Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 2
V í S IR . Miðvikudagur 9. janúar 1963.
KEPPT í JIÍDÓ í VOR
Knaffspyrna
og
nylonsokkar
Mikilli hneykslun olli knatt-
jpyrnustjaman Di Stefanó ný-
lega, er hann ætlaði að láta nota
efri hluta líkama síns í auglýs-
ingaskyni, eins og myndin hér
að ofan sýnir. Pað var nylon-
sokkafirma sem ætlaði að nota
sér frægð Di Stefanos á þennan
hátt með texta sem hljóðar eitt-
hvað á þessa leið:
„Væri ég konan mfn, myndi
ég sýna fætur mína f þessum
og þessum sokkum“.
Ekki varð af þessu heimsku-
lega tiltæki sokkaframleiðend-
anna og Di Stefanos, því æðsta
stjórn Real Madrid komst á
snoðir um þetta og var ekki
ýkja hrifin af og fékk Di
Stefano ofan af þessari fyrir-
ætlan.
Fyrir réttum 6 árum var íslend-
ingum fyrst gefinn kostur á að
kynnast hinni fallegu japönsku
glímu, JUDO. Það var þýzkur mað
ur, Gaier að nafni, sem kenndi
áhugasömum Reykvíkingum glím-
una í tvö ár, en nú fyrst er hægt
að segja að Júdómenn geti stofnað
til keppni með sér, en hingað til
hafa þeir aðeins æft og í sumum
tilfellum sýnt,
Sigurður Jóhannsson, einn aðal-
hvatamaður Júdómanna Ármanns,
sagði okkur frá þessu í gær, og
sagði vel hugsanlegt að mót yrði
haldið í Júdó í vor, enda væru
a, m. k. 10 piltar mjög liðtækir í
íþróttinni og gætu vel gert slíka
keppni skemmtilega. Sagði hann þó
að enn hefði ekki verið um þetta
rætt.
Júdó var nýlega tekið upp sem
Olympíuíþrótt, enda ekki undar-
legt, þar eð næstu Olympíuleikar
eru í Tokyo. Hafa mörg lönd af
þessu tilefni lagt aukna rækt við
Júdófþróttina til að geta spjarað
sig í Tokyo.
í vetur hafa um 100 manns, pilt-
ar og nokkrar stúlkur, æft Júdó í
3 flokkum, en húsnæðisvandræði
hafa verið flokknum mikið fóta-
kefli. Sigurður sagði Júdódeild Ár-
manns nýlega hafa fest kaup á
Þótttaka ekki ákveðin
„Það er ekki fyllilega rétt með
farið hjá einu dagblaðanna í morg
un, að ákveðið sé að drengjaflokk-
ur okkar fari f Evrópukeppni ungl-
inga f körfuknattleik“. sagði Magn
ús Björnsson, stjórnarmaður í
KKl í símtali í gær. „Send hefur
verið þátttökutiikynning frá okk-
ur, en með fyrirvara, enda margt
sem gerir okkur erfitt fyrir".
Magnús sagði og að Evrópu-
kcppnin sjálf væri enn nokkuð
laus í reipunum og varla búið að
ákveða keppnisstaðinn og gætu
margar borgir komið til greina enn
sem komið er. Unglingalið var kali
að saman til fundar um síðustu
heigi, en enn sem komið er er
vart hægt að tala um þátttöku
fslenzks liðs í þessu móti.
japanskri dýnu, sem er gerð ein-
Frh. á bls 5
Á myndunum er Japaninn í hringjunum, en ítalinn Menicelli er á hinni
myndinni, sem tekin var í Rómarborg á Olympíuieikunum, en hann er
eini Evrópumaðurinn, sem reyndist vera í sama gæðaflokki og Japanir.
Japaninn ENDO
Japanir vekja nú mikla athygli
fyrir glæsilega fimleikaflokka og
sérfræðingar telja að Rússar megi
vara sig á Olympíuleikunum á
næsta ári, þegar þeir mæta hinum
mjúku Japönum í keppni heima
fyrir.
Fyrir skemmstu fóru Japanir í
keppnisferð um Evrópu og var sú
ferð mikil sigurganga fyrir lið
þeirra. Langbezti maður japanska
flokksins var hinn kornungi Endo,
sem sýndi frábær og oftast allar
greinar og fékk m. a. 58 stig, sem
svarar til 9.70 að meðaltali í stig-
um. Er Endo nú talinn snjallasti
fimleikamaður í heimi, enda hefur
hann sýnt miklar framfarir frá því
í Heimsmeistarakeppninni, en þá
vann Rússinn Titov, en Endo varð
annar.
Á Ítalíu mætti flokkurinn hin-
um snjalla ítala Franco Menicelli.
Endo vann í þessari keppni og það
var þá, sem hann fékk 58,15 stig
samanlagt, en ítalinn og Japaninn
Mitsukuris fengu samanlagt 57.80
stig, en 4., 5. og 6. maður voru
allir Japanir með mjög góðan ár-
angur. í Frankfurt vann japanska
liðið úrvalslið frá Evrópu með 256
stigum gegn 279.