Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur'' 11. desember 1962 Færð þyngist Þæfingsófærð kom í nótt á Hell- isheiðarveginn, einkum í Hveradala brekkuna og Smiðjulautina, en þó ekki svo að hún væri til trafala fyrir mjólkurbílana eða aðra stóra bíla. Hásvíkingar voa- góðir umhitaveitu Eins og kunnugt er af fréttum hefir Norðurlandsborinn verið tek- inn niður í Ólafsfirði ,og að undan förnu hafa staðið yfir flutningar á honum til Húsavikur. Borinn er fluttur í mörgum hlutum, bæði sjó veg og landveg, og eru síðustu hlutarnir væntanlegir með Flóa- bátnum til Húsavíkur í dag. Hús- víkingar hafa ráð á bornum í 5 mánuði, ef með þarf, og byggja miklar vonir um hitaveitu fyrir kaupstaðinn á rannsóknum og um sögnum sérfróðra manna. Ákveðið hefir verið að bora á tveimur stöðum. Fyrst verður bor að á gömlum borstað, norðaustur á svonefndum Háhöfða. Þar er 50 metra djúp hola og er rúmlega 20 stiga hiti á botni hennar en ekki komið niður á vatn. Ennfremur á að bora upp að svonefndum Lauga dal. Tíu menn eiga að vinna að Framh. á bls. 5. Sala jóiatrjáa hefst í vikuaai Vonir standa til að hægt verði að hefja sölu á jólatrjám næsta fimmtudag, samkvæmt upplýsing- um frá Skógræktarfélagi Reykja- víkur. Síðasta sendingin af jóla- trjám kom til landsins með Gull- fossi um helgina, en áður voru komnir tveir farmar. Verð á jólatrjánum er það sama og' i fyrra. Lægsta verðið er 75 krónur, fyrir tré sem eru rétt innan við einn meter að hæð. Hæstu tré, sem almennt eru notuð innanhúss, eru um 2,50 metrar og kosta þau 220 krónur. Lítið er í ár af íslenzkum jóla- trjám, en ekki mun vera langt í land að hægt verði að skaffa öll jólatré hér, sem þörf er á. Trén eru að mestu leyti keypt hjá | danska heiðafélaginu á Jótlandi, Skógræktarfélagið vill sérlega; benda fólki á að geyma ekki trén ] á heitum stað og taka þau ekki' inn í hús fyrr en nauðsyn krefur, þar sem þau eru mjög fljót að þorna upp við stofuhita. Vesfur-íslendmgur forsefi læknufélugs Vestur-íslendingur hefur nýlega verið kjörinn forseti læknafélagsins í Manitobaríki í Kanada. Maður þessi er Kjartan Ingimundur John- son, ættaður frá Lundar. Kjartan er í föðurætt Svarfdæl- ingur. en úr Borgarfirði syðra í móðurætt. Hann er fæddur árið 1910, stundaði læknanám við Mani- tobaháskóla og lauk prófi þaðan 1937. Framhaldsnám í læknisfræði stundaði hann í Winnipeg ■jfcr Sambandsstjórn brezku verka- lýðsfélaganna ræðir við Maudling fjármálaráðherra ráðstafanir vegna þess að hætt er við gífurlegri aukn ingu atvinnuleysis, nema gripið sé til sérstakra ráðstafana. Aðalfundur fulltrúaróðs Radíóvirkinn sést hér með þjófahamarinn, sem notaður var til að brjótast inn með. Allir góðir borgarar sem geta ættu að hjálpa til við að upplýsa þjófnað þennan. Þjófahamariaa Það getur verið að hægt sé aðlíeita uppi þjófa með einum hamri. Mynd af hamrinum birt- ist hér hjá, hann var notaður til ifð brjótast inn í radíóverk- stæðið að Laufásvegi 41 í fyrri nótt. Þar hefur Halldór Malm- berg radíóvirki rekið verkstæði og verzlun f fremur Iitlu hús- næði. lEn þegar hann kom á verkstæðið í gærmorgun brá honum við, þvi að 9 útvarps- tækl og eitt segulbandstæki höfðu horfið um nóttina. Hall- dór varð þar fyrir miklu tjóni milii 25 — 30 þús. krónur. En í staðinn fyrir tækin höfðu þjóf arnir skilið eftir þennan hamar sem þeir höfðu notað til að brjóta rúðu. Hamarinn ar all- sérkennilegur. Skaftið á hon- um er hálft með gúmmíhlíft en hálft krómað. Á gúmmíhlífina eru á einum stað skornar með hníf fjórar skorur og á endann Frh. á bis. 5 Aðalfundur Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík fer fram í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8.30. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, en að þeim loknum mun Jó- hann Hafstein alþingismaður flytja ræðu um stjórnmálasam- starf Atlantshafsríkjanna. Vanskil Afgreiðsla Vísis gerir allt sem unnt er til þess að kaup- endur fái blaðið með skilum. Alltaf getur þó komið fyrir að einhver misbrestur verði á út- burði blaðsins til áskrifenda. Eru því kaupendur í Reykjavík beðnir að tilkynna vanskil þegar í stað í síma 11660. Allar kvartanir sem berast fyrir kl. 8 að kvöldi verða af- greiddar samstundis og biaðið sent til kaupendanna. - i.i.. iii * 16 ÁREKSTRAR í GÆR Sextán árekstrar urðu á götum Reykjavíkur s. 1. sólarhring, eða frá þvi klukkan 6 I gærmorgun og þar til klukkan 6 í morgun. Auk þess varð eitt umferðarslys, sem varð klukkan langt gengin tvö á Suðurlandsbraut móts við Háloga land. Fjögurra ára drengur, Ás- björn Ólafsson, Gnoðavogi 50, hafði hlaupið á bíl og meiðzt lítils- háttar. Sjúkrabifreið flutti dreng- inn í Slysavarðstofuna, en iæknar töldu meiðsli hans ekki mikil. Um síðustu helgi tók lögregian í Reykjavík 5 ölvaða ökumenn við akstur. Að því er kjötkaupmenn borgar- innar telja, verður nóg til af hvers kyns fuglakjöti til jólanna, en það er nú vinsælasti hátíðamaturinn. Eina undantekningin frá þessu eru rjúpur, sem nú skortir. Rjúpur hafa selzt mikið í haust og meira en undanfarin ár. Nú er þó mjög erfitt að fá þær. í haust voru þær seldar út á 45 krónur kílóið, en eftirspurn hefur reynzt svo mikil, að verðið er nú komið allt upp í 75 krónur kílóið. Jafnvel á þv£ verði er ekki hægt að fá nema takmarkað magn. Nóg er til af öndum, bæði ali- öndum og pekingöndum, sömuleið- is villigæsum, aligæsum og kjúkl- ingum. Þá eru nú á markaðnum kalkúnar, allt upp í 10 kíló að þyngd. Það er þó æði dýr matur, þar sem kílóið kostar upp undir 150 krónur. NY GETRAUNA- KEPPNI VÍSIS Á morgun hefst getrauna- keppni hér í blaðinu með nýju sniði. Öllum kaupendum Visis er heimii þátttaka. Vegleg verð- iaun verða veitt fyrir réttar ráðningar og verður dregið úr svörunum eftir 10 daga. Á morgun verður ítarlega skýrt frá getraunakeppninni og er öllum kaupendum blaðsins, áskrifendum sem öðrum, bent á að fyigjast vel með þessari ný- breytni. Nóg aföðru fugla- kjöti ea rjúpu «--•------- vi ■.*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.