Vísir - 03.01.1963, Síða 16
ÁFENGISKASSAR
FINNAST ÍHELLI
í gær gerði lögreglan í Reykja-
vík Ieit í helli í Vífilsstaðahrauni
að tilvísun skáta sem komið höfðu
í heilinn rétt áður og fundið þar
marga tóma kassa undan áfengi.
Fóru fjórir lögreglumenn héðan
úr bænum og gerðu leit í hellinum.
Reyndist það rétt sem skátarnir
höfðu hermt að þarna voru margir
kassar undan áfengi, en voru allir
tómir.
Enginn veit hvernig stendur á
kössunum á þessum stað, hvort
þeim hefur verið stolið, eða hvað
átt hefur að gera við þá, eða hvort
áfengi hefur verið í þeim þegar
þeir voru fluttir þangað. Hitt ligg-
ur ljóst fyrir að þeir hafa tiltölu-
lega nýlega verið fluttir í hellinn,
því það er ekki ýkja langt síðan
að í hann var komið og var þar þá
ekkert að sjá.
Hellir þessir er skammt frá Víf-
ilsstöðum og er hið mesta völund-
arhús. Þó er næsta erfitt að finna
hann og til að komast inn í hann
þarf að skríða. En þegar inn. úr
göngunum kemur tekur við mikil
hvelfing og fögur, um 30 metra
löng, 20 metra breið og 2—4
metra há. Auk þess ganga einir
tveir manngengir afhellar inn úr
þessari aðalhvelfingu.
í dag var gerður út leiðangur
til þess að sækja kassana og voru
þeir fluttir til Reykjavlkur.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni voru kassarnir 47 tals-
ins undan 19 víntegundum og allir
Frh. á bls. 5.
Úthlutað úr rithöfu ndasjóði
Ríkisútvarpsirts
31. desember er árlegur úthlut-1 isútvarpsins, og í þetta sinn var
unardagur úr rithöfundasjóði Rík-1 úthlutunarupphæðinni skipt í
96 borgaríbúðum útbhitað
Laust fyrir áramótin úthlutaði
Reykjavíkurborg 96 íbúðum í
þremur nýjum borgarhúsum við
Áiftamýri. Upphaflega var gert
ráð fyrir að úthiuta 64 íbúðum
úr tveimur húsanna, en þegar
til kom reyndist unnt að bæta
þriðja húsinu við. Fjórða húsið,
£ I. her skipasmíðatilboð
allt austan frú Japan
Tilboðin drífa að þessa| hjá Eimskipafélaginu, og sagði
hann blaðinu þetta í sambandi við
dagana, og þau koma jafn-
vel allt austan frá Japan,
en það tekur nokkrar vik-
ur að átta sig á þeim endan
Iega.
Vísir átti í morgun stutt viðtal
við Viggo Maack, skipaverkfræðing
Jólofrés-
fagnaður
VÍSIS
Jólatrésfagnaður fyrir þau
börn, sem bera út Vísi verður
haldinn f Breiðfirðingabúð kl. 3
á laugardaginn. Er öllum börn-
unum boðið ókeypis til fagnaðar
ins. Eru þau beðin að snúa sér
til afgreiðslumanns blaðsins f
Ingólfsstræti en hann deilir út
aðgöngumiðum og veitir nánari
upplýsingar.
tilboð þau, sem félagið óskaði í
smíði þriggja skipa, er ákveðið var
á síðasta ári, að fyrirtækið léti
smíða. Síðan hefir það gerzt, að
félagið hefir fest kaup á dönsku
skipi, Ketty Danielsen, sem væntan
lega verður afhent um miðjan þenn
an mánuð, svo að aðeins verður um
smíði tveggja skipa að ræða.
Eins og fyrr segir berast tilboðin
langt að, eða alla leið frá Japan
þau sem lengst eru komin, en auk
þess hafa komið tilboð frá Júgó-
slavíu, Spáni, Þýzkalandi, Hollandi,
Belgíu, Svíþjóð og víðar. Sum er
hægt að leggja til hliðar þegar, þar
sem verðið er svo hátt, að þau
koma ekki til greina, en lengri tíma
tekur að vinna úr öðrum, því að
gera þarf samanburð á verði, sjá
hvað skipin kosta raunverulega, at-
huga greiðsluskilmála vandlega og
þar fram eftir götum.
Annars eru þetta svo lítil skip á
mælikvarða annarra þjóða, að sum-
ar skipasmíðastöðvarnar treysta
sér til að afhenda þrjú samtímis
fyrir lok þessa árs, aðrar telja sig
geta afhent þau á tveggja til fjög-
urra mánaða tfmabili umhverfis ára
mótin. Öll þessi atriði þarf að vega
og meta vandlega, áður en endan-
leg ákvörðun verður tekin um,
hvaða tilboði skuli taka.
þrennt, en styrkina hlutu Guð-
mundur Daníelsson rithöfundur og
ljóðskáldin Jón Óskar og Þorsteinn
Jónsson frá Hamri. Heildarúthlut-
unarupphæðin var að þessu sinni
allmiklu hærri en nokkru sinni fyrr
eða 45 þúsund krónur, svo að 15
þúsund hafa komið í hlut hvefs
styrkþega fyrir sig.
Formaður sjóðsstjórnar, dr.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörður,
afhenti styrkinn og skýrði frá því
jafnframt, að þetta væri í 7.
skipti, sem úthlutað væri úr sjóðri-
, um, en styrki hefðu hlotið alls 10
með 32 íbuðum er bygg.ngu, rithöfundar. Myndin er tekin,
þegar dr. Kristján Eldjárn afhenti
Jóni Óskari og Þorsteini frá Hamri
styrki sína, en Guðmundur Daníels
son gat ekki verið viðstaddur at-
höfnina, sem fór fram í húsi Þjóð-
minjasafnsins.
en ekki er ákveðið hvenær því
verður úthlutað.
íbúðunum fylgdu rífleg lán,
en þær hafa verið byggðar sem
liður í útrýmingu heilsuspillandi
húsnæðis í borginni. Allar fjöl-
skyldurnar voru ýmist í leigu-
húsnæði borgarsjóðs, húsnæðis
laust, úr herskálum eða öðru
heilsuspillandi húsnæði.
Hverri tveggja herbergja íbúð
fylgdu 220 þúsund króna lán, og
þriggja herbergja íbúðum 240
þúsund króna lán. Stærri íbúð-
irnar eru 72 talsins en minni
íbúðirnar 24. Stærð fjölskyldna
voru frá þriggja til 8 manna
fjölskyldum. Þrjátíu og tvær
íbúðir eru þegar tilbúnar.
2550 drekstrar
Bifreiðaárekstrar urðu um það
bil 500 fleiri á síðastliðnu ári, held-
ur en á árinu 1961.
Endanlegar tölur eru að vísu
ekki komnar fyrir árekstrafjöldann
í ár, en búið er að bóka tæplega
2550 árekstra til áramóta. Árið
1961 voru þeir hins vegar 2057 að
tölu og var þá algert metár hvað
árekstrafjölda snertir.
Halldór Pólsson búnaðarmólastjóri:
.,Auka þarf ræktað
laad um helmiag
Blaðið hafði í morgun tal af
hinum nýskipaða búnaðarmála-
stjóra, Halldóri Pálssyni, sem
tók við embætti nú um nýárið
um framtíð landbúnaðarins.
og spurði hvað liann vildi segja
Fórust honum meðal annars
þannig orð:
„Hér hafa á undanförnum
árum orðið mjög stórstígar
breytingar i landbúnaðinum og
þeim er langt frá því að vera
lokið enn. Þær eru svo stórvægi-
legar, að segja má að verið sé
að endurnema landið. Nú er
byggt úr miklu varanlegri efn-
um en áður, ræktun er miklu
meiri o. s. frv.
„Þessar breytingar hófust
snemma á öldinni, en fóru hægt
fyrst í stað, en hafa fleygt fram
á síðustu áratugum. Þó vantar
enn, mikið á að til sé nóg ræktað
Frh. á bls. 5.
► Lögreglunni í Kanada tókst í
byrjun vikunnar að vinna á manni
sem orðið hafði þrem lögreglu-
mönnum að bana. Geðbilaður mað
ur hafði ógnað skógarhöggsmanni
með byssu og er 3 lögreglumenn
voru kvaddir á vettvang, vann
hann á þeim öllum.
Áramótaspilakvöld
Sjálfstæðisfélaganna
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavik formaður og varaformaður Sjálf
halda áramótaspilakvöld sitt i stæðisflokksins flytja ávörp
Sjálfstæðishúsinu og á Hótel munu verða ánægjuleg skemmti
Borg í kvöld. atriði og loks glæsileg verðlaun
Eins og venjulega er vandað fyrir sigur í félagsvistinni. Að
til spilakvöldsins. Auk þess sem félagsvistinni Iokinni verður stig
inn dans.
^wmrn—mm
Fimmtudagur 3. janúar 1963