Vísir - 03.01.1963, Blaðsíða 13
V í S IR . Fimmtudagur 3. janúar 1963.
13
KS-aafc'nu. * '-Htuím
RÓLEG ÁRAMÓT
Á AKUREYR1
Akureyri í morgun.
Akureyringar fögnuðu áramót-
um í björtu og stilltu veðri, en
í 8-10 stiga frosti.
Lögreglan hafði veitt leyfi fyrir
20 brennum víðs vegar í bænum.
en auk þeirra voru nokkrar smá-
brennur í Uthverfum bæjarins og
nærliggjandi býlum. Fjórar brenn
urnar voru miklu stærstar og í
tveim þeirra var úrgangsefni frá
tunnuverksmiðjunni aðaluppistað-
an. Safnaðist mikill mannfjöldi að
brennunum, jafn fullorðnir sem
börn. Flugeldum var skotið, eink-
um um miðnættið, en naumast þó
eins mikið og oft áður, og var
ástæðan helzt talin sú að færra
var um skip í höfninni heldur en
venjulega um áramót, en frá skip
unum er oft skotið mikið af flug-
eldum. Einhver brögð voru að
sprengjuskotum á götum bæjar-
ins um kvöldið og lögreglunni bár
ust kærur um að föt vegfarenda
hefðu skemmst af þeim sökum.
Bþróffablaðið —
Framhald at bls 2.
Undir þessum lið flutti Þorsteinn
Einarsson, íþróttafulltrúi, erindi.
Ný reglugerð fyrir
unglingaráð ÍSl.
Samþykkt var ný reglugerð fyr-
ir unglingaráð ÍSÍ og var aðal-
breyting frá því sem áður var, að
ráðið verður skipað 3 mönnum í
stað 11.
Útgáfa á íþróttablaði.
Eftirfarandi var samþykkt:
„Fundur haldinn í sambandsráði
ÍSÍ sunnudaginn 2. desember 1962
samþykkir að heimila framkvæmda
stjórn ÍSÍ að hefja útgáfu íþrótta-
blaðs“.
fþróttamerki ÍSÍ.
Samþykkt var eftirfarandú
„Fundur haldinn í sambandsráði
ÍSÍ sunnudaginn 2. desember 1962
samþykkir að hefja útbreiðslu og
keppni um íþróttamerki ÍSÍ, sam-
kvæmt áætlun íþróttamerkjanefnd-
ar í byrjun febrúar 1963.“
Fjármál íþróttasambandsins
voru mikið rædd og lagði fram-
kvæmdastjórn fram ítarlegt
greiðsluyfirlit fyrir árið 1963 og
voru eftirfarandi gjaldaliðir sam-
þykktir sérstaklega:
Kostnaður vegna námskeiða
ÍSÍ kr. 80,000,00.
Kostnaður vegna námskeiða
sérsambanda kr. 130,000,00.
Þá gaf gjaldkeri ÍSÍ, Gunnlaugur
J. Briem yfirlit yfir úthlutun
kennslustyrkja.
Að lokum þakkaði forseti ÍSÍ,
Gísli Halldórsson, Guðjóni Einars-
syni, varaforseta ÍSÍ, fyrir góða
fundarstjórn og þakkaði fundar-
mönnum komuna á fundinn, og
óskaði utanbæjarmönnum góðrar
heimferðar.
Á þessum 26. fundi sambands-
ráðs ÍSÍ mættu:
Gísli Halldórsson, Benedikt G.
Waage, Guðjón Einarsson, Gunn-
laugur J. Briem, Sveinn Björnsson,
Axel Jónsson, Þorvarður Árnason,
Þórarinn Sveinsson, Þórir Þor-
geirsson, Ármana Dalmannsson,
Jón F. Hjartar, Jens Guðbjörns-
son, Einar B. Pálsson, Erlingur
Pálsson, Ingi Þorsteinsson, Bogi
Þorsteinsson, Ásbjörn Sigurjóns-
son, Guðmundur Sveinbjörnsson,
Halldór Magnússon, Örn Eiðsson,
Þorsteinn Einarsson og Hermann
Guðmundsson.
Að öðru leyti var mjög rólegt
hjá lögreglunni og enginn maður
tekinn úr umferð á gamlárskvöld
eða um nóttina. Hjá slökkviliðinu
var líka mjög rólegt og var það
aldrei kvatt á vettvang um ára-
mótin. — Eins og undanfarin
gamlárskvöld var komið fyrir
skrautlýsingu í Vaðlaheiðinni, og
ártalið 1963 Ietrað í heiðina með
Iogandi blysum. Það var Guðm.
Jónsson, málaram., sem stóð fyrir
þessu, nú eins og áður.
Dansleikir voru á 5 stöðum á
gamlárskvöld, þ.á.m. bæði í
Menntaskólanum og Gagnfræða-
skólanum.
Þau óhöpp urðu um áramótin, að
4 bifreiðar ultu, allar á sama
staðnum, en það var í Hafnarstr.,
móts við hús nr. 5. Var þar flug-
hálka í beygju og orsökuðust velt
urnar af þvf að bifreiðum, sem
voru á allmikilli ferð, var skyndi-
lega hemlað. Sem betur fór urðu
ekki slys á fólki, og bílarnir
skemmdust furðanlega lítið nema
einn þeirra.
Á gamlársdag kom enskur tog-
ari inn til Akureyrar vegna leka,
sem að honum hafði komið. Gaf
skipstjóri þá skýringu að hann
hafi siglt á ísjaka og við það dæld
uðust nokkrar plötur og bönd
beygluðust við fremstu Iestina.
Slökkviliðið var fengið til að dæla
sjónum úr skipinu, en að því búnu
fór athugun á skemmdum þess
fram í slippnum. Togarinn var í
morgun enn á Akureyri.
Myndsjá —
Framhald af bls. 3.
Loksins stendur bálkösturinn
aftur tilbúinn, stækkaður og end
urbættur. Allir hlaupa inn til að
skipta um föt til að vera fínir
á helgideginum. Meðan allir eru
að þvo sér, skeður óhappið
mesta, bálkösturinn hefur verið
varðgæzlulaus um stund og það
fer eins og oft í styrjöldum, að
óvinirnir í næstu hverfum nota
tækifærið og læðast utan úr
myrkrinu. Hraðboði er sendur í
húsin þar sem strákarnir standa
við vaskana og eru að þvo sér
upp úr sólskinssápu: — Það er
eldur uppi, og allir þjóta út. Þeg
ar komið var að kestinum* var
Iiann í björtu báli og það voru
þögulir og þreyttir drengir sem
horfðu á eldinn og margur felldi
tár í hljóði. Þeir höfðu haft mik
ið erfiði, en svo mikil var illska
heimsins, að þeir fengu ekki sitt
áramótabál.
15 ára drap
föður sinn
Fimmtán ára finnskur drengur í
Jurva í Österbotten situr í gæzlu-
varðhaldi fyrir að hafa drepið föð-
ur sinn.
Drengurinn hafði beðið eftir föð
ur sínum með byssu £ hendi, er
föðurins var von úr vinnu, og
skaut hann um leið og hann lauk
upp útihurðinni á heimili þeirra.
Síðan fór hann á fund granna
sinna og bað þá að kalla á lög-
regluna. Nágrannar skýra svo frá.
að maðurinn, sem var 38 ára gam
all og mjög þunglyndur, hafi mis-
þyrmt konn sinni og börnum dag-
lega. en hann var veginn.
Dreng / am, sem ódæðið vann, var
elztur barna hans.
Barist / Katanga
Enn var barizt í Katanga um
nýárið og féllu 4 hermenn Sam
einuðu þjóðanna á nýársdag en
14 særðust. Var það á milli
Elizabetville og Chataville, sem
er námubær skammt frá landa-
mærum Norður-Rhodesiu. Sæk
ir lið SÞ fram til þessa bæjar,
en annars var U Thant nýbú-
inn að tilkynna, að hernaðarað-
gerðum SÞ f Katanga væri lok
ið, er fréttist um þessi átök.
Staðfest er, að Tsjombe sé í
Chataville og sé fús til við-
ræðna á grundvelli tillagna
Breta, sé honum heitið ferða-
frelsi og vopnahlé gert milli
Chataville og Elisabetville.
togar
ar á Grænlandsmiðum
Málgagn danska fiskiiðnaðarins
hefir birt fregnir um, að Japanir
sé að hugleiða að senda togara á
veiðar á Grænlandsmiðum.
Dansk Fiskeri Tidende segir um
þetta, að þrjú af togaraútgerðar-
félögum Japana sé að athuga mögu
leika á að senda eitthvað af skip-
um sínum þegar á næsta ári á þessi
mið, og muni þeir að líkindum láta
verksmiðjuskip fylgja veiðiskipun-
um til að vinna aflann á staðnum.
í síðasta hefti Ægis, málgagns
Fiskifélags íslands, er birt fregn
um þetta mál eftir Journal of
Commerce, sem gefið er útí Banda-
ríkjunum. Frásögn Ægis er á þessa
leið:
Ýmis konar takmarkanir og minnk
andi fiskmagn á veiðisvæðum, sem
íslenzltu riti dreift með
aðstoð rafeindaheila
Félag viðskiptafræðinema við
háskólann hefir sent frá sér annað
hefti ritsins Hagmála, sem hóf
göngu sína sl. vor. Meðal greina í
riti þessu eru Gjaldeyrissparnaður,
stofnfjárstuðlar og fjárfestingar-
ákvarðanir eftir próf. Árna Vil-
hjálmsson, Meðferð kvartana £ fyr
irtæki, eftir cand. oecon. Sigurpál
Vilhjálmsson, Er hægt að sam-
ræma stöðugt verðlag og atvinnu
handa öllum?, eftir Magnús Ár-
mann, cand. oecon., Samanburður
á vexti þjóðartekna £ kapitalist-
isku og sósfalistisku hagkerfi, eft-
ir Björn Matthiasson stud. oecon.,
Hagfræðinám við háskólann í
Köln, eftir stud, rer, pol. Sigfinn
i Sigmundsson og Þættir úr Berlín-
i arför eftir Gunnar Finnsson, stud.
I oecon.
í Dreifing blaðsins er með óvenju
I legum hætti, þv£ að ekkert fslenzkt
rit hefir notazt við sömu aðferð
fram að þessu. Um hana segir svo
í heftinu:
Það má telja til tiðinda, að Hag-
mál er fyrst islenzkra rita til að
taka rafeindaheila f sina þjónustu.
Hefur blaðið komið sér upp IBM
gat-spjaldakerfi yfir alla þá er blað
ið fá, og annast al-sjálfvirkar vél-
ar útskrift til áskrifenda. Einnig
má með kerfi þessu velja úr á-
kveðna hópa manna á augabragði.
Fyrirtæki Ottó A. Michelsen,
IBM-umboðið, hefur veitt Hagmál-
um alla hugsanlega aðstoð i þessu
efni. Þess má geta, að flest meiri
háttar rit erlendis, svo sem Time,
Newsweek o. fl. byggja dreifingu
sína á sams konar kerfi.
í ritstjórn Hagmála eru Ottó
Schopka, Helgi Hákon Jónsson og
Marinó Þorsteinsson, en prentun
annaðist Borgarprent.
áður gáfu mikið í aðra hönd, hefur
orðið þess valdandi, að Japanir
renna nú vonaraugum til miðanna
í Norður-Atlantshafi, og er fyrsti
togarinn þegar lagður af stað þang-
að.
Fiskveiðar Japana við Afríku eru
ótryggar vegna fyrirætlana nýju
ríkjanna þar um stækkun fiskveiði-
takmarkanna i 12 rnílur, og sagt er
að lftið sé orðið um fisk á miðunum
við Ástralíu og Nýja Sjáland.
Japanski togarinn, sem er á leið-
inni til Norður-Atlantshafsins, heit-
ir Aoi Maru no. 2, og er frá Aoi-
útgerðarfélaginu í Tokyo. Hann hef
ur 42 manna áhöfn og mun aðal-
lega stunda veiðar á þorski, rækju
og flatfiski á svæðinu frá Nýfundna
Iandi til Englands, en þar eru talin
þriðju auðugustu fiskimið heims.
Aflinn verður frystur og fluttur
til Bandaríkjanna, Kanada og Mið-
Ameríkuríkja.
Búizt er við, að togarinn verði
hálft annað ár að heiman, og eru þá
meðtaldar ferðir til og frá Japan.
Notuð verður bæði skuttogun og
venjuleg hliðartogun.
Atlantor flytur
Atlantor, ■ útflutningsfyrirtæki
Magnúsar Z. Sigurðssonar, er að
flytja úr Aðalstræti 6 i Austur-
stræti 0. Flytur fyrirtækið £ stærri
húsakynni, sem það hefur haft
brýna þörf fyrir. Flutningar
standa a.m.k. yfir í dag.