Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 8
VI SIR . Laugardagur 22. tíesember 1962. gMaMMV'v-. ■ K^askÆaBasggi^';—gg———■— ¥an Eitt mesta mannúðar- og menningarmál, sem nú er til úrlausnar á íslandi, er að skapa vangefnu fólki í landinu viðimandi aðbúnað. Happdrætti Styrktarfélags vangefinna er rekið í þeim tilgangi að afla fjár til að gera þá hugsjón að veruleika. Aðsilviniiðngurs ¥olkswfflgen-bifreið 19b3 Aðrir vinningnr: Flugfar fyrir 2 til Flórida og heim Flugfar fyrir 2 til Kaupmannahafnar og heir. Farm. fyrir 2 með Gullfossi til Kaupmannahafnar og heim Farm. fyrir 2 með einu af skipum SÍS til V-Evrópu og heim Farm. fyrir 2 með strandferðaskipi umhverfis Iandið Mynd eftir Kjarval Mynd eftir Kjarval Sala happdrættismiða fer fram daglega í happdrættisbílnum í Austurstræti, á skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 18 og á 120 stöðum um land allt utan Reykjavíkur. Látið ekki happ úr hendi sleppa. — Kaupið rniða strax og styðjið þannig gott málefni. Dregið verður 23. desember. Vinningar eru skattfrjálsir. Styrktarfélag vangefinna 20 Happdrætti Styrktarfélags mm o r agsins hækkað Á aðalfundi Ferðafélags Islands sem haldinn var í Kaffi Höll fimmtudagskvöldið 13. þ.m. var samþykkt að hækka árgjaldið úr 60 krónum í 100 krónur. Önnur gjöld, svo sem ævifélagagjöld, fjöl- skyldugjöld o.s.frv. hækka í hlut- falli við þetta. Forseti Ferðafélagsins, Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri, fylgdi tillögunni úr hlaði, en það var stjórn félagsins, sem bar hana fram. Hann gat þess að árstillag- inu hafi undanfarin ár verið svo mjög í hóf stillt að það hafi lítið gert meira en hrökkva fyrir bein- um útgjöldum. Þau hins vegar far- ið mjög í vöxt ár frá ári, og eink- um þó sl. ár. Þetta hefur jafn- framt leitt til þess að dregið hefur um stund úr nýjum sæluhúsabygg ingum enda þótt þeirra sé meiri þörf nú en nokkru sinni áður. Eink um hefur aðsókn á Kjalarsvæðið aukizt stórlega síðustu árin og greiniiegt orðið að t.d. Hveravalia húsið rúmar ekki nema lítinn hluta þeirra gesta sem þangað sækja. Stækkun Hveravallahússins er því óumflýjanleg og því fyrr því betra. Forsetinn gat þess ennfremur að væntanlega yrði Sprengisands- leið gerð fær öllum kraftmeiri bif- reiðum á næstunni. Þetta skapaði hins vegar það viðhorf að Ferða- félagið yrði að byggja skála á þeirri leið, ekki síður en á Kjalar- s-^æðinu. Loks sagði Sigurður, að í ráði væri að gera nokkrar breytingar á Árbókunum í framtíðinni, m. a. með því að skreyta þær með lit- myndum. Þetta eykur kostnaðinn við þær um tugþúsundir króna fyr ir után slhækkandi pappírsverð og prentkostnað. Allt þetta saman- lagt yrði til þess að hækkun ár- gjaldsins yrði óhjákvæmileg, enda væru 100 krónur ekki stór skild- jngur í dag, en hins vegar mikið sem fyrir hann fæst hjá Ferða- félaginu, þar sem bæði, er um ár- bókina að ræða svo og afsláttur á fargjöldum í ferðum félagsins. Árbókina eina myndi enginn bóka útgefandi selja undir 150-200 kr., ef miðað er við bókaverð almennt í landinu. / Á fundinum kom fram tillaga um að Ferðafélagið sækti um styrk úr ríkissjóði til sæluhúsabygginga sinna. Bæði Sigurður Jóhannsson og Jón Eyþórsson mæltu fremur í mót tillögunni og töldu að Ferða- félagið hafi frá upphafi sett stolt sitt í það að standa á eigin fótum og vera hvorki þurfalingur ríkis né annars aðila. Var tillögunni síðan vísað til stjórnar félagsins til at- hugunar og umsagnar. Úr stjórn Ferðafélagsins áttu að ganga varaforseti þess, dr. Sigurð ur Þórarinsson, Hallgrímur Jónas- son, Jóhannes Kolbeinsson og Ein ar Guðjohnsen og voru allir end- urkjörnir samhljóða. JÓN LEIFS - I „mh. af bls. 13 i Helsinki var ég stimplaður naz- isti af því ég var norrænn í tón- list minni og hafði verið í Þýzka- landi. Og núna nýlega fékk ég endursenda nótnabók frá ísrael með hinni stuttaralegu afgreiðslu Nazi á titilsíðu. En svo flutti Róbert Abraham Ottósson velk eftir mig í ísrael í vetur svo þetta virðist vera að breytast. TJvað er að lokum að segja um A útbreiðslu verka yðar á síð- ustu árum? Ég hef eiginlega ekkert hugs- að um mín verk upp á síðkastið. Ég hugsa bara um að skrifa verk- in og það skiptir höfuðmáli. Hitt er alltof mikið verk að annast útbreiðsluna. Maður þyrfti eigin- lega að hafa sérstakan mann á launum yið það. Ég. er núna að skrifa Qratóríum nr. 2 úr Eddu- texta. Þétta eiga að verða alls fjögur kvöld. 1. kvöldið er Sköp- un heimsins samkvæmt fornum norrænum trúarhugmyndum. 2. kvöldið er nú 1 smíðum og heit- ir Líf guðanna. 3. kvöldið er Ragnarök og 4. kvöldið Endur- reisnin. Þetta verk er samið fyrir kór og hljómsveit og þessu lang- ar mig að ljúka áður en ég dey. Það tekur svona um tvö til fjög- ur ár að semja hvern hluta fyr- ir sig. N. P. N. FLUTTIR Bifreiðaeigendur athugið! Höfum flutt verkstæðið í ný húsakynni á Grensásveg 18. iifreiðfflverksfæðið Sfimpill Sími 37534. , i vwptu/, Y a ii d i n ii að vera pabbi er uppseld, aðeins nokkur eintök árituð af höfundi, WILLY BREINHOLTS, fást hjá forlaginu. ■tyó$N

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.