Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 1
VISIR Laugardagur 22. desember 1962 BLAÐ II Ekki margt Einum islenzkum manni hefur verið lýst á þann veg að gott mundi til hans að leita ef Ieggja ætti: veg yfir Himalayafjöllin. Þessi maður er Jón Leifs. Hann hefur nauðugur viljugur valizt forystumaður ísienzkra tónskálda og stjórnað launabaráttu þeirra eins og hershöfðingi. Hann hefur uppskorið óvild, háð og skilnings leysi en hann hefur líka uppskor- ið sigur. Áður en ég hitti hann fannst mér hann alltaf minna mig á skriðdreka. Ilann brunar fram að markinu án þess að líta til hægri né vinstri. Og hann hugsar ekki um undirtektir fólks- ins heldur nauðsyn þess sem þarf að gera. ’C’g bjóst hálfpartinn við að hitta ómstríðan einstefnumann með meitlaða harðneskju og ' skeyt- ingarleysi í allri framkomu.. En það var öðru nær. Á móti mér tók maður hlýlegur í fasi, örlát- ur á bros, léttur á brún. Og vildi ekki tala um Stef. — Það var nauðsynjaverk sem hefur, haft af mér tíu ár frá tónsmíðum. Það er eiginlega fyrst núna sem ég hef aftur tíma til að semja. Og þá cr maður kannski orðinn gam- aldags eins og Þorkell Sigur- björnsson sagði um Prókófíeff ifm daginn og er raunar alveg rétt á sinn hátt. Nú gildir ekkert annað en reyna að semja það sem maður heldur að hafi eitt- hvert gildi áður en maður deyr. ZE’tluðuð þér frá upphafi að verða tónskáld? Nei, ég fór til Leipzig 1916 til að nema píanóleik. Ég vildi fara til Leipzig, af því Grieg hafði verið þar. Ég hafði langmestar mætur á Grieg þegar ég var strákur, fannst hann eiginlega Spjallað við JÓN LEIFS eina tónskáldið sem til greina kæmi — og svo kannski Beet- hoven. Ég spilaði margar són- ötur han: áður en ég fór utan, en svo kom vitanlega í ljós að ég kunni ekkert. Jú, ég hafði að vísu einhverjar óljósar hugmynd- ir um að semja en ég vildi helzt ekki fara út í það nema geta bætt við einhverju nýju. Ég hafði enga löngun til þess að lfkja eftir, öðrum. Og hvað vakti nú mesta undrun þegar til Leipzig kom? Það var hljómsveitin. Ég hafði aldrei heyrt í hljómsveit fyrr. Ég hlustaði á Faust-sinfónlu eftir Liszt strax á fyrstu hljómleik- unum í Leipzig 1916. Hún var flutt af stórri hljómsveit og kór. Mér fannst þetta óskaplega skrítið. Liszt var eiginlega nærri því módern þá. Ég skrifaði föð- ur mínum seinna og sagði hon- um að ég ætlaði að verða píanó- leikari, hljómsveitarstjóri tón- skáld og rithöfunduur um tón- list. Liszt gerði þetta allt saman, og þess vegna hlaut ég að geta gert það líka. En faðir minn skrifaði mér aftur og sagði: „non multus sed multum,“ drengur minn, ekki margt heldur mikið. Þú verður að velja úr. Þetta vildi nú ekki sannfæra mig þá, en raunar hef ég aldrei gleymt þessu. J~kg þér hafið haldið tónleika? Já, ég lék á píanótónleikum i Leipzig 17. júní 1921. Spilaði m. a. sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir kennara minn Graener, sem mér fannst vera in'spireruð af mínu fyrsta verki, ópus eitt, sem ég var búinn að sýna honum. Hann sagði um verk sitt að það væri „sehr nordisch". Svo kvænt ist ég og fór heim. Ég fór þá um landið með píanó, kom fyrst til Djúpavíkur og hélt þáðan um- hverfis landið. Konan mín var píanóleikari líka og við héldum tónleika í Reykjavík fyrir tvö píanó. Voruð þér þá lengi hér á landi? Ég fór aftur til Leipzig um haustið og þá fór ég að snúa mér að öðru. Nei, ég lék ekki oftar á píanó’.ónleikum, Og ég seíndi lítið fyrir píanó. Mér „Það er líklega bezt að myndin sé tekin í skugga Beethovens, við erum hvort sem er allir f skugganum af honum“. mikið Þessi mynd var gerð þegar ég var að koma frá útför Jóhanns sonar skálds og ég vissi ekki af því“. Jóns- fannst vera búið að tæma aila möguleika píanósins. Chopin og Liszt og Busoni hafa skrifað allt, sem hægt er að skrifa fyrir píanó fannst mér. Aftur á móti verður hljómsveitin seint tæmd. Ja, eig- inlega gerði ég nú allt þetta sem Liszt gerði og þrátt fýrir aðvar- anir föður míns. Ég vann meira að segja fyrir mér um nokkurt skeið með blaðagreinum og rit- gerðum. Ég hef alltaf átt létt með að komast inn I tungumál og það auðveldaði mér þennan ieik. Ein af mínum fyrstu hugmyndum um tónlist var Galdra-Loftur. Ég var inspíreraður af leik Jens Waage og Stefaníu Guðmundsdóttur 1915. Þessi tónlist mín hefur aldrei verið fiutt með leikritinu og raunar aldrei verið flutt yfir- leitt í heild. XTvenær fluttuzt þér svo heim? A Ég var í Þýzkalandi að mestu leyti samfleytt til 1945. Þó kom ég heim á þessu tímabili, var t. d. tónlistarstjóri útvarpsins í eitt ár og ætlaði að reyna að byggja upp tónjistariíf I landinu þaðan, en það mistókst. Ég hef iifað tvær heimstyrjaldir í Þýzkalandi og þó undarlegt megi virðast var seinni heimstyrjöldin frjóasti tíminn í listsköpun minni. Maður var innilokaður og að- þrengdur og gat ekkert annað gert. Ég var kvæntur konu af gyðingaættum og af þeim sök- um voru verk mín frá 1937 bönn- uð í Þýzkalandi. Hitler bannaði öll slík verk nema „Kátu ekkj- una“ eftir Lear sem hann hafði svo gaman af sjálfur að hann tímdi ekki að banna það. Ég reyndi vitanlega að hjálpa tengda fólki mínu af veikum mætti. Þér vitið hvernig þetta var, fyrst máttu gyðingar ekki hafa út- varp, svo máttu þeir ekki hafa síma, þá urðu þeir að ganga um ákveðnar götur og bera gula stjörnu og svo tóku sjálfar skelf- ingarnar við. Það sem bjarg aði lífi mínu og minna nánustu var að ísienzka ríkisstjórnin skyldi mótmæla hernámi Breta. „ISLAND VERGEWALTIGT" stóð yfir þverar slðurnar í þýzk- um blöðum. Þar með var litið á mig sem hlutlausan útiending. Ef íslendingar hefðu ekki mót- mæit hefðum við sennilega verið álitnir beinir strlðsaðilar. En þó maður hafi bjargað lífi sínu og annarra hefur enginn maður I veröldinni sloppið heill úr strlð- inu. Það hefur sett sinn stimpil á mannkynið I heild. Það var gott að koma heim úr þessum óskapnaði og þegar ég kom tii Reykjavíkur gekk ég út að Grótti til þess að skoða skammdegif sem ég hafði ekki séð I 30 ár En stýrjöldin hefur fylgt mér síð an. Af því ég var I Þýzkalandi : stríðsárunum þykir mönnum sjál sagt að ég hafi verið nazisti Þegar Sögusinfónlan var flutt Framh. á 20. síðu. i«a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.