Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 5
77 - V í S IR . Laugardagur 22. desember 1962. TÍL ÞÍN Valborg Bentsdóttir: TIL ÞÍN. Prentsmiðjan Leiftur. Með þessari bók hefur höfundur kveðið sér hljóðs. Þessi fyrsta bók Valborgar hefur inni að halda, eins og á titilblaði segir, „Tvisvar átján ástarljóð ásamt sjö sögukornum“. Bókin er í þrem köflum. Fyrsti kaflinn er Átján ljóð um þig og hina, því næst koma sjö sögukorn og þriðji kaflinn er „önnur 'átján ljóð um hina og þig“. Skipting bók arinnar er smekkleg og skemmti- leg. Valgerður Briem hefur mynd- skreytt bókina og er það mjög vel gert, eins og vænta mátti. Ljóðin eru eingöngu ástarljóð til karlmanna og verður það að telj- ast' talsverður kjarkur af konu, sem skrifar sína fyrstu bók að yrkja svo. Manni verður hugsað til Vatnsenda-Rósu, sem af eldmöði ástarinnar orti til karlmanna. Og Valborgu ferst þetta vel úr hendi. Kvæðin og vísurnar eru vissulega þess virði að þau komi fyrir al- menningssjónir. Þetta mun vera fyrsta bókin á íslandi, sem út kemur og flytur eingöngu ástar- Ijóð konu til karls. Fyrir þetta verðskuldar bókin sérstaka athygli. Við lestur bókarinnar kemur greinilega í Ijós, að höfundurinn er orðhagur og hefur gott vald á málinu. Valborg yrkir bæði rímuð Ijóð og órímuð og geri hvoru tveggja jafn góð skil. Hún leikur sér með kenningar f nútímaformi og kemur þeim vel fyrir. Hún yrkir berort og frjálslega um ástina, án þess þó að það geti nokkurn hneykslað. Sögurnar eru stuttar og hnitmiðaðar og greinilegt er, að höfundur hefur mikla lífsreynslu að baki. Sagan „Klafinn" er að möjrgu leyti sérstæð. Þar bregður Valborg upp mynd af þreyttri og vonlausri húsmóður, sem hefur orðið að sjá á eftir sínum þekkustu vonum, en sætt sig við hlutskipti sitt í sljóleika og hversdagsleika. Þá eru einnig sögur eins og „Tár- ið“ og „Náttkjóllinn" sem vekja athygli. Ástæða er til.að benda á kvæði eins og þrjú ljóð um þig. Ein var slóð okkar á votu grasi bjarta nótt. Morgunkyljan þurrkaði döggina. ’ Ég finn aldrei framar þessi spor. Einnig kvæðið Flótti. Þar segir höfundur: Forna blekking, flý ég enn til þín, fleyga stund ég dvelja vil með þér. Og leika mér við löngu brotin gler, lítilsvirtu barnagullin mín. Þá er kvæðið um ljáargoðann skemmtilegt kvæði og kenningarn- ar nýstárlegar: í barmi fellur funheitt blóð farinn vel í roði, gerir mel að slægjuslóð sláttuvélargoði. Og ennfremur: Gleymast flokka gömul rök, gleðin okkar verður, og þinn plokkfisk eldar spök eyrnalokkagerður. Það má merkilegt heita, ef þessi bók nær ekki vinsældum, og mér býður í grun, að mörgum konum þyki hún fýsileg til lestrar. Eitt er víst, að Valborg hefur ekki fetað troðnar slóðir í skáldskap sínum. Með þessari bók sinni hefur Val- borg skipað sér á skáldabekk og þar á hún öruggt sæti héðan í frá. Bók hennar ætti að vera hverri ís- Ienzkri konu kærkomið lestrarefni og einnig hvatning til þess, að luma ekki á ljóðum sínum, ef til eru og sýna þannig og sanna, að enn þori íslenzkar konur að yrkja ástarljóð, eins og Vatnsenda-Rósa og Ólöf frá Hlöðum. Frágangur, prentun og prófarka- lestur bókarinnar er með ágætum og myndir afbragð. Madalena Thoroddsen. Fróðlegar og skemmti- legar dýrafrásagnir Þótt undirrituðum sé annað tamara en að rita um bækur, enda fjarri því að vera í hópi bókmennta gagnrýnenda, get ég ekki stillt mig um að segja nokkur orð um ó- venjulega bók, sem nú er á ferð- inni, „Á villidýraveiðum“ eftir Franck Buck. Höfundur bókarinnar hafði’árum saman framfæri sitt af að veiða villidýr, ekki til að drepa þau, heldur þvert á móti til að ná þeim lifandi og halda í þeim lífinu, unz unnt var að selja þau einhverjum dýragarðinum eða fjölleikahúsi eða bara kaupmanni, sem hafði dýr á boðstólum en ékki leikföng eða eitthvað þess háttar. Að sjálfsögðu fer ekki hjá því, að höfundur hafi oft komizt i hann krappan, og hann segir meðal ann- ars frá því, hvernig einhver sauð- meinlausasta skepna, sem um get- ur, hafði hann einu sinni undir og ætlaði síðan að naga allt hold af andliti hans. Segist hann þá hafa orðið hvað hræddastur á ævi sinni. Annars eru þættir þeir, sem i bókinni eru úr ýmsum áttum og af ýmsu tagi. Einn segir til dæmis frá ótrúlegri grimmd indversks fursta, sem skemmti sér við að kvelja tigrisdýr — en'hlaut síðan grimmi- legri hefnd, en nokkurn gat órað fyrir, Þá er bráðskemmtilegur og fróðlegur þá þáttur sem fjallar um það, þegar hann komst yfir tvo Indlandsnashyrninga vegna banda- rískra dýragarða. Fáa íslendinga mun gruna, hversu mikilvæg horn af slíkri skepnu eru í augum Asíu- búa í sambandi við kynorku þeirra og kynlíf allt. Er þar um einkar skemmtilegan fróðleik að ræða. Nefna mætti fleiri þætti, sem eru framúrskarandi. Eirina skemmtileg- astur mun flestum þykja þátturinn um þvottakonu frumskógarins. Þar segir frá orangutan, kvendýri, sem alizt hefir upp meðal manna og lært af þeim margvíslega siði. M. a. er greinilegt, að apynjan, sem hér er um að ræða, hefir fylgzt með því, þegar konur hafa verið að þvo þvott sinn, því að á því sviði er hún áhugasamur sérfræðingur. Lesanda hlýtur óhjákvæmilega að koma í hug, hvað dýrin séu í raun- inni mannleg, þegar að er gáð. Dómurinn um bók þessa hlýtur að verða sá, að hún sé ágætur fróðleikur og skemmtun fyrir full- orðna sem unglinga. Otgefandi er bókaútgáfan Hildur, sem hér hefir hitt á verulega góða bók og vand- að vel til hennar. G. G. Þetta er myndin, sem fékk 3000 kr. viðurkenningu á fréttamyndasamkeppni Samvinnunnar, sem efnt var til á s. 1. sumri. Dómnefndina skipuðu Björn Th. Björnsson, Iistfræðingur, Guðmundur Sveinsson skólastjóri og Jón Kaldal, Ijósmyndari, en myndina, sem viðurkenninguna hlaut, hafði Guðmundur Karis- son tekið. Guðmundur starfar nú við Vikuna, en hann var áður starfandi við Vísi. Myndina tók Guð- mundur í Slysavarðstofunni 5. riiaí 1962, og sýnir hún Tryggva Þorsteinsson lækni setja gipsumbúðir um brotinn handlegg á iitlum dreng, ásamt tveim aðstoðarlæknum og hjúkrunarkonuna. Vísir óskar Guðmundi til hamingju með myndina og verðlaunin. Hrikalegt ferðalag um Dumbshafið Friðþjófur Nansen: i ÍS OG MYRKRI. Hersteinn Pálsson íslenzkaði. \ ísafoldarprent- smiðja h.f. Reykjavík. — Skömmu fyrir aldamótin byrjaði kapphlaupið um norðurhöfin fyrir alvöru flestum var póllinn mark- mið, en aðrir höfðu náttúrufræði- leg verkefni í huga. Alltaf hefir mér fundist Friðþjófur Nansen einna geðþekkastur £ þeim hópi, á- hugamál hans voru alhliða, og vík- ingslundin óbllandi. Það er heið- ríkja og farsæld sem einkennir hann, og hann kunni að velja sér félaga. Ungi liðsforinginn Hjalmar Johansen, sem gerði tilraunina til að komast til norðurheimskauts- ins ásamt Nansen, sannar það ber- lega. Fáar ferðasögur hef ég lesið er jafnast á við 15 mánaða ferða- lag þeirra fóstbræðaumDumbshaf. Með sárþreytta hunda, tvo húð- keipa og sleða hefja þeir förina frá „Fram“ eftir að hafa hrakist um Norður-íshafið á annað ár. Pólförin varð þeim ofurefli, en þeir snúa við, óbugaðir, vegna sjá- anlegs matarskorts og fataslits. Halda til Franz Jósefslands, yfir íshrannir, vakir og jökuleyjar. Að mestu leyti verða þeir að jfla sér matar (og klæðnaðar tn skjóls) með veiði og eiga í sífeld- um erjum við ísbirni og rostunga, fá af þeim marga skráveifur. Á suðurströnd Franz Jósefs- lands hafa þeir félagar vetursetu og afla sér vetrarforða, byggja kofa úr grjóti og freðnum skinnum. Sjóða mat við lýsiskolur, að hætti Eskimóa. Hvað sem að á dynur, þá er frásögnin ávallt öfgalaus og traust. Svo samhentum og geig- lausum félögum verður allt að vegi, hvorki myrkur, kuldi eða höfuðskepnurnar vinna þeim mein. Þeim vex ekki f augum að brjótast áfram til Svalbarða, en lenda að lokum á bækistöð Englendingsins Jacksons á Flóruhöfða, kámugir af lýsisbrækju og sóti en við beztu heilsu. í stuttu máli: ferðasaga þessi er í §enn hrikaleg og spennandi, allir sem hugprýði og ferðalögum unna munu lesa hana sér til ánægju og lærdóms. Varla leggja bókina frá sér fyrr en lokið er lestri. Kaflinn um undirbúning fararinnar er sér- staklega athyglisverður, jafnvel nú, á þessari tækniöld getum við laprt af listunum sem fylgja, um útbún- að og varaútbúnað, jafnvel þótt för inni sé ekki heitið til Pólarhafsins, með þriggja eða fjögurra ára áætl- un. Ég tel mig þekkja frumútgáfu þessarar merku bókar allvel, hún hefur orkað á mig meir en nokkur önnur bók, um norðurhjara. Hinn persónulegi ritblær Nansens er ein- stæður og heillandi, og hefur þýð- andanum, Hersteini Pálssyni, stór- vel tekist að halda honum. Hefur hann, bæði í ræðu og riti aukið mjög þekkingu á ferðamálum, ferðabækur þær sem hann hefui þýtt eru úrvalsbækur — skemmti- legar og fróðlegar, ungum sem gömlum. Sérstaklega vil ég mæla með bók Friðþjófs Nansens við unglinga, sem útþráin brennur í brjósti. Þeir geta ekki eignast betri Ieiðsögu- mann. Guðmundur Einarsson, frá Miðdal. Mærin gengur á vafninu Finnskar bækur eru of sjaldan þýddar á íslenzka tungu. En nú er nýkomin út á voru máli finnska skáldsagan Mærin gengur á vatn- inu, eftir Evu Joenpelto, þýðing- una gerði Njörður P. Njarðvík en útgefandi er ísafoldarprentsmiðja h.f. Skáldkonan Eva Joénpelto er í röð fremstu höfunda núlifandi, er rita á finnska tungu, og hafa marg ar bækur hennar verið þýddar á önnur Norðurlandamál. Hún hefir ritað 9 skáldsögur, og margar þeirra fjalla um konur, sem búa við hörð örlög og erfið lífskjör. Mærin gengur á vatninu er fimmta bók Evu Joenpelto og þyk- ,r jafnframt mesta skáldrit henn- ar til þessa. Þessi bók er rúmar 300 blaðsíð- ur, prentuð í ísafoldarprentsmiðju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.