Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 9. janúar 1963. Blaðamenn Blaðamenn! Á morgun, fimmtu- iag, fer fram allsherjaratkvæða- greiðsla félagsmanna B. í. um kaup á orlofsheimili við Þing- vallavatn. Atkvæðagreiðslan fer fram hjá írúnaðarmönnum félagsins á öllum lagblöðunum og fréttastofu ríkis- útvarpsins frá kl. 1—8 e. h. Þeim félagsmönnum, sem ekki vinna á dagblöðum eða fréttastofunni, er bent á að greiða atkvæði á ein- hverjum fyrrgreindra kjörstaða. — Stjórnin. Orð sr. Jóns Auðuns Á morgun birtist hér í blað- inu prédikan eftir dómprófast- inn f Reykjavík, séra Jón Auð- uns. Þar víkur séra Jón að rann sóknum á framhaldslífi og af- stöðu kirkjunnar. Segir hann þar m. a.: „Þó er ennþá fráleitara, mér liggur við að segja ósvífnara, það, að vilja reka menn úr kristnu samfélagi fyrir það, að þeir telja sig hafa fundið fyrir þeirri biblíulegu trú fullgild rök, að yfir mönnunum vaki ójarð- neskir vinir“. SÍÐASTA VÖK ANDANNA FROSIN Nú gerist heldur þröngt í búi hjá öndunum á Tjöminni. Er nú svo komið fyrir þeim, að þær hafa enga vök eftir til að synda í. Þær safnast kringum útrennsliö úr Tjöminni hjá gömlu Búnaðarfélagsbyggingunni og húka á fsnum. Þar iiafa þær aðeins svolítið yfirborðsvatn til að bleyta sig í. En með hækkandi sól biða þær betri tíma og þrauka af vcturinn. Vinnuuf Isskorturinn: Kvenþjéðin og nidrað fólk bjarga óhemju verðmætum Það er mjög tilfinnanlegur skort- ur á vinnuafli í frystihúsum lands- ins, a. m. k. suðvesturlands, sagði Björn Halldórsson framkvæmda- stjóri SH í símtali við Vísi í morg- un. Blaðið hefir kynnt sér það mál nánar. ÞÁTTUR KVENÞJÓÐARINNAR: Ingvar Vilhjálmsson útgerðar- maður í Reykjavík, sem rekur hrað frystihúsið ísbjörninn h.f., segir blaðinu að hörgull hafi verið á vinnuafli hjá honum að undan- förnu, en þó ekki tilfinnanlegur ennþá. „Það er aðallega kvenfólk, sem vinnur í frystihúsinu, sagði Ingvar, að söltun og pökkun síld- ar. Konurnar hafa mætt vel og staðið sig framúrskarandi vel í þessari hrotu. Ég er viss um að al- I þátt kvenþjóðin á í því að skapa menningur gerir sér ekki almennt útflutningsverðmæti þjóðarinnar.“ Ijósa grein fyrir því hve mikinn | Framh. á bls. 5. Vestmannaeyjabátar komast ekki á vertíð vegna manneklu Sighvatur Bjarnason hjá Vinnslu stöðinni í Vestmannaeyjum sagði blaðinu í morgun að þar ríkti hreint vandræðaástand vegna þess Jarðolía og síldariðnaður Mikla athygli hafa vakið þær upplýsingar, sem fram komu á blaðamannafundi í útvarpinu á mánudagskvöldið, að unnt væri að vinna eggjahvítuefni úr jarð- olíu á afar ódýran hátt. Fram- lciðsla á ódýrrri eggjahvítu á þcnnan hátt og ýmsan annan, sem nú eru gerðar tilraunir með getur haft mjög afdrifarfkar af- Ieiðingar fyrir sfldarmjölsiðnað íslendinga. Framleiðslan er þeg- ar hafin f Frakklandi á jarð- olíueggjahvftunni og má búast við að fleiri slíkar verksmiðjur taki til starfa á næstu árum. Einn af meðlimum Rann- sóknaráðs ríkisins, Ásgeir Þor- steinsson verkfræðingur, hefir f þessu tilefni látið þau orð falla við Vísi, að hættan fyrir fslenzk an fiskimjölsiðnað stafi reynd- ar ekki einungis úr þcssari átt. Leitað sé með logandi Jjósi að öðrum ódýrum hráefnum, sem vinna má úr eggjahvítu. Er m. a. unnið að þvf að vinna hana úr ýmsum úrgangsefnum dýra- rikisins og úr illgresi. En ekki eru þær tilraunir komnar á stig framleiðslu eins og vinnslan úr jarðolíu. Sfldarmjölsiðnaður okkar hef- ir þegar fengið áfallið. Það eru síldveiðar Perúmanna. Hefir ó- dýr mjölframleiðsla þeirra þeg- ar valdið því að eggjahvftuein- ingin sem úr mjölinu fæst, hef- ir Iækkað f verði á heimsmark- aðnum úr 20 shillingum f 15 shillinga. Ásgeir benti á það að það værl vafasöm stefna að reisa æ fleiri og stærri síldarverk- smiðjur hér á landi, sem fram- leiða sfldarmjöl til skepnufóð- urs. í stað þess bæri vissulega að leggja höfuðáhérzluna á að nýta síldina til matvæla á hinn margvislegasta hátt. Um það væru að vísu uppi ýmsar áætl- anir en nauðsynlegt væri að þeim yrði sem fyrst hrint framkvæmd. hve illa gengi að manna bátana a vetrarvertíð. Hann sagði að mjög margir bátar kæmust ekki á ver- tíð að svo stöddu m.a. af þess- um ástæðum, og er þó langmestur hörgull á beitingamönnum. Síldar- vertíðin dregur óneitanlega mikið frá þorskveiðibátunum, það e r enginn hörgull á mönnum á síld- arbátana. Svo rammt kveður að þesSari manneklu, að Sighvatur sagði að Eyjamenn væru farnir að láta sér til hugar koma að gera út á troll vegna þess að trollveiðar eru ekki nærri eins mannfrekar og línuveiðar, þarf ekki nema 5—6 menn á bát með troll. Framh. á bls. 5. Horfir til stórvand- ræða í Keflavík 9 bátar hafa beðið síldarlönd- unar í Keflavík síðan á sunnu- dag, aðeins tveir losnuðu og komust út í gær og verður tæp- lega lokið við að losa hina i dag. Næstu dagana verður ekki hægt að taka á móti neinni síld í Keflavik, það er allt fullt og engin leið að vinna úr allri þeirri síld, sem berst á land. Þegar fa’rið verður að taka á móti síld að nýju verður ein- göngu tekið á móti nýrri síld. Sjómenn og útgerðarmenn í Keflavík telja þetta óviðunandi ástand og að einhverjar ráðstaf- anir verði að gera til þess að gera þeim kleift að losna við s'idina, sem mokað er upp úr sjónum samstundis og hægt er að losna við hana úr skipinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.