Vísir - 21.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 21.12.1962, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Föstudagur 21. desember 1962. VÍSIR Jtgeíandi: Blaðaútgátan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 Ifnur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Orð Schweitzers Albert Schweitzer hefur alið mestan aldur sinn við líknarstörf á bökkum Kongófljótsins. í fyrradag lét hann til sín heyra í deilunni um það hvort knýja skuli Katanga undir sambandsstjórnina í Kongó og láta sjálf stæði þess lokið. Schweitzer leggst mjög gegn því og telur Sameinuðu þjóðirnar hér á villigötum og einnig Bandaríkin, sem þær styðja í málinu. Og það er eðlilegt að spurt sé: Hví má ekki Katanga halda sjálfstæði sínu? Þar býr sérstök þjóð á afmörkuðu landsvæði. Engin ástæða var til þess að halda landamærum hinnar gömlu belgisku nýlendu óbreyttum, gegn vilja fólks- ins sem í Kongó býr. Við íslendingar skiljum það vel, að ungar þjóðir vilji vera sjálffjíæðar. Því er samúS okkar óhjákvæmilega með Katangamönnum. Og það er leitt að Sameinuðu þjóðirnar skuli hér hafa stigið afdrifaríkt víxlspor. Þeirra hlutverk er að styðja þjóðir til sjálfstæðis, en ekki svipta þær frelsi. Keflavíkurferðir tollaðar ? Nýi Keflavíkurvegurinn hefur verið mjög á dagskrá undanfarið. Hans er beðið með mikilli eftirvæntingu, og á sína vísu mun hann marka tímamót í umferðar- sögu okkar, þar sem hann er fyrsti þjóðvegurinn sem steyptur er á landinu, fyrsta bílabraut okkar íslend- inga. Ríkisstjórnin hlaut í gær heimild þings til þess að taka 70 millj. króna lán til vegarins. Rétt er og sjálfsagt að ljúka honum hið allra fyrsta, því umferðin um hann er bæði erfið og þung. Nokkrar hugleiðingar munu vera uppi um að afla fjár til vegarins með því að Iáta hvern bíl sem eftir honum fer greiða toll. Tíðkast slíkt nokkuð í Banda- ríkjunum, en þó einkum í umferð yfir brýr. Slíkt skref ætti ekki að stíga nema að mjög vel athuguðu máli Af tollheimtu yrðu óhjákvæmilega tafir og spyrja má hvers vegna mismuna ætti þeim sem til Keflavíkur keyra og krefja þá um aukagjald. Þjóðvegimir hafa verið öllum frjálsir og bezt fer á því að þeir séu það. Fé til skólanna Kommúnistar kveina um að dregið sé úr fjárveit- ingum til skólabygginga. Hvað er satt í því? Ekkert, fremur en fyrri daginn, er kommúnistar tala. Aldrei í sögu Alþingis hefur verið veitt eins mikið fé til skólabygginga sem einmitt nú. Nemur það fé, sem næsta ár verður veitt til þeirra, 11.7 milljónum króna. Auk þessa hefur ríkisstjómin aflað sér heim- ildar til að taka lán fyrir 28 millj. króna til skólabygg- inga. Þetta er sannleikur málsins. Nýir hæstaréttar- Tvær Eddu-bækur Gunnar Guömundsson Gunnar Guðmundsson er fæddur £ Reykjavík, 12.2.1928. Foreldrar hans eru Guðmundur Helgi Guðmundsson og Magda- lena Runólfsdóttir. Hann varð stúdent frá MR 1948, cand. juris 1954, hdl. 1957 og hæsta- réttarlögmaður 30. okt. sl. Gunnar réðst fulltrúi til borgardómarans í Reykjavík haustið 1954 og starfaði þar í 6 ár aðailega að uppkvaðningu *dóma í skaðubótamálum, en hefur síðan starfað á málflutn- ingsskrifstofu Vagns Jónssonar £ Reykjavík. Eiginkona Gunnars er Guðbjörg Pálmadóttir og eiga þau eitt barn. Bókaútgáfan Edda á Akureyri hefur sent t markaðinn tvær bækur, ritgerðasafn og ferðabók. Ferðabókin er eftir þau hjónin Sigrlði og Birgi Thorlacius og segja þau frá ferðum sfnum um Evrópu, Asi'u og Ameriku, þ. á m. frá nautaati í Madrid, dvöl meðal blökkumanna f Bandaríkj- unum, frá humarveiðum £ Maine, Indíánum við Rio Grande, hinni fornfr. borg M-Asfu, Samarkand, ferð um Beirut til Bombay og Nýju-Dehli á Indlandi, enn fremur frá dvöl í Feneyjum og Spáni, ferð til Hawaiieyja og margt fleira. Sumar þessar frá- sagnir hafa áður verið lesnar í útvarp eða birtar í blöðum, en aðrar hafa hvergi birzt áður. Ferðabók þeirra hjóna er rösk ar 200 síður að stærð, auk sér- prentaðra mynda og er þetta hin fegursta bók að allri gerð. Ritgerðasafnið sem Edda gef- ur út er eftir Gísla Jónsson rit- stjóra f Vesturheimi. Rit þetta nefnir höfundurinn „Haugaeida" Jónsson er fæddur að Háreks- stöðum í Jökuldal. Hann lærði ungur prentiðn á Akureyri, en fluttist fljótlega úr þvf til Vest- urheims og er nú f röð kunnustu núlifandi íslendinga þar vestra. Hann hefur ort og skrifað mikið fyrir blöð og tímarit Vestur-ís- lendinga og komið hafa út tvær ljóðabækur „Farfuglar" og „Far- dagar“. Um langt skeið hefur Gísli verið ritstjóri Tfmarits Þjóðræknisfélagsins f Vestur- heimi og er það enn. Gfsli er málhagur og málvandur og skrif- ar betri íslenzku, en ýmsir þeir höfundar sem hér eru búsettir og tala móðurmál sitt daglega. í upphafi bókarinnar — Haugaeíd- ar — er ritgerð um höfundinn og störf hans sem dr. Stefán Einars- son hefur samið. Eins og áður segir kennir margra grasa um hin ólfklegustu efni f bók Gísla ritstióra. Hann skrifar m. a. ýmsa þætti um inn- lend og erlend tónskáld, ýmsa samtfðarmenn sem hann hefur og kennir þar margra grasa, endakynnzt á lffsleiðinni, ferðaspistla, orðið til á ýmsum tfmum, það þætti um bókmenntir og hvers elzta fyrir nær 60 árum. konar önnur málefni. Þá skrifar Höfundur bókarinnar, Gísli Frh. á bls. 5. Þorvaldur Ari Arason Þorvaldur Ari Arason er fæddur 11.5. 1928 á Víðimýri f Skagafirði, sonur Steingrfms Arasonar og Guðrúnar Björns- dóttur. Hann varð stúdent 1949, cand. juris 1957, hdl. 1957 og hæstaréttarlögmaður 20. októ- ber 1962. — Þá má geta þess að Þorvaldur lauk með undanþágu þeim hluta embættis prófs f viðskiptafræðum er til- heyra verklegu bókhaldi, endur- skoðun og skattskilum við H.í. 1952. Þorvaldur var virkur í félags- lífi háskólastúdenta. Hann var formaður Orators, félags laga- nema, ritstjóri Úlfljóts, fram- kvæmdastjóri Vinnumiðlunar stúdenta og átti sæti í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Þorvaldur hefur rekið all- mikinn atvinnurekstur frá 1952, verzlun og iðnað. Kona hans er Hjördfs Vil- hjálmsdóttir Zebitz og eiga þau fjögur börn. lögmenn Gunnlaugur Þórðarson Nýlega fluttu fjórir héraðs- dómslögmenn síðasta prófmál sitt fyrir Hæstarétti, og hlutu þar með réttindi hæstaréttar- lögmanna. Þeir eru Agnar Gústafsson, Gunnar Guð- mundsson, Gunnlaugur Þórðar- son og Þorvaldur Ari Arason. Við birtum hér myndir af hin- um nýju hæstaréttarlögmönn- um ásamt stuttu æviágripi. Gunnlaugur Þórðarson er fæddur £ Reykjavík 14.4, 1919, sonur Þórðar Sveinssonar og Ellenar Jóhönnu Kaaber. Gunn- laugur varð stúdent 1939, cand. juris 1945, hdl. 1951 og hæsta- réttarlögmaður 9. nóv. sl. Hann var forsetaritari 1945—1950 og fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu frá 1950. Gunnlaugur lauk doktorsprófi við Parísarháskóla 1951, og varði doktorsritgerð sína um landhelgi Islands 1952. Hann hefur verið í aðalstjórn Rauða Krossins síðan 1952 og átti þar frumkvæðið að komu ungverskra flóttamanna hingað í des. 1956. Hann sat á Alþingi sem vara- þingmaður fyrir Alþýðuflokk- inn 1957 og 1959. Þá hefur hann átt sæti f safnráði Listasafns ríkisins. Kona Gunnlaugs er Herdís Þorvaldsdóttir og eiga þau Agnar Gústafsson Agnar Gústafsson er f. 28.Í0. 1926 í Rvfk. Foreldrar eru Gúst- af Kristjánsson mundsdóttir 1946, cand. 1953. Agnar varð lögmaðun 21. nóvember 1962. Hann var fulltrúi á málflutn- ingsskrifstofu Ólafs Þorgríms- sonar frá 1952—1958, en hefur síðan rekið eigin lögfræðiskrif- stofu í Reykjavík. Agnar er kvæntur Ingu Dóru Hertervig og eiga þau tvö börn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.