Vísir - 21.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 21.12.1962, Blaðsíða 9
VÍSIR . Föstudagur 21. desember 1962, 9 JÓLAÖLIÐ Kristinn Lýðsson við skilvindu, sem skiiur öl. er lokið er það svo sett í geymslutanka og er þá tilbúið til afgreiðslu. Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiðir margt fleira en öl. Eru helztu tegundir þessar: sinalco, spur, appelsin, Hi- spot, sódavatn, engiferöl, grape fruit, Canada Dry appelsín, og jarðarberjadrykkur. Ölið er svo maltöl, hvítöl og pilsner. Jólagosdrykkir. Fleiri framleiða sérstaka jóla- drykki en Ölgerðin, þó að þar sé ekki um öl að ræða. Sanitas framleiðir sérstakan jóladrykk, sem er gerður úr aprikósu og appelsínusafa. Hann er gos- drykkur og aðeins settur á markaðinn fyrir jólin. Hjá Sanitas er talið að fram- leiðslan í desember sé um það bil helmingi meiri en í meðal- mánuði á öðrum tíma ársins. Sanitas framleiðir marga drykki, svo sem pepsi cola, seven-up, geisla, polo, appelsín, grape fruit, sódavatn, engiferöl og an anas. Þá framleiða þeir einnig ávaxtasafa, sem ætlaður er til að blanda hann vatni og er ekki með gosi. Má segja að aukning- in komi jafnt niður á alla drykk ina. Það virðist því allt benda til að Reykvíkingar verði ekki þurr brjósta yfir hátíðina. Ekki mun heldur hætta á að drykki skorti úti á landi þar sem mikið er flutt héðan út á land. Þá eru einnig á Akureyri tvær verksmiðjur sem framleiða gos- drykki, undir nöfnunum Flóra og Sana. Alls eru framleiðendur fimm á landinu og hafa allir mikið að gera fyrir jólin. Einn hestvagn. Þegar hann byrjaði hjá fyrir- tækinu, var framleiðslunni ekið út á einum hestvagni, en núna eru notaðir til þess 10—12 bíl- ar. Hjá fyrirtækinu vinna nú að staðaldri um 70 manns, að frátöldu skrifstofufólki. Fólki er þó fjölgað verulega fyrir jólin og er núna um eða yfir hundrað, meðan á jólaönnum stendur. Ekki er nema takmark- aður tími, sem heppilegt er að < geyma ölið og því ekki hægt að byrja að safna birgðum fyrr en seinast í október. Fyrsta stigið í framleiðslunni er að mala kornið sem fer í það. Það er gert í sérstakri kvörn og eru notuð 4—800 kíló í hverja lögun. Úr myllunni fer kornið í suðupottinn. Þar er það soðið með vatni, þannig að það renn- ur saman við vatnið. Næst fer það í stóra kæli- bakka. Þeir eru stórir um sig en grunnir. Þar er það látið standa f nokkra klukkutíma til að kólna. Eru hafðir opnir gluggar allt í kring, til að gefa loftstraum. Þaðan gengur ölið svo í gegnum kæla, sem eru vélknúnir, til frekari kælingar. Þaðan fer ölið í tanka, þar sem það er látið standa um tíma til að gerjast. Þegar því Þarna er jólaölið sett í ílátin sem viðskiptavinir koma með. A' nkell Ingimundarson, með kom f höndunum, sem fer í ölið. í ölgerð Egils Skalla- grímssonar er nú mikið að gera við að selja jóla- ölið. Er þar stöðug ös að kaupa öl, sem selt er í lausu máli, og verða menn að koma með ílát og er þá mælt í þau með sérstökum tækjum. Er þetta til sölu hjá Ölgerð- inni, sem er eini aðilinn, sem framleiðir öl í Reykjavík. Margir nota sér þetta fyrir jólin, þvf að þetta er miklu ó- dýrara en að kaupa ölið í flösk- um. Líterinn kostar svona 6,95 krónur. Koma menn með öll möguleg ílát, allt frá brenni- vínsflöskum upp f 30 potta mjólkurbrúsa. Ö1 það sem er kallað í dag- legu tali jólaöl fæst allt árið og nefnist þá hvítöl, þó að það sé dökkt að lit. Er ekki veruleg sala f því að öllu jöfnu, nema tyrir hátíðar og þá sér í lagi fyrir jólin. Helztu efni sem í ölið fara, eru malt og humlar, og svo vatn. Hvernig farið er að því að fá öl úr þessum efnum, er hernaðarleyndarmál. Brugg. Ekki er ölið áfengt, en hug- vitssamir menn hafa komizt upp á lag með að brugga úr þessu ágætt öl, sem getur orðið talsvert áfengt, hjá færum og vandvirkum mönnum. Ekki er okkur kunnugt um hvernig far- ið er að því, en reynslan hef- ur sýnt að þetta brugg getur orðið hinn ágætasti drykkur. Við fórum í Ölgerðina við Frakkastíg, til að kynna okkur frekar hvernig öl þetta er búið til. Á Frakkastfgnum er brugg- að allt öl Ölgerðarinnar en gos- drykkjaframleiðsla er í verk- smiðju í Þverholti. Þar eru einnig eigin vélaverkstæði, bíla- verkstæði og trésmíðaverkstæði Ölgerðarinnar. Okkur til leiðsagnar fergum við Arnkel Ingimundarson, verkstjóra yfir verksmiðjunni á Frakkastíg. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu í nærri 37 ár og kveðst ekki hafa neinar ráða gerðir um að skipta um vinnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.