Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 4
VÍSIR . Þriðjudagur 11. desember 1902. „Aldamótamenn ✓ ✓ Tvær ævisögur eftir Hagalín Guðmundur G. Hagalín er af- kastamikill rithöfundur, sem sést bezt á því, að hann sendir nú á þessu hausti frá sér tvær ævi- sögur, hvort tveggja stórar bæk- ur. Þetta gerði hann líka í fyrra og hitteðfyrra. Önnur bókin, sem hann gaf út f fyrra var ævisaga Kristínar Helgadóttur Kristjáns- son, Það er engin þörf að kvarta. Nú er komið annað bindi þessar- ar ævisögu, Margt býr í þokunni. Þar er sögð saga Kristínar allt frá þvf er hún kom heim til ís- lands með dætur sfnar haustið 1930 til þess er hún fór vestur um haf 7. apríl 1962, en hún lézt vestra 20 dögum síðar. Höf- undur ritar formála fyrir bókinni og skýrir þá frá vinnubrögðum þeirra og lýsir kynnum sínum af henni. Þar segir m a: „Dular- gáfur hennar voru miklar og margþættar, og það, sem fyrir hana bar, átti ríkan þátt í að móta skaphöfn hennar og lífs- stefnu. En að áhrif þess urðu þau, sem raun bar vitni, var fyrst og fremst því að þakka, hver efniviður var í henni. Og þó að mér þættu reyndar merkilegar sýnir hennar og vitranir, þótti mér brátt enn meira til hennar koma fyrir sakir skapgerðar hennar og mannkosta, og fyrst og fremst þeirra vegna verður hún mér ógleymanleg." Bókin er 328 bls. að stærð, útgefandi er Skuggsjá. Hin bók Hagalíns er einnig gef- in út af Skuggsjá. Heitir hún að duga eða drepast og er ævi- saga Björns Eiríkssonar skip- stjóra og bifreiðastjóra. Hefur Hagalín skráð hana eftir hand- riti Björns sjálfs, munnlegri frá- sögn og fleiri heimildum. Lýsir bókin kröppum kjörum og hetju- legri baráttu kjarkmikillar en hart leikinnar fslenzkrar alþýðu á merkilegum tímamótum. Auk sögumanns er brugðið upp mynd- um af fjölda annarra karla og kvenna, en þar að auki eru glögg- ar Iýsingar á lífi togaramanna og annarra sjómanna. Er þar ekki sfzt vikið að samskiptum íslend- inga og brezkra togaramanna, sem ekki hafa ævinlega verið sem bezt. Bókinni er skipt í 27 kafla, og hún er 302 blaðsíður. Hefur Hagalín nú samtals sent frá sér 45 bækur. Jönas Jónsson frá Hriflu. Bókaforlag Odds Bjöms- sonar hefir sent frá sér þriðja og síð- asta bindið af verki Jónasar Jónssonar frá Hriflu, „Alda- mótamenn — Þættir úr hetju sögu“. I bók þessari VEFARADANS Gunnar M. Magnúss rithöfund- ur hefur sent frá sér nýja skáld- sögu, sem hann nefnir „Vefara- dans“, en undirtitill „Úr veröld ungra elskenda“. Bókaútgáfan Dverghamar gaf út. Gunnar M. Magnúss er mikil- virkur höfundur, því þetta er 25. Trilla Út er komin ný barnabók eftir Joyce Brisley, en áður hafa kom- ið út 5 barnabækur eftir sama höfund hjá Skuggsjá f Hafnar- firði. Þessi nýja bók heitir Trilla, og kemur hún út í íslenzkri þýð- ingu Skúla Jenssonar. Þetta er saga um litla telpu, sem bjó ein í Iitlu húsi ásamt ömmunni sinni góðu. Þegar hún var ein heima, ímyndaði hún sér, að brúðumar og blómin og hvaðeina væri lif- andi. Lenti Trilla f hinum furðu- legustu ævintýrum með þessum leikfélögum sínum. Bókin er 108 bls., prýdd fjölda mynda, útgef- andi er Skuggsjá. bók hans í röðinni og eru sum fyrri rita þá mikil að vöxtum eins og Virkið í norðri, sem kom út í þrem stóram bindum. Fyrsta bók hans „Fiðrildi“ kom út 1928, en það var smásagnasafn. Þótt Gunnar sé jafn mikilvirkur höf- undur og raun ber vitni hefur hann ekki skrifað nema tvær skáldsögur fram að þessu „Brenn andi skip“, sem kom út 1935 og „Salt jarðar" er kom út sex ár- um seinna. 1 þessari nýju skáldsögu sinni tekur Gunnar til meðferðar æsku- líf fólks f Reykjavík hin síðustu ár, ástir þess og síðan baráttu „f hringiðu spillingarinnar við fjár- glæframenn, svikara, síðar við dómstólana og réttvfsi landsins“. Aðalpersónur f bókinni er ung dægurlagasöngkona og unnusti hennar sem er í senn járnsmíða- ,iemi og hugvitsmaður. Þá kemur allmikið við sögu sérkennilegt skáld, hrjúft á yfirborðið, en heitt hið innra og loks er lftill drengur, sá heitir Gunnar rauðhærður snáði, sem tekur á sinn hátt þátt í baráttu, ást og þjáningum hinna sögupersónanna. er fjallað um Þorgils gjallanda, Guðmund Guðmundsson, Valdi- mar Briem, Stephan G. Stephans- son, Þórarin Böðvarsson, Guð- mund Friðjónsson, Jón Trausta, Þorvald Thoroddsen, Bjama Sæ- mundsson, Einar Benediktsson, Harald Níelsson, Einar H. Kvar- an, Markús Bjarnason, séra Jón Bjarnason og Stefanfu Guðmunds dóttur. Þá er og nafnaskrá fyrir öll bindin. í greinum þessum bregður höf- undur upp myndum af nokkrum þeirra manna, sem hann varð samferða á nokkrum hluta ævi sinnar og eru margar þeirra ágæt lega gerðar, eins og vænta má. En hér er einungis ritað um látið fólk, og í eftirmála segir Jónas, að ýmsir hafi spurt hann, hvers vegna hann geri það, hvers vegna hann velji ekki menn af sinni eigin kynslóð fyrir yrkisefni. — Hann teíur það erfitt, því að „við- burðir undangenginna ára eru margslungnir og verða væntan- Iega að bíða nokkra stund eftir fullum skilum ... Þegar lýkur Aldamótamönnum mfnum hef ég í hyggju að rita og gefa út á forlagi Odds Björnssonar, ef líf og heilsa endist, rit, sem yrði kallað Samtíðarmenn. Það yrði eins konar framhald af því, sem ég hef áður skrifað um aldamóta- fólk ... hef ég þar verið sjónar- vottur að flestu, sem um verður rætt.. “ Þetta síðasta bindi Aldamóta- manna er 195 bls. að stærð og vandað að öllum frágangi. Tvær barnabækur Guðmundur Hagalín. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef ur nýlega sent frá sér tvær barnabækur, sem báðar eru lík- Iegar til að vekja athygli. Fyrri bófein heitir Spól og er éftir' Ölaf Jóhann Sigurðsso rithöfund, en hann samdi tvær barnabækur á unga aldri. Urðu þær báðar vin- sælar og voru gefnar út f mörg- um útgáfum. Heita þær Við Álfta vatn og Um sumarkvöld Þessi nýja bók Ólafs fjallar um spóa nokkurn, sem gerði víðreist til að verða sér úti um kvonfang og rataði í hin margvíslegustu ævin- týri. í bókinni eru myndir, sem gerðar eru af Helgu Sveinbjörns dóttur, urígri listakonu. Hin barnabókin heitir 1 lofti og læk og er eftir Líiiéyju Jóhánnes- dóttur. í henni eru fjórar sögur: Fótbrotna marfuerlan, Hrafns- hjón, Uglan Blóðugklóa og Lækj- arlontan. Myndskreytingar í bók ina hefur Barbara Ámason gert, svo og kápu. -..............— 2 nýjar bækur frá Leiftri Leiftur h.f. hefur nýlega sett á bókamarkaðinn bók eftir Val- borgu Bentsdóttur. Er það safn ljóða og sögu- korna sem hún nefnir: Tii þín. Tvisvar átján ástarljóð ásamt sjö sögukornum. Sem lítið sýnishorn af Ijóðlist Valborgar er hér eitt erindi, upp- hafserindi úr kvæðinu MINNING: Með lokuð augu ég læt mig dreyma það Ijóð, er eitt sinn ég til þín kvað. Þótt vetur ríki, ég vil ei gleyma, hve veröld glitraði haustið það, er nýtt varð letur á ljóðum mfnum, er lffið fögnuð mér ungan gaf, ég öllu gleymdi f örmum þínum, í ástardraumi ég hjá þér svaf. I þessari smekklegu bók eru all margar myndir, teiknaðar af Valgerði Briem. Hin bókin er sagan Ást í myrkri. Þetta er „saga úr skugga lífi Reykjavfkurborgar", segir í bókarkápunni. Höfundurinn er ung kona, Ingibjörg Jónsdóttir, ættuð úr Reykjavík. Lýsingar hennar eru hispurslausar og ber- orðar. „Bökin er prentuð á góðan pappír og er 136 bls. TVÍSÝNN LEIKUR v<>r Ut er komin skáldsagan Tví- sýnn leikur eftir Theresu Charles f þýðingu Andrésar Kristjánsson- ar ritstjóra. Þetta er stór saga, 208 blaðsfður í allstóra broti. Fjallar hún um ástir læknis og hjúkranarkonu, en að baki lifir önnur kona dularfullu lífi, svo hjúkrunarkonan veit ekki, hvort það er hún, sem unnið hefur ást- ir læknisins, eða hvort þar lifir aðeins minningin um aðra konu, sem hún geti keppt við. „Gæti hún unnið trúnað læknisins, þrengt sér inn í innstu fylgsni hjarta hans og unnið og varðveitt hið trygga hjarta, sem hún vissi slá undir hvftum sloppi hins stranga skurðlæknis? Mundi henni takast að vernda hann op bjarga úr þeim vef, sem hin slægs systir Úrsúla spann umhverfrí hann?“ Bókin er prentuð í Prentverki Akraness, útgefandi er Skuggsjá. Út er komin bók, sem nefnist Ljúfa vor, eftir Magnús Hólm Árnason, bernskuminningar höf- undar og eyfirzkir þættir. Út- gefandi er Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri. Bók þessi er 160 blaðsíður og skiptist að efni til í þrjá meginkafla e’ nefnast: Endurminningar, Frá söguþættir úr Eyjafirði og Úi Vísnasyrpu. Margir frásöguþætti: eru í þessari bók og allmarga myndir. Hún er prentuð í Prent smiðju Björns Jónssonar h.f. NÝ SKÁLDKONA Það gerist æ tíðara hér — og mun ekki vera neitt íslenzkt fyrir bæri — að konur láti að sér kveða á ritvellinum. Fyrir nokkru kvaddi sér hljóðs ing kona, Magnea frá Kleifum 3g kom fyrsta saga hennar sen ‘’ramhaldssaga f tfmaritinv „Heima er bezt“ fyrir nokkru Útgefendur þess munu hafa fund- ið vinsældir sögunnar, því að nú háfa þeir gefið hana út í bókar formi, og jafnframt birta þeir nýja framhaldssögu eftir sama höfund í timaritinu. Saga sú, sem komin er út í bókarformi, heitir .Karlsen stýrimaður" og fjallar um ástir stýrimannsins og þeirra, ;em í landi sitja og bíða hans. Bókaforlag Odds Bjömssonar gefur út, en bókin er 162 bls. í handhægu broti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.