Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Fimmtudagur 13. desember 1962. — 281. tbl.
JóIaiöQ
hljómplötum
a
Viðtækar aögerðir
í jólaumferðiimi
2ja ára fangelsi
Lögreglan í Reykjavík hefur
ákveðið að gera miklar ráðstaf-
anir vegna umferðar á helztu
umferðargötum í bænum nú
þegar jólin taka að nálgast. Með
al þessara aðgerða er að ein-
stefnuakstur er tekinn upp á
nýjum götum, bifreiðastöður
eru bannaðar og takmarkaðar
og umferð vörubifreiða tak-
mörkuð.
Aðgerðir þessar gilda á tíma-
bilinu 14.—24. desember.
Einstefnuakstur verður nú tek
inn upp í Pósthússtræti, þannig
að aðeins má aka það í suður
frá Hafnarstræti. Þá má aðeins
Frh. á bls. 5
I gær var í Sakadómi Reykja-
víkur kveðinn upp dómur í máli,
sem höfðað var gegn manni fyrir
kynferðismök við telpu innan lög-
aldurs.
Dómurinn komst að þeirri niður-
stöðu að maður þessi, Pétur Han-
sen frá Þingeyri, 23 ára gamall og
kvæntur, hafi gert tilraun til sam
<■— ■ ... ————
fara við 11 ára gamla telpu, en
atburður þessi átti sér stað í októ
bermánuði sl. Pétur var fyrir at-
ferli þetta dæmdur til 2ja ára fang
elsisvistar, óskilorðsbundið og til
greiðslu sakarkostnaðar.
260
þúsund
I gærkvöldi var kveðinn upp
dómur á Seyðisfirði í máli tog-
arans DINAS frá Fleetwood og
var skipstjórinn, James Arthur
Ness, dæmdur í 260 þúsund
króna sekt til Landhelgissjóðs
og afli og veiðarfæri voru gerð
upptæk. Togari þessi var sem
kunnugt er tekinn við Langa-
nes.
SA S „stelur" !íku
//
Ummæli kristjáns Guðlaugssonar,
formanns Loftleiða
í vlðtali við Vísi í morgun
svaraði Kristján Guðlaugsson,
stjómarform. Loftleiða nokkr-
um ummælum Sir William Hild
red, framkv.stjóra IATA, sem
hann lét falla á fundi með
blaðamönnum f Stokkhólmi.
Sir William sagði að Loftleið
ir stælu farþegum frá öðrum
flugfélögum. Sagði hann að það
flvgfélaga, sem flytti farþega
frá landi sem ekki væri heima-
land hans, til lands, sem ekki
væri heldur heimaland farþeg-
ans stæli farþegum frá öðrum
flugfélögurft. Um þetta sagði
Kristján Guðlaugsson:
— í samningum sínum við
bandarísk yfirvöld um flugferð
ir til Bandaríkjanna hefur SAS
neitað að gefa nokkrar upplýs-
ingar um það hverjar séu raun
verulegar endastöðvar farþega
félagsins. Enda liggur það ljóst
fyrir að SAS gerir nákvæmlega
það, sem Sir William kallar
„þjófnað“ hjá okkur.
Sir William sagði einnig á
Ekki óformuS hærri áiagn-
iag vegna
segir formaður kaupmanna-
samtakanna
— Við höfum engin
áform um að knýja
fram álagningarhækkan
ir í sambandi við tillög-
ur okkar um breyttan
sölutíma, sagði Sigurð-
ur Magnússon, formað-
ur Kaupmannasamtaka
íslands við Vísi í morg-
un.
— Við höfum fyrst og fremst
haft f huga hagræðingu á af-
greiðslutíma og þar með vinnu
tíma afgreiðslufólks, sem ekki
hefir í för með sér útgjalda-
aukningu fyrir okkur. En þetta
veltur á samkomulagi við sam
tök verzlunarfólks, Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur. Og
ef þetta kostar okkur ekkert,
þá liggur auðvitað í augum
uppi að við þurfum ekki álagn
ingshækkun af þeim sökum.
Ég á bágt með að skilja hvers
vegna Tíminn er andsnúinn okk
ur kaupmönnum í þessu máli.
Ég veit ekki af hvaða rótum
sú andúð er. En hún ristir
djúpt, því að Tfminn gerir okk
ur upp alls kyns fyrirætlanir,
sem ekki hafa verið ræddar hjá
okkur.
Ég vil taka það fram að gefnu
tilefni að yfirgnæfandi meiri-
hluti kaupmanna er samþykkur
tillögunum eins og þær liggja
nú fyrir. Ég er jafnframt sann-
færður um vilja verzlunarfólks
ins sjálfs til viðræðna um þessi
mál. En af skiljanlegum ástæð-
um þarf að viðhafa fyllstu til-
litssemi og gætni í meðferð
málsins, því að ávallt er erfið-
leikum bundið að breyta því
sem lengi hefur verið í gildi
blaðamannafundinum að IATA
leitaðist við að halda fluggjöld
unum, sem allra Iægstum. Um
þetta sagði Kristján:
— Á fundi samtakanna í Ari
zon fyrir skömmu fóru fjölmörg
flugfélög fram á það að fá að
hækka fargjöldin.
Það er ekki að vita nema sú
hækkun hefði verið leyfð, ef
Loftleiðir hefðu ekki verið til.
En það er augljóst mál að IATA
getur ekki samþykkt hækkanir
á fargjöldum á Norður Atlants
hafsleiðinni meðan við störfum.
Karl Nilsson forstjóri SAS tal
aði um nauðsyn þess að ríkis-
stjórnir Norðurlanda þjörmuðu
að Loftleiðum, en bætti því við
að það myndi ekki vera fram-
kvæmanlegt.
Um þetta sagði Kristján:
— Við höfum fimm lendingar
leyfi á Norðurlöndum. Þar af
af fréttum um nýútkomnar bæk
ur og um fátt er meira talað.
Margir rithöfundanna eru svo
andríkir og afkastamiklir, að
þeir senda frá sér fleiri en
eina bók á ári, ýmist framhald
af fyrri bókum 'eða sjálfstæðar
bækur. Það er mikið gott, að
svo vel skuli vera séð fyrir
þeim andlegu þörfum íslend-
inga, sem bókaútgáfa getur full
nægt. En það er ekki nóg. And
inn nærist ekki eingöngu á bók-
menntum, hann verður einnig
að fá sinn skammt af tónlist.
En þar sem það telst til undan-
tekninga, að ný hljómplata sjá-
ist eða heyrist auglýst fyrir jól
in, fór Vísir á stúfana til að
grafast fyrir um hverju þetta
sætti.
1 ljós kom að tónskáld og
hljómplötuútgefendur eru ekki
Framh. á bls. 5.
er ein ferð til Helsingfors. Þá
eru eftir fjögur lendingarleyfi
fyrir hin löndin. Þau geta ekki
verið færri. Það er ekkert til að
'skera niður.
Ms. Hekla heldur
óbreyttri áætlun
M. s. Hekla hcldur áætlun sinni
óbreyttri áfram, enda ekkert sem
bendir til þess að hún hafi orðið
fyrir neinum skemmduni við áfallið
í Fáskrúðsfirði í fyrrinótt.
Á þessa leið fórust Guðjóni
Teitssyni forstjóra Ríkisskips orð,
er Vísir átti tal við hann í morg-
un. Þá var Hekla komin til Norð-
fjarðar á leið norður um. Hún fer
lengst til Akureyrar, snýr þar við
og fer til Austfjarða aftur, þaðan
svo suður og vestur til Reykjavík-
ur. Samkvæmt áætlun á Hekla að
koma til Reykjavíkur aftur þann
18. þ. m., en ekki er ennþá vitað
hvort sú áætlun stenzt eða ekki.
M. s. Helka losnaði af sjálfsdáð-
um um hádegisleytið í gær. Var þá
losað úr tönkum að framan en vél
ar skipsins samtímis settar í gang.
Fór skipið þá fljótlega á flot, enda
nægilegt dýpi undir þvl að aftan.
Forstjóri Ríkisskips kvaðst ekki
gera ráð fyrir að skipið hafi neitt
laskazt, enda ekkert komið fram
sem bendi á nokkurn hátt til þess.
Skipið seig mjög hægt upp i mar-
bakkann eftir að akkeri höfðu ver-
Frh. á bls. 5.
VISIR