Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 13.12.1962, Blaðsíða 2
2 Fundurinn í sameinuðu þingi í gær liktist einna helzt kosn- ingafundi vestur á fjörðum, þar urðu orðaskipti svo hörð og smáatriðin svo stór í munnum þeirra Vestfjarðarþingmann- anna. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins f Vestfirðjngafjórðungi höfðu borið fram þingsályktun- artillögu þess efnis að láta fara fram athdgun á vegamálum fjórðungsins og gera áætlun um vegagerð á næstunni. Sigurvin Einarssori (F) og Hannibal Valdimarsson (K), sem báðir eru þingmenn Vest- firðinga, tóku til máls, kváðust meta lítils slíkar tillögur, sem væru til einskis gagns, og drægju frekar úr framkvæmd- um heldur en hitt. Deildu þeir_ mjög á Gísla Jónsson flutnings- mann tiilögunnar, töluðu um slælega frammistöðu hans í þessum málum og lýstu því á- liti sínu að Vestfirðir væru sem óðast að leggjast í eyði vegna lélegra samgangna þar um slóð- ir. Lagði Sigurvin til, að tekið yrði 30 milljón króna lán til vegagerða á Vestfjörðum og studdi Hannibal þá tillögu. Gísli Jónsson tók að sjálf- sögðu einnig til máls, bar af sér sakir og kvað erfitt að skilja þær ráðagerðir að vilja taka stór lán til framkvæmda en vera síðan á móti því að gera áætlanir um hvernig þeim fram- kvæmdum skyldi hagað. OrðaSkiptin urðu mun meiri, persónuleg og harðvitug, og er ekki ástæða til að rekja það hér nánar. Hefðu slíkar umræð- ur að sjálfsögðu frekar átt heima á kosningafundi vestur þar en á því háa Alþingi. Guðlaugur Gíslason (S) bar fram þá fyrirspurn hvaö liði framkvæmdum á hrygningum nytjafiska við strendur lands- ins. Sjávarútvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, varð fyrir svör- um. Kvað hann það hafa verið eitt meginverkefni Atvinnud.- háskólans síðastl. 25 ár og rann saka hrygningar gotsíldarinnar, en þær rannsóknir væru um- svifamiklar og kostnaðarsamar. Hefði skortur á fé staðið þeim mjög fyrir þrifum undanfarið. Væri þó ráðin bót á því í til- lögum fjárveitingarnefndar, er lagðar voru fram í þinginu í gær. Gaf ráðherrann yfirlit yfir störfin, og kom þar m. a. fram, að fiskifræðingar töldu að at- huguðu máli, hryggingarsvæð- um hætta búin af dragnóta- veiði. Könnuð verða svæði á miðunum og þau friðuð ef í ljós kemur að þar eru hrygningar- svæði gotsíldar. — Guðlaugur Gfslason tók aftur til máls, þakkaði upplýsingarnar, og kvaðst sér vera fullljósar hætt urnar fyrir hrygningarnar, af dragnótaveiðinni. Hann gat þess, að veiðisvæði hefðu bein- Íínis þornað upp á fáum árum, af ástæðum sem ekki væru enn kunnar. Sennilegt væri þó að þær stöfuðu af dragnótaveið- inni, það væri álit sjómanna og kunnugra manna, og meðan þessi grunur lægi fyrir, er brýn nauðsyn á ftarlegum rannsókn- um f þessu efni. Óiafur Jóhannesson \F) mælti fyrir þingsályktunartill. sinni um að veðlögin yrðu endurskoð uð. Jólatré Landgræðslusjóðs eru komiu SALAN ER AÐALÚTSALA: LAUGAVEGI 7. Aðrir útsölustaðir: Bankastræti 2 Bankastræti 14 (hornið Bankastr. Skólavörðustíg). Laugavegi 23 (gegnt Vaðnesi). Laugavegi 47 Laugavegi 63 Laugavegi 91 Verzlunin Laufás, Laufásvegi 58 Við Skátaheimiiið Við Austurver Sunnubúðin, Lönguhl. og Mávah!. Lækjarbúðin, Laugarnesvegi 50 Hrísateigur L. Langholtsvegur 128 Jónskjör, Sólheimar 35 Greinar seldar á HAFIN Heimaver, Álfheimum 2 Ásvegur 16 Grensásvegur 46 Sogablettur 7 Vesturgata 6 Hjarðarhagi 60 (gegnt Síld og Fisk) Hornið Birkimelur—Hringbraut Aiaskagróðrarstöðin, Laufásvegi Kópavogur: Blómaskáiinn, Nýbýlav. Kársn.br. Verð á jólatrjám: 0,70-1,00 kr. 75,00 1,01-1,25 - 90,00 1,26—1,50 - 110,00 1,51-1,75 - 140,00 1,76-2,00 - 175,00 2,01-2,50 - 220,00 öllum útsölustöðum. ALDAMÓTA- . MENN III JÖNAS JÓNSSON frá Hriflu 15 ævisöguþættir og nafna- skrá yfir öil 3 bindin. FORTÍÐ OG FYRIRBURÐIR SAGNAÞÆTTIR ÚR HÚNA VATN SÞINGI eftir Magnús Björnsson á Syðra Hóli, sr. Gunnar Árnas., Bjarna Jónsson í Blöndudalshólum o.fl. Þetta er 5. og síðasta bindið i sagnaflokkinum „Svipir og sagn ir“ og fylgir nákvæmt registur yfir öil 5 bindin. Kr. 230,00 Wfc**'*-'" **’V<*$r H •fG- ^ ;aili MAGNEA FRÁ KLEIFUM: KARLSEN STÝRIMAÐUR ísienzk skáldsaga. Kr. 95.00 ? *"« • ■•• StXSi .3»J?s«sj“3S;5? r. **-•**?,%& mM&SH Wm»mZ; a*-“ SR. STANLEY MELAX: GUNNAR HELMINGUR Snilldarlega vel skrifuð skáldsaga, sem gérist í sjávarþorpi á Vestfjörðum. Verð kr. 160.00 m SVERRE D. HUSEBY: SKÍÐAKAPPINN Saga um drengi og íþróttir. Kr. 77.00 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR LANDGRÆÐSLU SJÓÐUR Kosningafundur á Vestfjörðum - Eyðileggja drag- nótaveiðar hrygningarsvæði gotsíldarinnar? — end- urskoðun veðlaga nauðsynleg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.