Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 10
in V í S IR . i'immtudagur 13. desember 1962. Buick ’57, glæsilegur, til sýnis og sölu. Benz ’57 gerð 190 í skiptum fyrir Land- rover ’62. Benz diesel ’54 8 tonna yfir- byggður. Landrover-jeppi ’55, mjög góður. Höfum kaupanda aö Mosckwitsh ’59 og Opel ’55, mega vera ryðgaðir með lélegt lakk, útborgun 20—30 þús. Volvo Amazon ’59 skipti á eldri gerð. ÆSKAN — Frh. at bts. 7 hvað skárra hér, en það getur líka hæglega orðið verra. Myndu þessar upplýsingar verða almenn- ingi og yfirvöldum í Reykjavík eitthvert umhugsunarefni? Senni- lega segja sumir að þetta sé at- hyglisvert og fiýta sér síðan að gleyma því, aðrir segja ef til vill eins og satt er, að þeir hafi ekki séð þessa skýrslu og viti því ekki hvort rétt sé hermt. Ég skal vegna hinna efagjörnu birta heitj skýrslunnar. Patterns of Teenage Delinquency. England and Wales 1946—61. G. 'rys. Williams M. B. E„ B. Com., F. I. S. Christian Economic and Social Research Foundation. 12 Caxton Street, London, S. W. 1. October 1962. Price 2/6. Einhver vill ef til vill spyrja hvers vegna ég efist um aðgerðir í eins alvarlegu máli og hér er á ferðinni. Því er fljótsvarað. Dag- blaðið Vísir sagði í haust frá at- hugun, er sýndi að slys á börn- um eru sjö sinnum algengari en í jafnstórri borg í Bandaríkjunum með sama bílafjölda. Nú skyldi maður ætla, að svona alvarlegar upplýsingar hefðu orðið yfirmönn um lögreglunnar hvöt til að koma f veg fyrir að göturnar yrðu héð- an af sem hingað til notaðar fyrir leikvelli lítilla barna, en því var ekki að heilsa, í flughálku og snjó bruna litlir angar á sleðunum sín um mitt í bilaumferðinni, óátalið af Iögregluþjónum, sem eru önn- um kafnir við að skrifa bílnúmer manna, sem koma einni til tveim ur mínútum of seint að stöðu- mæli. Þetta létta og löðurmann- Iega starf gætu öryrkjar með ein- kennishúfu auðveldlega unnið, svo fullgildir lögregluþjónar gætu sinnt eiginlegum löggæzlustörf- um. Það er sannarlega tímanna tákn þótt kátbroslegt sé, þegar veg- .farendur sjá einkennisklæddan þriggja álna skrifara framán við Hótel Borg eða annars staðar í Pósthússtrætinu, jafnvel að bíða eftir að hann geti amkvæmt reglugerð farið að skrifa upp næsta bíl, en á meðan hjóla ungl- ingarnir óáreittir á gangstéttun- um á Austurvelli eða á rauðu ljósi á mörkum Austurstrætis / og Pósthússtrætis, aðeins fáa metra frá lögreglustöðinni. Hátt settur maður í lögregl- unni sagði mér einu sinni, að það væri óvinsælt af foreldrum ef verið væri að skipta sér af börn- unum þeirra, þótt þau brytu Iög- in. Þetta efast ég ekki um að sé rétt, en má lögregla nokkurs rétt arríkis haga gerðum sínum ein- vörðungu eftir því hvað er vin- sælt meðal þeirra, sem brjóta Iögin? Eins og sakir standa virðist það vera áberandi brestur í upp- eldi íslendinga, að börn eru ekki alin upp til ábyrgðar. Þau fá of mikið af því, sem þeim dettur í hug, án þess að hafa neitt fyrir því sjálf. Fjöldi heimila lætur börnin stunda arðvænlega at- vinnu, en leyfir þeim síðan að skemmta sér fyrir peningana. Þetta unga fólk er ásamt sjómönn um kjarninn í þeim mikla fjölda, sem hefur efni á að sækja sam- komuhús borgarinnar kvöld eftir kvöld. Hvers vegna kenna ekki foreldr ar þessum börnum að lífið er ekki allt tómur leikur. Þetta er fyrst og fremst illa gert gagnvart börn- unum. Einn góðan veðurdag standa þau mitt í alvöru lífsins án þess að vera undir það búin að mæta henni. Þá skortir þetta unga fólk alla þekkingu á því, hvað það er að vera ábyrgur fyrir heimili og þá er hrunið oft skammt undan. Það er verið að kvarta undan því að æskan vilji heldur vera á skemmtistöðum en í heimahús- um, en leggja foreldrar almennt rækt við að ala börnin sín þannig upp, að þau laðist að heimilis- lífi? Ég held ekki. Nýlega tókst mér á síðustu stundu að bjarga lífi lítils drengs, sem brunandi á sleða kom á fullri ferð fyrir blint götuhorn öfugu- megin á götunni. Frænka hans, sem átti að gæta drengsins, sagði mér, að hann ætti að vera að leika sér á götunni eins og önnur börn. Hvorki faðir drengsins eða móðir hafa látið svo lítið að þakka mér fyrir, að ég forðaði drengnum þeirra frá bráðum bana. Hvernig er ábyrgðarkennd svona fólks háttað? Myndi ekki vera gott ef við gætum búið svo vel að kennarastéttinni, að hún gæti orðið raunverulegur leiðbein andi fólks með svona brenglaðar hugmyndir um hvaða ábyrgð fylg ir því að takast á hendur uppeldi lítilla barna.. Myndi svo ékki vefa tími til kominn að greina félags- og fræðslumál algerlega frá stjórn- málum og fela framkvæmd þeirra hæfustu mönnum sem völ er á og sem hafa menntun til að vinna að þeim eins og vera ber. Eða á að bíða eftir aukinni neyzlu áfengis meðal æskunnar, eiga nautnalyfin að verða fleiri og sterkari, árásir á fólk fleiri og hættulegri, lauslætið meira og sjálfsmorðin meðal æskunnar fieiri? Við bíðum eftir viðbrögðum þeirra, sem völdin hafa, hvort þeir bregðist nú við af drengskap og karlmennsku eða hvort allt verði látið dankast í ráðum og ráðaleysi. jafn ágætur fræðimaður og Ein- ar Öl. Sveinsson hefur ekki get- að fallizt á þessa skýringu. □ JJókarhöfundur leggur á sig all- mikið erfiði að reyna að skilja vatnaganginn í Þverá. Hér er um að ræða eitt af þýðing- armeiri og erfiðari vandamálum í jarðmyndun og sögu Suður- landsundirlendisins og má furðu- legt heita að jarðfræðingar skuli ekki enn vera búnir að taka þetta föstum tökum. — Tilraun Árna er mjög virðingarverð óg hann bendir t. d. á það atriði, sem lítt hefur verið gætt fram til þessa, hvernig vikurruðning- ur í ám frá eldfjöllunum hefur getað stíflað þær og veitt þeim í nýja farvegi. En hræddur er ég um að margt í hugmyndum Árna um Þverá þurfi endurskoð- unar við. Hann virðist t. d. vanta eina heimild, sem nú er þó orðin mjög aðgengileg, en það er sýslu- lýsing Þorsteins Magnússonar þá á Skammbeinsstöðum frá 1744. Hún ber það með sér, að þá þeg- ar sé mikill vatnsagi í Þykkva- bæ, svo það er nokkuð seint að ætla að það sé ekki fyrr en með Heklugosinu 1766, sem Þverá bólgnar upp. Ég skal að vísu ekki staðhæfa þetta að sinni, en þetta þarf nánari athugun við. Þessi sama sýslulýsing gerir líka óþarfar bollaleggingar um það, hvers vegna útræði hafi stöðvazt úr Þykkvabæ, því að þar er það skýrt tekið fram að það hafi gerzt vegna bólusóttar- innar 1706 þegar fólkið hrundi niður, en einnig að vatnavext- irnir geri erfitt fyrir um að kom- ast fram á ströndina. □ Jþrátt fyrir þessa gagnrýni tel ég þetta góða bók á margan hátt og skemmtilega aflestrar, en hvað viðvíkur frágangi henn- ar, vildi ég gagnrýna tvennt harðlega. Það er í fyrsta lagi að enginn skipulegur uppdráttur af byggðinni í Þykkvabænum skuli fylgja, svo það er mjög erfitt fyrir ókunnan Iesanda að fylgjast með eða skilja byggðarlýsinguna. Hitt er jafnvel enn alvarlegra, að ekkert registur skuli vera lát- ið fylgja slíku riti sem á þó að vera eins konar tæmandi heim- ildarrit um heilt byggðarlag. Slíkan frágang finnst mér að Bókaútgáfa Menningarsjóðs geti ekki /verið þekkt fyrir. | MUNIÐ jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar VERZLUNIN VANDAÐAR VÖRUR VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI VINSAMLEGAST LÍTIÐ INN. Falieg sófasett til sölu. Get tekið gamalt upp í. Upjpreissi — Framhaid at bls 9 sögn, sem Brynjólfur á Minna- Núpi heyrði 1910. Og réttara hefði veríð að nefna það, að Húsgagnaverzlunin Laugavegi 68, inn sundið. Sími 14762. VÖRÐUR HVOT HEIMDALLUR ÓDINN SPILAKVÖLD Spilakvöld halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík fimmtudaginn 13. des. kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. Sæta- miðar athentir í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn kl. 5--6. Húsið opnað kl. 19,45. Lokað kl. 20,30. 1 Spiluð félagsvist. 2. Ræða, frú Ragnheiður Helgadóttir, alþm. 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrættin\. 5. Kvikmyndir úr Varðbergsferðum 1960—196i—1962. SKEMMTINEFNDIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.