnum. Hún er einhver sú allra skemmti- legasta, hugmyndaríkasta og fjör legasta þjóðarlýsing, sem ég hef lesið, rituð af tilfinnigu og með valdi yfir pennanum. Þar er eigi eytt allt of miklu rúmi í að rekja söguna, en gert svo, að hittir í mark og maður fær tilfinningn^ fýrir undifstöðúrri hinná brezku - siðvenja og stjórnarfars. Stétta- ’ munurinn er útskýrður á listileg- an hátt, svo að lesandanum finnst stóra myndin af þinghúsinu og dráttarbátunum á Thames eða af hersýningu skozku lífvarðanna, þær eru meistaraverk. þýðendur bókanna Einar Páls- son leikari og Jón Eyþórsson veðurfræðingur hafa báðir unnið sitt verk af smekkvísi og vand- virkni. Þó mætti helzt, finna það að þýðingu Einars, áð við og við verður málið of hátíðlegt, svo að og land Lundiínajþoku r=l í p; Úr Brétlands-bókinni. MacmiIIan forsætisráðherra ekur út um hlið Buckingham-hallar. Litmyndirnar í Ítalíubókinni eru einnig meðal þess lakasta, sem sézt hefur í þessum flokki, ein þeirra t. d., heillar opnu mynd frá Feneyjum, er hreinasta klessuverk, margar aðrar óeðli- legar og gallaðar. Tjegar maður snýr sér hins veg- ar að Bretlandsbókinni, verð- hannn vera kominn inn í klúbba og pöbba Lundúnaborgar og komast I snertingu við alla þá sérvizku og hin sterku persónu- einkenni, sem Bretar eru svo frægir fyrir. Þá er myndaval og myndaprent un öll með þeim ágætum, að þær eru það bezta, sem ég hef enn séð í þessum bókaflokki. T. d. jafnvel verður óviðkunnanlegt, og Jón Eyþórssón, sem er einn mesti kunnáttu og smekkmaður á mál veðráttu, landlýsinga og ferðabóka yfir hrjóstur og ísa, virðist eiga í dálitlum erfiðleikum og tungutak hans verða stirt, þegar hann er kominn inn á svið stjórnskipunar og stjórnmála. eftir Þorstein Ó. T horarensén Tónleikar Musica Nova annað kvöld Musica Nova efnir til tónleika að Hótel Borg annað kvöld kl. 21. Þetta er fjórða starfsárið og lang- | samlega mesta hlutverkið til þessa | er framundan, flutningur óperu, en ! frumsýning hennar verður í Tjarn arbæ á annan í jólum og svo sýnd i áfram. TÓNLEIKARNIR. Musica Nova hefur efnt til um það bil þriggja tónleika á vetri frá stofnun 1959 — og alltaf mætt skilningi og góðri aðsókn. Að henni standa ung tónskáld og tónlistarmenn, sem hafa ávallt gert allt í sjálfboðavinnu og styrklaust i og aldrei beðið um neitt, en áhugi ' manna á starfi þeirra og við- leitni verið þeim lyftistöng. En þegar forráðamenn félagsins ræddu við fréttamenn í gær kom fram hjá þeim hve mikils virði það væri með tilliti til óperuflutn- ings, að aðsókn yrði hin bezta að tónleikum þeirra, hinum fyrstu á vetrinum. Hlutverk Musica Nova er að kynna samtíðartónskáld og veita ungum hljóðfæraleikurum tækifæri til að koma fram. Á efnisskránni á tónleikunum annað kvöld er Serenade fyrir fiðlu, celló og píanó, eftir Jan Maegaard, danskt tónskáld, 36 ára. Hér hefur verið flutt eftir hann sónata (á nærrænu hátíðinni 1954). Flytjendur serenade hans eru Einar G. Sveinbjörnsson, Ein- ar Vigfússon og Atli H. Sveinsson. Þá er Duo fyrir klarinett og fiðlu. Flytjendur Gunnar Egilsson og Ingvar Jónasson. Gunnar Berg mun ókunnur hér. Hann er Dani, 53 ára. Þá er sónata fyrir hörpu og er þetta í fyrsta §kipti sem slíkt verk er flutt hér. Hún er eftir Paul Hindmith. Flytjandi amerísk stúlka, hörpuleikari í Sinfóníu- hljómsveitinni, Jude Mollenhauer. Þá eru Afstæður I og II fyrir fiðlu cello og píanó, eftir Leif Þórarins Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.