Vísir - 09.01.1963, Blaðsíða 4
d
V í S I R . Miðvikudagur 9. janúar 1963,
Á tæplega einu ári er
María Guðmundsdóttir
orðin ein af tekjuhærri
tízkumyndafyrirsætum
Parísarborgar. Góður ár-
angur, ekki satt, Og nú
skreppur hún til New
York að fá tilbreytingu í
starfið. Hér heima verður
hún aðeins nokkra daga
til viðbótar, kom stuttu
fyrir jól, og bíður eftir
bréfi með atvinnuleyfi til
fyrirhugaðra starfa í New
York.
— Ég verð þar þangað til í
maí eða júní. Ég vil ekki vera þar
í hitunum. Þá skrepp ég heim,
en fer fljótlega til Parísar. Það
er mikið að gera þar í júlí þegar
nýja tízkan kemur fram. Líklega
verð ég svo aftur í New York,
með haustinu segir María í við-
tali við Vísi.
forsíðum tízkublaða
— Og hvernig hefur það svo
verið í París, fyrsta árið?
— Ég hef ekki verið þar ár-
ið út, vegna þess að ég tók
mér frf, og var hér heima f tvo
mánuði. En mér líkar þar vel.
Samt kann ég betur við mig á
ferðalögum.
— Hvert?
—Ég hef skroppið þaðan vegna
vinnunnar til London, Hamborg-
ar, Dlisseldorf og til Suður Frakk-
lands á Rivieruna, og einnig ver-
ið f Norður Frakklandi, í Nor-
mandf.
— Fyrir hvað blöð, hefurðu
unnið?
— Þau eru svo mörg. Elle,
Vogue, frönsku og ensku útgáf-
una, Jardin des Modes, Marie
Clair, Mariages, Annabelle,
Woman f London, Birgitte í
Þýzkalandi, Realites og L, Offici-
elle.
0O0
— Á hvað mörgum forsíðum?
— Það er búið að taka 11 for
síðumyndir, en þær hafa ekki
allar verið birtar enn þá.
— Meira en ein á mánuði, tím-
ann, sem þú ert búin að vera úti?
— Já.
— Svo f auglýsingum?
— Já, fyrir Coca Cola, Esso
og þýzku Fordverksmiðjurnar.
— Hverjir borga bezt?
— Það er borgað hærra fyrir
auglýsingar.
— Er borgað fyrir myndina?
— Nei, fyrir tímann, sem fer
til myndartökunnar.
oOo
— Borga öll blöðin jafnt?
— Já, nema Vogue. Það borgar
helmingi minna en hin blöðin.
Það er talið svo eftirsóknarvert
að vinna fyrir Vogue. Þær sem fá
það komast að hjá hvaða tfzku-
blaði sem er. Annars eru einskon
ar launaflokkar.
— 1 hvaða flokki ert þú?
— Ég telst í þeim hærri.
— Er vinnudagurinn langur?
— Það er misjafnt, allt frá
einni klukkustund upp i fimmtán
fætinum og vissi alls ekki af
hverju hann stafaði. Ég kippti
fætinum upp' úraWöffflúIIðg Varð
óskaplega bilt við $é£ar ég sá að
krabbi hafði bitið sig fastan í
stóru tána. Ég bókstaflega datt
af skelfingu. Eftir það neitaði ég
Viðtal v/ð Maríu Guð-
mundsdóttur um carriére
succé í Paris
klukkustundir. Við höfum heldur
enga samninga um vinnu, nema
í hæsta lagi til tveggja mánaða.
— Aldrei atvinnulaus?
— Nei, alltaf eitthvað á hverj-
um degi.
oOo
— Hvar er myndað?
— Úti á götu, inni í ljósmynda
vinnustofum, f fjöru eða upp til
fjalla, í veitingahúsum, á dans-
leikjum, í óperunni. Þetta er ekki
alltaf holl vinna. 1 ljósmyndastof
unum er hitinn af ijósunum gífur
legur. Og á vorin eru teknar
myndir af sumartízkunni, þá í
kulda og snjó, sem sézt ekki á
myndinni, aðeins sjórinn, sem
maður stendur við.
— Gerist ekkert hressilegt til
að bæta þetta upp?
— Hressilegt? Stundum er
skemmtilegt en þetta er eins og
hvað annað. Ekki alltaf jafn
skemmtilegt. En ef þú kallar það
hressilegt að láta krabba bíta sig
þá er ég á annarri skoðun. Þegar
við vorum að mynda á frönsku
Riverunni var ég látin standa eilít
ið út f sjónum. Allt í einu fann
ég óskaplegan sársauka í öðrum
að standa í vatninu eða synda
þarna. Nú hlæ ég bara að því.
Þetta var þrátt fyrir þetta
skemmtilegasta ferðin sem ég hef
farið í vinnunni.
— Varstu send frá París?
— Við vorum sendar tvær, fyr-
ir Elle, einn ljósmyndari og hjálp
arkokkar hans, og kona, sem
gætti fatanna.
oOo
— Passa fötin alltaf?
— Stundum verður að spretta
þeim upp, eða þá þrengja þau.
En blöðin reyna alltaf að ná í
stúlkur, sem passa í fötin. Það er
heldur ekkert skemmtilegt að
standa úti á götu í fínum föt-
um, sem eru næld saman eða
sprett í sundur á bakinu.
— Eru þetta allt módelkjólar?
— Oft aðeins eftirlíkingar úr
ódýrari efnum.
— En skartgripirnir?
— Þeir eru alltaf ekta, þegai
þeir eru auglýstir með fötunum.
— Ertu þá undir lögreglu
vernd?
— Nei, það er óþarfi. Skart
gripirnir eru fluttir frá verzlun
inni á myndatökustaðinn og það-
an aftur af einhverjum fulltrúa
verzlunarinnar. Samt eru þeir ó-
sjaldan feikilega dýrir og glæsi-
legir.
oOo
— Er mikið samkvæmislíf }
kringum starfið?
— Þess er alls ekki krafist. En
það eru tækifæri til að kynnast
mörgum. Og svo eru þeir, sem
maður hefur aldrei séð, en
hringja og vilja bjóða út í mat.
Ég þigg aldrei svoleiðis boð. Ég
kann heldur ekki við mig f veizl-
um, sem okkur er oft boðið í,
svona eins og til að „skreyta"
samkvæmið. Ég kann ekki við
mig innan um fólk, sem ég veit
engin deili á.
— En samt ertu búin að kynn-
ast ógrynni af frægu fólki?
— Ekki er það nú allt nánin
kunningsskapur. Ég hef kynnst
Audrey Hepurn og manni hennar
Mel Ferrer einna bezt af þessu
fólki, farið nokkrum sinnum með
þeim út, ásamt fleira fólki. Einnig
leikkonunni Jeanne Moreau. Ég
sat fyrir nokkrum myndum
heima hjá henni. Það var fyrir
Pierre Cardin. Þau eru sögð trú-
lofuð núna. En trúðu mér, það
er ekki hægt að sjá að þetta sé
frægt fólk, á öðru en því að fólk
glápir svo mikið á það.
oOo
— Er samkeppnin hörð?
— Já, það er óhætt að segja
það. Margar vflja komast í þetta,
en færri fá en vilja.
— Hvers vegna byrjaðir þú?
— Mér var boðið eftir fegurðar
samkeppnina hér heima 1961. að
fara í tískusýningarferð um Suð
ur-Ameríku. Mig hafði alltaf lang
að til þess að sýna föt. En ég
fann að ég kunni ekki við að
koma fram fyrir fólk, svo ég
reyndi að gerast ljósmyndafyrir-
sæta. Ég kann mun betur við
það starf.
— Er það betur launað en hitt?
— Já, margfalt betur launað.
— Hvenær byrjar vinnudagur-
inn?
— Venjulega um níu leytið á
morgnana. Ýg verð þá að fara
á fætur klukkan sjö til að snyrta
mig og klæða og borða morgun-
verðinn, svo til að komast á yinnu
staðinn.
— Viltu ekki lýsa vinnudeg-
inum?
— Þegar á staðinn er komið
sitja Frakkarnir og lesa blöð. Þeir
eru seinir af stað. En þegar þeir
hafa hitað sig upp gengur allt
vel-auðvitað með hávaða og lát-
um. Stundum gengur myndatak-
an vel, stundum seint. Ef þeir
vita ekki hvaða stellingar þeir
vilja, er maður alltaf að setja sig
í nýjar stellingar. Það getur verið
ansi erfitt, t. d. að stíga alltaf í
annan fótinn, í sömuN tröppuna
Frh. á bls. 5