Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 3
V í SIR . Laugardagur 22. desember 1962. Bahama - fundur Lokið er hinum þýðingarmikla fundi þeirra Macmillans og Kennedys á ■* Bahamaeyjum og var þessi mynd tekin á ráðstefnunni af þeim !j forustumönnunum. I* Ævisögur og anda- trúarbækur efstar Þær bækur sem rísa nú hæst að sölu á jóla- markaðnum eru ævisög- ur og bækur um spíri- tisma, en fast í kjölfar þeirra fylgja ferðabækur þýddar og frumsamdar og þjóðlegur fróðleikur. Að sjálfsögðu kemur svo ein og ein bók í öðr- um bókaflokkum upp í hóp hæstu sölubókanna, en skáldsögur eru ekki ofarlega um þessi jól. Frá þessu skýrði Lárus Blön- dal bóksali, þegar Vísir átti stutt samtal við hann í morgun um bóksöluna. Hann skýrði m. a. frá eftir- farandi: Að þessu sinni munu vera um 250 nýjar bækur á jólamark aðnum og mun það vera aðeins minna en s.l. ár. Um það bil þriðjungur bókanna eru barna- bækur. — Hvað er upplag bóka stórt? — Mér er nær að halda að meðal upplag af öllum þorra nýrra bóka sé um 1500 eintök. Flestar barnabækur eru f aðeins stærra upplagi og svo koma að sjár iögðu mestu sölubækúrnar í upplögum 3 — 5 þúsund. — Er salan eins mikil og í fyrra? — Mér virðist hún vera nokkuð svipuð og í fyrra. Sann leikurinn er þó sá að síðustu dagarnir hafa úrslitaáhrif á heildarsöluna, svo mér þykir heldur fljótt að fullyrða nokkuð um þetta. Ýmislegt kemur ann- ars til greina í þessu sambandi, bækur hafa eins og önnur sölu- vara hækkað nokkuð í verði, svo að ekki er einhlítt að miða við krónutölu, þegar talað er um söluna. — Kaupir unga fólkið mikið bækur? -— Já, það má fullyrða að I* aldursflokkurinn 7—17 ára les mjög mikið bækur og notar þær einnig til gjafa. Er mjög áber- J. andi að á þessum aldri hafa börn og ungl. ákveðinn smekk I" og eru ekki lengi að velta því J. fyrir sér hvað þeir ætla að .J kaupa. Mér finnst gaman að [■ því, hvað æskan hefur mikinn |I áhuga á bókum og dreg þá á- ■] lyktun af þvi að íslendingar J. muni halda áfram að vera bók- elskir og bókaútgáfan eigi enn !■ mikla frámtið fyrir sér hér á J. landi. ■; Belinda í Hafnarfirði í; Þann 28. desember frumsýnir I; Leikfélag Hafnarfjarðar Ieikritið J. Belipda, eftir Canadamanninn Elm- |I er Harris Margir muna eftir kvik- / myndinni Johnny Bclinda, sem / sýnd var hér fyrir allmörgum ár- >| um og var fyrsta myndin, sem !| Jane Wyman varð þekkt fyrir. J. Leikfélagið hefur að þessu sinni fengið enskan leikstjóra, Raymond / Witch, til að stjóma leikritinu og jl er það í fyrsta sinn, sem Leikfélag .J Hafnarfjarðar hefur erlendan leik- J. stjóra. Hefur hann stjórnað leik- \ ritum í Englandi, Indlandi og !■ Burma á undanförnum tíu árum, J. en auk þess er hann leikari. Lék »JJ hann meðal annars í leikritinu Irma La De.uce, sem gekk í Lon- ■!! don f fjögur ár og hefur orðið !j vinsælt víða um heim. J. Aðalleikarar eru Svandís Jóns- dóttir, sem leikur Belindu, Bjarni I" Steingrímsson, sem leikur Iækninn ", og Ragnar Magnússon, sem leikur .J skúrkinn. J. Mr. Witch er hingað kominn til ■“ að heimsækja væntanlega tengda- 1« foreldra sfna, auk þess sem hann stjórnar leikritinu, en hann er trú- .J lofaður Svandísi Jónsdóttur. Lætur J. hann vel af að vinna með leikur- ■] unum og telur marga þeirra hafa !■ góða hæfileika, þó að ekki hafi j! þeir allir mikla reynslu. ■' Almenningi hjálpað viði gerð f j árhagsáætlana \ \ vegum peningastofnunar einn- ar í Danmörku, sem heitir „Bikuben“, starfar kona, sem er „budgetkonsulent". Þar sem ég hafði ekki heyrt um slíkt starf áður, fór ég á stúfana til þess að forvitnast um þ'að, hvers konar atvinna þetta væri. „BudgetkonsuIenten“ í „Biku- ben“ heitir frú Kirsten Hellner. Hún er matreiðslukennari að menntun og hefur einnig f mörg ár verið ritstjóri fyrir blað, sem danska húsmæðrakennarafélagið gefur út handa félagsmönnum sfn um. Frú Hellner veitti mér góð- fúslega viðtal og fara hér á eftir þær upplýsingar sem hún lét mér í té. Orðið „budgetkonsulent“ er erf itt að þýða á íslenzku. „Budget“ þýðir fjárhagsáætlun og „konsu- lent“ ráðunautur. Fáum við þá strax einhverja hugmynd um það hvers konar starf frú Hellner stundar. Enn fremur sagði frú Hellner að hún starfaði í þágu heimilanna. Það sem ráðunautur- inn þarf að gera, er að reyna að hjálpa fólki að taka peningamál sín föstum tökum. AÐSTOÐ VIÐ ALMENNING. „En hvernig farið þér að því?“ „Það er orðið kunnugt, að við hér f „Bikuben" hjálpum fólki, sem er í fjárhagslegum vandræð- um. Þess vegna er það algengt að fólk hringi til okkar og spyrji hvort við hjálpum þeim að gera fjárhagsáætlun fyrir sig. Getur hver og einn pantað viðtal hjá okkur er að kostnaðarlausu. En fyrst sendi ég viðkomandi aðila eyðublað, þar sem hinir ýmsu útgjaldaliðir heimilisins eru á prentaðir. Getur hann þá fyllt út blaðið upp á eigin spýtur eins vel og hann getur. Ef hann vill fá áframhaldandi hjálp getur hann komið til viðtaís og rætt um vandamál sfn við mig. Slíkt sam- tal getur oft staðið í 2—3 klst. eftir þvf hve flókin fjárhagsvanda málin eru. Þegar búið er að at- huga öll útgjöldin og bera þau saman við tekjumar vill það oft verða svo, að iíil gjöldin saman- lögð eru hærri en tekjurnar. Þá kemur aðalvandinn að athuga hvern gjaldalið um sig og minnka hann ef hægt er þannig að jafn- vægi komist á milli tekna og gjalda. Það er auðvitað ágætt að hafa slíka tillögu á pappírnum, en til- lagan verður að vera þannig úr garði gerð, að hægt sé að fram- kvæma hana, annars er ekkert varið í slíka fjárhagsáætlun.“ SAMNING FJÁRHAGSÁÆTLANA. „En hvernig er farið að því að semja fjárhagsáætlun?“ „Fyrst er að búa til eftirfarandi yfirlit: 1. Hve eru tekjurnar háar? 2. Hve eru föstu útgjöldin mikil? 3. Hve mikla peninga megum við nota til hinna útgjaldanna, ef við gerum ráð fyrir, að um 8% af tekjunum þurfi að leggja fyrir? Þegar búið er að gera slíkt yf- irlit, má segja, að þá sé komin fjárhagsáætlun í stórum dráttum, og er þá hægt að sundurliða áætl- unina nánar. Að sjálfsögðu er það einkamál hvernig fjárhagsáætlunin er sett upp, en flcst heimili hafa svipaða ■ útgjáldaliði.'sem skipta má í fjóra aðalflokka. 1. flokkur eru hin flestu út- gjöld. í honum eru skattar og út- svör og önnur opinber gjöld, trygg ingargjöid, húsaleiga eða útgjöld vegna íbúðarinnar, svo sem skatt ar og viðhald, rafmagnsgjald og hitunarkostnaður. í öðrum flokknum eru heimilis- gjöld. Til þeirra teljast matvöru- kaup, þvotta- og ræstiefnakaup, húshjálp og viðhald og endurnýj- un á munum heimilisins. í þriðja flokknum eru einkagjöld, eins og sfmi, bækur og blöð, fatnaður og skór, lækniskostnaður, tann- lækniskostnaður, meðul, félags- gjöld, gjafir, sumarleyfi, og vasa- peningar. (Til vasapeninga telst skemmtanir, snyrtivörur, hár- greiðsla, tóbak, kaffi á vinnustað o, fl.). I fjórða flokknum er spari- fé. Sparifé þarf að leggja fyrir í ákveðnum tilgangi eins og til kaupa á eigin íbúð, til menntun- ar barna, til kaupa á innanstokks- munum, til utanlandsferðar o. s. frv. En þar að auki verður að leggja fyrir nokkurt sparifé, til þess að mæta óvæntum útgjöld- um, sem kunna að bera að hönd- SKIPTING ÚTGJALDA. Að sjálfsögðu væri hægt að semja einhverja „standardiser- aða“ áætlun, en slík fjárhags á- ætlun kæmi sennilega að mjög litlum notum, því að það er nú svo, að engar 2 fjölskyidur hafa sömu þarfirnar. En mælikvarði, sem í flestum tilfellum er hægt að styðjast við, er eins og hér segir: . 30 — 45% af tekjuhum fyrir föst útgjöld. 30—40% af tekjunum fyrir heim- ilisgjöld. 20—25% af tekjunum fyrir einka- útgjöld. Þá er æskilegt að eftir séu 8— 10%) af tekjunum fyrir sparifé, en þar með er taiið sparifé fyrir 1 eigin íbúð eða fyrirtæki, lffeyris- ' sjóðsgjald, lífeyristrygging o. þ. h. | „Er það venja hér í Danmörku I að hjón semji fjárhagsáætlun?" „Flestir reyna að komast hjá ’ því að semja fjárhagsáætlun og færa bók yfir útgjöld sfn. En nauðsýnlegt er að gera það, ef við höfum ekki meðfætt fjár- málavit og öruggt yfirlit yfir fjár haginn. Samtal við danskan fjárhagsráðunaut STUÐLAÐ AÐ SPARNAÐI. „En hvernig stendur á þvf að peningastofnun eins og „Bikub- en“ hefur tekið að sér að hjáipa 'fólki að semja fjárhagsáætlun?" „Þessu er ekki auðvelt að svara með einni setningu," segir frú Hellner. „Þegar sparisjóðimir voru stofnaðir á sínum tíma var það gert til þess að kenna fólk- inu að spara og vinna þannig á móti fátæktinni. Þessari uppeid- ishlið f starfsemi sparisjóðanna hefur verið sinnt með ýmsu móti. T. d. hefur verið komið á fót spari merkjasölu í skólum landsins til þess að kenna börnunum ráðdeild. Kennaranámskeið fyrir kennara, sem kenna heimilishagfræði í skól um landsins, fara fram á hverju sumri á vegum sparisjóðanna. — Sparifélög hafa verið stofnuð víðs vegar um landið á ýmsum vinnustöðum f þeim tilgangi að félagsmenn leggi fyrir hluta kaups síns, þegar launagreiðslur fara fram. En f þessari uppeldisstarf- j semi tóku forráðamenn sparisjóð- anna eftir því, að þótt menn vilji leggja fyrir einhvern ákveðinn hfuta af tekjum sfnum, þá hafa þeir ekki getu til þess. Þcir hafa ekki kunnáttu til að skipta pen- ingunum milli hinna ýmsu út- gjaldaliða heimilisins. Margir lifa um efni fram og safna að óþörfu skuldum. Heimili sem sífellt eru í fjárhagslegum vandræðum, orka að sjálfsögðu' á allt þjóðarbúið. Þess vegna tók Bikuben að sér að reyna að hjálpa fólki sem kom- izt hefuc í fjárhagskröggur, að fá yfirlit yfir fjárhag sirin. MARGT FÖLK LEITAR RÁÐA. „En leitar einungis fólk, »em komizt hefur í fjárhagskröggur til ykkar?“ ' „Nei, oft koma til okkar ung hjónaefni, sem eru að stofna heim 'ili og vita ekki hvaða fjárhags-v legar skuldbindingar stofnun heimilisins hefur í för með sér. Fólk, sem vill stofna eigið fyrir- tæki, leitar einnig til okkar og loks fólk, sem vegna aldurs eða veikinda hefur misst atvinnu sína og sem nú leitar aðstoðar við að breyta li.' ðarháttum sínum. „En það væri mjög mikils virði," bætir frú Hellner við að lokum, „ef skólarnir kenndu börn unum strax frá byrjun að ráð- stafa peningum, þá mundi starfi minn að leiðbeina fólki sem lent hefur í fjárhagslegum erfiðleik- um vera ofaukið." Sigríður Ilaraldsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.