Vísir - 21.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 21.12.1962, Blaðsíða 5
VÍSIR . Föstudagur 21. desember 1962. Sfolið — Framh. aí bls 16. laugardaginn tilkynnti lögregl- an ráðherranum að þjófurinn hefði fundizt með seðlaveskið, sjálfblekunginn en vegabréfið og ávísanir fundust ekki hjá þjófnum. Ráðherrann var á fimmtu- dagskvöldið í boði hjá utanrík- isráðherra Breta. Kom hann heim um ellefuleytið um kvöld ið ásamt syni sínum. Morgun- inn eftir sá ráðherrann að dyr stóðu opnar inn í herbergið og þegar betur var að gáð kom í ljós að innbrot hafði verið framið. Engin trúnaðarskjöl voru í skjalatösku ráðherrans, en fulltrúar á NATO-fundum .iafa verið sérstaklega varaðir við því að geyma slík skjöl á hótel- herbergjum sínum síðan fram- kvæmdastjóri bandalagsins, Stikker, var rændur slíkum skjölum á einu þekktasta hóteli Parfsarborgar. Ýmislegt er álitið benda til þess að þjófurinn hafi fyrst og fremst ''aft augastað á skjölun- um þangað til að hann komst að því að þau voru engin trún- aðarskjöl. Bendir það til þess að þjófurinn hafi ekki verið einn að verki heldur hafi hann verið í þjónustu einhvers. T. d. voru ýmis verðmæti sem auð- velt var að koma í peninga lát- in ósnert á borði í herberginu. Innbrot sem þessi hafa verið tíð í Parísarborg á þessu ári. Vilja sumir rekja þau til starf- semi OAS-manna. f sambandi við þetta má nefna að í sumar var ráðizt á einn af starfs- mönnum íslenzka sendiráðsins í París. Var hann barinn niður og rændur, en meiddist lítið. utibú Framh. ít bls. 16. Bankaútibúið nýja er í rúm- góðum, björtum og í alla staði vistlegum húsakynnum. Þau voru sýnd fréttamönnum í gær. Meðal fjölmargra gesta var viðskiptamála ráðherra Gylfi Þ. Gíslason. Formaður bankaráðs Verzlunar- bankans, Þorvaldur Guðmundsson, bauð gesti velkomna með ræðu fyrir hönd bankaráðsins. Minnti hann á það í upphafi ræðu sinnar, að Verzlunarbankinn yfirtók á öndverðu s.I. ári alla starfsemi Verzlunarsparisjóðsins, og hefði þegar á þessu ári komið fram mjög mikil aukning í allri starfsemi bankans svo að þrengzt hefði um skilyrði til eðlilegs vaxtar í húsa- kynnum hans í Bankastræti 5, og hefði því verið ákveðið að taka á leigu húsnæði fyrir útibú, til þess að bæta þjónustu bankans gagn- vart viðskiptamönnum sínum og NÝTT! SKELJAR — KUÐUNGAR Alls konar vörur úr skelj- um nýkomið frá Þýzka- landi. FLUGVELAR —með -benzínmótorum BANGSAR og önnur uppstoppuð dýr í miklu úrvali og fjölmargt fleira. Garðastræti 2 Sími 16770. Lokað Skrifstofur Flugmálastjórnar á Reykjavíkur- flugvelli, verða lokaðar á morgun, laugardag- inn 22. des. 1962 vegna jarðarfarar Skafta Þóroddsonar, fyrrverandi flugumsjónarmanns. Flugmálastjóri Agnar Kofoed Hansen. Sjálfvirki þurrkarinn þurrk- ar heimilisþvottinn hvernig sem viðrar. Aðalumboð: Raf tæk j a verzlun íslands h.f. Utsala í Reykjavík: Smyrill Laugavegi 170. Sími 1-22-60 Söluturn til sölu eða leigu, góður sölustaður, salan fari fram um næstu áramót. Tilboð sendist Vísi fyrir 29. des. merkt — góður sölustaður — eins til þess að draga úr þeim þunga, sem kominn er á afgreiðslu aðalbankans. Innstæðuaukning. Formaður kvað heildarinnstæð- ur í bankanum nú helmingi hærri en þær voru er hann tók til starfa og Verzlunarsparisjóðurinn hætti störfum, enda á þessum tíma orðiö mesta innlánsaukning í sögu þjóð- arinnar, en samkvæmt upplýsing- um Seðlabankans hefði aukning spari- og veltiinnlána í bönkum og sparisjóðum aukizt á þessu ári um 815 millj. kr. Eddu-bækur — Framhald af bls. 8. hann langan þátt um æskuheimili sitt, Háreksst'aði á Jökuldals- heiði, en sá þáttur verður vafa- laust talinn meðal gagnmerk- ustu heimilda um líf liðinna kyn- slóða í einni afskekktustu byggð íslands. Haugaeldar er stór bók, á 5. hundrað bls. að stærð, prentuð á myndapappír og með miklum fjölda mynda. Öll er útgáfan hin vandaðasta. Þingi frestuð — tran nalf dj Dls 1 Að þvf búnu skiptust þing- forseti, Friðjón Skarphéðins- son, og þingmenn, Eysteinn Jónsson fyrir þeirra hönd, á jóla- og nýársóskum. Að lokuir las Ólafur Thors forsætisráðherra upp forseta- bréf þess efnis, að honum væri heimilað að fresta þingfundum frá og með 20. desember, enda verði.-þing , kaliað saman ekki seinna en 29. janúar n. k. Var síðan fundi slitið. Tóbuksverzlunin LONDON Masta 3. b. - Abdulla Brillon — Duncan — Park eru allt velþekktar reykjapípur. ★ Konfektkassi er \ kærkominn. ★ Jólakonfektkassarnir ★ Reykjapípa er kær- komin jólagjöf. ★ komnir. ★ Jólavindlarnir komnir. Téb ksverziunin LOeiDON 5 E53 Merkur nýjungur á fjdrlög: Kláfurá Tungnaá Skríðbíll á sanda Grímseyjarfíug Fjárveitinganefnd í heild lagði fram í gær við þriðju umræðu fjárlaga margar tillög- ur til breytinga á fjárlagafrum- varpinu frá annarri umræðu og verður atkvæðagreiðsla um þær tillögur í dag og endanlega gengið frá afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1963. Hér verður drepið á nokkrar tillögur fjárveitinganefndar sem athygli vekja: Gert er ráð fyrir 350 þúsund króna framlagi til Kláfferju á Tungnaá hjá Haldi og munu bændur og raforkumálaskrif- stofan jafnframt leggja fram fjárhæðir til þessarar fram- kvæmdar, sem er nýr Iiður. Þá er gert ráð fyrir 2’ þúsund króna hækkun til sjúkraflugs Tryggva Helgasonar á Akur- eyri með það fyrir augum að hann annist hálfmánaðarlegt flug til Grímseyjar, sem vérður að sjálfsögðu mikil samgöngu- bót fyrir íbúa eyjarinnar. Gert er ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi til byggingar nýs prestseturshúss á hinu Síldarsnla Framhald af hls. 1. herzlu á, að fá sem mest af síld- inni afgreitt fyrri hluta vetrar meðan markaðsmöguleikar eru beztir, en eru að jafnaði ákaflega tregir til að taka við miklu magni siðari hluta vetrar og að vorinu. Kaupendur í Vestur-Þýzkalandi eru þó skuldbundnir til að taka við töluverðu af hinu umsamda magni allt fram til vors. — Er útlit fyrir að frekari samningar takist um sölu á Suð- uriandssíld? Við höfum nýlega gengið frá samningi við ísraelsmenn um sölu á 4.000 tunnum af sykursíld og er nú verið að ljúka við að salta það magn. Einnig er útlit fyrir, að sala takist á takmörkuðu magni til Beneluxlanda og Frakklands. Allt eru þetta ný markaðslönd. — Kaupa Rússar enga Suður- landssíld í ár? Fram til þessa hafa þeir ekki fengizt til þess. Bera þeir því við, að hin seinveidda síld sé ekki nægilega góð til söltunar. Síldar- útvegsnefnd hefur þó nýlega sent þeim nýtt tilboð og er beðið eftir svari. Rússar voru áður aðal kaupend ur Suðurlandssíldar. Hefði þessi afstaða þeirra til kaupa nú kom- ið sér mjög illa, ef ekki hefði á undanförnum árum tekizt að afla nýrra markaða fyrir Suðurlands- síldina. Þrefallt — Framhald at bls. 16 Auk þess eru svo stöðvarnar við Grensás og í Hafnarfirði. Versti tími dagsins er milli! kl. 10-12 á morgnana, en held ur hægist um seinni hluta dags ins. Af dögum vikunnar er allt I af mest að gera á mánudi ' forna höfuðbóli Odda á Rangár- völíum, en þar er gamalt íbúð- arhús og mikil þörf á uppbygg- ingu. Þá er gert ráð fyrir að festa kaup á skriðbíl, sem hentað geti til ferða um torleiði á landi og sem ferja yfir vötn og að reyna slikt tæki á jokuivötnum og aurum Skaptafellssýslu til þess að fá úr þvi skorið, hvort á þann hátt yrði opnuð samgönguleið fyrir Skaptfell- inga og ökufært yrði á Iéttum bílum umhverfis landið. Ennfremur er tekið inn sem nýr liður að kaupa eignir Rækt- unarfélags Norðurlands, sem tilraunaráð jarðræktar hefir á leigu. Loks má nefna nýjan lið, að ráðstafað sé eignum Áburðar- einkasölu rikisins tii jarðvegs- rannsókna, sérstaklega með til- liti til rannsóknar á áburðar- þörf landsins eftir ákvörðun fl landbúnaðarráðuneytisins i sam | ráði við búnaðardeild Atvinnu | deildar Háskólans. Samningur — Framh at bls. t til eins árs mun nerna að pen- ingaupphæð um 320 millj. kr. Gert er ráð fyrir að kaup á öll- um olíutegundum aukist nokk- uð. Á þessu ári kaupum við 45 þús. tonn af benzíni en verður, 45 þús. á n. ári. Af brennslu- olíu kaupurn við 172 þús. tonn í ár en verður 210 þús. tonn árið 1963. Áf fuel olíu kaupum við 88 þús. tonn í ár en verð- ur á næsta ári 90 þús. Skipaútgerðin Ms. Hekla fer frá Reykjavlk kl. 16 á nýárs- dag beint til Isafjarðar og þaðan um Súgandafjörð, Flateyri, Þing- eyri, Bíldudal, Sveinseyri og Pat- reksfjörð til Reykjavíkur, hinn 3. janúar, en um kvöldið samdæg- urs siglir skipið austur um land með viðkomu samkv. ferðaáætlun (1. jan.). Siglufjörður verði þó aukahöfn á leið til eða frá Akur- eyri, eftir hentugleikum. Tekið á móti vörum á allar áætlunarhafnir kringum land dagana 21., 22. og 27. þ.m. sjá þó neðangreinda aug Iýsingu Ms. HerðubreiÓ austur um land til Reyðarfjarðar 3. jan. samkv. ferðaáætlun. Tekið á móti vörum til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðv- arfjarðar hinn 28. þ.m. Vörur til þessara hafna verða því ekki tekn ar í Heklu og aðeins nauðsynlegar smásendingar til þeirra áætlunar- hafna, sem Herðubreið venjulega þjónar um vöruflutning.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.