Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 7
VlSIR . Laugardagur 22. desember 1962. 19 „Mesti heiSur VIÐ hittum að máli, yfir hádegis- verði á Hótei Sögu, þá William Strickland og Robert Ward, en það er þriðja sinfónía hans, sem Sinfóníuhljómsveitin hefur í hyggju að taka upp á plötu. Þeir tveir eru gamlir vinir, hafa þekkzt í tuttugu ár, og voru í mjög góðu skapi. Erindið var að ræða við Robert Ward, en það er sízt verra að tala við tvo skemmtilega menn en einn. Við- spurðum fyrst hvar þeir hefðu kynnzt. í SKUSSABEKK. Ward: — Við kynntumst fyrst í hernum. Ég var þá send- ur í tónlistarskóla hersins, þar sem reynt var að afgreiða okk- ur eins hratt og hægt var. Við vorum þarna í einn mánuð á nám skeiði. Yfirmaður skólans var með þeim ósköpum gerður, að honum var ekki verr við neitt. en þá, sem eitthvað kunnu til þess að stjórna hljómsveitum. — Þetta gekk svo langt, að Thor Johnson og John Barnett, sem þá voru báðir orðnir nokk- uð þekktir, voru báðir látnir sitja eftir í mánuð til viðbótar, til frekara náms. Þetta var gert af hreinni illgirni. Strickland: — Samt þekkti blessaður maðurinn varla mun* inn á C og D. MUNURINN á C og D. Ward: — Við vorum prófaðir þannig, að gamall liðsforingi spil- aði fyrir okkur eitt lag. Hann kunni mjög lítið að spila. Hann breiddi blað yfir hendurnar á sér á meðan hann spilaði, sennilega eina lagið, sem hann kunni. Við áttum svo að segja til um í hvaða takti það væri. Það var engin leið að heyra hvort það var spil- að í 3/4 eða 6/8 takti og sinn helmingurinn af bekknum gizk- aði á hvort. Ég var í hópi þeirra, sem gizkuðu rangt á og var því sett- ur í skussabekkinn. Þar kynntist ég svo Strickland, sem kenndi skussabekknum. Strickland: — Það var mesti heiður að lenda í skussabekkn- um. Ég fékk alla sem eitthvað kunnu. Ég get ekki sagt að ég hafi tekið þetta sérlega alvar- Iega. Til þess að menn færust ekki úr leiðindum, fann ég upp á alls kyns fáránlega erfiðum þrautum, sem raunverulega reyndu á hvað menn gátu. BRUBECK OG TCHAIKOWSKI. ' Ward: — Þetta var mjög sér- kennilegur skóli. Til dæmis var nemendunum raðað upp1 f röð, við pall stjórnandans og hver fékk að stjórna í nokkrar sek- úndur. Maður var varla kominn af stað, þegar næsti maður tók við. Strickland: — Þetta var ekki gert í gríni. Við höfðum svo lít- inn tíma að við urðum að gera þetta. Ward: — Upprunalega var þessi skóli ætlaður mönnum úr lúðrasveitum hersins, sem komu þar og lærðu um tíma ýmislegt, sem þeir ekki gátu lært þar sem •þeir voru. Þegar stríðið kom, komu í skólann menn, sem marg- ir höfðu mikla tónlistarmennt- un. Ég hafði þó aldrei stjórnað Iúðrasveit fyrr og vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér. Ég vissi ekki einu sinni hvar ég átti að vera, þegar hljómsveitin marseraði. Annars var það há- markið í náminu, þegar við átt- um að stjórna hljómsveit í 5/4 takti, eins og stundum heyrist hjá Dave Brubeck og Tchai- kowski. COMMANDERINN ER DÁINN. Strickland: — Það fyndnasta, sem kom fyrir á þessum tíma, var þegar ég flutti lag eftir Ward, sem gert er við ljóð Walt Whit- man, Hushed be the camps to- nigíit, á tónleikum í Washington Cathedral. Ein af ljóðlínunum hljóðar: „Soldiers, let us cele- brate, because our commander is dead (hermenn, höldum hátíð, því að yfirmaðurinn er dáinn)“. Það vildi svo furðulega til, að þrem dögum fyrir hljómleikana dó commanderinn okkar. Ward: — Þetta vakti meiri at- William Strickland t. v. og Robert Ward. hoven vel í morgun, þegar þú varst að prófa píanóið. Ward: — Þú tókst sjálfsagt eftir því að ég hætti, þegar kom að erfiða kaflanum. Strickland: — Mr. Ward stjórn aði hljómsveitinni í morgun. Það roðna öll tónskáld af ánægju, þegar þeim er leyft að stjórna hljómsveit. Það er yfirleitt skoð- — Ég hef alls samið fjórar sinfóníur. Aðra sinfóníuna tók Mr. Strickland upp á plötu, með Japan Philharmonic hljómsveit- inni. Við höfum haft langa sam- vinnu. Hann hefur flutt og tekið inn á plötur mikið af verkum mínum. Annars hafa verk mín verið flutt af helztu hljómsveit- um Bandaríkjanna og víða ann- STRICKLAND UM WARD. Strickland: — Ég hef trú á tónlist Mr. Ward. Hún er mjög „original" og á vissan hátt „anti modern“. Það má segja, að hún sé bylting gegn byltingunni. Hún einkennist sérstaklega af einfald- leika. að lenda í skussabekknum // hygli á mér en nokkuð annað hafði gert. Eleanor Roosewelt var á tónleikunum og skrifaði um þetta í blaðaþátt, sem hún hafði og nefndist „To-day“. Ég var staðsettur f Californiu þegar þetta var og langaði að sjálf- sögðu að vera viðstaddur. Það var þó hægara sagt en gert, því mjög erfitt var að fá far, vegna stríðsins. — Ég fékk loksins far með flugvél. Ferðin gekk seint, því að hún þurfti víða að stoppa. Alltaf var verið að bæta í hana einhverjum mikilvægum flutningi og þá varð alltaf fólk að fara úr, til að rúm væri fyrir hann. Ég komst alla Ieið til Columbus f Ohio og þá var klukkan orðin hálf sex, daginn sem konsertinn átti að vera. Næsta stopp var í Washington, en í Columbus varð ég að fara úr og komst ekki alla Ieið. BYRJAÐI 15 ÁRA. — Ég byrjaði á tónsmíðum, þegar ég var 15 ára gamall. Ég hafði sópranrödd sem drengur og söng mikið í skóla og kirkjum. Svo fór ég í mútur og þá byrj- aði ég að semja tónlist. Ég lærði lfka svolítið á pfanó. Ég hef ekki lært á annað hljóðfæri og kann það ekki einu sinni vel. Strickland: — Þú spilaðir Beet un hljómsveitarstjóra að öll lif- andi tónskáld ættu að vera dauð. Mr. Ward myndi sennilega segja að flest lifandi tónskáld ættu að vera dauð. PULITZ-VERÐLAUN. — Fyrir utan það að fást við tónsmíðar, er ég ritstjóri og að- stoðarframkvæmdastjóri fyrirtæk is, sem gefur út tónlist og nefn- ist Galaxy Publishing Co. Fyrir- tækið var að setja upp útibú f London og þar keyptum við upp fimm útgáfufyrirtæki. I sambandi við það er ég stöðugt á ferð yfir Atlantshafið. — í,ár Jief ég samið verk fyr- ir Goldman hljómsveitina, fyrir sinfóníuhljómsveitina í Poenix f Arizona og svo samdi ég óperu- tónlist við „í deiglunni" eftir Arthur Miller, fyrir New York City Center óperuna. Fyrir það fékk ég Pulitzer verðlaunin f ár og einnig verðlaun félags tónlist- argagnrýnenda. Rætt við Robert Ward og William Strickland ars staðar um heiminn. — Það var Mr. Strickland, sem kom þvf til leiðar, að ég var fenginn til að semja þriðju sin- fóniuna. Hann hafði þá flokk af tónleikum f Dunbarton Oaks f Washington D.C. Strickland: — Ég átti að stjórna hljómsveitinni, en gat það ekki af óviðráðanlegum ástæð- um og Mr. Ward stjórnaði. Hann hefur verið að reyna að ýta mér ofan af pallinum síðan. Ward: — Ætli það sé ekki vegna þess að ég er einfeldn- ingur. Strickland: — Tónlist hans er þannig, að hún gæti ekki verið samin af neinum öðrum en Am- eríkumanni. Hún er eins konar gif'cing barok-tónlistar og blues. Þetta er ekki gert vitandi vits. Þetta er það, sem kemur eðlilega af sjálfu sér. Hún er heldur ekki umritun á einhverju gömlu. ós Sízt miimi ásókn í vetrarhjálp „Það er sízt minni ásókn í hjálp en undanfarið, og svo mun einnig vera hjá Vetrarhjálpinni“. Magnús Þorsteinsson, sem verið hefir framkvæmdastjóri Vetrar- hjálparinnar undanfarin ár, sagði þetta m. a. við Vísi f morgun, þeg- ar blaðið leitaði frétta hjá honum af starfi Vetrarhjálparinnar. Henni hefir borizt fjöldi beiðna um að- stoð, og það er áberandi, sagði Magnús, að talsvert er af beiðnum frá ungu fólki, sem hefir ekki ósk- að aðstoðar okkar áður, Þá er einnig vitað, að ýmis heimili eru illa stödd, af þvf að heimilisfaðir- inn hefif orðið fyrir slysi eða and- azt fyrir skömmu, og er nauðsyn- legt að reyna að leysa vanda þeirra eftir mætti. Vetrarhjálpin hefir þegar fengið um 160 þúsund krónur til umráða með söfnun meðal almennings, og væntanlega er eitthvað enn ó- komið af gjöfum til hennar, svc að hún hafi úr eins miklu að spila að þessu sinni og í fyrra. er húr fékk um 200 þús. krónur til úthlut unar. Þá hefir einnig borizt talsverr af fatnaði, sem kemur að góðu gagni, en allan kostnað af starf'' Vetrarhjálparinnar — þar starfa 5—6 manns hverju sinni — greið- ir borgarsjóður, svo sem kostnaf við keyrslu, útvarpsauglýsingar og þar fram eftir götunum. Af þessum upplýsingum má sjá, að þess er mikil þörf, að Vetrarhjálpin fái meira fé til umráða. Styrk- ið Vetrarhjálpina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.