Vísir - 03.01.1963, Síða 9
VlSIR . Fimmtudagur 3. janúar 1963.
UaHaniMBMHMa9MaBHMaSÍBitfHMnMMNÍNí«H8aBiHanaKb«i
Áheyrendur
a tónverkið
Leifur Þórarinsson tón-
káld er nýkominn heim
frá Bandaríkjunum, en
hann hefur að undan-
förnu dvalizt í New York
og verið þar m. a. frétta-
ritari Ríkisútvarpsins hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Það hefur þó verið auka-
starf hjá Leifi, þar sem
hann hefur helgað sig tón
smíðum. Er hann þegar
orðinn þekktur fyrir tón-
verk sín, ekki einasta hér
heima, heldur hafa verk
hans einnig verið flutt í
Bandaríkjunum og Evr-
ópu, t. d. bæði á Norður-
löndum og Þýzkalandi.
Þegar ég innti Leif eftir
því, hvers konar tónlist
hann semdi, kom í ljós,
að hann fæst aðallega við
verk fyrir stórar og smáar
hljóðfærasveitir.
Tjað er ýmsum erfiðleikum
bundið, sagði Leifur, að
semja tónlist fyrir einleikara og
söngvara. Söngvarar eru erfiðari
viðureignar, vegna þess að þeir
vilja ekki syngja nýja tónlist.
Þeir vilja syngja eitthvað, sem er
vinsælt. Það er líka miklu auð-
veldara fyrir þá. Þeir eru aldir
upp við þá tegund tónlistar og
geta gengið beint að henni. Raun
ar hefur bilið milli tónskálda og
flytjenda aldrei verið eins mikið
og nú. Flytjendur hafa aldrei ver
ið eins miklir verzlunarmenn og
nú. Þeir spila alltaf fyrir hinn
breiða markað. í dag er allt ann
að fólk en áður, sem hlustar á
músík. Áður var hún fyrir fá-
mennan hóp, útvaldar yfirstéttar.
Nú hafa allir tök á að nálgast
tónlistina, en þessi nýi áheyr-
endahópur hefur ekki eins mikla
hefð að baki sér og yfirstétt fyrri
tíma. Það hefur einhvern veginn
gleymzt að gefa þessu gaum og
sinna því. Það er varla hægt að
gera ráð fyrir, að fólk, sem aldrei
hefur hlustað á Beethoven, geti
stokkið yfir I að hlusta á það,
sem nú er nýjast. Hér á íslandi
er ábyggilega eins stór áheyr-
endahópur fyrir nýja tónlist og
hvar annars staðar. Það er eftir-
Viðtal við
Leif Þórar-
insson
tektarvert, 'að hér er það yngra
fólk, sem sækir konserta, en
nokkurs staðar annars. Á hinn
bóginn er harla lítið gert fyrir
þennan áhuga. Ef maður kemur
í gagnfræðaskóla í Bandaríkjun-
um, mætir manni kanski heil sin-
fóníuhljómsveit. Hér er varla
kendur söngur í gagnfræðaskól-
ýtt eins mikið frá almennum
konsertum og nú.
Eru það verzlunarsjónarmið, sem
þar ráða.
Já, vegna þess að Chopin eða
Schuman og Liszt eru miklu
cryggari verzlunarvara en nýja
tónlistin. Þess vegna er hún helzt
ekki með á tónleikum eða að hún
Leifur Þórarinsson
um, hvað þá að ungu fólki sé
kennt og gefið tækifæri til að
hlusta á tónlist.
Jgr ekki að einhverju leyti kost-
ur að hafa áheyrendur, sem
eru lausir við kreddubundna
hefð?
Það er alltaf verið að deila
um það, hvort skortur á tradition
sé kostur eða ekki. En því er
haldið - fram, að fólk þurfi að
fá ákveðið magn af gamalli tón-
list í eyrað, áður en það geti
tileinkað sér hið nýja. En þetta
er mikið vandamál, því þarna er
tónlistarsagan stöðvuð, og
hvenær á þá að sleppa fólkinu
út í nútímann? Ég held reyndar
að þetta sé hvergi skipulagt, held
ur ráði kylfa kásti.
yj^n nú eru uppi háværar raddir
um það, að nýja tónlistin sé
mjög óaðgengileg.
Nýja tónlistin er vitanlega
fyrst og fremst óaðgengileg fyrir
þá, sem aldrei hafa heyrt hana
Beethoven er mjög óaðgengileg-
ur fyrir mann, sem aldrei hefur
hlustað á tónlist, að ekki sé
minnzt á menn eins og Stravin-
sky. Nú er eins og tónskáldin
hafi verið lokuð inni í einhverj-
um hring. Þeim hefur aldrei verið
er sett einhvers staðar á efnis-
skrána, þar sem lítið ber á. Það
má kannski segja, að þetta sé að
einhverju leyti skiljanlegt. Mikið
af nýrri tónlist eru tilraunir, hálf-
sögð saga, er í deiglu — eins og
reyndar alltaf. Öll ný verk, sem
hljóma skringilega, þurfa ekki að
vera meistaraverk. En þau þurfa
að heyrast. Tónskáldið verður að
vita, hvað hefur heppnazt. Og
það er eins með tónlistina og
skáldskapinn, að það eru ótal
leirskáld á bak við hvern meist-
ara.
~p^n hvað um Iaglínuna, sumum
finnst vanta Iaglínu í nýju
tónlistina?
Það er fyrst og fremst öðru
vísi laglína. Webern. sem er eins
konar guðfaðir tónlistar eftir-
stríðsáranna. hefur áreiðanlega
skrifað laglínur, sem jafnast á
við Schubert. Annars er reyndar
hægt að láta fólk hiusta á hvað
sem er, og það er Ifka hægt að
láta menn gera næstum, hvað
sem er, ef auglýsingatækni er
beitt á réttan háét. Ef við tök-
um dægurlag til dæmis, þá er
ekki víst. að það borgi sig frá
sjónarmiði sölumanna að setja
fram eitthvað, sem endist Iengi.
Það getur vstöðvað framleiðsluna.
Það er ekki margt fólk, sem
sækir konserta með gamalli tón-
list. Hvað heldur þú, að margir
sæki konserta að staðaldri í New
York? Það eru kannski svona 20
þúsundir. Ekki getur það nú tal-
izt mikið. Og þar af eru kannski
þúsund manns, sem fer á hljóm-
leika með nýrri tónlist. En verst
er þó ef til vill, að það er að
rísa upp í heiminum ný stéttar-
skipting. Það er fólk, sem er í
raunverulegum tengslum við list
og andlegar hræringar svokall-
aðar, og svo annað fólk, sem
beinlínis er haldið niðri með aug-
lýsingatækni. Sums staðar er
þetta jafnvel orðið svo mikið, að
er tvímælalaust mesta menning-
arborg Bandaríkjanna. Sumir
segja, að hún sé höfuðborg
heimsins, og það gefur auga leið,,
að þar gerist margt á sviði list-
anna. Þar eru kannski 40 — 50
málverkasýningar í gangi í einu.
og ve'ia má á milli 5 — 6 kon-
serta á dag. í vetur hefur verið
óvenjumikið um tónleika með
nýrri tónlist og verið uppselt á
hvern konsertinn á fætur öðrum
löngu fyrirfram.
Og hvað er svo af þínum tón-
smíðum að segja?
Ég hef nýlega lokið við tvö
hljómsveitarverk. Tvíþætt sinfón-
iskt verk og svo annað stutt
manni er hætt að lítast á blik-
una. Það var til dæmis á nor-
rænu tónlistarhátíðinni í Kaup-
mannahöfn stór hluti þeirra
manna, sem stóðu fyrir hljóm-
leikunum, sem vildu kalla þetta
ráðstefnu tónskálda, þar sem
þau ættu bara að hlusta hvert á
annað. Það var engu líkara en
þeir vildu beinlínis halda þessu
fyrir einhvern þröngan hóp. Tón-
skáld verða að vera í sambandi
við áheyrendur, þótt þau vilji
kannski ekki öll viðurkenna það
og segist ekki vera að semja
fyrir aðra en sjálfa sig. Tónverk
er ekki fullskapað fyrr en það
er komið til áheyrendanna.
Tjú hefur kunnað vel við þig
1 í New York?
Já, það hef ég gert. New York
hljómsveitarverk, sem verður
líklega flutt af Sinfóníuhljóm-
sveit íslands seinna í vetur. Á
tveimur síðastliðnum árum hef
ég lokið við 4 kammerverk, sem
hafa verið flutt í Bandaríkjun-
um og Evrópu.
Og framundan?
Það er ýmislegt í smíðum, en
það er víst bezt að segja sem
minnst um það nú. Mitt starf
er að semja tónlist og því liggur
það eitt fyrir. Maður verður að
helga sig því og reyna að fram-
kvæma það sem bezt og leitast
við að taka afkomuna ekki alltof
hátíðlega, þó kannski sé það nú
kokhreysti að taka þannig til
orða. En ef maður er nógu heið-
arlegur gagnvart því, sem maður
er að gera, þá gengur þetta allt
saman.
N.P.N.
Bál á fjúllstmdi
Siglfirðingar fögnuðu nýju ári í
sumarblíðu og ljósadýrð. 8 piltar
úr Skíðafélagi Siglufjarðar fóru
með efni í bálköst upp á hæsta
topp Hólshyrnunnar, fyrir botni
fjarðarins, og kveiktu bál þar uppi
kl. 6 á gamlárskvöld. Einnig
skutu þeir miklum og fögrum svif-
blysum og sáu menn niðri í Siglu-
firði glöggt er bálið og blysin bar
við himin. Það er sjaldgæft að
kveikt sé bál uppi á Hólshyrnu
og naut það sin einkar vel f björtu
og kyrru veðri.
Á sömu stundu og kveikt var
í bálkestinum uppi á fjallinu var
kveikt á rafmagnsljósum á brún-
inni neðan við Hvanneyrarskál og
er það í fyrsta sinn um áramót að
rafmagn er notað til þess að lýsa
upp mynni Skálarinnar. Undanfar-
in ár hefir verið kveikt þar á
blysum. Kl. 9 á Gamlárskvöld var
síðan kveikt á ljósum í hlíðinni
neðan við Hvanneyrarskál og
mynduðu þessi Ijós ártalið 1963.
Sumarblíða hefir verið í Siglu-
firði síðan um áramótin og er það
fágætt á þessum tíma árs að að-
eins sé grátt í fjöllum. Svo milt
hefir tíðarfarið verið að ekkert
frost er í jörðu í Siglufirði. Frétta-
ritari Vísis á staðnum, Ragnar
Jónsson, kvað hátíðahöld bæjarbúa
um áramótin hafa verið sérlega á-
nægjuleg. Á Ráðshústorgi á Siglu-
firði er fagurt jólatré sem er gjöf
frá vinabæ Siglufjarðar Herning,
en Herning hefir verið nefnd höf-
uðborg Jótlandsheiða.
Ánægjuleg áramót í Eyjum.
Sigfús Johnsen, fréttaritari Vís-
is í Vestmannaeyjum, kvað einnig
hafa verið ánægjuleg áramót þar
í bæ. Brennur voru á ýmsum stöð-
um, t. d. uppi í hlíðum Helgafells
og í Hánni, sem er annað fjall i
Eyjum. Á þrettándanum fara
íþróttafélög og skátafélög bæjarins
blysför um bæinn og upp um fjöll.
Norskur rithöfundur, — Sigurd
Hölmebakk — hefur gengið fram
fyrir skjöldu og gert hatramma
árás á Ólaf 5. Noregskonung.
Hefur hann gert árásina í grein,
sem birt er í tímaritinu „Veien
frem“, og þar segir meðal annars,
að kominn sé tími til þess, að kon-
ungdæmið sé lagt niður í Noregi.
Ólafur konungur sé fylgismaður
Efnahagsbandalagsins, tákni þjóð-
legrar uppgjafar og sé því ekki
lengur konungur norsku þjóðarinn-
ar.