Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 9
gg Vísir birtir hér kafla úr mjög athyglisverðum fyrir- lestri, sem dr. Bjöm Sigurbjömsson flutti nýlega á um- ræðufundi Heimdallar. Er þar tekið á málefninu af óvenju- Iegri glöggskyggni, enda er dr. Bjöm einn af fæmstu vís- indamönnum þjóðarinnar á sviði iandbúnaðarvísinda. - Þegar við tölum um framtíð landbúnaðar á fslandi, erum við ekki að tala um það, hvort hann leggst niður eða ekki. Framleiðsla rriatvöru er svo mikið undirstöðu- atriði í okkar þjóðfélagi sem öðr- um, og gróðurlendi landsins svo viðáttumikið, að við þurfum varla að óttast það. Það sem skiptir máli um fram tíð landbúnaðar er, hvort okkur tekst að haga framleiðslu land- búnaðarafurða þannig, að atvinnu vegurinn verði blómlegur, og að þeir, sem að honum vinna, beri gott hlutskipti úr býtum, a. m, k. til jafns við þá, sem aðra atvinnu stunda. Vöxtur landbúnaðarframleiðslu sem leiðir óhjákvæmilega af sér fækkun innan bændastéttarinnar, fólksflótta úr sveitunum, eins og þetta er stundum kallað. Það er í raun og sannleika fáránlegt, að mönnum skuli detta í hug að fólksfækkun í sveitunum sé eingöngu merki um hnignun landbúnaðarins. Meðan ekki fæst nægur markaður fyrir vöruna, er fækkun framleiðendanna áhrif af tæknilegum framförum við fram- leiðsluna. Bændabýli, sem áður fyrr framleiddu matvæli handa fimm manns, framleiða nú fyrir 30 manns. Það er vert að íhuga vandlega. að án þess að markaður fyrir landbúnaðarvörur aukist umfram hinn innlenda markað, hlýtur þessi þróun að halda áfram. Það er talið að til þess að kúa- Höfunaur greinarinnar dr. Björn Sigurbjörnsson sést hér að starfi í Atvinnudeildinni (á miðri mynd). Með honum t. h. er Gunnar Ólafsson cand agric. Hver verður framtíð er háður því fyrst og fremst, að markaður sé fyrir hendi til að taka við vörunni. Án markaða þýðir ekki að auka framleiðsluna, og án þess að framleiðslukostn- aður sé lækkaður og gæðin full- nægjandi, þýðir ekki að leita nýrra ihárkaða. Það er með raunhæfum rann- sóknum, sem unnt er að finna nýjar aðferðir, sem lækka fram- leiðslukostnaðinn og auka gæðin og þess vegna eru rannsóknir frumskilyrði fyrir framförum I landbúnaðinum. Aukning fólksfjölda I landinu er nú eini markaðurinn innan- lands, sem getur tekið við aukn- um afurðum landbúnaðarins. Ef við bindum landbúnaðarfram- leiðsluna við innlenda markaðinn, má hún ekki aukast umfram það. En til þess að skapa viðunandi lífskjör til handa bændum verður að beita tæknilegu og skipulags- legu hugviti til að auka fram- leiðslu hvers býlis. Kotbúskapur á engan rétt á sér, en hlýtur alltaf að leiða af sér fátækt. Þess vegna blasir við stað- reynd, sem margir eru feimnir við að horfast í augu við. Hún er sú, að ef við viljum auka tekjur bónd ans, en slíkt er vart hugsanlegt, nema hann stækki bú sitt, — og byggja landbúnaðarframleiðsluna jafnframt á núverandi innanlands markaði og eðlilegri aukningu hans, höfum við skapað ástand. Eftir dr. Björn Sigur- björnsson i bú beri sig vel þurfi að vera um 30 kýr I fjósi. Af um 6000 býlum landsins eru aðeins tæp 40, sem ná þessum gripafjölda. Ef þessi fjöldi kúa ætti hins vegar að vera á hverjum bæ, þyrfti aðeins um 1400 mjólkurframleiðendur. Ef 500 vetrarfóðraðar ær væru á hverjum bæ, þyrfti aðeins um 1600 sauðfjárbú til að ná núver- andi sauðfjáreign landsmanna, eða samtals um 3000 býli. 1 þessu sambandi má minna á, að I Gunnarsholti á Rangárvöll- um hirðir einn maður 1100 ær. Það ætti að vera ljóst af þessu, að ef við eigum að bæta efnahag bænda með því að auka á næst- unni afköst núverandi framleiðslu greina hverrar jarðar upp að því marki, sem talið er þurfa til þess að um góða afkomu sé að ræða, er innlendi markaðurinn hvergi nærri nógu stór til þcss að taka við þeirri framleiðsluaukningu. Þá er um þrennt að velja. í fyrsta Iagi: Framleiða núverandi landbúnaðarafurðir til útflutn- ings. í öðru lagi: Taka upp fram- leiðslu á nýjum vörutegundum, sem nú eru fluttar inn, — eða horfa fram á annars óhjákvæmi- lega fækkun bújarða og áfram- haldandi flótta úr sveitunum. Þessar staðreyndir verð. ckki umflúnar með nýjum félagsheim- ilum og ekki þótt komið væri sjónvarp heim á hvern bæ. Ef við viljum koma í veg fyrir að framleiðendum landbúnaðaraf- urða fækki meira en orðið er, verðum við, að vinna að hinu, þ. e. a. s. finna aðferðir og ráð til að framleiða nýjar vörutegund ir, auka fjölbreytnina I búskapn um, og finna ráð og aðferðir '.i! þess að auka gæði vörunnar og lækka framleiðslukostnaðinn til þess að gera landbúnað okkar sem samkeppnisfærastan á erlend um markaði. Nágrannaþjóðir okkar eru þétt byggðar hundruð milljónum manna. í framtíðinni verður sí- felld aukning á þörf matvæla, bæði fiskjar og landbúnaðaraf- urða, jafnframt því sem geta þess ara þjóða til að fullnægja mat- vælaþörfinni minnkar. Auk þess flytjum við til lands- ins í dag margar tegundir mat- væla og fóðurs, sem við getum ef til vill framleitt hér heima. Þar á ég við allt fóðurkornið, bygg og hafra, sem flutt er inn, allt hveit- ið, sem við notum í bakstur og Ákveðið hefir verið, að stærsti flugvöllur í heimi verði gerður við Hamborg, og verður hann tvöfalt stærri en Idlewild-flugvöll- ur við New York. Ekki verður um það að ræða, að stækkun verði framkvæmd á fóður, jurtaolíu til neyzlu og iðn- aðar, grænmeti og ávexti af ýmsu tagi, holdanaut, kartöflur til iðn- aðarvinnslu og jafnvel sykur. Það sem ekki gæti þrifizt utan dyra mætti rækta í gróðurhúsum. Lausnin á því hvernig við get- um gert þetta tvennt: Framleítt samkeppnisfærar landbúnaþaraf- urðir til útflutnings og fundið ráð til að framleiða nýjar vöruteg- undir, er fólgin í þvi sem ég minntist á fyrr og ætti að vera öllum ljós: Við verðum að efla og styrkja rannsókna og tilraunastarfsemi landbúnaðarins. Heill og framtíð ur gerður alveg nýr völlur á öðrum stað, og mun hann verða nefndur I Kaltenkirchen. Stærð þessa vallar verður hvorki meira né minna en 4000 hektarar, en Idlewild-völlur, sem er hinn stærsti í heimi, þekur : aðeins 2000 hektara. Nýi flugvöllur inn verður um 40 km. f Hamborg, j og svo hefir samizt við stjórn | Slésvíkur-Holtsetalands, að hún mun ekki selja landrými umhverfis svo að unnt verði að stækka hann, ef þess gerist þörr. Meöal nýjunga á Kaltenkirchen- þessa atvinnuvegar er undir því komin, að ekki verði sparað til rannsóknanna. Án þess að leita getum við taldrei fundið nýjar búgreinar, án þess að reyna getum við aldrei lært um aðferðir sem leiða til lækkunar á framleiðslukostnaði. Hver eyrir sem lagður er í skyn samlega og vel skipulagða rann- sóknastarfsemi kemur í krónum til baka. Framtíðarmöguleikar islenzks landbúnaðar eru miklir, aðeins um 3% af ræktanlegu landi eru nýttir f dag. Við eigum endalaus- ar breiður mýra, heiða og sanda, sem allar bíða þess að finna snert ingu plógsins og framleiða verð- mæti í þjóðarbúið. Við þurfum engu að kvíða um hráefnaskort til framleiðslu landbúnaðarafurða. Ef við sofnum ekki á verðinum, en tryggjum framfarir og bætta framleiðsluháttu, er enginn vafi á því, að framtíð landbúnaðarins verður blómleg. | velli verður, að flugbrautir verða ! allar tvöfaldar eða tvær flugbrautir samhliða í stað einnar, sem einung I is hefir tfðkazt áður, og verður breidd ];cssara tvöföldu brauta með bilinu milli þeirra — hvorki meira né minna en 3,6 kílómetrar. Einnig er það mikill kostur, að Iftil byggð er hvarvetna í kringum vænt j anlegt vallarstæði og engar háar ! hæðir. Þaðan verður svo lagður full k mnar bílabrautir í ýmsar áttir, m. a. ein norður að landamærum 1 Danmerkur. núverandi flugvelli við Hamborg, völlinn, Fuhls Biittel, sem er aðeins um 40 hektarar að flatarmáli, heldur verð landbúnaðarins ? Stærstí fkgvöllur heims verðurgerður viðHumborg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.