Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 5
VlSIR . Þriðjudagur 11. desember 1962. v • • SOLUHÆSTU BÆKURNAR Nú er mesti bóksölutími ársins hafinn. Mikið ber á þvi, að fólk fari að kaupa jólabækumar fyrir kunningja sína utanbæjar og erlendis. Salan eykst jafnt og þétt unz hún nær hámarki síðustu daga fyrir jól. Samkvæmt upplýsingum bóksala í Reykjavik seij- ast þessar bækur nú mest, tölurnar innan sviga tákna stöðu bók- anna á síðasta lista: 1. Jónas Ámason: Syndin er lævís og lipur (1). Jónas Þorbergsson: Líf er að loknu þessu (2). Því gleymi ég aldrei (safn frásagna). Stefán Jónsson: Mínir menn (4). 2. 3. 4. 5. Með Valtý Stefánssyni (samtöl Valtýs). Tímofrétt bor- in til bnko Dagblaðið Tíminn skýrði frá því í morgun, að brotnað hefði 13 metra skarð í brimbrjótinn í Bol- ungarvík í óveðrinu fyrir helgina. Fréttaritari Visis bar þessa fregn til baka í símtali í dag. Sagði hann að skarð það, sem um ræðir, væri gamalt. Hins vegar hefði brimbrjót urinn skemmzt eitthvað lítilshátt- ar í þessu veðri. Lucin — Fran.hald al bls. 1 Lucia kemur fram á skemmtun íslenzk-sænska félagsins. Fyrir utan Luciu-söngvana, sem Lucia og þernur hennar syngja á skemmtun félagsins á fimmtu- dagskvöldið mun ambassador Svía, von Hartmannsdorff flytja ávarp, og einnig verður sýnd kvikmynd frá Svíþjóð. Luciu-hátíð hefur verið hald- in hér í Reykjavík í um það bil 20 ár, og Guðlaugur Rósin- kranz, formaður íslenzk-sænska félagsins, tjáði blaðinu í morg- un, að hátíðirnar væru ævin- lega fjölsóttar, enda skemmtileg ur og fastur þáttur orðinn í starfi félagsins hér. Garnaveiki — Framhald af h)s l í Skagafirði og Árnessýslu. Þeg ar dr. Björn heitinn Sigurðsson frá Veðramóti fann upp nýja aðferð til bólusetningar á sauð fé við garnaveiki fór að ganga betur í sókninni gegn garna- veikinni og tjón af völdum hennar farið síminnkandi. Ekkert er vitað um hvernig kindurnar á Skálpastöðum hafa j smitazt. Þess er að geta, að sýkillinn lifir utan kindarinnar, j og smitun getur því átt sér stað án þess að hún berist með sauð fé. Annars er ekki samgang- ur við fé norðan og sunnan Hvítár, og svo sem fyrr var sagt, mun nú hart nær áratug- ur síðan r- ’veiki varð vart í Borgarfj: héraði norðan Hvítár. Að sjálfsögðu verður gripið til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar og gerlegar eru til þess að hindra útbreiðslu veikinnar, m.a. til bólusetning- ar með aðferð þeirri sem um var getið hér að ofan. Furðustrandið — Framh. af bls. 1. Hér er um að ræða mjög al- varlegt mál. Það er á almanna vitorði, að það sé töluvert al- gengt að skipstjómarmenn neyti Arfleiddi líknarfélag í gær var Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra formlega afhent til eign ar húseignin Eiríksgata 19 í Reykja vík. Það var Ástríður Jóhannes- dóttir prófastsekkja hér f bæ, sem andaðist s. 1. vetur, sem arfleiddi félagið að húseign sinni. Frú Ást- ríður heitin var gift séra Magnúsi Þorsteinssyni prófasti, en hann er látinn fyrir okkrum árum. Húsið Eiríksgata 19 er tvær hæð- ir og kjallari og er að fasteignamati 175.000 krónur, en láta mun nærri að verðmæti þess sé um 1 milljón króna. Svavar Pálsson, formaður stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, skýrði Vísi frá því, að ekki hefði enn verið ákveðið hvað gert yrði við húseignina, en ákvörð un um það yrði tekin einhvern næstu daga. Happdrætti S.Í.B.S: Dregið hefur verið i 12. flokki Vöruhappdrættis S. í. B. S. um 1555 vinninga að fjárhæð kr. 2.240.000,00. Eftirtalin númer hlutu hæstu vinninga: 500.000,00 kr. 3308 ovíUR Slcu SELUR <2* Seljum í dag og næstu daga: Singer Vogue ‘62, ekinn 7 þús. km. Volksagen rúgbrauð ‘60. — Dodge Pick-up ‘54. Plymouth ‘47 á góðu verði. Orvalsgóður Dodge Weapon ‘53 með 15 manna húsi. Austin Gipsy ‘62. Óskum eftir Comet ‘62, Falkon ‘62, Mercedes Benz ‘62, S-modelið í skiptum fyr ir Volkswagen ‘62. • litreiðasalan Borgartum l Slmat 18085 og 19615. — Heima sími 20048. 100.000,00 kr. 24341 27429 50.000,00 kr. 2593 7641 39379 53951 10.000,00 kr. 6405 7190 10224 15212 21515 25725 28355 34127 34846 36245 40350 41611 42555 46366 46415 46830 50200 50374 53546 58311 59279 59467 60890 63629 64110 5.000,00 kr. 312 2820 3212 3401 4859 5949 6179 6716 8741 9454 9652 10436 10910 11242 12131 12923 12975 13051 13802 14093 14290 15866 17221 18253 19311 19833 20404 20546 22278 22463 24557 24990 25121 25902 28786 29060 29710 29959 31894 31898 32482 34959 35376 35965 36112 37477 38360 42420 42622 43633 44829 45228 46970 47169 51416 51541 52238 55459 56199 57013 58733 58806 59375 59699 59886 60350 60357 60662 01154 61252 61964 62432 63134 (Birt án ábyrgðar). áfengis og vitað er, að sum skipsströnd og skipsskaðar hafi orðið vegna þess að áfengi hef- ur verið í spilinu. Það er al- kunna að á þessu ári hafa um 400 manns verið teknir vegna ölvunar við akstur í Reykjavík og er þess vandlega gætt að safna jafnan hið bráðasta sönn- unargögnum um slíkt. En hvað er gert til varnaðar ef skip strandar? Þar er þó brýnni á- stæða til að rannsaka það, hvort áfengi hefur verið haft um hönd í þýðingarmesta trúnaðarstarfi. Sjópróf munu nú halda áfram vegna hins furðulega skips- strands Esju, sem svo að segja lamar strandsiglingarnar um nokkurra vikna tímabil. Er full ástæða til að yfirheyra skips- höfn og farþega nákvæmlega um þetta alvarlega atriði, hvort áfengi hafi sézt á skipsstjórnar- mönnum. manna, sem við hann vinna, eða 575-600 þús. kr. á mánuði. Af þeim kostnaði greiðir Jarðhitasjóð ur lögum samkvæmt helming og kaupstaðurinn hinn helminginn. j Verði árangur af boruninni ber bæjarfélaginu að endurgreiða Jarð hitasjóði útlagðah kostnað hans, annars ekki. En eins og fyrr segir eru Húsvíkingar vongóðir um ár- angur af þessari jarðhitaleit og hugsa sér að leggja hitaveitu um kaupstaðinn. Húsavík — Framh. rt ols 16. þessari borun og hefst hún eftir hátíðarnar. Unnið verður á þrí- skiptum vöktum allan sólarhring- inn, og kostar borinn 10 þúsund krónur á dag, auk launa þeirra Hamarinn — Framhald af bls. 16 á skaftinu eru einnig skornar margar skorur. Hamarinn hefur verið mikið notaður og á hon- um eru smávegis merki um málningu, menju og bleika málningu. Þekkir nú einhver íbúa borg- arinnar þennan hamar? Það væri fróðlegt að vita það, — kannski hefur hamrinum líka verið stolið, kannski getur hann leitt til þess að þessir freku innbrotsþjófar verða gripnir, ef einhver kannast við hamarinn. Hver sem gæti gefið upplýsingar ætti að koma með þær til þess að forða öðrum bæjarbúum undan þessari þjófa hættu. NÖFN f Það hefur um nokkurt skeið verið f Iögum, að útlendingar, sem fá íslenzkan ríkisborgara- rétt, séu skyldir að taka sér um leið íslenzka nafn. Mun þetta gert til þess að vernda íslenzka tungu fyrir erlendum áhrifum, j og sá tilgangur er út af fyrir sig góðra gjalda verður. Hitt er svo annað mál, að nöfn eru mjög viðkvæmt mál fyrir ein- staklinga, og þykir mörgum sem þeir missi hluta af sjálfum sér, þegar þeir eru neyddir til að leggja niður nafn sitt. Á meðan þessi lög eru í gildi, spretta upp fyrirtæki hér í bæn um með stórum og litrikum neonljósum, þar sem skráð eru eldstöfum alls konar útlend orð skrípi, kannski með kommu yfir einum eða tveimur stöfum, og er það látið gott heita. Nýlega skýrði eitt dagblaðanna frá því, að samþykkt hefði verið firma- nafnið Magnóva, með því skil- yrði, að komma væri yfir o-inu. Þessi tvö ákvæði stangast al- gerlega á við hvort annað og verður að dæma slíkt sem skrípaleik. Nöfn fyrirtækja eru miklu meira áberandi þáttur í daglegu lífi almennings en nöfn fáeinna útlendingá, sem setjast að hér. Orðskrípi eins og Hý- gea, Ócúlus, Herco o. s. frv. blasa daglega við mönnum flest um til Ieiðinda, en ef Thorbjöm Egner settist hér að, yrði hann að lieita Þorbjörn Eiriarsson t)g Jan Sibelíus yrði þá líklega kall aður Jón Sigurbjörnsson. Eink-' um hljómar þetta annarlega, þegar fjöldi borinna og bam- fæddra íslendinga heita útlend- um nöfnum, sem sum hver hafa verið í málinu í margar aldir. Ný mynd Framh. af 1. síðu. vaningsbragur væri á frammistöðu íslenzku leikaranna, og þeir hefðu „eftirtektarverð andlit". Þá sagði þjóðleikhússtjóri og, að myndin hefði verið sýnd víða um Iand að undanförnu, og aðsókn verið góð. Sýningargestir eru orðn ir um 50,000, en áætlað var, að þeir þyrftu að verða 50—55 þús- und, til þess að tekjur hrykkju fyr- ir kostnaði. Væri því tryggt að hægt væri að greiða allan kostnað og safna einhverju í sjóð, sem gott yrði að eiga, þegar ráðizt yrði í töku næstu myndar, svo að ekki þyrfti að notast eingöngu við láns- fé. Baráttaa vii háikuna Baráttan við hálkuna á götum borgarinnar mun kosta hvorki meira né minna en 800 þús. krónur á næsta ári. Er gert ráð fyrir þeirri upp- hæð á fjárhagsáætlun- inni sem kom fram í fyrradag. í pessari háu upphæð er inni- falið salt og sandur, verka- mannakaup í 48 þús. tíma og bifreiðakaup í 1800 tíma. En það er ekki aðeins um- ferðin á vetrum, sem er borgur- unum óhjákvæmilega dýr. Heft- ing göturyksins á sumrin kost- ar nákvæmlega sömu upphæð, eða 800 þús. krónur. Hreinsun gatna borgarinnar mun hins veg- ar eðlilega kosta mun meira næsta ár eða alls fimm og hálfa millj. króna. Og í þessu sambandi má geta þess, að kostnaðurinn við sorp- hreinsun borgarinnar verður væntanlega tæpar 12 millj. kr. á næsta ári. Það þarf að hreinsa hvorki meira né minna en 22 þús. sorptunnur. Við það vinna 83 menn og er hver tunna að jafnaði tæmd vikulega. Og allt- af bætast nýjar og nýjar tunn- ur í hópinn eða að meðaltali 10000 á ári. Alls eru notaðar 17—18 bifreiðir við sorphreins- unina. ■EraoæsaaHa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.