Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Fimmtudagur 13. desember 1962.
3*
Verðlaunaget-
raun I fíSIS
Ný verðlaunagetraun fyrir lesendur Vísis hefst hér í blaðinu í
dag. Hún er í því fóigin að lesendur blaðsins svara þeim þremur
spurningum, sem hér eru skráðar fyrir neðan. Miðinn er síðan
klipptur úr blaðinu og á að sendast á afgreiðslu Vísis, Ingólfsstræti
3, merkt „Getraun". Dregið verður síðan úr réttum svörum þann
20. þ. m.
Fimm verðlaun verða veitt, hvert að upphæð 2.000 krónur, eða
samtals að upphæð 10.000 krónur. Eru það margs konar tryggingar
frá Almennum Tryggingum h/f.
Spurningarnar eru þessar: 1) Hver var fyrsti ritstjóri Vísis?
2) Hvenær kom ítalski flugkappinn
Balbo til íslands?
3) Hvaða erlendur forsætisráðherra
kom í opinbera heimsókn til ís-
Iands árið 1962?
SVOR:
1.........................:.
2...........................
3...........................
Nafn sendanda ..............
Heimilisfang ...............
Jólalög —
Framhald af hls. 1.
eins afkastarniklir fyrir jólin og
rithöfundar. Aðeins ein íslenzk
hljómplata með jólalögum er
komin á markaðinn nú fyrir
jólin. Það er barnakór Barna-
skóla Hafnarfjarðar, sem syng-
ur við jólatréð „Guð gaf mér
eyra“ og „Göngum við í kring-
um“. Jólalög eru að sjálfsögðu
sígild tónlist, svo að þótt upp
takan á jólasálmum sungnum
af Þuríði Pálsdóttur með undir
leik Páls I’sólfssonar og Björns
Ólafssonar og jólasálmum
sungnum af Dómkirkjukórnum
sé ekki glæný, eru hljómplöt-
urnar í sínu gildi.
Af erlendum jólalagaplötum
er úrvalið dálítið meira. Vínar
drengjakórinn syngur ýmis
þjóðlög og jólalög frá sínu föð
urlandi og nefnist ein hljómplat
an „Jól í Austurriki". „Jól í
Frakklandi" heitir önnur, og
það eru „Litlu söngvarnir frá
Versölum", sem syngja frönsk
jólalög. Drengirnir í drengja-
kór Kaupmannahafnar láta ekki
sitt eftir liggja og syngja ýmis
jólalög og jólasálma frá Dan-
mörku.
Frá enskumæklandi löndum
óska okkur gleðilegra jóla með
söng sínum þau Ella Fitzgerald,
Frank Sinatra, Nat ,King‘ Cole,
Sammy Kaye, Jackie Gleason
o.fl. Kórar ýmsir svo sem Rog
er Wagner kórinn, kór Sankti
Páls kirkjunnar í London og
Royal Chora Society syngja
jólalög landa sinna og eru
mörg þeirra okkur vel kunn.
Margt fleira jólalaga er á
markaðinum og meira á eftir
að koma nú fyrir jólin, að þvf
er okkur er tjáð. Og unga fólk-
ið getum við glatt með því, að
væntanleg er ný hljómplata
með EIvis Presley, og í þetta
skipti syngur hann ekki rock
og twist — hann syngur jóla-
lög.
í hljómplötudeild Fálkans tók
um við mynd af afgreiðslustúlk
unni, Guðrúnu Árnadóttur með
hluta af iólalagaplötunum, sem
þar eru á boðstólum.
Jólaumferð —
FranJialC a: bls. 1
aka Vatnsstíg í norður frá
Laugavegi og ennfremur má
aðeins aka Frakkastig í norður
frá Hverfisgötu.
Bifreiðastöður verða nú bann
aðar vestan megin á Týsgötu og
vestan megin í Naustunum. Enn
fremur allar bifreiðastöður bann
aðar á Vegamótastíg frá Grett-
isgötu að Skólavörðustíg og á
Suðurgötu frá Kirkjugarðsstíg
að Melatorgi og á Laugavegi
frá Skólavörðutíg að Klappar-
stíg.
Bifreiðaumferð verður bönn-
uð um Austurstræti, Aðalstræti
og Hafnarstræti kl. 20 — 22 laug
ardaginn 15. des. og kl. 20—24
laugardaginn fyrir Þorláks-
Ofært veður
á miðunum
í gærkvöldi gerði ófært veður á
miðunum. Fáeinir bátar voru farn-
ir að kasta út af Reykjanesi, en
urðu að hætta. — Til Akraness
komu 4 bátar með 80—200 tunnur.
Hekla -■
Framh. af bls. 1.
ið felld, þannig að það var gjör-
samlega ferðlaust, auk þess sem
það lenti á mjúkum leirbakka, sem
ekki getur valdið neinu tjóni undir
þessum kringumstæðum. Vegna
formsatriða bjóst forstjórinn við að
kafað yrði þegar skipið kæmi til
Reykjavíkur, til að ganga úr
skugga um að það væri óskemmt.
Ef sjópróf verða haldin út af
þessu óhappi, þá verða þau vænt-
anlega haldin við komu skipsins
til Reykjavíkur, en Guðjón taldi
engan veginn víst að til þeirra
kæmi, það væri ekki venja ef ekk-
ert tjón yrði og ekki um neitt að
sakast.
Um m. s. Esju sagði Guðjón
Teitsson, að bráðabirgðaviðgerð á
henni yrði væntanlega lokið eftir
viku. Óvíst væri þó ennþá hvort
hún verður send í einhverja ferð
þá strax, vegna þess hve seint hún
kemur úr slipp fyrir jólin. Það má!
er nú í athugun.
Kópavogskirkja ™
Framhald af bJs. 16
ið fyrir vígsluathöfnina, og eins
verður að sjálfsögðu hringt til vigsl
unnar.
Unnið hefir verið að kirkjubygg-
ingunni svo að segja dag og nótt
að undanförnu þar eð bæjarbúum
hefir verið það mikið kappsmál að
hún yrði vígð fyrir jólin. Sóknar-
presturinn, séra Gunnar Árnason,
sagði í viðtali við Vísi x morgun,
að allir hefðu lagzt á eitt til að ná
því marki og væri nú sýnt, að það
hefðist.
Aftansöngur verður í kirkjunni
kl. 11 á aðfangadagskvöld og einn-
ig verður messað bar á.jól.adag.
Fram tiTþessahefir verið mess-
að í barnaskólahúsinu í Kópavogi.
Jóhannes biskup —
Framh. af bls 16.
Þá var einnig rætt mikið um
sameiningu kirknanna. Var þá
fyrst og fremst rætt um sam-
einingu við kaþólsku kirkjurn-
ar í Austurlöndum, sem ekki
lúta páfanum, svo sem Grísk-
rómversku kirkjuna. Virðist mér
að ágreiningur um trúaratriði
sé ekki mikill, er frekar deilt
um hvort þær eigi að lúta páf-
anum. Annars erum við ekkert
að biðla til þeirra, en það er
áhugamál allra kristinna manna
að komast að einingu í trúnni.
Þetta mál verður þó ekki til
Iykta leitt i snarkasti, frekar
en önnur stórmál kirkjunnar.
Þinginu mun verða haldið áfram
8. sept. næsta ár.
Landslið —
Pressa í kvöld
í kvöld leika landslið og
pressulið í handknattleik að Há
logalandi. Liðin voru valin í
fyrrakvöld og líta þannig út:
Landslið: Hjalti Einarsson FH,
Karl Jónsson Haukum, Pétur
Antonsson FH, Einar Sigurðs-
son FH, Gunnlaugur Hjálmars-
son ÍR, Ingólfur Óskarsson F,
Hörður Kristinsson Á, Ragnar
Jónsson FH, Karl Jöhannsson
KR, Karl Benediktsson F, Matt-
hías Ásgeirsson ÍR.
Pressulið: Þorsteinn Björns-
son Á, Guðmundur Gústafsson
Þ, Guðjón Jónsson F, Hilmar
Ólafsson F, Pétur Bjarnason V,
Kristján Stefánsson FH, Birgir
Björnsson FH, Hermann Samú-
elsson ÍR, Rósmundur Jónsson
V, Sigurður Einarsson F, Viðar
Símonarson Haukum.
Landsliðið lítur allstórkalla-
lega út á pappírnum, en þar
getur að. líta hverja „fallbyss-
una“ annarri meiri, en fátt um
mammmmmmmm—m—mumm
fína drætti í liðinu. — Furðu
legt má telja, að „pressunni1*
skuli gefinn kostur á bezta
manni Fram, Guðjóni Jónssyni
og línuspilurum á borð við Sig-
urð Einarsson og Viðar Símon-
arson.
Keppnin í kvöld hefst kl. 8,15.
Framlag —
Framhald af bls. 16
lán til byggingar fyrir rann-
sóknarstofu háskólans og 3
milljónir til aukningar húsnæði
ríkisspítala.
4 milljónum verði varið til að
greiða niður rikissjóðsframlög
til hafnarframkvæmda.
if Til Menntaskólans verði varið
700 þúsundum í stað 175 þús.
★ Framlag til skálda, rithöfunda
og listamanna hækki úr 1,8
millj. í 2,1 millj.
■k Til endurnýjunar bifreiða verð-
ur varið 55 þús., og til korn-
ræktartilrauna 200 þús., til
Verzlunarskólans 1,1 millj., til
íþróttakennaraskóla byrjunar-
framlag 500 þús. kr.
HEMCO
HAMELTON BEACH HRÆRIVÉLAR
• * .
Verð: 2670 5 ÁRA
- 3177 ÁBYRGÐ
- 4457
Helgi Magnússon & Co
Hafnarstræti 19 — Símar 13184 og 17227
ELSTA BYGGINGARVÖRUVERZLUN LANDSINS
KAUPMÁTTUR A TVINNUTEKNA
HEFUR AUKIIT UM10%
1 umræðum á Alþingi í fyrradag
hrakti viðskiptamálaráðherrann
einu sinni fyrir allt þær margend-
urteknu staðhæfingar kommúnista
og framsóknarmanna, að lífskjör
fólks hefðu stórversnað í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar, kaupmáttur
almennings rýrnað og hlutdeild
launþega í þjóðartekjunum minnk-
’ð.
Ráðherrann las upp úr skýrslu.
sem Efnahagsstofnun ríkisins hafði
tekna þriggja fjölmennustu atvinnu |
stétta þjóðfélagsins, verkamanna, j
sjómanna og iðnaðarmanna, síðan
1950. Sýna þeir útreikningar, að
kaupmáttur atvinnutekna þessara
stétta hefur aukizt um 42,8% síðan
1950 og um 10% í tíð núverandi
ríkisstjómar. Ráðherrann las og
upp útreikninga Efnahagsstofnun-
arinnar, er sýna að hlutdeild laun-
bega í þjóðartekjuni m hefur einnig
farið vaxandi S þessu tímabili. Ein
tekið saman, um kaupmátt atvinnu i ari Olgeirssyni varð svarafátt gagn
vart þessum staðreyndum. Hann
vogaði sér ekki að véfengja út-
reikninga Efnahagsstofnunarinnar,
en reyndi hins vegar að losa sig
úr sjálfheldunni með því að mót-
mæla því að útreikningar um lífs-
kjör almennings væru byggðir á at-
vinnutekjum fólks, vildi einvörð-
ungu láta tak" inn í þá útreikninga
lægsta tímakaupstaxta Dagsbrúnar
manna Ráðherrann sýndi fram á
hversu fjarstætt það væri að taka
þannig lægsta vinnutaxta einnar
atvinnustéttar út úr og álykta út
frá honum um raunveruleg lífskjör
allra launþega. Útreikningar Efna-
hagsstofnunarinnar næðu til
þriggja fjölmennustu atvinnustétt-
anna og atvinnutekna þeirra í
heild, en ekki aðeins til Iægsta
tímakaups hjá einni stétt, og sæju
allir hvor útreikningurinn kæmist
nær því að sýna hina raunverulegu
mynd af lifskjörum launþegastétt-
anna.
Ráðherrann gat þess í ræðu sinni
að fyrstu niðurstöður af undirbún-
ingsstarfi Efnahagsstofnunarinnar
að samningu framkvæmdaáætlunar
fyrir ríkissjóð myndu verða Iagðar
fram snemma á næsta ári.