Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 6
78
Ví SIR . La
ar 22. uesember 1962.
Vinsælar
og
hentugar
JÓLAGJAFIR
lopapeysur - uopavettlingar -
ullartreflar — ullarhúfur -
ullarsjöl - ullarteppi — gærur.
ýmiskonar barnafatnaður úr íslenzkri
og erlendri ull,
PEYSUR
við allra hæfi — Fyrir öll tækifæri
frá flestum prjónastofum landsins
í ótrúlega miklu úrvali.
ULLARVÖRUVERZLUN
Laugavegi 45 — Sími 13061.
TT3
T
Jfs- I—J Ir—I I—J
'T‘r-‘T'ESk
ÍR 19:19
Tveir leikir fóru fram í gær-
kvöldi á Handknattíeiksmóti Is-
Iands. KR vann Þrótt 30:21, en
fR og Vikingur gerðu jafntefli. KR
hefur forystu eftir’ ieik sinn, hefur
4 stig, en Víkingur er með 3 stig
og FH 2.
KR hafði undir gegn Þrótti í
hðiflelk 11:12 cn síðari hálflcikur-
inn leiddi í Ijós ótrúlega yfirburði
KR, sem skoraði t. d. 7 mörk í röð
og komust yfir í 20:13. Úthaids-
leysi Þróttara kom hér ‘einkum í
Landsliðið
valið
Landsliðsnefnd hefur valið
eftirtalda leikmenn í Frakk-
lands- og Spánarferð. Leikið
verður í París 16. febrúar og
1 Bilbao 19. febrúar:
Hjalti Einarsson, F.H.
Karl Jónsson, Haukar.
Pétur Antonsson, F.H.
Elnar Sigurðsson, F.H.
Kristján Stefánsson, F.H.
Birgir Bjömsson, F.H.
öm Hallsteinsson, F.H.
Gunnlaugur Hjálmarsson, f.R.
Matthias Ásgeirsson, I.R.
Kari Jóhannsson, K.R.
Karl Benediktsson, Fram.
Ingólfur Óskarsson, Fram.
Rósmundur Jónsson, Víldng.
Ijós og verður vart við svo búið.
KR-ingar geta að mestu þakkað
Reyni og Karli sigurinn fyrri dag-
inn, en þeir skoruðu samtals meira
en 20 markanna.
Leikur ÍR og Víkings var jafn
og skemmtilegur, IR hafði alltaf
yfxr þar til Víkingur jafnar 8 min.
fyrir hálfleikslok 10:10. 1 hálfleik
var staðan 12:11 fyrir fR. Síðari
hálfleikinn var staðan mjög jöfn
og Víkingur jafnar 15:15 og kom-
ast yfir £ 16:15. ÍR jafnar. Víking-
ar ná jafnharðan yfirhöndinni, þar
til 30 sek. vom til ieiksloka að
Gunnar Sigurgeirsson skorar 19:
19 og bjargaði hann þar með dýr-
mætu stigi fyrir fR, en síðustu
ildur í bút
I morgun kviknaði í bátnum
Ingþór á Seyðisfirði þar sem
hann lá við bryggju og hafði
verið lokaður og mannlaus í hálf
an mánuð. Talið er að hér hafi
verið um sjálfsíkviknun að ræða,
en ekki vitað um nánari orsakir.
Eftir þvi sem næst verður kom-
izt hefir kviknað í bandi undir
innsúð. Slökkviliði staðarins
tókst fljótiega að slökkva eldinn
og urðu ekki miklar skemmdir á
bátnum. En talið er að illa hefði
getað farið ef kviknað hefði í
að næturlagi.
sekúndur leiksins voru mjög spenn
andi sóknir Víkinga, sem bitu ekki
á tvöfaldri vöm ÍR.
4 daga
dvöl í
Hamragili
ÍR stofnar til „4ra daga skíða-
skóla“ f hinu ágæta skíðalandi
sínu og hinum stórgiæsilega skíða-
skáia í Hamragili dagana 27.—30.
des. og munu 2 bcztu skíðamenn
félagsins sjá um kennslu þeirra
sem þess æskja.
Gefst mönnum kostur á að vera
þama alla dagana eða einn dag f
senn og verða ferðir til og frá
Reykjavík daglega frá BSR, en
Kjartan og Ingimar sjá um ferðim-
ar.
Á námskeiði iR-inga verður
margt til skemmtunar auk skiða-
menntunar, mimu þeir sem vilja
geta stundað fjallgöngur með þaul-
vönum fararstjórum og á kvöldin
verða vandaðar kvöldvökur.
Skíðalyfta verður tekin í notk-
un í fyrsta skipti og er mönnum
heimil notlcun hennar.
Þátttaka tiikynnist fyrir hádegi
dagana 20. og 21. des. f verzlun
L. H. MUller.
Islenzkar ljósmæður
ísienzkar Ijósmæður.
Æviþættir og endurminningar.
Séra Sveinn Víkingur bjó til
prentunar.
Kvöldvökuútgáfan h.f.
Akureyri 1962.
Hér er á ferðinni endurminningar
nokkurra ljósmæðra, ýmist ritaðar
af þeim sjálfum eða af þjóðkunn-
um mönnum. I þáttum þessum er
að finna margs konar þjóðlífsmynd
ir, óvenjulegar og ramíslenzkar. Síð
an ljósmæðrafræðsla hófst hér á
landi og lærðar ljósmæður tóku að
Tveir menntaskólar í Rvk.
Gylfi Þ. Gíslason gerði góða
grein fyrir byggingarmálum
Menntaskólans í Reykjavík á Al-
þingi í gær. Upplýsti hann með
al annars að ákveðið hefði ver-
ið að byggja nýjan menntaskóla
í Reykjavík, f Hamrahlíð en jafn
framt bæta við og endurbæta
skólahúsið við Lælcjargötu. Hef-
ur f þessu skyni allt svæðið um-
hverfls skólann, niður að Lækj-
argötu og upp að Þingholts-
stræti verið keypt undir hús
MR.
Ráðherrann skýrði frá því að
nú væru 37 deildir með 850 nem
endum f Menntaskólanum. Þess
ar deildir eru í 13 stofum, tvær
f svokölluðu Fjósi og fimm í
leiguhúsnæðinu Þrúðvangi.
Fyrir rúmu ári átti að leysa hús
næðisvandamálið með byggingu
í Olíuportinu. Á síðustu stundu
var þó hætt við það, þar sem
borgaryfirvöld Reykjavfkur
töldu það ekki samþýðast skipu
lagi borgarinnar. Var þá aftur
hafin endurskoðun á þessum
málum. Niðurstaðan varð sú að
ríkið hefur gert ráðstafanir til
að kaupa allt svæðið milli Bók-
hlöðustígs og Amtmannsstígs
annars vegar og Lækjargötu og
Þingholtsstrætis hins vegar og
verður það notað til bygginga
fyrir Menntaskólann. Fyrir
næsta haust er áætlað að reisa
hús með 6 kennslustofum, þar
sem hægt verður að koma við
sérkennslu. Þar á einnig að reisa
leikfimihús sem jafnframt verð-
ur hægt að nota sem samkomu-
sal, en það verður þó ekki reist
fyrr en á þarnæsta sumri.
Svæði það sem ofan getur
kostar samtals 22 milljónir
króna.
Þá hefur verið ákveðið að
byggja nýjan skóla í Hamra-
hlíð fyrir austurhluta borgarinn-
ar. Það verður einlyft hús með
20 almennum kennslustofum,
þar sem hægt verður að rúma
1000 nemendur með tvfsetningu.
Sú bygging mun kosta 40—50
milljónir en hún verður ekki
reist fyrr en árið 1964.
starfa, hafa þær gegnt margvís-
iegum störfum og orðið brautryðj-
endur. Margar ljósmæður voru einu
læknarnir í sveituhum um langt
bil, og til þeirra var leitað margvís-
legra erinda, þegar veikindi urðu.
Margar þeirra urðu afburða menn
á sínu sviði og ruddu brautina fyrir
bættum heilbrigðismálum og sér-
staklega auknu hreinlæti og að-
gæzlu, þegar sóttir gengu. Ljós-
mæðurnar voru þvf vorboðar f fs-
lenzku þjóðlífi, sem báru mikla
birtu síðar.
1 formála bókarinnar er svo kom-
izt að orði: „Þáttur ijósmæðranna í
íslenzkri menningu og sögu er mik-
ilsverðari en flestir gera sér ljóst,
enda lítið verið um hann ritað af
sagnfræðingum. En til þess að gefa
nokkra hugmynd um starf þessarar
stéttar og starfsskilyrði á síðastliðn
um hundrað árum, er þessi bók gef-
in út“. Sögu ljósmæðranna og bar-
áttu þeirra og starfi, hefur verið
gefinn alltof lítill gaumur. Saga
þeirra er mikilsverð fyrir þjóðar-
söguna. Þessi bók er því spor í rétta
átt, að þessi sérstæði þáttur þjóðar
sögunnar sé ritaður, svo að síðar
verði ijáð úr efninu heilsteyptari
voð.
Margir þættirnir í íslenzkar ljós-
mæður eru vel ritaðir og sæmilega
uppbyggðir. Sagt er frá margs kon
ar atvikum úr daglega lífinu, ferða
lögum, svaðilförum og margs konar
atvikum. Oft munaði mjóu, þegar
Ijósmæður voru á ferð til sængur-
kvenna í illum veðrum og vondri
færð. Þáttur Magnúsar bónda
Björnssonar á Syðra Hóli af Hall-
beru Jónsdóttur er þar glöggt
dæmi. En yfirgekk á stundum,
Helga Indriðadóttir í Gilhaga
drukknaði í Svartá árið 1905, er
hún var á leið heim frá sængur-
konu. Svona voru starfsskilyrði f
veglausu landi allt fram á líðandi
öld.
Margar ljósmæður hafa orðið
þjóðkunnar af störfum sínum og af
áhuga á menningar- og framfara-
málum. Um það eru mörg dæmi f
bökinni, þó að fleiri séu ónefnd.
Þátturinn af Þórunni grasakonu, er
glöggt dæmi um það, hve alþýðu-
kona komst langt f lækningum og
lyfjagerð við frumstæð skilyrði. Ég
minnist þess, þegar ég var að al-
ast upp, að ég heyrði talað um
laeknismátt lyfja hennar, er hún
gerði úr íslenzkum jurtum og grös-
um. Ef til vill hefur hún komizt
lengra í þessu efni en nokkurn
grunar. Margar fleiri ljósmæður
hafa orðið, þjóðkunnar af lækn-
ingum. Þær störfuðu að vfsu við
alltof frumstæð skilyrði, en sigur
þeirra er ekki minni fyrir það.
Ég held, að þessi bók eigi er-
indi til allía, jafnt eldri sem yngri.
Hún minnir samtiðina áþreifanlega
á hin. frumstæðu og ófullkomnu
skilyrði, ser.i afar okkar og ömmur
bjuggu við. Hún lýsir merkum
þætti í þjóðarsögunni, sem alltof
lftill gaumur hefur verið gefinn.
Bókin er því merk og útgáfa hennar
þörf.
Bókin er vel út gefin og til henn
ar vandað eftir föngum. Margar
myndir prýða efni og stutt ævi-
ágrip hverrar Ijósmóður sem hinn
mesti fengur er að.
Jón Gísiason.