Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 13. desember 1962. im * vísir Utgefandi: Blaðaútgátan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. 10°]o kjarabætur Rétti mælikvarðinn á breytingu á kjörum manna er kaupmáttur launanna á hverjum tíma. Þær merku upplýsingar komu fram á þingi í fyrradag að kaup- máttur launa verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna hefði aukizt um 10% síðustu 4 árin. Þetta þýðir, að kjör þessara stétta hafa batnað um 10% á síðustu fjór- um árum. Upphæð kaupsins ein gefur ekki til kynna hverjar kjarabæturnar eru. Taka verður einnig vöru- verðið og uppihaldskostnaðinn með í reikninginn. Það hefir verið gert hér og út kemur ofangreind tala. Hér stendur það svart á hvítu að verklýðsstétt- irnar hafa fengið verulegar kjarabætur á árum við- reisnarinnar, þótt stjórnarandstaðan hafi haldið öðru fram. Tölum þessum verður ekki haggað. Þær eru reiknaðar út af Efnahagsstofnuninni og ekki gjörlegt að véfengja þær. Vopnin eru með þessu slegin úr höndum komm- únista og framsóknar. Nú þýðir ekki lengur fyrir þessa flokka að skjóta sér bak við þokukenndar fullyrðing- ar um að „kjörin hafi versnað‘‘ og „kreppa sé hjá al- menningi“. Hér hafa átt sér miklar framfarir stað. Lífskjörin hafa verið allmjög bætt hjá lægst launuðu stéttunum. Síðustu árin hefir leiðin til bættra lífskjara verið farin af núverandi ríkisstjórn. Það hefir nú verið sann- að svart á hvítu. Samyrkjubúið sem hvarf Kommúnistablaðið birti í gær ályktun þings kommúnistaflokksins íslenzka í landbúnaðarmálum. Eitt vekur þar strax athyglina. Ekki er einu orði á það minnzt að nauðsynlegt sé að stofna samyrkju- bú á íslandi! Það er búið að brenna heitin og stefnu- skrárnar sem kölluðu á samyrkjubú í samræmi við rússneskar fyrirmyndir. Þar með er búið að kasta meginkenningum Marx og Lenins, Stalins og Krúsévs út í yztu myrkur. Kommúnistaþingið viðurkennir með þessu að samyrkjubúskapur sé vitleysa. Það viðurkennii líka, óvart, að sá þáttur kommúnismans sé óframkvæman- legur. Vissu fleiri en þögðu þó. Bændur allra landa hafa ætíð vitað, að samyrkjubúskapur kommúnista var draumur, sem hlaut að enda í vonbrigðum. Það hefir íekið íslenzka kommúnista þrjá áratugi að meðtaka bfi sítaðreynd. Hverjum grundvallarkennisetningum varpa þeir fyrir borð á næsta þingi? Manuelli frá ítaliu, Halle frá Finnlandi og Dreyfus frá Frakklandi. Nokkur af stærstu fyrirtækj- um Evrópu eru f ríkiseign og forstjórar þeirra eru meðal á- hrifamestu og snjöllustu kaup- sýslumanna álfunnar. Þeir heyja harða samkeppni við hlutafélög og eru virtir sem keppinautar. Meðal þeirra eru Mannuelli frá Ítalíu, Halle frá Finnlandi, Dreyfus frá Frakklandi, Ende frá Vestur-Þýzkalandi, Owe frá Noregi og Beeching frá Bret- landi, Það er ekki dónaiegt að kynnast slíkum mönnum, og les andinn fær nú tækifæri til þess vopnaða lífverði við hlið sér, báða vopnaða hríðskotabyssum. Eftir að Manuelli tók við stjórn Finsider, hefur sala fyrir tækisins aukizt um 45%, og Manuelli gerir ráð fyrir að hafa tvöfaldað framleiðslu fyrirtækis ins árið 1966, þannig að Fin- sider framleiði 10 milljónir af þeim 15,5 milljón tonnum, sem þá er ætlað að framleitt verði af stáli. HALLE FRÁ FINNLANDI. Pentti Halle á eins og Manu- elli langan feril í þjónustu hins lendi sínu og allar raforkustöðv ar sínar. En fyrirtækið hefur smátt og smátt verið byggt upp. Það selur nú fyrir um 130 millj- ónir dollara og hefur veg og vanda af tíunda hluta allrar út- flutningsframleiðslu Finna. DREYFUS FRÁ FRAKKLANDI. Þegar stofandi Renault-bif- reiðaverksmiðjanna, Louis Ren- ault var í stríðslok ákærður fyr ir samvinnu við Þjóðverja, voru verksmiðjur hans þjóðnýttar. 1 dag er þeim stjórnað af hinum 55 ára gamla Pierre Dreyfus. Frægir forstjórar í þeim fáu orðum, sem hér birt- ast um þá. Þeir eiga það; sam- eiginlegt að reka fyrirtæki sem væru þau einkafyrirtæki. MANUELLI FRÁ ÍTALÍU. Ernesto Manuelli, 56 ára gam all, stjórnar stærsta stáliðjuveri Ítalíu, Finsidersamsteypunni, sem er í ríkiseign. „Ég hef meira frjálsræði í stöðu minni en margir forstjór- ar hlutafélaga", segir Manuelli. „Forstjórar Fiat og Pirelli verða oft að spyrja félagsstjórnina áð- ur en þeir hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er ó- þarfi fyrir mig“ Manuelli hugsar fyrst og fremst um að reka fyrirtæki sitt sem allra bezt. Fyrir nokkrum árum neitaði hann að verða við þeirri kröfu ríkisstjórnarinnar, að Finsider léti byggja stáliðju- ver á suðurhluta Italíu, vegna þess að þar skorti tilfinninlega atvinnu. 1 stað þess byggði Manuelli iðjuver í Genua. Manu elli lýsti sig andvígan þjóðnýt- ingu á raforkuverum á Ítalíu á þeim forsendum, að það mundi koma hlutabréfamarkaðinum úr jafnvægi, sem það gerði, og „tvöfalda ríkisskuldirnar". Sósí- alistar kröfðust þess að Manu- elli yrði látinn víkja úr stöðu sinni. Hann hélt henni, þar sem hann var talinn hafa unnið verk sitt óviðjafnanlega. Þegar Manuelli tók við stjórn Ansaldi-skipasmíðastöðvarinnar árið 1945, lét hann það verða sitt fyrsta verk að hreinsa út úr stöðinni flokk vopnaðra komm- únista, sem höfðu falið vopna- birgðir ,.ar inni, til að grípa til þeirra, ef til uppreisnar kæmi. Manuelli varð að ganga vopn- aður skammbyssu og með tvo Fyrri hluti opinbera að baki. Hann stjórnar þriðja stærsta fyrirtæki Finn- lands, Enso-Gutzeit, pappírs- og trjávörufyrirtæki. Þegar hann var skipaður i apríl s. I., neitaði hann að samþykkja þær kröfur stjórnmálamannanna, að fyrir- tækið kæmi . upp trjámyllu í austur-hluta Finnlands, en þar hefur ríkt mikið atvinnuleysi. Þegar Sovétríkin tóku hluta af Finnlandi árið 1940, missti Enso-Gytzeit 40% af öllu skóg- Norsk blöð segja, að : rskum fiskimönnum, sem stunda síld- veiðar á Norðursjó, komi sam- an um, að aldrei hafi verið eins mikil sókn í síldina og nú - vet- ur. Norðmenn segja, að engin leið sé að kasta tölu á allan þann fjölda skipa, sem þarna eru að veiðum, en enginn vafi leiki á, að þau sé fleiri nú en nokkru sinni. Rússar hafa til dæmis sent mjög stóran flota á vettvang, og um skip þeirra er sagt, að þau haldi áfram veiðum, þótt orðið „Við ráðum okkar ráðum eins og algjört einveldi", segir. Dreyfus, og ríkisstjórnin getur því aðeins haft áhrif á gerðir verksmiðjustjórnarinnar, að Dreyfus sé rekinn. Síðan árið 1955 hefur sala Renault aukizt um 47%. Dreyfus er mikill föðurlands- vinur. Hann þóttist leggja af mörkum til sátta milli Evrópu- manna og Múhammeðstrúar- manna I Alsír, er hann árið 1959 lét byggja Renault-verk- smiðjur í Alsír, til að reyna að skapa fyrirmyndar samvinnu þessara annars stríðandi aðila. Verksmiðjan er langt frá þvf að bera sig, en Dreyfus telur til- raunina góðra gjalda verða. Hann er hreykinn af því að Renault aflar Frakklandi 440 dollara virði í erlendum gjald- eyri mínútu hverja. sé vitlaust veður og allir aðrir búnir að taka net sín og forða sér í landvar fyrir löngu. Er álit- ið, að ríkt sé eftir þvi gengið, að „planið“ um síldveiðarnar verið uppfyllt að þessu leyti, því að það tókst ekki . sl. ári: Það eru raunar fleiri en Norðmenn, sem tala um mikinn fjölda skipa á síldveiðum, því að franskir fiski menn hafa kvartað undan því. að rússnesk skip gerðust nær- göngul við strendur Frakk- lands, Aldrei fíeirískip á síU á Norðursjó

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.