Vísir - 21.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 21.12.1962, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 21. desember 1962. 7 Bandarísk Skybolt-eldflaugin sem misheppnaðist. Eftir Þorstein menn Engilsaxnesku þjóðanna Keanedy forseti og Mamillan forsætisráðherra hafa nú í vikunni setið á fundum á Bahama-eyju. Það er vitað að þeir hafa rætt um viðkvæm deilumál sem upp hafa komið milli þeirra, sérstaklega várðandi ';míði hinna svokölluðu Skybolt- eldflauga, en segja má að Breta- stjórn hafi byggt stefnu sína í iandvarnarmálum á því að þeir fengju þessar umræddu eldflaug ar frá Bandaríkjamönnum. Kom það Bretum því mjög á óvart, þegar Bandaríkjamenn tiikynntu þeim allt í einu, að þeir væru hættir við smíði Skybolt eldflaug anna og því gætu Bretar ekki heldur fengið þær. Skybolt-málið virðist hafa sært Breta djúpu sári og kannski ekki furða, þar sem að á þessu máli vegur það salt, hvort Bretar geta enn talizt stórveldi eða ekki. ‘ það er kunnugt að Bretar lögðu út í það að framleiða upp á eigin spýtur kjarnorku og vetnissprengjur. Þetta hefur þrátt Thorarensen 'jpóku Bretar nú tii við að teikna og undirbúa smíði á þess konar eldflaugum, sem mætti hengja undir væng stórra sprengjuflugvéla. Kölluðu þeir hana Blue Streak eða Bláa strik- ið. Þeir komust samt brátt að því að tæknileg vandamál við þetta voru miklu meiri en þeir höfðu ímyndað sér og líkur bentu til þess, að kostnaður við þær til- raunir myndu nema milljörðum króna. Leizt þeim nú ekki á blik- una, að þurfa að verja stórum hluta þjóðartekna sinna í þessar eldflaugatilraunir . |yú vildi svo til einmitt um þetta sama leyti, að Banda- ríkjamenn höfðu í undirbúningi smíði sams konar eldflauga sem hengja mætti undir flugvélar- væng og gætu borið kjarnorku- sprengjur. Þessar bandarísku eld flaugar voru kallaðar Skybolt. Kom þeim Bretum og Bandaríkja mönnum nú saman um það, að Bretar skyldu fá nokkrar af þessum Skybolt eldflaugum en i staðinn létu Bretar bandaríska ríkjamenn eru jafnvel að fara langt fram úr Rússum og varnar- styrkur þeirra að vaxa stórkost- lega með þeim 130 Minuteman- eldflaugavirkjum, sem þeir eru nú að koma sér upp um gervöll Bandaríkin. f þessum virkjum staðreyndir aðrar sanna, að hon- um eru nú ljósir yfirburðir Banda ríkjanna í eldflaugahernaði. Hann svaraði t. d. Kínverjum nýlega, þegar þeir héldu því fram að kommúnistaríkin ættu að halda uppi styrjöld við Vesturveldin: stórvelda. Það má líkja þeim við rjúpnaskyttu, sem hefur að visu sterk haglaskot með fullkomn- asta púðri og höglum, en vantar bara byssuna. Það verður ekki séð að þeir hafi neina möguleika þó til styrjaidar kæmi á að skjóta Bretar missa stérveMisdrauminn fyrir önnur hnignunarmerki veld- is þeirra gefið þeim nokkra sér- stöðu. Það hefur enn virzt sem hið litla Stóra Bretland væri þriðja stórveldið í heiminum. En hergagnatæknin hefúr þró- azt áfram, sérstaklega á sviði eldflauganna. Þar sem sprengju- flugvélar Breta gátu talizt nýti- legar fyrir svo sem fimm árum er nú svo komið að þær fara að veiða úreltar. Engum dettur nú í i\ug, að jafnvel fullkomnustu spiengjuflugvélar Breta, svo sem Vulcan-flugvélin komist t gegn- um eldflaugaloftvarnir Rússa. Ög þar sem Bretar sáu sér ekki fært kostnaðar vegna að taka þátt í eldflaugakapphlaupinu með Rússum og Bandaríkja- mönnum, er nú svo komið að Bretar sjálfir ráða ekki yfir nein- um þeim tækjum, sem nothæf teljast til að koma atómsprengj- unum yfir skotmarkið. Þetta þýð- ir hvorki meira né minna en það, að Bretar missa stórveldisdraum sinn og þær kjarnorkusprengjur sem þeir ráða yfir hafa þá engu hlutverki að gegna lengur í al- þjóðamálum. Þetta er að sjálf- sögðu stórfellt áfall. lVú hugðust brezkir herfræðing- ar að leysa þetta vandamái með einföldum hætti. Það er rétt, sögðu þeir, að við höfum ekki efni á því eins og Bandaríkjamenn og Rússar að smíða hinar risavöxnu eldflaugar sem hægt er að sk-jóta milli heimsálfa. En önnur leið er möguleg. Hún er sú að búa stóru sprengjuflugvélarnar út með til- tölulega litlum eldflaugum, sem geta borið í nefinu atómhleðsiu. Með þessu móti virtist hinum brezku herfræðingum, að flugvél ar þeirra gætu ef til kæmi flogið upp að landamærum Rússlands og skotið hinum litlu eldflaug- um þaðan. Virtist Bretum að betta væri nokkuð sambærilegt •'ð hin bandarísku Polaris-flug- keyti, sem geymd eru um borð í kafbátum og geta síða læðzt ipp að ströndum Rússlands kommúnistunum til varnaðar. flotanum eftir bækistöð fyrir kjarnorkukafbáta á Helgafirði við Skotland. Þessu treystu Bretar og þóttust nú sjá fram á að hlutur þeirra sem kjarnorkuveldis væri áfram tryggður. Má því segja að það hafi verið reiðarslag fyrir þá þegar Mc Namara landvarnarráð- herra Bandaríkjanna tilkynnti Bretum, að því miður sæju Bandaríkjamenn sér ekki fært að halda áfram smiði Skyboit-eld- flauganna. Þær hefðu reynzt allt- of dýrar og auk þess hefðu þær litla hernaðarþýðingu eftir að Bandaríkjamenn hafa komið sér upp fjölda stöðva með iangdræg- um eldflaugum. Clíkar viðræður hernaðarsér- ^ fræðinga um eldflaugavopn nú á dögum eru heldur ógeðfelld ar. Það þýðir þó ekkert að loka augunum fyrir þeim, enda sér hver maður að undir því geta heimsyfirráðin verið komin, hverjir ráða yfir "'ullkomnustu kjarnorkusprengjum og eldflaug- um. Þau yfirráð og völd geta marka,- án þess að nokkurn tíma komi til þess að sprengjun-. um sé beitt. Aðeins sú staðreynd að þau eru til geta haft stórleg varnaðar og hömluáhrif á árásar- seggi. Tjað þarf ekki langt að leita til þess að sjá hin pólitísku á- hrif af þessu. Telja verður að frekja og dólgsháttur Rússa fyrir tveimur árum hafi stafað mikið af því, að þá þóttist Krúsjeff viss um að Rússar væru að komast fram úr Vesturveldunum í kjarn- orku og eldflaugavígbúnaði. En Bandaríkjamenn kipptu við sér og nú hafa metin jafnazt. Banda- sem eru neðanjarðar eru stórkost legar langdrægar eldflaugar geymdar langt niðri í jörðinni og eru þær jafnan til taks, ef Rúss- ar gerðu tiiraun til árása. Þaðan er hægt að skjóta þeim örugg- iega í mark í Moskvu eða Volgu- grad, þótt vegalengdin liggi yfir allt norðurheimskautssvæðið. Það er tilkoma þessara öruggu tækja, sem gerði það að verkum að Krúsjeff fór sér hægt og dró sig til baka í Kúbu-málinu. Ótal „Sumir segja að heimsvaldasinn- arnir (þ. e. Vesturveldin) séu pappírsljón, — en þeir gleyma því að það eru atómtennur í pappírsljóninu". Fleiri slík um- mæli sýna, að Krúsjeff er hugsi yfir styrkleik Vesturveldanna. TTvað Breta eina viðvíkur er nú x svo komið, að þeir geta eftir missi Skybolt-eldflauganna vart talizt iengur í tölu kjarnorku kjarnorkusprengjum sínum yfir andstæðingana. Að vísu virðist mönnum sem það saki ekki, en hitt er þó verra, að þetta mun al- mennt hafa þau áhrif að draga úr pólitískum áhrifum Breta. Slíkt eiga Bretar sjálfir mjög erfitt með að sætta sig við og vissulega er það rétt, að afskipti Breta af alþjóðamálum, með þeirra frjálslyndi og skynsam- legum rökum hefur oft stefnt til bóta í alþjóðamálum. Það er líka erfitt fyrir Evrópu- menn að sætta sig við að þurfa að vera algerlega upp á Banda- ríkjamenn komnir með nauðsyn- legar landvarnir sínar. Óvfst að stjórnmálaástandið f Bandaríkj- unum verði jafnan svo að hægt sé að treysta óhvikulli forustu þeirra. Þorsteinn Thorarensen. ónýt flugvél liggur enn í flugskylinu Fyrir nokkru samþykkti Al- þingi að veita 200 þúsund krónur á fjárlögum til að greiða Sigurði Ólafssyni flug- manni vegna tjóns er hann varð fyrir af því að hann neit- aði á s.l. sumri að gerast njósn- ari tékkneskra kommúnista hér á landi. Var athyglisvert við af- greiðsiu fjáriaga, að margir kommúnistar á þingi sátu hjá við atkvæðagreiðslu, aðeins for hertustu Moskvu-menn greiddu atkvæði á móti tillögunni. Vísir hefur átt stutt viðtal við Sigurð í tilefni þessa. Hann skýrir frá því, að tékkneska flugvélin liggi enn ónotuð í skýli á flugvellinum. Ég bað utanríkisráðuneytið, sagði Sig- urður, að taka við málinu og reyna að fá hið tékkneska fyrir- tæki sem smíðaði flugvélina að taka við henni sem gallaðri vöru, en nú í desember barst bréf frá Tékkunum þar sem þeir höfnuðu þessu tilboði. Hins vegar skýrði Sigurður frá því, að Tékkarnir hefðu dregið aftur úr Landsbankanum skuldakröfu að upphæð 70 þús. krónur vegna viðgerðar á flug- vélinni. Ég er Alþingi mjög þakklát- ur fyrir það að það veitir mér nú 200 þús. krónur. Sú upphæð er þó aðeins upp í lítinn hluta þeirra skulda sem ég hefi kom- izt í vegna svika Tékkanna. Aðalverðið ætti að liggja í flug- vélinni og hún er til sölu, en ég veit ekki hvort nokkur vill kaupa hana, — ég get að minnsta kosti ekki mælt með henni. m 'Tzm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.