Vísir - 09.01.1963, Síða 7

Vísir - 09.01.1963, Síða 7
V í SIR . Miðvikudagur 9. janúar 1963. 7 Þegar bókinni er lokið hún Viðtal við John Steinbeck Að vinna nóbelsverð- laun er að bera merki heimsborgarans á enni sér, maður, sem hlotið hefur slíkan heiður, er merktur til æviloka. Hann er skyndilegá orð- inn spámaður og stjórn- vitringur. Sumir hafa brotnað undir þessu oki. Aðrir hafa tekið því sem sjálfsögðum hlut. — Ef mig langar til að skrifa harkalega sögu, þá geri ég það, sagði Jóhn Steinbeck, sem nú fyrir skemmstu hlaut bókmennta verðlaun Nobels, en sú veiting hefur hlotið meiri gagnrýni en nokkur önnur um árabil. — Ég neita með öllu að gefa stjórn- málalegar yfirlýsingar. Það er kynlegur dularblær á þessum verðlaunum, og vitanlega Iangaði mig til að hljóta þau, en þau hafa mjög slæm áhrif á sumt fólk. Það bezta, sem ég get gert núna, er að reyna að gleyma þeim. Nágrannar mínir heima munu líka bráðlega gleyma þessu. í fyrsta skipti sem einhverri ná- grannakonunni verður nauðgað, verður þetta gleymt. Ekki svo að skilja, að það komi svo oft fyrir. \ Átti hann verð- launin skilið? Daginn, sem tilkynnt var um ákvörðun sænsku akademíunnar, spurðu fréttamenn í New York Stéinbeck að því, hvort honum fyndist hann eiga verðlaunin skilið. Hann svaraði um hæl: — 1 hreinskilni sagt, nei. — Þetta var spurning út í hött eins og — lemurðu konuna þína ennþá. Russell Baker skrif- aði mér í bréfi á þessa leið: „Hver fær það, sem hann á skil- ið, og hver á skilið það, sem hann fær?“ Þetta er allt svo ó- raunverulegt. Orðin, eru alltaf á sínum stað, og þau verða engu betri, þótt átján manna nefnd segi, að þau hafi verið góð. Ég hef lagt mikla vinnu í bækur mínar, og kannski mun fólk leita ofurlítið betur eftir því, sem ég hef verið að reyna að segja í þeim, en ég get ekki sagt, að ég hafi átt verðlaunin „skilið" frem- ur en hver annar rithöfundur. Fyrsta og síðasta ræðan. Rödd hans er hljómmikil, aug- un vingjarnleg en snör. Hann hefur sætt harðri gagnrýni um árabil, og tal hans einkennist af niðurbældri spennu. Hann er ekk ert nema rithöfundur og þess vegna ekki vanur að koma fyrir almenningssjónir nema í verk- um sínum. Hemingway dró sí- fellt að sér athygli almennings og blaða, hvar sem hann fór. Faulkner hélt fyrirlestra um all- an heim. Steinbeck gerir hvor- ugt. En mánudaginn 10. desem- ber kom hann fram fyrir ein- hverja virðulegustu samkomu í veröldinni í Stokkhólmi og tal- aði af innlifun og ákafa, svo sem mönnum er kunnugt. — Þetta var fyrsta og síðasta ræðan mín, og ég get ekki sagt, að mér hafi fundizt hún nein op- inberun. Með því að tala hægt tókst mér að láta hana endast í um það bil sex mínútur. En ræðumennska er allt annað fag. Það minnir mig á kaþólskan biskup í Texas, sem mætti negra- barni á götunni og sagði: Ert þú kaþólskt, barnið gott? Og barnið svaraði: Nei, það er nógu erfitt að vera negri. Farinn að linast? Nú eru liðin meira en tuttugu ár, síðan Þrúgur reiðinnar kom út — bókin sem lesin var af heilli kynslóð í veröldinni. Hún hefur ávallt höfðað til æskunnar, og flestir Iesendur og gagnrýn- endur telja hana bezta verk Steinbeck — að undanteknum þeim, sem telja bókina Mýs og menn fremri. Þrúgur reiðinnar er rituð af miskunnarlausri reiði og ádeilu. Seinasta verki hans „Á ferð með Karli í leit að Ame- ríku“ (Travels with Charly in Search of American) hefur verið Iýst á þann veg, að það væri fullt af tilfinningasemi. Sagt hef- ur verið, að „hann væri ekki reiður út af neinu“ lengur. Hef- ur hann linazt svona nú, er hann stendur á sextugu?" — Ég var þá um þrítugt. Ég stend enn utan við kreddur. Ef þú ert kreddulaus um tvítugt, ertu kallaður byltingarseggur, á sjötugsaldri ertu kallaður ein- staklingshyggjumaður. Ég geri ráð fyrir, að ég nái þeirri nafn- gift á 10 árum. Ýmsum finnst sextugsaldurinn hálfgerður vandræðaaldur, þá er maðurinn ekki lengur ungur, en hefur ekki enn náð virðuleika ellinnar. Steinbeck er skjótur til svars. — Þetta er stórkostlegur ald- ur. Ég lifi í samræmi við hin fornu iög Aztekanna. Aztekarnir voru mjög strangir í dómum. Þeir dæmdu menn til dauða fyrir alls konar hluti — þangað til menn voru orðnir sextugir. Þá voru lögin ekki látin ná yfir hann lengur, og hann gat látið eins og honum þóknaðist. Mér hefur alitaf langað til þess að geta látið það eftir mér að láta eins og ícjáni, ef mér þóknaðist það, og nú get ég leyft mér það. Mér. finnst ég vera í miklu meiri tengslum við ungt fólk en gam- alt. Fyrir tveimur dögum eyddi ég kvöldstund með 15 hundruð stúdentum í Stokkhólmi. Ég á- varpaði þá ekki, við ræddum bara saman, og þeir hrópuðu hver upp í annan -— þeir voru mjög ferskir, gáfaðir og skemmti legir. Það var enginn slappleiki eða lífsleiði í fari þeirra, eins og sums staðar er. Ungu rithöfundarnir. — Og í Bandaríkjunum höfum við samsafn ungra manna með ákveðnar skoðanir og bjartsýni, af því þeir hafa enga trú á því, að heimsendir sé í nánd, og þeir eru sem óðast að ná valdi yfir sjálfum sér. Reiðin rennur af þeim um leið og þeir komast til þroska. Ég held, að „Catch 22“ sé einhver bezta stríðsbók, sem nokkurn tíma hefur verið skrifuð, og í henni er miklu minna hugarflug en margir virð- ast hyggja. Við höfum Philip Roth, John Updike — sem er stórkostlegur stíllisti — James Baldin, sem býr yfir miklu and- ríki og ástríðu. Jack Keruac er einnig að ná nýrri ögun í verk sín og kraftur hans og athyglis- gáfa fer vaxandi. Og svo er Ed- ward Albee. Hann er frábær. Nýja leikritið háns („Who’s Afraid of Virginia WoIf“) býr yfir sérstæðum töfrum, Þá er að nefna Jack Richardson („Lorenzo and the Prodigal"), Jack Gelber og Robert Lowell af ljóðskáldum. Ég er mjög ánægður með þetta unga fólk, af því áhugi þeirra er lifandi og jákvæður. Fjölhæfni. Steinbeck hefur ritað leikrit, skáldsögur, smásögur, satírur, ferðaþætti og kvikmyndahandrit (Viva Zapata). Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að fást við svo ólíka hluti. Og víst er um það, að slík fjölhæfni er næsta ó- venjuleg. — Þungt og erfitt verk getur fætt af sér löngun til að fást við eitthvað léttara. Það má kannski lika líkja þessu við skemmti- dagskrá. Hvert atriðið verður að vera ólíkt hinu fyrra. Þetta kem- ur ósjálfrátt. Ég hef vérið all- mjög gagnrýndur fyrir þetta af fólki, sem finnst þetta sjálfsagð- ur hlutur í leikhúsinu. Ég fyrir mitt leyti get ekki séð, að gam- John Steinbeck. nnsamir hlutir séu neitt lakari i sjálfu sér en alvarlegir hlutir, en samt flyt ég ekkert vitandi vits frá einni bók til þeirrar næstu. Þegar bókinni er lokið — deyr hún. Það er raunverulegur dauði. Mér er ómögulegt að fara aftur í tímann. Gagnrýnin kemur eftir á eftir dauðanum — of seint til þess að ég geti haft nokkurt gagn af henni. Það, sem ég var að reyna að segja mánudaginn 10. desember, var, að bókmenntir eru sprottnar fram hjá fólkinu, en ekki hjá gagnrýnendum. Ég hef ánægju af því að Iesa góða gagnrýni, og með því er ég ekki að segja, að hún þurfi að vera jákvæð fyrir höfundinn. Ég hef verið djúpt særður af mjög lof- samlegri umsögn manns sem vissi ekki, hvað hann var að segja. Það er verst af öllu. Frásögnin. Steinbeck er umfram allt snillingur £ frásögn. — Frásögnin er jafngömul tím anum, en skáldsagan er ekki mjög gamalt fyrirbæri, og það er engin ástæða til að halda, að hún eigi eilíft lif fyrir höndum. Sagan er endurspeglun, hún ér frásögn mannlegra athafna, sið- fræði og ósiðsemi — allt eftir þörfum þjóðfélagsins á hverjum tíma. Þetta er að fullnægja ein- hverjum þörfum. Hvers konar þörfum? — Þörf fyrir fegurð, hugrekkj, umbætur — stundum einungis stolt. Ég sé ekkert rangt við það. Þetta gerði Hómer á sinn hátt. Einhver áhrifamesti kaflinn í öllum bókmenntum fornaldar- innar er, þegar Hektor mætti Akilles, sneri burt og lagði á flótta. Þetta er viðurkenning á hugleysi, og það er mjög mikil- vægt því það kemur fyrir alla menn. Lauslega þýtt. Fréttabréf frá Patreksfirði Patreksfirði, 2. jan. '63. Einmuna veðurblíða hefur verið hér yfir hátíðarnar. Logn og heið- ríkja dag hvern með örlitlu frosti; jörð err alauð og sleipt á vegum. Vegir í nærliggjandi sveitir færir. Mikið var hér um jólaskreyt- ingar í ár, aldrei meiri. Jólatrjám var komið fyrir á þrem stöðum í þorpinu og margir skreyttu hús sín og heimagarða með marglitum ljós um. Þá var kirkjan flóðlýst að ut- an og tók hún sig vel út. Allt há- tíðahald fór fram með prýði. Tvær stórar áramótabrennur voru að vanda og margar smærri, 4 bátar réru héðan 1. jan. og voru að koma að með 8—12 tonn hver. Á vegum Patrekshrepps hefur ýmislegt verið gert í sumar og vetur, og má þar m. a. nefna fram- kvæmdir við höfnina. Unnið hefur verið í og við Pat- rekshöfn fyrir rúmar 2 milljónir króna á s.l. ári. Ðýpkunarskipið Grettir var hér um tíma og gróf upp úr höfninni um 27 þús rúm- metra og stórvirkur krani hefur grafið upp úr höfninni um 6 þús. rúmmetra. Við þennan uppgröft stækkaði mjög allt athafnasvæði báta í höfninni og bátabryggja innst £ höfninni k.omst i samband. Þá var svokölluð renna hreinsuð, svo þar er engan farartálma fyrir stærri skip að finna. Þá var steypt ur 100 metra Iangur veggur ofan á stálþilið innarlega £ höfninni, svo nú er þar betra viðlegupláss smærri báta en áður var. — Þá er unnið af fullum krafti við endurinnrétt- ingu gamla barnaskólans, sem byggður var 1910, og nú verður brátt tekinn í notkun sem ráðhús Patreksfjarðar. Þar verða skrifstof ur hreppsins með stórum fundasal og tveim smærri fundaherbergjum. Þá verður þar einnig komið fyrir héraðsbókasafni V.-Barð. Teikning- ar allar gerði Gunnar Theódórsson innanhússarkitekt, en bygginga- meistararnir þeir Guðjón og Páll Jó hannessynir hér á Patreksfirði sjá um alla framkvæmd verksins. Þá hefur verið unnið að heildar- skipulagi kauptúnsins s. 1. sumar og haust og mun nú um áramótin liggja frammi nýtt skipulag fyrir um 4 þúsund manna byggð. Verk- fræðingurinn Gunnar Guðmunds- son, ''erkfræðilegur ráðunautur hreppsins, svo og skipuIagsstjóH rlkisins, hafa unnið sameiginlega að þessu. Gengið hefur verið frá 400 metra Iangri götu, sem ber nafnið Brunn- ar. Við hana standa nú þegar mörg ný hús. 14 íbúðarhús eru hér £ smíðum og byrjað var á 6 á ár- inu 1962. Fréttaritari. ískönnunarflug Um s.l. áramót voru tvö ár liðin frá því Flugfélag íslands tók að sér fskönnunarflug við Grænland með flugvél og áhöfn staðsettri í Narssarssuaq. Iskönnunarflugið hefir frá byrj- un verið framkvæmt á vegum Kon- unglegu Grænlandsverzlunarinnar og hinn 21. des. s.l. var, í Kaup- mannahöfn, undirritaður samning- ur milli hennar og Flugfélags Js- lands um áframhaldandi Iskönnun- arflug og staðsetningu flugvélar og áhafnar £ Grænlandi. Skymasterflugvélin „Sólfaxi" hefir frá öndverðu sinnt þessu verkefni og er sérstaklega búin mjöa fu'Ikominni ratsjá og leitar-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.