Vísir - 17.12.1962, Qupperneq 6

Vísir - 17.12.1962, Qupperneq 6
VlSIR . Mánudagur 17. desember 1962. ■rWHBPT TVÆR GLÆSILEGAR JÓLABÆKUR GÍSLI JÓNSSON, ritstjóri, skáld og prentari, frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, er kunnur maður bæði vestan hafs og austan. Hann stundaði nám i Möðruvallaskóla 1894—1896 og lauk þar prófi með 1. einkunn. Nam prentnám á Akureyri 1898— 1903; fluttist sama ár vestur um haf og var þar bæði prentari og prentsmiðjueigandi í nær hálfa öld. — Gísli hefur ort og skrifað fyrir blöð og timarit Vestur-íslendinga. — Tvær Ijóðabækur sin- ar hefur hann geflð út, Farfugla og Fardaga. — Þegar Gisli lét af prentstörfum, gerðist hann rit- stjóri Tímarits Þjóðræknifélagsins í Winnipeg og er það enn. Haugaeldar Þegar þið veljið jólabókina í ár þá gleymið ekki Haugaeldum, bók Gísla Jónssonar, ritstjóra frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, nú ritstjóra í Winnipeg í Canada. í bókinni birtist fjöldi ævisagna um samtíðarmenn lífs og liðna, austan hafs og vestan, auk margra merkra ritgerða og þátta. Má þar fyrst og fremst nefna þátt Gísla um æskuheimili sitt á Háreksstöðum, sem mun jafnan verða tal- inn hin merkasta heimild um líf liðinna kynslóða í einni afskekkt- ustu byggð á íslandi. Stefán Einarsson prófessor í Baltimore, skrifar æviágrip Gísla í ýtarlegri ritgerð. Bókin HAUGAELDAR er 416 bls., prentuð á myndapappír og prýdd 93 myndum og teikningum. Verðið er þó aðeins 273.00 með söluskatti, og því engin jólabók svo ódýr, miðað við stærð og frá- gang. Þetta er tilvalin jólabók hinna vandlátu. BÓKAflTGÁFAN EDDA, Akureyri Afgreiðsla í Reykjavík á Grundarstíg 11, sími 15392. ffíi. SIGRÍÐUR OG BIRGIR THORLACIUS: Ferðabók I Á laugardaginn kom á markaðinn bók eftir Sigríði og Birgi Thorla- cius. Eru það 18 þættir úr ferðalögum þeirra hjóna víðs vegar um heiminn, enda hafa þau ferðazt meira en flestir íslendingar, um fjórar álfur heims og hafa því frá mörgu og skemmtilegu að segja. Má nefna ferðaþætti frá Suður-Rússlandi, Indlandi, Spáni, Hawaii- eyjum, Utah og svo framvegis. Sigríður og Birgir Thorlacius eru landskunn fyrir erindi í útvarpi og greinar í blöðum og tímaritum, enda bæði ritfær í bezta lagi. Ferðabók þeirra er á þriðja hundrað blaðsíður, prýdd 37 glæsilegra mynda úr ferðalögum þeirra hjóna og útgáfan öll sin vandaðasta. Þetta verður vafalítið ein skemmti- legasta og hugðnæmasta bókin, sem kemur út í ár, og því tilvalin jólagjöf. EFNI BÓKARINNAR: Á spáni. — Dans við dauðann. — Svipmyndir úr Indlands- ferð. — Gönguferð um Delhi. — Kjör indverskra kvenna. — Góöir gestgjafar. Feneyjar. — Vordagar og vorhugur f Uzbekistan (Suður-Rússlandi). — Drottn- ing liðinna daga. — Hawaii. —Hjá Indíánum. — Vika f Washington. — Fjallbúar í Kentucky. — Barrskðgaskóli. — í höfuöborg Mormónaríkis. — Eyðimerkur og undralönd. — Á búgarði í Califomíu. — Á humarveiðum í Maine. [ITGÁFAN EDDA, Ákureyri Afgreiðsla í Reykjavlk á Grundarstíg 11, sími 15392. Birgir Thorlacius og Nehru, forsætisráðherra Indlands, ræðast við.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.