Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 7
gíðastliðið sumar sá ég þess oft getið í blöðum, að æskumenn drykkju meira en góðu hófi gegndi og spilltu samkomum með alls konar aðgangi, sem ekki þótti vel alinni og hraustri æsku sæm- andi. Ég taldi að þetta ástand hlyti að leiða til þess, að öll ráð- in, sem kosin eru af pólitískum flokkum til þess að gera hitt og þetta fyrir æskuna, myndu stinga upp á einhverjum leiöum til úr- bóta en ég varð ekki var við neinar uppástungur. Þóttist ég í aðgerðarleysi allra launuðu ráð- anna sjá enn eina sönnun þess, að fræðslu-félags- og mannúðar- mál eru ekki pólitísk og því ó- hæfa að velja menn í þakklætis- skyni fyrir pólitíska vikalipurð til að sinna þeim, enda árangurinn eftir því. Þegar fram á haustið kom fóru að berast fréttir af nautnalyfja- notkun æskunnar í blöðum, brá þá mörgu fólki í brún og voru þó lýsingar blaðanna bragðlitlar í samanburði við veruleikann. Nú hljóta ráðin að láta til sín heyra hugsaði ég, en ekkert hijóð kom úr þeim hornum enda ef til vill ekki von til eins og vali þeirra er háttað. Hvenær skyldi verða farið að velja menn í ábyrgðar- stöður eftir hæfni en ekki póli- tísku hugarfari hugsaði ég, sér- staklega eftir að ég komst á snoð- ir um, að ung stúlka hafði verið flutt á geðveikrahæli sökum of- neyzlu nautnalyfja, en aðalráðið hafði staðið uppi ráðalaust fyrir nokkrum árum gagnvart vanda- málum á heimili hennar, enginn staður var til á landinu, sem hent aði börnum með taugatruflanir Eigi að sí': .iV lét Barnaverndar- nefnd Reykjavíkur sig hafa það eigi alllöngu síðar að lýsa því yfir, að enginn hörguli væri á hælum handa börnum. Kokhreyst in stendur líkiega í réttu hlut- falli við þekkingarleysið og senni- lega fylgjast þekkingarleysi or ábyrgðarleysi einnig að. Um sama leyti og þetta gerðist frétti ég að breyta ætti rekstri mikils danshúss í höfuðborginm og ætti rekstur þess ( framtíð- inni að stuðla að því, að skemmt analíf æskunnar yrði heilbrigðarr en áður. Ég vissi að fræðslumála- stjórn var nýbúin að halda mán aðardansrá- keið fyrir kennar? og tízkuskóli handa karlmönnum var í undirbúningi, þannig studd: hvað annað að því er virtist, eink? framtakið og ríkisvaldið. Samt ^at ég ekki varizt þeirri hugsun ið dansinn einn væri ekki ein ilítur, en með tilliti ti! hvað? ■náttarvöld á sviði menningar mála tignuðu dansguðinn einan forðaðist ég vitaniega að flík? þeirri skoðun. Hins vegar tók ép mig til og skrifaði 5 þekktum sái fræðingum i 5 Iöndum og leitaði álits þeirra á dansinum og ýmsu öðru i sambandi við æskulýðs- mál. Áður en svör bárust, var farið að ræða um nautnalyf á Alþingi og dóms og heilbrigðismálaráð- herra lýsti því yfir, að allt yrði gert sem unnt væri til að kveða þann ófögnuð niður. Allir hugs- andi menn hlutu að fagna þessari yfirlýsingu hins mæta manns, en í henni hlaut að felast, að öll æskulýðsmál yrðu athuguð ná- kvæmlega og siðan hafizt handa um úrbætur. Enginn maður, sem kominn er yfir fermingu og hef- ur óbrjálaða dómgreind, lætur sér vitanlega til hugar koma að lausn nautnalyfjamála felist í því einu að herða eftirlit með nokkrum kærulausum læknum og fylgjast betur en áður með smygli, þótt hvort tveggja sé sjálfsagt. Leið- um til að afía nautnalyfja er ekki hægt að loka, svo það verður að koma í veg fyrir að fólk vilji nota þau. Felist ekki aðgerðir sem stuðla að bættu siðferðis- uppeldi þjóðarinnar í aðgerðum yfirvalda, eru þær markleysi og fálm í skammdegismyrkri ráðleys isins. En víkjum nú að dansinum, sem virðist ;ga að leiða isienzka æsku út úr öllum ógöngum og auðvelda henni sporin til aukinn- ar menningar og meiri farsældar en nokkru sinni fyrr. Enginn hinna 5 frægu manna. sem ég ieitaði til, hefur treyst sér að mæla með dansi sem því eina Æskulýðsklúbbar eiga ekki að vera mjög stórir og þeir þurfa alls ekki að vera sérstaklega full- komnir hvað útbúnað snertir. Hins vegar verða þeir að veita unglingum möguleika á að gera Sér sem flest til dægrastyttingar með sem frjálsmannlegustu sniði. Það er ekki von, að unglingar, sem setið hefur á skólabekk mik- ipn hluta dagsins, vilji komast undir venjulegan skóiaaga á kvöldin. Þvert á móti á klúbbur- inn að vera eins líkur frístunda- rými á stóru heimili og unnt er, aðeins er í klúbbnum loku skotið fyrir. að eðiileg glaðværð unga fólksins trufii lestrarlöngun full- orðinna eða verc þeim á annan hátt til ama. Vafalaust mætti láta eitthvað af svona æskulýðsstarf- semi fara fram í skólunum sjálf- einnig hafa í huga, að það er óhæfa að skipta skólanum þegar börnin eru 13 ára og svipta þau þannig snögglega og alveg að á- stæðulausu handleiðslu og leið- sögn kennara, sem þau hafa þekkt árum saman, Með þessu er verið að flýta fyrir því að börnunum finnist þau vera orðin fullorðin og að sama skapi er dregið úr áhrifavaldi heimilanna. Skólalög- gjöfin ýtir beinlínis undir sjálf- ræðisþrá barnanna, sem kemur venjulega frekar of snemma en of seint, ekki sízt á þessari vel- sældaröld, þegar unga fólkið er vel alið og nær líkamlegum þroska löngu fyrr en andlegum. Ofan á allt þetta bætist, að í ungl ingaskólum er kennd félagsfræði, sem beinlínis kennir unglingun- um, að þegar þeir séu orðnir 16 Eftir Ólaf Gunnarsson, sálfræðing rétta. Hins vegar telur sá, sem gerir málinu bezt skil í sínu svari, að það geti verið ágætt að hafa einn eða fleiri dansstaði fyr ir æskuna í borg á stærð við Reykjavik, og séu þeir þá þannig staðsettir, að sem flestir ungl- ingar yfirgefi sín heimahverfi til að sækja þá án þess að dragast inn í hringiðu skemmtanalífs þeirra er slíkt stunda af mestu kappi. Aðaláherzluna verði hins vegar að ieggia á litla æskulýðs- dúbba í i.verfunum sjálfum, þar sem unga fólkið getur iðkað marg vísleg hugðarefni sín, m. a. feng- ið sér snúning. Þetta svar, sem barst frá pró fessor John Cohen, forstöðu manni stærstu háskíiadeildar • sálfræði á ~ etla~di. sýnist mér koma mjög heim við það, sem heilbrigð skynsemi ætti . 1 getr sagt hverjum manni. Það er ekki eðliiegt, að ungl- ingur, sem er ö: um kafinn við nám sitt, en vill þó létta sér upp . ið og við á k- "n. vilii fara bæinn á enda til þess að geta teflt eina skák við iafnaldra sinn skipt við hann á frímerkjum eð? föndrað við einh smíð: 'grip, svo nokkuð sé nefnt af venjuleg- um áhugamálum unglinga. um að kvöldi dags, en til þess að hún komist á þar og geri gagn, verður að fela hana virkilegum áhugamönnam, sem fái sem ó- bundnastar hendur. Ráðin eru hvort sem er búin að sanna van- mátt sinn í þessu efni og eiga eftir að gera það betur, ef ekki verður farið að skipa menn í þau samkvæmt tilgangi þeirra og þá valið í þau eftir hæfni manna en ekki stjórnmálaskoðunum. í grein, se... ég skrifaði í Vísi þann 1. nóv. s. 1., benti ég á ýmsar orsakir til ófarnaðar ís- lendinga í æskulýðs- og fræðslu- málum og bar fram tillögur ti1 úrbóta. Fjöldi kennara og skóla stjóra hafa iátið < ljós mikla ánægju með þær umbótatillögur sem jrar voru bornár fram. og er þess að vænta að hinir sömv menn vinni heilshugar að fram- kvæmd þeirra. Mættu þeir þá ára, ráði þeir sér alveg sjálfir, hafa mörg heimili átt um sárt að binda sökum þesssarar einhliða túlkunar á lögum, en engir valda- menn hafa fengizt til að kippa þessu í lag og eru þannig með- ábyrgir fyrir vandræðum sumra foreldra. Sennilega væri það gott ráð til að auka ábyrgðartilfinningu þeirra manna. sem taka sæti i alls konar ráðum án þess að hafa mikið annað en ákveðnar pólitísk ar skoðanir til brunns að bera að birta myndir af þeim við og við í dagblöðunum og minna bannnig foreldra á tilveru þeirra og þá ábyrgð, sem þeir hafa tek- izt á herðar. Þetta ætti að vera auðvelt í framkvæmd, þvi yfir- ’.eitt er þarna um menn að ræða, sem hafa - mn af að minna al- menning á tiiveru sína og flokks- blöðin jafnan fús tii að hampa slíkum mönnum á einn eða annan hátt. Ásamt svari við spurningu minni til prófessor Cohen, fékk ég merka skýrslu, sem fjallar um afbrot unglinga á T Mandi. Ef gera má ráð fyrir að þróunin eigi eftir að verða eitthvað svipuð hér og hún hefur verið þar, væri ekki ófróðlegt að gera sér nokkra grein fyrir hvernig hér muni verða komið eftir 5 ár. Vil ég því ráðleggja fóiki sem á börn eða barnabörn á aldrinum 8—12 ára að klippa út eftirfarandi kafla úr þessari grein og geyma hann næstu 5 árin. Vil ég í þessu sam- bandi minna á hið fornkveðna, að eigi veldur sá er varar þótt verr fari. Foreldrar, sem eiga nú dreng á áðurnefndu aldursskeiði, mega samkvæmt brezku reynslunni gera ráð fyrir að eftir 5 ár verði 5 sinnum meiri líkur til að hann ráðist á annað fólk líkamlega og valdi áverkum, jafnvel dauða. Nýlega myrti 13 ára drengur i nágrannalandi okkar stúlku á svipuðu reki. Honum varð ekki meira um að svipta stúlkuna lífi en það, að hann sat við að læra sálmvers, sem honum höfðu verið sett fyrir í skólanum, þegar lög- reglan kom til þess að taka hann fastan. Svona má rekja alls kon- ar afleiðingar til upplausnar í uppeldismálum og misskilins frelsis, en margar afleiðingar ó- happastefnu síðustu ára eru þann ig, að almenningi og yfirvöldum finnst þægilegast að loka bæði augum og eyrum fyrir þeim boð- skap, sem þær hafa að flytja. Eftir 5 ár verður 8 sinnum meiri hætta á því en nú er að litia stúlkan yðar, sem nú er 8 — 12 ára, lendi út í drykkjuskap það verður 5 sinnum meiri hætta á því að hún lendi í lauslæti og 3 sinnum líklegra en nú að hún fremji sjálfsmorð. Þetta er samkvæmt reynslu Breta, ef til vill verður þetta eitt- Framhaid á bls. 10. KÁDAllYSIB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.