Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 11
Minnisblaðið Slysavarðstofan l Heilsuverndar- stöðinni er opin allan sólarhring inn. — Næturlæknir kl 18—8, sími 15030. Neyðarvaktin, simi 11510. hvern virkan dag, nema la :ardaga kl 13-17 HoltsapóteK og Garðsapótek eru opin virka daga kl. 9—7, laugar daga ki. 9 — 4, helgidaga kl. 1—4 Apótek Austurbæjar er opið virka daga kl 9-7 lauaardaea kl 9-4 Næturvarzla apóteka: 8. til 14. desember: Vesturbæjarapótek. Ctvarpið Þriðjudagur 11. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,00 Við vinnuna, tónleikar. 14. 40 Við, sem heima sitjum (Sigríð- ur Thorlacius). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 20. 00 Einsöngur i útvarpssal: Árni Jónsson syngur innlend og erlend lög. Við hljóðfærið: Fritz Weiss- happel. 20.20 Framhaldsleikritið: „Lorna Dún“ eftir Rich. D. Black- more og Ronald Gow. Síðasti kafli. 21.00 Tveir forleikir eftir Mozart: „Leikhússtjórinn" og „Idomeneo". 21.10 Úr Grikklandsför, VII. er- indi: Frá Skipum til Goðdala (Dr. Jón Gíslason, skólastjóri.) — 21. 40 Tónlistin rekur sögu sína: IV. þáttur: Kirkjutónlist i Róm (Guð- mundur Matthíasson). 22.10 Lög unga fólksins (Gerður Guðmunds- dóttir). 23.00 Dagskrárlok., Ég hélt -ð myndin, sem þú hefur í seðlaveskinu, væri af mér — svo er það bara nærmynd af nýja sport bílnum þinum. : r i Jólakort Barnahjálpar 5,Þ. Eins og undanfarin ár annast Kvenstúdentafélag Islands sölu ■ jólakorta Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og verða þau á boð- ; stólum í flestum bóka- og ritfanga- verzlunum bæjarins. Kortin eru eins og fyrr gerð j eftir listaverkum frægra lista-1 manna hvaðanæva úr heiminum. Að þessu sinni hafa listamenn frá Spáni, Egyptalandi, Bandaríkjun- um, Sviss og Afriku lagt til frum- myndirnar. Listamenn hvaða þjóðar sem er, sem áhuga hafa á að fá listaverk sín endurprentuð sem kort Barna- hjálpar S.Þ. geta snúið sér til þess- arar stofnunar í aðalstöðvum S.Þ. í New York og leitað allra upp- i lýsinga þessu viðvíkjandi. Margir listamenn auk málara hafa lagt fram krafta sína í þágu Barnahjálparinnar, svo sem ýmsir kunnir leikarar, sem ferðazt hafa um heiminn og skemmt fólki til 1 ágóða fyrir Barnahjálpina. Kven-1 stúdentafélag íslands er eini aðili I hérlendis, sem unnið hefur fyrir Barnahjálp S.Þ. með þvi að annast kortasölu fyrir hana. Starfsemi Barnahjálparinnar er svo kunn að óþarft er að fjölyrða um hana. Ails staðar í heiminum þar sem börn búa ennþá við hung- ur og sjúkdóma Ieitast Barnahjálp- in við að úthluta matvælum og lyfjum. Nú nýverið hefur verið mikið skrifað um . hörmungarnar í Alsír og því miður er ástandið víða annars staðar í heiminum lítið betra, og hvar sem er leitast Barnahjálpin við að veita aðstoð sfna. Það er von Kvenstúdentafélags- ins, að sem flestir bæjarbúar kaupi nú sem fyrr þessi kort, því að allur ágóði af sölunni rennur ó- skertur til Barnahjálpar S.Þ. Hér sést eitt korta þéirra, sem Barnahjálparsjóður S.Þ. hefur gef- ið út. Það heitir „Lífsgleði“ og er eftir Garga Mahmond, ungan egypzkan málara. stjörnuspá morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Dagurinn hagsæll til að taka heimilið í gegn með hrein- ;erningum og öðrum undirbún- ngi fyrir jólin svo sem skreyt- ngum. Bjóddu kunningjum og inum heim í kvöld. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Mú er einmitt tími til að senda jólakortin út bæði til ættingja og vina innan lands og utan. Bréfaskriftir ætti einnig að inna af hendi, sem dregizt hefur að afgreiða undanfarið. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Horfur á hagstæðum degi í sambandi við fjármálin. Ann- að hvort með talsverðri yfir- vinnu eða góðum viðskiptum. Kvöldstundirnar hentugar til skemmtana. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú hefur nú vindinn með þér til að framfylgja persónulegum metnaðarmálum þínum. Frum- legar og nýstárlegar aðferðir munu að öllum líkum falla öðr- um vel í geð. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættir að hafa augun opin fyrir ýmsum möguleikum í at- vinnunni, jafnvel að þér bjóðist gott aukastarf að minnsta kosti fram að jólum. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Ástamálin eru undir heppileg- um áhrifum I dag og því hent- ugt að stofna til nýrra kynna fyrir þá sem óbundnir eru I ástamálunum. Nýir vinir munu einnig reynast vel. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú munt fá ýmis ný tækifæri á vinnustað til að sýna hvað í þér býr. Þér er nauðsynlegt að taka öllu slíku með festu. Börn in munu krefjast athygli þinn- ar síðar í dag. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Helzt ætturðu að fást við bréfa viðskipti I dag I sambandi við jólin til vina og kunningja nær og fjær. Einnig heppilegt að kaupa inn jólagjafir og slíkt. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Allt bendir til að þú mun- ir fá ánægjulegar fréttir I sam bandi við fjármálin og þú ættir að taka því tækifæri, sem þér kann að bjóðast. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Ekki er ótrúlegt að þú munir fá áhuga á einhverju nýju viðfangsefni I dag þar eð Merkúr gengur nú inn í merki þitt. Rómantíkin undir heilla- vænlegum áhrifum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Ef þú hefur áhuga á þvl þá er dagurinn hentugur til að sækja um nýtt starf við áður Iftt þekktar aðstæður, eða þá að sækja um kauphækkun eða frama. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Ekki er ósennilegt að þú munir kynnast einhverjum nýj- um kunningja I dag, sem gæti haft heillavænleg áhrif á per- sónuleg áhugamál þln. Róman- tíkin heillavænleg I kvöld. Um síðast liðna helgi voru gef- in saman I hjónaband af séra Árel- íusi Nfelssyni: Ungfrú Dagný Ásgeirsdóttir og Elvar Bjarnason pípulagningamað- ur. Heimili þeirra er að Sólheim- um 23. Ungfrú Magnea G. Sigurðardótt- ir og Guðmundur Kristinsson sjó- maður. Heimili þeirra er að Gnoða- vogi 62. Ungfrú Kolbrún Kjartansdóttir og Sigurbergur Hansson verkamað ur. Heimili þeirra er að Grundar- gerði 28. Fuiídahöld Jólafundur Kvenstúdentafélags íslands verður haldinn I Þjóðleik- húskjallaranum miðvikudaginn 12. desember kl. 8,30 síðdegis. Fjórar erlendar menntakonur segja frá jólum landa sinna. Ýmislegt Jólasöfnun Mæörastyrksnefndar er hafin. Skrifstofan Njálsgötu 3 tekur á móti gjöfum og hjálpar- beiðnum. Opið kl. 10,30 — 18 dag lega. Móttaka og úthlutun fatn- aðar er I Ingólfsstræti 4. Opið kl. 14 — 18 daglega. Æskilegt er að fatagjafir berist sem fyrst. Um borð I „Hafdrottningunni". „Hvað fékk þig til að halda að ég væri maðurinn sem sveik vin- konu þína?“ „Hún hitti hann á þessu skipi. Ég held að hann gangi um og heilli stúlkur sem eiga peninga, svo að ég reyndi að heilla hann ef hann væri um borð. Þig hafið sama fangamark, hann hefði skrifað ljóðið sem þú fórst með áðan. Þú ert sá fyrsti sem ég hef hitt sem kann það. Á veggsvölum i Monte Carlo: „Máninn er allsstaðar yfir mið- næturhafinu,...“ „Ross Kenton, þú ert undarlegur maður“. ' 1 » * 1 ' ” r i \ ; i. .1 .» i> *, . . i : l . . .i J.i . I i . *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.